Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
2.5.2009 | 05:41
"Já, er það? Er til spilling í samfélaginu. Þú segir fréttir!"
Voðalega var þetta vandlega orðuð fullyrðing! En eins og tölurnar sýna er ekki um að villast að Íslendingar vita af spillingunni og hafa tekið þátt í henni. Gallup-könnunin gaf til kynna að ríflega 70% landsmanna telja stjórnmálaflokkana spillta og 50% telja að spillingin nái djúpt inn í fjölmiðlana. Hins vegar telja 80% að viðskiptalífið sé spillt.
Mínar eigin tölur er í sömu átt: Ég tel að 95% af viðskiptalífinu sé spillt, ég tel 90% Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks spillta og að lokum tel ég, eins og dæmin sýna, fjölmiðlana ver um 75% spillta.
Þetta voru tölur mínar! Byggðar á yfir 37 ára reynslu og löngu fengnum viðbjóði á spillingu á almannafé, stjórnmálasiðferði og stýrðri umfjöllun fjölmiðla.
Margir telja spillingu ríkja í þjóðfélaginu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.4.2009 | 17:21
Málþófsflokkur eða Sjálftökuflokkur
Mikið afskaplega verða eftirmæli Sjálfstæðisflokks dapurleg. Skömmin ríður ekki við einteyming. Að standa í vegi fyrir lýðræðisþróun Íslands, endurbótum eftir skammarlega setu við stjórnvölinn í yfir 18 ár. Ég segi nú bara eins og Sænskurinn: Fy fan!
Ég vona helst að þessar tölur sem ræddar hafa verið og settar fram úr skoðanakönnunum séu réttar og að fylgi "D" eða Sjálfstæðisflokksins sé að þurrkast út. Ég er dauðleiður á þessum villtu spillingarsögum og síðan framhaldssögum sem eru svo jafnt og þétt rökstuddar ljótum dæmum. Allir vita í dag að Sjálfstæðisflokkurinn er allur sem heiðvirt stjórnmálaafl.
Enginn getur haft trú á málefnaframsetningu flokksins og því síður lært af dæmunum. Mér verður hugsað til konunnar sem sr. Svavar á Akureyri minntist á í blogginu sínu. Eftir henni hafði verið haft að hún skyldi kjósa Sjálfstæðisflokkinn, jafnvel þótt andskotinn væri þar á lista. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur oft verið líkt við fylgni við trúarhóp. Viss gagnrýnisleysi hrjáir oft fólk sem binst öfgakenndum flokkshugmyndum. Þannig hefur því lengi verið farið. Ég vona innilega að fólk sjái að sér og hoppi fyrir borð áður en skipið sekkur og dregur alla niður með sér í hyldýpis rökkurdjúpin.
Stefnir í sigur málþófsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.4.2009 | 08:23
Leitið, og þér munuð finna!
Einhvern veginn leggst sá grunur að mér að Sigurður Einarsson muni aldrei greiða skuldir sínar til VÍS. Sú var tíðin að heiðarleiki var metinn öðru fremur í viðskiptum. Nú er annað uppi á teningnum. Sveitasetrið við Veiðilæk er kannski gott dæmi um hversu veruleikafirrtir þeir aðilar eru, sem stýrðu fjármála"heimi" Íslands (og grófu undan fjármálaveldum annarra landa) á útrásarárunum. Líklega trúði Sigurður Einarsson að hann gæti lifað í hamingjusamri spillingu lífið út, án þess að þurfa greiða krónu fyrir. Líklega hugsaði hann sér að vel mætti yfirláta okkur þúsund hlutabréf fyrir byggingarframkvæmdirnar við Veiðilæk, þótt peningar kæmu þar aldrei nærri. Enda hlutabréfin ekki verðmeiri en pappírinn sem þau voru prentuð á.
Ég bíð spenntur eftir að skattrannsóknarkvestorar og tilkallað fólk annað með sérþekkingu í leit ástæðna efnahagshrunsins og þeirra sem ábyrgir eru - finni það sem þeir eru að leita að [til frekari glöggvunar: Matt. 7:7a].
200 milljóna veð í sveitasetri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.3.2009 | 07:27
Fólki er ekki sjálfrátt!
Af niðurstöðu nefndar Sjálfstæðisflokks (= Sjálftökuflokksins) um peningamál má sjá að fólki er ekki sjálfrátt lengur. Nefndin um peningamál - sem hlýtur að vera ein sú stærsta og mikilvægasta innan Sjálfstæðisflokksins - enda sjálftakan úr ríkiskassanum búin að vera algjör undir síðustu nær 20 árin, er svo veruleikafirrt og svo langt komin frá öllum veruleika að best væri að benda þeim á að flytja inn á EURO-svæðið. Helst að flytja til þeirra landa sem verst hafa það á efnahagssvæðinu, ÞRÁTT fyrir EURO. Fullkomið hrun blasir við í þeim löndum gömlu austur-Evrópu, sem tengt hafa sína gjaldmiðla við EURO. Að hafa fulla tengingu við EURO hjálpar ekki þessum löndum. Þvert á móti er tengingin að sliga efnahagslífið í þessum löndum, ásamt þeirri einföldu ástæðu að nú á tímum erfiðleika í efnahagslífi, starfar einstök lönd ESB af fullum krafti að bjarga því sem bjargað verður heima fyrir, meðan önnur minna stöndug lönd eru látin sogast niður með baðvatninu... Samheldni bandalagsins er engin, stöðugleiki EURO er engin og EURO, þótt ein stærsta gjaldmiðilseining heims, er ein þeirra veikustu. Af hverju? Því of margir óvissuþættir stýra henni.
Þessa mynteiningu vill Sjálftökuflokkurinn innleiða á litla Íslandi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekkert um svona hluti að segja. Hann nýtur ekki trúnaðar þjóðarinnar lengur. Hann leyfði útrásarmönnum að setja Ísland á hvínandi kúpuna og fyrir það er ég EKKI þakklátur.
Evran komi í stað krónunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.3.2009 | 09:22
Þegar fingur verða langir og vasar djúpir
Framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, Andri Óttarsson, játar að hafa tekið á móti stórum fjárhæðum frá fyrirtækjum í opinberri eigu. Þetta heita á mínu heimili "mútur", get ég skotið inn hér, en viðmiðin eru greinilega mismunandi. Hann setur fyrirvara á endurgreiðslur, að allt verði endurgreitt sem "stangist á við lög". Hvað er maðurinn að fara? Er honum og flokkselítunni ekki ljóst að það er fullkomlega siðlaust að taka við fjármunum frá opinberum fyrirtækjum eða fyrirtækjum í opinberri eigu, ef ekki hefur komið til stjórnvaldslegrar ákvarðanatökum þess efnis?
Nú þegar íslenska þjóðin er látin greiða spilavítaskuldir "útrásarliðsins" og þegar handrukkarar IMF koma og krefjast vaxtahækkana af hálfsligaðri þjóðinni - kemur í ljós að Sjálfstæðisflokkurinn hefur gengið sjálfala í fjárhirslum ríkisins. Sjálftakan verður að hætta. Þetta eru fjármunir þjóðarinnar ekki stjórnmálaflokka.
Neyðarlínan, þetta fyrirtæki sem þjóðin hefur borið traust til hingað til, hefur einnig verið girt spurningamerkjum. Hvaða ávinning ætlaði Neyðarlínan sér með slíku athæfi að greiða hundruðin þúsunda króna í djúpa vasa Sjálfstæðisflokksins? Þetta ber að athuga ekki síður en að skoða hverjir aðrir hafa verið að leggja fé í hendur sjálfstæðismannanna og þá með hvaða ávinning í huga?
NÝTT FORDÆMISGEFANDI FRÁ SVÍÞJÓÐ:
http://www.dn.se/opinion/debatt/vi-stoppar-chefsbonusar-i-statens-alla-foretag-1.828559 ´
Já, Svíar hafa hætt með allar bónusgreiðslur til yfirmanna, fyrir stjórnarsetu og fyrir að sitja í nefndum og ráðum opinberra sjóða. Gæfan gefi að slíkt fyrirfinnst ekki á Íslandi.
Skilar framlagi Neyðarlínunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.3.2009 | 20:01
Swedbank í erfiðleikum tekur á mót neyðaraðstoð Sænska seðlabankans
Helst í fréttum nú í Svíaríki er hrun eins stærsta banka Norðurlandanna; Swedbank (gamla Föreningssparbanken). Ríkið hefur ekkert val. Annað hvort er að láta bankann fara á hausinn með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir milljónir manna eða koma bankanum til aðstoðar með fleiri milljarða sænskra króna hlutabréfakaupum. Um er að ræða 3,3% hlutabréfa í dag og svo síðar mun bætt við auknum eignarhluta.
Fólk flýr bankann. Sparifjáreigendur standa í röð utan útibúa bankans og vilja tæma reikninga sína og flytja í aðra stöðugri banka. Rætt er að að baki þessa hruns sé undirróðursstarfsemi kauphallarstarfsmanna sem vildu á sínum tíma hvetja fólk til hreyfinga á hlutabréfum. Því hefði skipinu verið vaggað, en full mikill sjór hafi komið innbyrðis og því væri nú svo ástatt sem raun ber vitni um.
http://www.dn.se/ekonomi/staten-gar-in-som-agare-i-swedbank-1.816162
http://www.dn.se/ekonomi/swedbank-rusade-pa-svajig-bors-1.816755
Svör við efnahagsvandanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.2.2009 | 09:33
Réttlátt krafa Steingríms og krossferð þjóðarinnar
Eftir að hafa heyrt fréttir af eign og kaupum íslenskra "fjármálamanna" á milljarðakróna íbúðum á bestu stöðum í Lundúnum, New York, skemmtisnekkjum, verslunum, uppkaupum á heilu sumarbústaðalöndunum, eyjum og laxveiðiám hér og þar, hér heima og erlendis, vakna vissar grunsemdir um að ekki hafi nú allt farið rétt fram. Milljarðakróna íbúð í New York og Lundúnum? Er þetta ekki einhver bilun?
Ég á litla íbúð í austurbænum í Reykjavík. Hún var sennilega um 16 milljóna króna virði fyrir um ári síðan. Ég á bara lítinn hluta í henni á móti íbúðalánasjóði og svo lífeyrissjóðinum mínum. Það mun taka mig allt lífið, gefið að ég verði sæmilega gamall, að borga íbúðina þannig að ég verði skuldlaus. Rétt eins og staðan er núna, sé ég reyndar fram á að mér muni vart endast ævin til að borga upp íbúðina. Á meðan kaupa í flottræfilshætti sínum aðilar úr "fjármálaheimi Íslands" milljarðakróna íbúðir. Og borga á borðið.
Ég er ekki súr og ekki bitur, langt í frá. En eftir að hafa sagt það svo oft áður, og löngu fyrir efnahagshrunið, að þetta stæðist ekki, stæðist ekki helstu viðurkennd lögmál - svíður að þetta fólk skuli komast upp með svona óheilbrigða fjármálastefnu sem kostað hefur þjóðina æruna.
Ég styð Steingrím Sigfússon heilshugar í aðgerðum hans. Öflum upplýsinga um hvað varð af auð Íslendinga og krefjumst endurgreiðslu og nauðungarsölu á verðmætum auðmanna. Hann er okkar Sigurður Fáfnisbani. Gullinu verðum við að ná undan drekanum Fáfni (auðmönnunum sem leika okkur svo hart).
Skattaskjól skoðuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.2.2009 | 21:34
Óheppileg orð í hæsta máta
Eftir harða stefnu ESB mót Íslandi þegar landið þurfti hvað bráðast og nauðsynlegast á fjárhagsaðstoð að halda og sjálfur skollaleikur Gordons ráðherra í Bretlandi Brown stóð sem hæst - vill nýskipaður ráðherra viðskiptamála halla sér að ESB. Þetta er er beinlínis niðrandi fyrir okkar þjóðarstolt, eða það litla sem eftir er af því.
Hvernig dettur manngreyinu svona þvættingur í hug og á þessum tíma? Er hann kominn með rugluna líka? Ég hef afar slæma tilfinningu fyrir EURO og frábið mér allar þreifingar í átt mót innleiðingu slíkrar mynteiningar.
Ég styð allar tillögur sem snúa að því að efla efnahagslegt samstarf við þá þjóð sem stendur okkur næst; Norðmenn. Að taka upp EURO væri að ganga frá vinaborði og kasta sér í ógreinilegan og illa lyktandi graut ósamstæðra og óstöðuga og vaklandi fjölþjóðaríkis ESB. Slíkt má ekki gerast.
Rökrétt að taka upp evru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 21:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.2.2009 | 18:21
Seðlabanki Svíþjóðar lækkar vexti í sögulegt 1%
Á fréttamannafundi sem haldinn var í morgun var tilkynnti seðlabankastjórinn Stefan Ingves um sögulega lækkun viðmiðunarvaxtaprósentu bankans í 1%. Sagði hann þetta gert til að mæta lækkun verðbólgu og alvarlegu ástandi efnahagslífsins. Útflutningur hefur hríðfallið, minni kaupgeta fólks hér (í Svíþjóð) og eftirspurn eftir sænskum vörum hefur minnkað erlendis í frá.
Með aðgerðinni er markmið Sænska seðlabankans að minnka áhrif verðbólgunnar og jafnframt halda henni í 2%. Stefan Ingves sagði að líklega myndi atvinnuleysið aukast og komast í 9% af vinnubærum mannafla, en síðan eftir 2011 rétti landið út kútnum. Það væri bara að halda út.
Sjá fréttina: http://www.dn.se/DNet/jsp/polopoly.jsp?d=3130&a=882712
Peningamálastefnu ekki breytt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.1.2009 | 09:51
Margur veit betur
(1 danskur spesíudalur frá 1670)
Það hellist nú yfir Ísland flóðbylgja sérfræðinga sem allir halda að þeir geti með gáfulegum frösum bjargað ástandinu og gert komandi áföll mjúkari fyrir þjóðina. Margir hafa mælt fyrir upptöku EURO fyrir íslenska efnahagslífið sem einskonar töfralausn. Að allt verði betra þá og vandinn hverfi sem dögg fyrir sólu. Þetta fólk er annaðhvort illa grunnhyggið eða afskaplega fálega upplýst.
Hverju stoðar að hvítmála yfir rakaskemmdir á húsvegg? Innan skamms mun rakinn taka sig í gegnum nýju málninguna og skapa enn meiri vanda. Rekjan á upphaf sitt einhversstaðar og ljóst að koma verður fyrir ástæðu skemmdanna, en ekki reyna að mála yfir vandann. Hann mun alltaf skjóta upp kollinum.
Umræðan um einhverskonar efnahagssamband milli Íslands og annars lands eða fjölþjóðaríkja hefur verið viðloðandi lengi. Þörf fyrir sterka efnahagslegar heildir eða einskonar bakland er skynsamleg. Ísland er í sjálfu sér of lítið í stærra samhengi til að geta verið "berandi" fyrir sjálfsstæða mynteiningu.
Ég legg til, að Ísland tengi Íslensku krónuna þeirri norsku. Að leitast verið við að efnahagstengsl þessara tveggja landa verði styrkt til mikilla muna. Síðar verði Norðurlöndunum hinum gefin kostur á því að selja eigin framleiðslu gegn lágum tollum innan norsk-íslenska efnahagssvæðisins.
Síðan sláum við fallega mynt þar sem hvort land um sig á sína hlið! :)
Einhliða upptaka evru óviðeigandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |