Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Á snúruna með þá!

Jamm, nú er það svart. Þingmenn farnir að drekka djörfung í sig til að geta setið fundi Alþingis. Það er aldeilis... Þetta virðist nú allt svartara en ég hélt. Líklega er það samviska þingmanna sem er að naga þá. Samviskan sem ESB, IMF og flokksforusturnar hafa keypt!

Ljótt ef satt er!


mbl.is Ræddu hegðun þingmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins...loksins...

Þá kom að því að einhver segði eitthvað að viti. Ég er orðinn svo leiður á þessu allsendis úrræðaleysi sem virðist lita alla umræðu á Íslandi um framtíðarstefnu lands og þjóðar.  Allra augu beinast að ESB. Því ljóta skrímsli.  Núna hafa gáfumenn lagt IQ- in sín í pott og fengið fram að ef til vill sé heillavænlegast að bindast vinskapaböndum við Norðmenn. Já framtíðin er bjartari með þeim sem skilja hvernig við hugsum, en ekki með Spánverjum, Grikkjum og síðar meir Tyrkjum (sem um síðir, komist þeir inn í bandalagið verða allsráðandi).  Þessar þjóðir munu ALDREI skilja sérhagsmuni okkar, sérstöðu og menningu.


mbl.is Ísland og Noregur myndi með sér bandalag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mér er illa misboðið

Þetta er náttúrulega enn eitt dæmið sem dregið er nú fram í dagsljósið - dæmi um svívirðilega misnotkun fjármuna ríkisiins. Nú var engum framrásarvíkingum um að kenna, heldur voru embættismenn ríkisins sjálfir að verki. Starfsmenn Seðlabanka Íslands. Þetta er hreinn og klár viðbjóður. Þetta er náttúrulega algjört rugl. Hvaða heilvita einstaklingur með nokkra ábyrgðartilfinningu samþykkir svona botnlausa samninga?  Það er samið án þess að ákveða lok ráðgjafasamnings. Þannig er stjórn Seðlabankans og þar með ríkisstjórn að gefa út óútfylltan tékka! 

Ekki er ein báran stök. Að samningurinn við JP Morgan hafi "liðkað" fyrir einhverju er þvættingur og della. Þjóðin á ekki að láta bjóða sér svona málflutning. Um ókomin ár mun það skýrast smátt og smátt að það voru ekki útrásarvíkingarnir sem áttu sök á öllu hruninu, heldur var það óráðsía í fjármálum ríkisins sem í raun gerði okkur vonlaust að bjarga skinni okkar, heiðri og fjármálum komandi kynslóða.

Brytum "tónlistarhúsinu" sem er verið að byggja í fangelsi og setjum alla skúrkana þar inn í öryggiseinangrun. Við þurfum ekki að ákveða lok þeirrar einangrunar fremur en samninganna sem skúrkarnir gerðu. 

 


mbl.is Ráðgjöf kostaði milljarð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bankaleynd - til hvers?

Ég tek undir orð Katrínar ráðherra Jakobsdóttur og endurtek þar með mín orð um að nú sé þörf fyrir gagnsæja umfjöllun um bankamál. Réttur bankanna til svonefndar "bankaleyndar" er ekki fyrir hendi lengur. Eins og dæmin sanna hafa bankarnir farið svo illa að ráði sínu, misnotað þessi forréttindi sem felast í bankaleyndinni að ástæðulaust er að tala frekar um bankaleynd. Streita og ringulreið ríkir nú í bankaheiminum, því bankarnir óttast að óreiðan komi nú fram og allt verði gersamlega vitlaust í samfélaginu þegar viðbjóðurinn komi fram. 

Mér finnst ástæða að styðja því orð Katrínar menntamálaráðherra og hvetja til algerrar opnunar á ÖLLU sem hefur með íslenska bankastarfsemi að gera. Bankarnir brugðust okkur og réttur þjóðarinnar er að vita ALLT. Það sem reynt er nú að hylma yfir með lögbannsúrskurðum, er bara toppurinn á ísjakanum, óttast ég að muni gera þjóðina afskaplega reiða. Enginn mun þola að sjá hvernig hundruðum milljóna ef ekki þúsundum var ráðstafað til "kennitölufyrirtækja" og einkaaðila rétt fyrir efnahagshrunið. Þessir aðilar vissu í hvað stefndi sem og ríkisstjórn Geirs H Haarde. Hver reyndi að hrifsa til sín fjármuni, troða vasana fulla þegar hlaupið var út úr brennandi húsinu.


mbl.is Leyndin víki fyrir almannahag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt unnið til vettergis

Það er alltaf svolítið sárt þegar búið er að leggja mikinn tíma og fjármuni í eitthvað verkefni og efla sannfæringu sína fyrir málefninu - síðan er sýnt og sannað að fyrri rökfærslur voru annað hvort rangar eða svo veikar að vart er á þeim byggjandi og að öll vinnan hefur verið til vettergis.

Eva Joly hefur nú sýnt svo ekki verður um villst að Ísland mun ekki ráða við að greiða þær skuldbindingar sem íslensk stjórnvöld vilja leggja á þjóðina. Það væri því óðs manns æði að leggja út í að byrja greiða skv. ICESAVE.

Samþykki Alþingi ICESAVE er það að grafa undan ekki bara sjálfstæði ríkisins, heldur íslenskri þjóð og framtíð byggðar á Íslandi.

 


mbl.is Stöndum ekki undir skuldabyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VARÚÐ: ALÞJÓÐAGJALDEYRISSJÓÐURINN AÐ STÖRFUM

Ég hef lengi varað við Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF). Ég held að þjóðin ætti að kynna sér svolítið betur forsögu og gjörðir þessarar hættulegu stofnunar sem ekki virðist hafa komið neinu góðu til leiðar á líftíma sínum, heldur hörmungum, ójafnvægi, stjórnmálabyltingum og órétti. Kannið hvaða löndum t.d. í Afríku og Suður-Ameríku IMF hefur "aðstoðað"  og skoðið síðan hvaða hræðilegu hörmungar hafa síða geisað yfir þessar þjóðir - fyrst í formi pólitískra afskipta.... sem síðan hafa tekið á sið viðurstyggilegar myndir.
mbl.is Vill að AGS leggi spilin á borðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað, en ekki hvað?

Fyrir það fyrsta áttu íslensk stjórnvöld að láta erlenda sérfræðinga annast samningagerð fyrir ríkisstjórnina. Ég segi ríkisstjórnina því það er hún og bara hún sem gerir þessa ICESAVE-samninga. Síðan verður þjóðinni sendur reikningurinn.  

Í öðru lagi tel ég að það hefði verið sjálfsögð vinnubrögð að fela viðeigandi deildum Háskóla Íslands að skoða og leggja mat á samninginn, hluta hans og sem heild. Þar hefði strax átt að kalla saman sérfræðinga í Evrópurétti, stjórnsýslu, lögum, viðskipta- og hagfræði, siðfræði og sagnfræði.  Þetta hefði ekki einusinni þurft að nefna, svo sjálfsagt tel ég að þetta hefði verið. Svo mikið er í húfi.

Vegna þess að Íslendingar fengu ekki að rétta við mannorð sitt á sviðið alþjóðasamfélagsins, með því að sækja bresk stjórnvöld til saka fyrir að beita í fullkomnum órétti Ísland og íslenskt fjármálakerfi þeim órétti að beita hryðjuverkalögum - tel ég fyllilega rétt að þjóðin eigi síðasta orðið hvað snertir ICESAVE samningana.


mbl.is Rýnir í gögn vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sorgardagur! Flöggum í hálfa stöng!

Í dag er sorgardagur og allir dagar þar til þjóðin verður gersamlega búin að missa sjálfstæði sitt í hendur fjölþjóðaríkis sem lætur sig engu varða hvað Íslendingar segja. Það verður traðkað á okkur og við arðrænd eins. Við munum ekki einusinni spurð....   

 


mbl.is Umsóknin á dagskrá á mánudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Splittrad Island ansöker om medlemsskab i EU"

Svo skrifar sænska netfréttablaðið Dagens nyheter (DN) um aðildarumsókn Íslands. Sænskir fjölmiðlar hér ytra hafa verið áhugasamir um allt sem hefur með forsögu og síðan aðildarumsókn Íslands upp á síðkastið. Umræðan hefur á greinargóðan máta skýrt stöðu Íslendinganna, tvístraðrar þjóðar sem sé að reyna að krafsa sig upp úr efnahagskreppu. Tvístraðrar þjóðar sem í fullkomnu ósætti sendir aðildarumsókn til Bruxelles fyrir næsta ráðherrafund sem þar á að halda núna 27. ágúst. Bent er á í pistli DN að Íslendingar muni þurfa að gangast við ákveðnum breytingum s.s. á stjórn fiskveiða. Í samtali sem haft var við Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra segir:

- Det här är en av de mest historiska voteringar i alltingets historia och sedan republikens grundande, sade hon.

Sigurdsdottir hoppas att EU ska ge Island ekonomisk stabilitet och långsiktigt välstånd. Hon räknar med att ha skickat in en medlemsansökan fram tills EU:s utrikesministrar möts i Bryssel om drygt en vecka.

EU är en känslig fråga på Island med 320.000 invånare. Länge var de självständiga och stolta islänningarna mycket skeptiska till det europeiska samarbetet. Folket gillar sitt oberoende och framför allt räds många vad som ska hända med fiskenäringen när Island inlemmas i EU:s fiskepolitik. Oro finns för att EU ska över kontrollen av Islands rika fiskevatten.

["Þetta er ein þýðingarmesta atkvæðagreiðslan í sögu Alþingis, allt frá stofnun lýðveldis", segir Jóhanna.

Jóhanna vonast til að ESB komi til með að gefa Íslandi efnahagslegt jafnvægi í framtíðinni og velmegun. Hún býst við að umsóknin verði komin inn fyrir fund utanríkisráðherra í Bruxelles efir rúmlega viku.

Meðal hinn 320 000 Íslendinga hefur umræðan um ESB verið afskaplega heit. Hinir stoltu og sjálfstæðu Íslendingar hafa verið vantrúaðir á gildi náins evrópsks samstarfs. Þjóðinni hugnast heldur að vera sjálfstæð og óbundin og óttast einna helst hvað muni gerast með náttúruauðlindirnar og þá í formi stjórn fiskveiðilögsögunnar ef Ísland verður eitt með fiskveiðistefnu ESB. Óttast Íslendingar að ESN taki yfir stjórn hinna auðugu fiskveiðilögsögu Íslands.]

_________

Já að er synd að segja að Íslendingar verði ekki þekktir af eindæmum. Ósáttin og hryggðin yfir aðildarumsókn er augljós, heyrir maður hér ytra í fjölmiðlum, nú þegar Íslendingar eru að velja burt sjálfstæðið, forræðið yfir auðlindum og veikari sjálfsmynd. Það verður skrýtið eftir nokkur ár þegar við verðum að fara flagga EU flagginu út um allt með íslenska fánanum. Þetta er skrýtin tilhugsun. Meir að segja Svíar sem nú halda í formennsku fyrir ESB veigra að flagga Evrópufánanum, því andúðin fyrir ESB vex þar líka.


Flokksagi æðri samvisku þingmanna

Svo virðist að "agavandamál" sé komið upp í herbúðum Vinstri-Grænna. Svipan er reidd til höggs og þingmenn minntir á flokksagann. Flokksaginn hefur einatt verið eitt af höfuðmerkjum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Þar hafa menn selt samvisku sína flokksaganum fyrir föst þingsæti (eða þingsætaloforð) og er trúnaðurinn vel þeginn þegar erfiðum siðlausum og eiginhagsmunapotsmálum er velt yfir þingið.  Nú er komið að Vinstri-Grænum að binda hendur þingmanna sinna.  Vitið bara, að þegar kemur að atkvæðagreiðslu um ICESAVE sjálfdæmisskjöl Breta og ESB, munu allir stjórnarþingmenn styðja fingri á réttan flokkshollan grænan "já"knappinn.  
mbl.is Tjáir sig ekki um ummæli Lilju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband