Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
6.6.2010 | 14:26
Hjálp hvað sumir geta verið drjúgir!
Mér hreinlega blöskrar nú þegar ég les þessa frétt, hvað Már Guðmundsson virðist vera veruleikafirrtur. Það er líklega eins gott að hann taki til baka umsókn sína, þar sem hann sýnir í orðum sínum hvað hann virðist vera gersamlega sneyddur allri veruleikatilfinningu fyrir því ástandi sem hefur verið í landinu og mun um ókomin ár hafa áhrif á allt viðskipta og efnahagslíf landsins og landans.
Drjúg orð Más gera það bara að verkum að orðstír hans i bankaheiminum hafa þegar borið hnekk, og ekki þurfti hann hjálpina þar til. Jóhanna forsætisráðherra ætti með réttu að biðja hann að taka til baka umsókn sína og biðja hann að halda sig fjarri allri opinberri fjármálastarfsemi í landinu.
Hann hefur ekki aðeins sýnt að hann er ókunnugur um efnahagsástandið á Íslandi, heldur gersamlega sneyddur þeirri fíntilfinningu sem stjórnendur í æðstu embættum ríkisins verða að hafa.
Ég hafna Má hans hugsanagangi með öllu.
Már og Jóhanna ræddu launin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.1.2010 | 12:19
Calypso
Mín spurning til stjórnvalda er þessi: Hvað bjó að baki þá er íslensku þjóðinni var synjað um réttinn að sækja Breta til saka fyrir að beita á okkur hryðjuverkalögum? Hver átti ávinningurinn að vera af því að EKKI sækja þá til saka? Hvað fengum við fyrir auðmýktina og undirgefnina? Eitthvað hlýtur að hafa komið í staðinn?
Ljóst er af orðum Alain Lipietz að réttarstaða Íslendinga var og er sterk. Því spyr ég fyrrnefndra spurninga og hvers vegna íslenskri þjóð var ekki unnt að fá uppreisn æru?
Lipietz: Veikur málstaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.1.2010 | 10:20
Verður bresku handrukkurunum greitt?
Hversu gæfuríkur er herra Ólafur Ragnar Grímsson í embætti sínu sem forseti Íslands? Hversu góða sýn hefur hann á getu og úthald þjóðarinnar. Hversu lýðræðiselskandi er hann? Þetta eru nokkrar af spurningum þeim sem ég er að velta fyrir mér núna við upphaf nýs árs.
Kýs herra Ólafur Ragnar örbyrgð og sært þjóðarstolt með að setja stafi sína við téð ICESAVE lög? Kýs hann að leyfa íslenskri þjóð að stríða fyrir stolti sínu, sýna hvað í henni býr og beygja sig ekki fyrir vafasömum skuldaviðurkenningum íslenskra stjórnvalda fyrri ára. Segir hann einfaldlega "Nei" við að greiða spilaskuldir útrásarvíkinga og þorir hann að reka á brott handrukkara Breta og Hollendinga, svo einhverjir séu nefndir? Ég vona það.
Fundi lokið á Bessastöðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.11.2009 | 10:25
Sem þurfalingar skulum við lifa.
Svo má brýna að bíti! Ég held, eftir að hafa hugsað lengi málið, að stærstu mistök ríkisstjórnanna, þeirrar sem var rekið í búsáhaldabyltingunni og svo þeirrar nýju, hafi verið að stefna ekki breskum stjórnvöldum þá er hryðjuverkalögum var beitt á Ísland. Í þessari gjörð var að finna svo illskuþrungna og heiftúðuga aðgerð bitrar þjóðar að fá dæmi eru í sögu síðustu áratuga.
Meðvitaðir um afleiðingarnar beittu Bretar okkur þessu bragði, meðvitaðir um að Íslendingar myndu knésetti, meðvitaðir um að okkur yrði ekki nein leið fær að bjarga okkur - setja þeir neyðarlög. Og hvers vegna? Jú, til að ná fiskimiðunum af okkur.
Sjávarútvegur Evrópusambandsins stendur á grafarbakkanum. Áratugum saman hafa fiskveiðiþjóðir Evrópusambandslandanna skafið upp hafsbotninn með trollhlerum sínum, eyðilagt uppeldisstöðvar fiskistofna og síðan veitt um þá fiska sem eftir voru. Núna ásælast þessi lönd með Breta í víglínunni miðin kringum Ísland. Náðarlaust!
Atvinnuleysi meðal sjómanna/rányrkjumanna er næstum algert. Atvinnugreinin er að deyja út meðal þessara þjóða. Þriðja kynslóð atvinnulausra sjómanna er að vaxa úr grasi og smáþorp og borgir eru að lognast sömuleiðis út af.
Til að ná sér aftur á skrið, hafa Bretar nú beitt okkur hryðjuverkalögum, til að veikja eða taka alveg frá okkur samningsstöðuna nú þegar íslenska ríkisstjórnin telur sér ekki fært annað (í grunnhyggni sinni) en að ganga til liðs við ESB styrkjakerfið. Sem þurfalingar skulum við lifa. Það er vilji Breta, vilji ESB og vilji ríkisstjórnarinnar.
Undirbýr mál gegn Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.11.2009 | 11:59
Réttsýni og drengskapur
Ég verð að játa að ég fylltist von um betri tíma nú þegar ég las fréttina um afstöðu Lilju Mósesdóttur á mbl.is, til ICESAVE málanna. Ég vona að ekki bara fleiri flokksfélagar hennar heldur fólk úr öðrum flokkum takist nú á við siðferðisspurninguna og láti sannfæringu sína, ekki flokksagann stjórna gerðum sínum og hvernig kosið verði um nýja ICESAVE.
Ég hef alltaf sagt að það sé EKKI rétt að Íslendingar gangi svo í vafasama ábyrgð fyrir spilavítabraski "útrásarvíkinga" að þjóðinni sé skotið aftur á steinaldarstigið. Nei, þá gengur þjóðin fyrir öðrum. Ef allt þetta snýst um að halda Bretum og Hollendingum; ergo: ESB og IMF glöðum segi ég bara eftirfarandi:
Borgum ekki eyri. Þessar alþjóðastofnanir hafa beitt á okkur hryðjuverkalöggjöf, þvingunum, seinagangi í afgreiðslu einföldustu mála og síðan sýnt okkur hortugheit. Við hreinlega leitum nýrra leiða. Drögum til baka umsókn okkar um ESB, afturköllum hjálparbeiðni til IMF, förum í mál við Breta vegna setningar hryðjuverkalaganna og sköffum okkur nýja vini, nýja markaði og nýja og betri sjálfsmynd.
Getur ekki samþykkt Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.8.2009 | 06:07
Bankaleynd - til hvers?
Ég tek undir orð Katrínar ráðherra Jakobsdóttur og endurtek þar með mín orð um að nú sé þörf fyrir gagnsæja umfjöllun um bankamál. Réttur bankanna til svonefndar "bankaleyndar" er ekki fyrir hendi lengur. Eins og dæmin sanna hafa bankarnir farið svo illa að ráði sínu, misnotað þessi forréttindi sem felast í bankaleyndinni að ástæðulaust er að tala frekar um bankaleynd. Streita og ringulreið ríkir nú í bankaheiminum, því bankarnir óttast að óreiðan komi nú fram og allt verði gersamlega vitlaust í samfélaginu þegar viðbjóðurinn komi fram.
Mér finnst ástæða að styðja því orð Katrínar menntamálaráðherra og hvetja til algerrar opnunar á ÖLLU sem hefur með íslenska bankastarfsemi að gera. Bankarnir brugðust okkur og réttur þjóðarinnar er að vita ALLT. Það sem reynt er nú að hylma yfir með lögbannsúrskurðum, er bara toppurinn á ísjakanum, óttast ég að muni gera þjóðina afskaplega reiða. Enginn mun þola að sjá hvernig hundruðum milljóna ef ekki þúsundum var ráðstafað til "kennitölufyrirtækja" og einkaaðila rétt fyrir efnahagshrunið. Þessir aðilar vissu í hvað stefndi sem og ríkisstjórn Geirs H Haarde. Hver reyndi að hrifsa til sín fjármuni, troða vasana fulla þegar hlaupið var út úr brennandi húsinu.
Leyndin víki fyrir almannahag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 06:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.7.2009 | 21:27
VARÚÐ: ALÞJÓÐAGJALDEYRISSJÓÐURINN AÐ STÖRFUM
Vill að AGS leggi spilin á borðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.6.2009 | 19:31
Jæja, loksins fagmen!!
Nú er að sjá hvort kunnátta og lærdómur eru það sem þjóðin þarf - eða hvort við þurfum einfaldlega fólk sem brettir upp ermar og setur upp gúmmíhanskana. Hér þarf nefnilega að moka skít! Óska þeim Má og Arnóri lúkku og blessunar í erfiðu starfi. Vonandi fá þeir laun í samræmi við það sem gerist hjá þjóðinni í stað ofurlauna.
Gangi ykkur vel!
Már skipaður seðlabankastjóri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.6.2009 | 17:19
Orð skulu standa, skuldbindingar eru orð!
Orð skulu standa. Það er skrýtið að rísa upp á afturlappirnar og reyna að slá sig til riddara nú þegar samningaviðræður eru svo til um garð gengnar. Sumir, og þá meðtalinn Þór Saari, reyna að sækja styrk og vinsældir til óánægðra Íslendinga. Það er nóg af þeim og ljóst að fólk á erfitt með að sætta sig við orðinn hlut. Málið er bara ekki svo einfalt. Skoðum hvað gerðist:
Stjórnarsamstarf það sem Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn stóðu lengst að setti sér reglur í því bankakerfi og því fjármálaumhverfi sem ríkti á uppgangsárum íslenskra útrásarmanna. Öllum fannst ástæðulaust að mála skrattann á vegginn, allt gekk svo vel og grunnhyggni sem hönd í hönd með fullkomu ábyrgðarleysi leiddi íslensku stjórnvöldin til skrifa upp á óúfylltar ávísanir fyrir einkaaðila. Fullkomið ábyrgðarleysi fyrri ríkisstjórna er upphafið á vanda Íslands þjóðar í dag. Að íslensk stjórnvöld skyldu ganga í svo stórar ábyrgðir fyrir bankanna vara banabitinn.
Ef við viljum að Ísland og Íslendingar séu teknir alvarlega í alþjóðsamhengi, verðum við að vera gerendur orða okkar, standa við sögð orð og axa ábyrgð á þeim skuldbindingum sem við höfum gengist fyrir. Þetta er sárt! Mjög sárt! En það sem stjórnvöld eru að reyna að gera nú er að borga brúsann, borga reikninginn fyrir fyllerí fyrri ríkisstjórnar, "fjármagnseigenda" og spilavítisskuldir þeirra. Ef ekki verða handrukkarar ESB, IMF og alþjóðasamfélagsins gerðir út af örkinni. Viljum við það og verða lúta afarkostum og gerð "tilboð sem við getum ekki hafnað" svo ég vitni í The Godfather I. kvikmyndina - því í slíkum félagsskap myndum við finna okkur innan skamms.
Slappið af og refsið þeim sem refsinguna eiga skilið. Núverandi ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er bara að reyna moka skítinn eftir ríkisstjórnir Geirs Haarde, Halldórs Ásgrímssonar og Davíðs Oddsonar.
Samið af sér með skammarlegum hætti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.5.2009 | 18:15
Íslenskur heimilisiðnaður!
Kannabisræktun í Berufirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |