Færsluflokkur: Bílar og akstur

Burt með strætó! Íslendingar kunna hvort eð er ekkert að nota strætó!

Þar sem Íslendingum virðist ógerlegt að skilja mikilvægi almenningssamgangna, þar sem þeir geta ekki slitið sig frá einkabilunum og þar með lækkað heimiliskostnaðinn og um leið stuðlað að því að lækka mánaðakortsverðið í strætó, eiga þeir ekkert betra skilið en að frá þeim verði teknir strætóarnir.

Ég er að velta því fyrir mér oft hvað við Íslendingar lifum óhollt. Við hreyfum okkur lítið, skutlumst í prívatbílum hingað og þangað, mengum loftslagið með þessari hegðun, af enn meira afli en ella.  Ég tel við núverandi ástand, að borgaryfirvöldum og bæjarfélögunum kringum Reykjavík sé óskilið að veita þá þjónustu sem nú er veitt.  Það er leitt að hugsa til þeirra sem ekki eiga bíl, en hægt væri um leið og strætó verði lagður niður að lækka verð á leigubílum, þar sem þeir jú verða einir um markaðinn. 

Bestu kveðjur úr sæluríki almenningssamgangna.  :)

 


mbl.is Eigið fé Strætó bs. neikvætt um 57% af eignum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hin "franska fálkaorða"?

Eru Moggamenn alveg að sleppa sér!  Heiðursmerki frönsku Heiðursfylkingarinnar eða Legion d'Honneurog Fálkaorðan okkar íslenska eru vissulega  æðsti heiður sem löndin sýna borgurum sínum og borgurum annarra landa. En þar skilur líka að.

Útlit og upphaf þessara orða vísar í sínar tvær áttirnar. Önnur á upphaf sitt á róstutímum Frönsku byltingarinnar þegar kirkja og konungdæmið voru næstum því jafn hataðar stofnanir. Því er Heiðursfylkingarmerkið ekki kross, riddarakross eða hvað maður vill kalla það, heldur "heiðursmerki". Fálkaorðan er hinsvegar stofnuð (1921) af danska konunginum Kristjáni X og þar með konunglegt upphaf.  Orðan er krossformuð og byggir þar með á kristnum gildum og grunni.  


mbl.is Frakkar heiðra hermann sem barðist í fyrri heimsstyrjöldinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umhverfisvænir bílar. Hvað er nú það?

Þegar ég var að leggja inn athugasemd við áhugavert og að venju málefnalegt blogg Hjörleifs Guttormssonar, skaut upp kollinum samstæðu orðin "umhverfisvænir bílar".  "Jahá" hugsaði ég "eru til 'umhverfisvænir bílar'?"  

Nei, ég held nú aldeilis ekki. Þetta er þversögn í sjálfu sér og nokkuð sem við ættum að reyna umorða eða taka bara alveg út í tali okkar.  Bílar geta ekki verið umhverfisvænir. Þeir eru vegna sjálfra sín, gerðar sinnar og notkunar óumhverfisvænir.


Óveður og óveður, ekki sami hluturinn

Seint á hverju hausti er sendur inn á öll heimili í Svíþjóð bæklingur frá sænsku vegagerðinni. Þetta er bæklingur með myndum og áhugaverðum fyrirsögnum, en innihaldið er einatt hið sama:  "Þetta hvíta sem kemur úr loftinu: það heitir snjór og árstíðin heitir vetur" ... síðan er á fjarska barnvænan hátt fjallað um að snjór geti skapað hálku og svo þegar snjór og frost fari saman sé voðinn vís - svo ekki sé talað um þegar svo fer að hlýna aftur og allt verður blautt og slabb út um allt. 

Jafnvel þótt farið sé gersamlega í undirstöðuatriði þessarar árstíðar þ.e.a.s. komandi vetrar virðist fólk alltaf jafn óviðbúið. Fólk asnast til að keyra um á verulega slitnum Yul Brynnerum (fyrir þá sem muna eftir honum) ekur hratt og af mikilli vankunnáttu. Svo lendir fólk í raðárekstrum og oft verða mannskæð slys og enginn skilur af hverju! 

Í morgun var svo hellingur af fólki sem stóð fyrir utan strætisvagnabiðskýlið framan við húsið mitt. Flestir voru grautfúlir og argir út í strætisvagnsbílstjórann fyrir að það hafði snjóað í nótt og skaflar út um allt!  Hvað er þetta með fólk?  Og aumingja bílstjórinn sem reyndi að aka varlega og ausa ekki snjó yfir fólk og farþegum heilum á áfangastað!

Hvað er það sem fólk skilur ekki?  

 


mbl.is Óveður í Svíþjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geir Haarde! Við erum svöng!

Íslenskir námsmenn erlendis, sem taka námslán*, eru núna að falla úr hor. Vinveitt fólk er farið að leggja mat í litlar þar til gerðar fötur sem námsmennirnir mega vitja í skjóli myrkurs.  Á meðan er fólk sem á garða farið að setja smekklása á jarðgerðartunnur og kör í von um að íslensku námsmennirnir haldi sig frá matarleyfum og hálfrotnuðu grænmeti sem þar á að jarðgerast.

Við námsmenn sem tökum námslán líðum eðlilega mikið fyrir hvernig ríkisstjórn Geirs Haarde hefur skipulega unnið að því að lækka gengi íslensku krónunnar. Möguleiki að fá greitt (án þess að það rýri sjálfa námslánagreiðsluna) í erlendri mynt, t.d. danskri krónu eða sænskri er ekki fyrir hendi. Við getum ekkert gert okkur til bjargar, skuldum vafin sem við erum.

Ferillinn sem gerir að námslánin okkar verða einskis virði er sá að fyrst greiðir LÍN (Lánasjóður íslenskra námsmanna) út lán til okkar inn á ráðstöfunarreikning okkar í einhverri íslenskri fjármálastofnun. Þangað sækjum við svo peningana okkar, látum millifæra þá (gegn kostnaði) yfir á ráðstöfunarreikning okkar í því landi sem við erum að læra í. Þarna breytast mína krónur í sænskar en eftir að bankinn hefur tekið þjónustugjald, ríkisstjórnin ákveðið gengi sem er 1 SEK =13.95 IKR.  Þannig verða mínar íslensku krónur einskis virði. 

Geir Haarde, forsætisráðherra!  Við erum svöng! 

 

(* Á raunveruleikafirrtum vöxtum og enn brjálaðri endurgreiðslum)


mbl.is Evran yfir 130 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flottur forsetabíll

Mér finnst mikill sómi af þessum "nýja" forsetabíl og að herra Ólafur Ragnar forseti skuli hafa fengið hann til afnota á embættisvegum.  Þetta er fjarska fínn bíll og glæsilegur. Synd að gamli bíllin frá Roosevelt forseta Bandaríkjanna komst aldrei til landsins, en þessi bíll er ekki síður glæsilegur. Þjóðhöfðingjar Dana og Svía notast, svo að mér sé kunnugt, við svona gamla virðulega kerrur Rollsar í Danmörku og svo gamlir þýskir og bandarískir bílar hérna í Svíþjóð.  Það er stíll yfir þessu!

Vonandi fáum við að sjá þennan bíl í notkun af og til.  En eins og ég segi: Það er sómi að þessu. Krónum er fleygt í svo mikla þarfaleysu af stjórnvöldum, að ég held að kostnaður við endurbyggingu bílsins sé smámunir og þar að auki vel varið. Bravó!

 


mbl.is Fyrsti forsetabíllinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bravó Danir!

Dönum tekst alltaf að gera gott betra!  Bravó!  Þeir eiga sannarlega skilið að "eiga" Bertel Thorvaldsen!
mbl.is Rafrænn Thorvaldsen verðlaunaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rugluð málsframvinda

Það er vítt og breytt rætt hver í raun sé kröfugerð atvinnubílstjóra. Þar fara mörg orð um lítinn hlut. Í stuttu máli fjallar málið allt um kröfur atvinnubílstjóra sem lúta að tveimur þáttum:

a) Atvinnubílstjórar hafa alltaf verið ósáttir við hvíldartímakröfur og þar með hina akstursmælana (skífur settar í bílana til að kanna hversu lengi ökutækinu hefur verið ekið). Þeir telja hvíldartímaákvæðin vera bindandi fyrir sig og til mikils óhagræðis.

b) Þeir vilja lækkað olíuverð.

Atvinnubílstjórar vilja sem sagt vera hálf meðvitundarlausir af þreytu, akandi úti á mjóu vegunum okkar þar sem aðrir vegfarendur þurfa að vera á extra varðbergi því það gæti verið einhver útkeyrður atvinnubílstjóri á ferðinni.  Lækka olíuverð. Tja, þeir hljóta að vera þeir einu sem eru þessum órétti beittir, að vera látnir greiða svona hátt olíuverð. Nei, elskurnar mínar, allur heimurinn líður fyrir hátt olíuverð. Það er ekki hægt að lækka það því OPEC ríkin dæla ekki nógsamlega mikilli hráolíu og stýra þannig verðinu að miklu leyti. Aðrar þjóðir dæla svo miklu sem þeir ráða við. Svo halda atvinnubílstjórar að þeir séu "beittir órétti". Hvaða grunnhyggni er þetta. Lesið blöðin, lesið ykkur til um hvernig olíuverð er saman sett og setjið ykkur heldur í samband við olíufélögin. Kannski þau gætu lækkað eitthvað vegna eigin álagningar. EN hættið fyrir alla muni að haga ykkur eins og óuppdregnum krökkum sem vita ekki hvenær þeir eiga að hætta!!!


Barnalegir bílstjórar skjóta sig í fótinn

Óskaplega þykir mér hryggilegt að sjá hvað atvinnubílstjórar hafa á prjónunum. Það er ekki réttindabaráttu þeirra til framdráttar að gera forseta Íslands kjánalegan í augum alheimspressunnar. Atvinnubílstjórar sem hafið svona lagað fyrir ykkur, að ætla að aka framhjá forsetasetrinu á Bessastöðum og þeyta lúðrana ykkar; mikið ósköp er þessi framkvæmd ykkar ykkur til lítils framdráttar og smækkunar.  Grunnhyggnum kann að þykja þetta til að vekja athygli á ykkur, en því miður held ég að þið hafið fengið fólkið á móti ykkur.

Að ráðast að embætti forseta Íslands á þennan máta, er lágkúrulegt. Allir vita að forseti Íslands getur EKKERT gert í ykkar réttindabaráttu. Hann hefur afar takmörkuð völd, sem einagrast við myndanir utanþingsstjórna og staðfestingar laga.  Gerið hann hlægilegan, gerið okkur hin hlægileg í augum alþjóðafjölmiðla, en vitið að með svona atferli hafið þið tapað stuðningi margra.

Hafið enga þökk!


mbl.is Bílstjórar stefna að Bessastöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ex libris 1

Att se och tänka med ritual - Kontraktrerande ritualer i de isländska släktsagorna (2005)

Áhugaverð bók fyrir þá sem eru áhugasamir um samfélagbundnar siðvenjur. Hér fjallar höfundur dr. Peter Habbe (f. 1964) sem starfar sem menntaskólakennari á sérlega greinargóðan og upplýsandi máta um hefðarhelgaðar siðvenjur svo sem þær hafa birst honum í gegnum fornsögur Íslendinga. Hann dregur fram fjölmörg dæmi um hvernig við getum þekkt þessar siðvenjur sögualdar og hvernig við í dag sjáum leifar þessara í útþynntu atferlismunstri dagsins í dag ár 2008. Skemmtilegt er að sjá hvernig hann tengir trúarstef í túlkun sína á þessu formi samningagerðar, þakkargjörðar, vináttuvísis, fóstbræðralags, gjafahefðar sem og kurteisi. Hin júridíska hlið þessara hefðarhelguðu siða tengir hann sögnum fornaldar, upphafi þjóðarinnar og svo hinum gömlu fjölskyldusögum íslendingasagnanna. Rit Peters Habbe ( 2005: ISBN 91-89116-79-8 ) er hluti af bókaflokknum Vägar till Midgård og telst vera 7. rit þess flokks. Áhugaverð bók fyrir fróðleiksfúsa um fornaldarsiðu og samningagerð. 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband