Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
9.12.2008 | 07:51
Orð umheimsins um Ísland
Ég var að bíða eftir að fá bækur afhendar á bókasafni Stokkhólmsháskóla þegar fyrrum kennari minn hér, prófessor við listfræðideildina kemur til mín.
Hún heilsar upp á mig og kynnir manninn sinn sem er prófessor í alþjóðarétti við sama skóla. Við spjöllum stutt og síðan spyr hún mig hvernig þetta sé eiginlega með Ísland núna og hvort allt sé ekki að verða betra núna? "Nei" svaraði ég, "allt er við sama þar. Bágt ástand og óskemmtilegt." "Þetta er með ólíkindum" bætir hún við. Þetta hlýtur að fara verða betra þar sem Ísland hefur fengið fyrirgreiðslu víða og síðan hefur nú líklega farið fram mikil uppstokkun?" Ég gaf lítið út á það, en þá spyr hann (maðurinn hennar): "Viltu meina að það hafi ekki verið nein mannaskipti né heldur uppstokkun í yfirstjórn ríkis og efnahagslífs?" "Nei" svara ég. "Engin. Yfirmennirnir vilja ekki fara." "Vilja ekki fara" spurði hann, "hvað áttu við? 'Vilja ekki fara' ?" "Nei, sagði ég!" "Þá er viðbúið að allt endurtaki sig þegar þeir eru búnir með fjármagnið sem þeir hafa fengið frá ríkjum og stofnunum!" sagði prófessorinn og hristi höfuðið. "Já, það er viðbúið" svaraði ég "og í raun það sem fólkið bíður eftir".
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.12.2008 | 12:33
Nú er ég kjaftstopp!
Lesið þetta og veltið fyrir ykkur hvort allt sé í lagi?
http://visir.is/article/20081204/VIDSKIPTI06/230143719
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.12.2008 | 11:07
Landráð
I X. kafla almennra hegningarlaga (lög 40:1940) er fjallað um landráð. Þetta er áhugaverð klausúla sem er gaman að skoða. Hegningarlögin eru afskaplega tætt af viðbótum, ákvæðum sem komið hafa síðar, milliríkjasamningum og ákvæðum þeirra og slíku. En meginstofn laganna er enn að með lögum skal land byggja, en með ólögum eyða. Fer það nú eftir því hvernig maður les lagatextana hvernig þeir túlkas hverju sinni og eflaust hvar í stjórnmálaflokk sá er les er settur.
Nú er ég óbundinn neinum stjórnmálaflokki. Ég er frjáls að mínum skoðunum og nýt þess að kosningar eru bæði lýðræðislegar og leynilegar. Þannig getur hver og einn greitt atkvæði eftir samvisku sinni. Krossað við það stjórnmálaafl sem hann telur að best geti þjónað fólki og landi hin hefðbundnu fjögur árin.
Lögin er því til þess fallin að hafa hemil á fólki, tryggja öryggi og velferð okkar. Þegar lögin eru brotin, er refsað eftir þeim. Við þekkjum lögin, við þekkjum í hverju refsingarnar eru faldar - en umfram allt hvað samfélaginu er fyrir bestu. Því samfélagi sem við viljum tilheyra og eigum rætur okkar í. Einmitt þetta er áhugavert! Það er þetta samfélag sem við skiljum. Sjaldnast þurfum við að kíkja í lagasafn Alþingis til að vita hvort við megum þetta eða hitt. Þessi vitneskja er einfaldlega samgróin okkur og samfélagsmynd okkar. Við vitum oftast hvað við megum ganga langt.
Að þjóna landi og þjóð á ekki að vera skylda, heldur okkur ljúfara en skylt. Því vaknar mín spurning um forgangsröðun og drengskap þegar ég sé fréttir um bankamál. Hvernig má það vera að lög um bankamál og reglur þar að lútandi eru settar hagsmunum ríkisins ofar. Ég rakst á þessa grein ofantilgreindra laga:
91. gr. Hver, sem kunngerir, skýrir frá eða lætur á annan hátt uppi við óviðkomandi menn leynilega samninga, ráðagerðir eða ályktanir ríkisins um málefni, sem heill þess eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin, eða hafa mikilvæga fjárhagsþýðingu eða viðskipta fyrir íslensku þjóðina gagnvart útlöndum, skal sæta fangelsi allt að 16 árum.
Sömu refsingu skal hver sá sæta, sem falsar, ónýtir eða kemur undan skjali eða öðrum munum, sem heill ríkisins eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin.
Sömu refsingu skal enn fremur hver sá sæta, sem falið hefur verið á hendur af íslenska ríkinu að semja eða gera út um eitthvað við annað ríki, ef hann ber fyrir borð hag íslenska ríkisins í þeim erindrekstri.
Mér varð hugsað til þeirra "bankaleyndar" sem oft hefur verið nefnd nú af frammámönnum landsins. Embættismönnum sem starfa fyrir ríki og þjóð. Hver er sú bankaleynd sem er hagsmunum ríkisins æðri? Má einfaldlega skýla sér bak við bankaleynd þegar þjóðarhagsmunir eru í tafli og vitneskja um eitthvað sem er mikilvægt á neyðartímum fyrir þjóðina að vita, er haldið aftur?
Nema .... allt sé náttúrlega bara hreinn uppspuni.
Ég tel að það að kasta fram orðunum "bankaleynd", "leynisamningum" eða slíkum orðum, eru til þess fallin að "auka vægi" einstaklinga í hræðsluáróðursskyni; að þeir sem hafi uppi þessi orð verði stikkfríir vegna "þeirra upplýsinga" sem þeir búa yfir? Ég hreinlega veit ekki. Þetta er sú tilfinning sem vissulega kemur upp þegar við heyrum vikulega um þessa"leynd".
![]() |
Davíð ber fyrir sig bankaleynd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.11.2008 | 12:50
Davíð sýnir sinn innri mann! ojj ojj ojj
Hægt væri að skilgreina háttarlag Davíðs Oddsonar sem sjúklega þráhyggju með ívafi haturs og grunnhyggni og taumlausu vantrausti til embættismanna ríkisins. Auðvitað hefur sýslumaður verið búinn að kanna öll formsatriði. Ég trúi ekki öðru. Þannig á embættisfærslan að vera. Ég því miður vantreysti orðum Davíðs í öllum atriðum. Hann er ekki trúverðugur lengur og hefur ekki lengi og verður aldrei.
![]() |
Davíð sagður hafa gert aðför að forsetahjónunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
18.11.2008 | 19:22
Skortur á trúverðugleika
Ef erindrekar þingflokkanna sátu 6 fundi með bankastjórn Seðlabankans hví þá í ósköpunum gerði enginn neitt? Er það greind sem þetta fólk skortir? Var splaskið í laxveiðiánni of hávært til að þingflokksfólk heyrði hvað bankastjórnin sagði? Var bankastjórnin ekki nægilega skýr í því sem hún sagði?
Hvar liggur vandamálið! Þetta jaðrar við einfeldni trúa að 6 fundir hafi ekki skilað neinu! Trúðu ekki þingmenn sínum eyrum vegna "ótrúverðugleika" Davíðs Oddsonar?
ps. var einhverjum eða öllum greitt fyrir þessa fundasetur?
![]() |
6 fundir með seðlabankastjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.11.2008 | 08:31
Bravó, Guðni Ágústsson!
Hélt að ég myndi aldrei segja svona um neinn í Framsóknarflokki, en ég segi það og stend við það: "Bravó, bravó Guðni Ágústsson!
Vonandi hafa aðrir þingmenn saman dug, heiðarleika, drengskap og áræðni!
![]() |
Guðni segir af sér þingmennsku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.11.2008 | 13:00
Mér blöskrar hræsnin, siðleysið og fyrirlitningin
Hvernig getur þetta fólk sýnt á sér andlitið eftir að hafa gert grein fyrir ofurlaunun núna á hrakningargöngu þjóðarinnar? Mér þykir að fólk þurfi að vera siðblint og gersamlega úr öllu samhengi við kjarastríð og ástandið eins og því er lýst nú, bæði heima og erlendis. "Íslendingum getur ekki verið sjálfrátt" sagði kunningi minn hér í Stokkhólmi, þegar ég hafði þýtt þessa frétta um launakjör "nýju" bankastjóranna.
"Bíddu við" spurði hann "er þetta ekki landið sem sveltir námsmenn sína erlendis, getur ekki greitt fólki út af bankareikningum sínum og kvartar síðan og kveinar yfir illri meðferð IMF og Evrópubandalagsins?"
"Það er greinilegt þegar maður sér þetta að stjórnvöld eru að ljúga að ykkur og heiminum um efnahagsástandið. Enginn borgar svona laun þegar allt er í neyð og volæði" sagði kunningi minn að lokum.
![]() |
Laun Elínar Sigfúsdóttur 1.950 þúsund á mánuði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.11.2008 | 13:45
Forseti Íslands mokar skítinn fyrir alþingis- og embættismenn
Forseti Íslands virðist hafa farið mikinn með sendifulltrúum erlendra ríkja nú fyrr í vikunni. Í sænska fréttablaðinu Metro [bls. 15; 13.11.2008] segir að forsetinn hafi sett út á meðal annars Svíþjóð í sambandi lítil eða engin viðbröð og aðstoð vegna efnahagsástandsins á Íslandi. Hér er greinin eins og hún birtist í Metro:
Í greininni segir: Skuldsatt Ísland: Svíþjóð svikari
Forseti Íslands reiður - vill að landið "leiti nýrra vina".
Ísland er búið að taka upp stríðsöxina mót Svíþjóð og öðrum svikurum sem hafa ekki brugðist við alvarlegu efnahagsástandinu á Íslandi. Á föstudag skammaðist herra Ólafur Ragnar Grímsson í Svíum vegna sinnuleysis þeirra og annara landa á hádegisverðarfundi.
Að Norður-Atlandshafssvæðið sé mikilvægt Norðurlöndunum, Bandaríkjunum og Bretlandseyjum virðist vera staðreynd sem þessi lönd líti gersamlega framhjá, er sagt að herra Ólafur Ragnar hafi sagt á téðum hádeigisverðarfundi. Orð forsetans virtust koma sendifulltrúum í opna skjöldu og var þeim brugðið við, er haft eftir norska sendifulltrúanum.
Af Norðurlandaþjóðunum voru það einvörðungu Norðmenn og Færeyingar sem hafa boðið hjálp sína. Til og með hafa Færeyingar boðið Íslendingum enn frekari aðstoð, nokkuð sem forsetinn lofsamaði.
Forsætisráðherra Svíþjóðar, Fredrik Reinfeldt segir í samtali við Metro að hann hafi vissan skilning fyrir hinni íslensku óþolinmæði. Kveðst hann skilja að biðlund Íslendinga sé takmörkuð, því vandinn standi þeim nærri og því hafi han skilning á því sem sagt hafi verið um téðan fund forsetans og sendifulltrúanna.
Forsetinn bauð Rússum að koma og nýta gamla NATO setuliðsstöðina í Keflavík. Sagt er að rússneski sendiherran hafi brosað, en sagt nei takk, er haft eftir Klassekampen sem kynnt hefur sér skýrslu utanríkisráðuneytisins norska.
IMF lánið sem Ísland átti að fá upp á 2,1 milljarð dollara var tilbúið til afhendingar þegar þann 24. október, en formlegt ákvarðanataka hjá IMF hefur dregist. Fleiri löng, með Bretland í fararbroddi, krefjast að Ísland geri fyrst upp skuldir sínar til sparifjáreigenda í Evrópusem töpuðu einnig fjármunum sínum þegar íslensku bankarnir hrundu, er haft eftir Financial Times.
greinin á vefsíðu Metro:
http://www.metro.se/se/article/tt/2008/11/12/islandfinanskris_webb/index.xml
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.11.2008 | 09:31
Ekki sérstaklega stómannlegt af frændum okkar!
Ein ríkasta þjóð í heimi, sú sem talin hefur verið okkur skyldust, hefur nú sett fyrirvara um aðstoð við Ísland. Þar með setur Noregur sig á sömu skör og Evrópusambandið. Skilyrðislaus kærleiki er ekki til hjá Norðmönnum, og því verðum við að telja þá okkur fjarskyldari en blessaða Færeyingana sem allt gott vilja okkur, nú þegar við erum komin á hnén.
Norðmenn af öllum hafa brugðist okkur og sett fyrirvara á vinskap sinn gagnvart Íslandi. Þeir voru í stöðu að aðstoða bróður í vanda, en létu hjá leiða að gera það! Minnumst þess!
Minnumst þess líka að Evrópubandalagið gerir ALLT til að knésetja okkur enn frekar. Minnumst þess þegar við tölum um AÐILD að því fjölþjóðaskrímsli.
![]() |
Lána Íslandi með fyrirvara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.11.2008 | 07:28
Bravó herra Ólafur
Það er ljóst að þá er embættismenn, alþingismenn og aðrir starfsmenn þjóðarinnar ekki standa sig eða hreinlega eru ekki nægilega skýrmæltir á alþjóða vettvangi, verðum við að treysta öðrum til verksins. Því er eðlilegt að sá sem stjórnmálaþekkinguna hefur og er nægilega skýrmæltur geri það sem hann getur: Herra Ólafur Ragnar, forseti Íslands
Við höfum fá góð spil á höndum. Staða okkar er afskaplega bág. Því er brýnt að spilað sé rétt út þeim spilum sem við þó höfum og herra Ólafur Ragnar gerir einmitt það núna. Hann sér að það er verið að svelta okkur í fjármálaumsátri fyrrum vinaþjóða okkar. Umsátrið hefur staðið nógu lengi svo að þjóðin ætti að skilja að þessum umsátursher er alvara. Að við sendum út bréfdúfu með skilaboð til fjarlægra vina um að koma og aðstoða okkur, er rétt, skylt og okkar eina von.
Látum því bullið í Evrópubandalaginu sem er núna að nota þumalskrúfurnar á okkur lönd og leið og leitum aðstoðar hjá Rússum, Kínverjum og hverjum þeim sem vill liðsinna okkur. Það er vont val til vina.
![]() |
Mikið fjallað um ummæli forsetans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |