Færsluflokkur: Svíþjóð
22.2.2009 | 16:51
Afleiðingarnar efnahagshrunsins - í Svíþjóð
Í gær komu vondu fréttirnar. SAAB (Svenska automobile AB) fyrirtækið er farið á hausinn. Ríkisvaldið mun ekki koma því til aðstoðar. Þó hefur það fengið greiðslustöðvun. Hefur SAAB fengið tækifæri að sýna fram á hvort fyrirtækið eigi framtíðarvon, gengum endurskipulagningu eða/og endurfjármögnun. Bara flestir halda að sér höndum og vilja ekki kasta peningunum sínum út um gluggann. "SAAB getur ekki greitt neitt af skuldum sínum" segir Nils-Olof Ollevik fréttamaður Svenska Dagbladet " fyrirtækið er gjaldþrota, því er öllu lokið, endanlega, fyrir alla tíð". Maud Olofsson atvinnumálaráðherra Svía telur ekki vænlegt að reyna bjarga SAAB. Fyrirtækið hafi náð botninum í öllum skilningi og aðstæður í heiminum lúti bara að einu: Endalokunum er náð hjá þessu gamla gróna sænskfædda fyrirtæki. Lán frá sænska ríkinu eða frá ESB er ekki kostur í stöðunni, segir Maud. Eftir að GM (General Motors) keypi SAAB með gróðavon í huga fyrir nokkrum árum. En síðan hefur bilaiðnaðurinn verið á hægri niðurleið og hagkerfið sömuleiðis. GM losaði sig við SAAB og ýtti því frá sér núna fyrir skömmu, í von um að bjarga sjálfu sér.
Allt þetta verður svo til að snjóboltaáhrifin fara láta verða vart við sig. Eftir að heildsalarnir fara á hausinn, fara smávörusalarnir sömuleiðis að kveinka sér og þeir sem aðeins hafa þjónustað SAAB munu fara sömu leið. Fjöldauppsagnir eru daglegur raunveruleiki í Svíþjóð og út um allan heim.
SvD: Laugard. 21. feb. 2009.
Evrópuríki funda um kreppuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Svíþjóð | Breytt s.d. kl. 16:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.1.2009 | 09:20
Loksins fór að snjóa
Datt í hug að senda litla myndkveðju frá Stokkhólmi! Hér fór greinilega að snjóa lítið eitt í nótt. Í gærkvöldi hafði frostið komist í góðar -13°C og veðrið var yndislegt. Síðan þegar ég vaknaði núna í morgun (takk fyrir það) hafði skaparinn skreytt drungalegan hversdaginn með fallegum snjó og frostmyndunum öðrum. Þetta var svo fallegt að ég smellti mynd af herlegheitunum.
Núna er logn, skýjað og -9°C. Súper! En ég þarf að halda mig heima yfir bókunum mínum. Skal skila af mér jóla-/nýársheimaprófi á morgun og á föstudag, svo heima sit ég í dag. Kannski stekk út og geriengla á Lappkärrinu eða eitthvað rétt fyrir ljósaskiptin. :)
Svíþjóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.12.2008 | 22:09
Þannig sköpuðu 10 tonn av umsteyptum fallbyssukopar frá 17. öld umgjörð fyrir helgihald nokkurra Íslendinga sem fögnuðu jólum í miðborg Stokkhólms
Svíar halda jól eins og flestar aðrar þær þjóðir sem byggja á hinum kristna grunni eftir hinni lútersku hefð. Aðfangadagur jóla er sá dagur sem fengið hefur mesta helgi í hugum landsmanna og sjálfa "julafton" er fyrirbæri sem á bræður meðal annarra hátíðisdaga dagatalsins. Sjálfur jóladagur er bara hvíldardagur. Dagar sem fengið hafa viðskeytið "-afton" eru margir hverjir búnir að draga úr helgi þeirra daga sem koma í kjölfarið. Hér má nefna julafton, påskafton, pingstafton, allhelgonaafton og midsommarafton - síðasti dagurinn er þó ekki kristin hátíð. Dagarnir sem eru svo eiginlegir stórhelgidagar hafa horfið í þynnku og/eða svefn. Aðfangadagarnir hafa sem sagt tekið til sín hið spennandi element, dýrðina sjálfa með þeim afleiðingum að fólk er svolítið "týnt" í hvaða dagur sé hinn eiginlegi hátíðisdagur og þar með hefur sjálfa hátíðin farið á flakk.
Á Íslandi höldum við í hina júdísku/gyðinglegu hefð að dagaskipti eru kl. 18:00 og því rétt að hefja hátíðina með "aftansöng". Í minni fjölskyldu óskum við ekki gleðilegra jóla fyrr en hátíðin er gengin í garð með klukkanhljómi frá Reykjavíkurdómkirkju kl. 18:00. Þetta er nokkuð skírt. Hér í Svíþjóð hefur allur aðfangadagur fengið þessa helgi og þegar fólk vaknar tekur það að óska gleðilegra jóla. Þreytan gerir vart við sig og þegar loks sjálfum jóladegi er náð, hefur fólkið vaknað af jóla"ölvuninni" og fer að skoða auglýsingar hvort ekki sé rétt að fara niður í bæ að skima eftir jólaútsölunum "jul- REA".
Helgin hverfur því eftir aðfangadag jóla og það eina sem er eftir eru ljósaskreytingar og svo aðventuljósin sem mörg hver hverfa ekki út gluggunum fyrr en í lok febrúar.
Jólin mín voru hápunktur mjög annasams desembermánaðar. Samtímis sem ég hef verið í meistaranáminu í Uppsölum og síðan hobbýnáminu mínu í Falun, hef ég verið að vinna í kirkjunni hér í mið Stokkhólmi. Við eru vel búin í kirkjunni. Burtséð frá því að við eigum eitt besta tónlistarhús í borginni (hljómburður ku vera með þeim besta sem fæst) höfum við frábæran Kammarkór; S:t Jacobskirkjunnar Kammarkór og stórbrotið orgel á kirkjan (að stofni til frá 1770). Þetta gefur okkur kost á að veita aðgang að aðventu- og jólatónlist á heimsmælikvarða. Þannig hefur þetta verið í desember. Ég er búinn núna að vinna á 16 jólakonsertum, sjá um 3 messur í mánuðinum og vera í hlutverki sálusorgara "in loci" á dagtíma 3 daga í viku, 4 tíma í senn.
Ég var þreyttur á aðfangadagsmorgun þegar ég þrammaði niður í strætóbiðskýlið og beið eftir strætó nr 40. Ég átti að byrja að vinna kl. 11:00 en ég gat ekki sofið. Vaknaði hálf sjö! Ég hugsaði að það væri alveg eins gott að opna bara kirkjuna og sýsla með hluti þar en að sitja heima. Svo ég var kominn tímalega og gat opnað kirkjuna rétt fyrir klukkan átta. Þá var fólk á stangli í bænum. Eftir að ég hafði kveikt á ljósunum inni í kirkjunni og sett út lifandi ljós fór fólk að velta inn. Ljósberi og ljósborð sem við höfum fyrir lítil kerti var fullur klukkan 10:00. Hvor um sig tekur 30-50 kerti. Fólk sat lengur í kirkjunni en venjulega og margir komu og borðuðu kex og fengu kaffi hjá mér í suðvesturhorninu í kirkjunni.
Klukkan eitt kom eistneski presturinn Ingo Tiit Jagu í kirkjuna og tókum við sitthvorn bollann og spjölluðum lítillega. Klukkutíma síðar var kirkjan full af fólki. Eistarnir greinilega fjölmenntu til jólaguðsþjónustu sinnar og þegar mest var var um 750 manns í kirkjunni. Þetta var hátíðleg stund og allir sungu svo að þakið ætlaði af kirkjunni :) Þremur tímum síðar kemur svo næsti hópur fólks og í þetta sinn er það góður kunningi, Nick Howe prestur anglíkönsku kirkjunnar í Stokkhólmi. Það var komið að guðsþjónustu enskumælandi í Stokkhólmi. Guðsþjónustan var skemmtileg. Það var sungið næstum því eins og ef þátturinn "óskalög sjúklinga" væru í beinni. Organistinn spilaði þá sálma sem fólkið bað um og aftur breiddust ljúfir tónar út á Jakobstorgið og nærliggjandi götur, en kirkjan var galopin í norður, vestur og suður. Forvitið fólk kom inn og þegar mest var vorum við um 250 í kirkjunni. Þetta var ljúf og góð stund. Klukkan stundarfjórðung í sex var þjónustan búin.
Það var ánægjulegt að hitta nokkra Íslendinga í Jakobskirkjunni þarna á aðfangadagskvöld. Klukkan var rétt fyrir sex og ég heyrði af röddum þeirra að þetta væru landar mínir. Ég spjallaði stutt við þau og síðan eftir stutt spjall héldu þau áleiðis til hótelsins síns þar sem þau ætluðu að borða jólamatinn. Jólaboð nokkurra Íslendinga var svo í fullum gangi nokkrum götum frá kirkjunni og veisla var í danska sendiráðinu hinum megin við torgið. Dúnalogn í borginni, ekki hreyfið hárstrá, hitastig við -1°C og fallegur himinn. Þetta var eins og ég hef alltaf ímyndað mé fyrstu jólin í Betlehem. Einstaka bíl heyrði ég í úti við Gústaf Adolfstorg en stillan var næstum því yfirþyrmandi. Jólin voru að ganga í garð.
Ég kvaddi Íslendinganna. Þau gengu út á Jakobstorgið og ég inn í kirkjuna. Hún var að tæmast af fólki. Ég gekk yfir að "ljós og hljóðborðinu" og ýtti á takka sem stóð á "Klocka I". Eftir um 40 sekúndur kviknaði grænt ljós til vitnis um að turnlúgurnar höfðu allar opnast og í sömu mund tók stórklukkan að kasta hljómi sínum yfir mið-Stokkhólm, rétt eins og hún hefur gert hver jól í næstum þrjúhundruð ár. Englarnir höfðu sagt á Betlehemsvöllum við hirðingjana sem vöktuðu sitt fé: "Dýrð, dýrð, dýrð sé Guði í upphæðum....". Eftir um hálfa mínútu lýstu allir hnappar í borðinu og klukkurnar hringdu; allar fjórar klukkurnar og kölluðu út í náttmyrkrið "Dýrð, dýrð, dýrð...." með sínum ýmist þungu og rámu - eða hvellu og háu köllum: "Dýrð" Þannig sköpuðu 10 tonn af umsteyptum fallbyssukopar frá 17. öld umgjörð fyrir helgihald nokkurra Íslendinga sem fögnuðu jólum í miðborg Stokkhólms.
Eftir að kirkjan var tóm og ljósin slökkt. Kvaddi ég kirkjuna, bauð henni góða nótt, læsti og hélt heim á leið. Fáir voru á ferli í neðanjarðarlestinni. Þegar komið var á leiðarenda, mundi ég að auðvitað var "stórhátíðartímatafla" hjá strætó. Ég labbaði því í yndislegu veðrinu í 12 mínútur, heim á leið.
Þegar heim var komið tók ég fram hangikjötið góða sem mamma og pabbi höfðu sent mér. Kartöflurnar voru þegar soðnar og tilbúnar. Ég lagaði uppstúf og setti disk fyrir mig og glas á borðið og bestikk. Mér leið svo vel, þótt ég væri ósköp þreyttur. Ég tek upp nokkra pakka frá fjölskyldu og vinum. Hringi til pabba og mömmu, barnanna minna í Reykjavík, Mikka og fæ síðan helling af sms-skeytum. Mér leið eins og ég væri umvafinn vinum og fjölskyldu þótt einn væri. Gaf síðan fiskunum mínum mat og settist og borðaði. Eftir mat kveikti ég á kertum í litlu rauðu kertaskálinni sem ég fékk í jólagjöf frá Magdalenu og Nikulási fyrir 4 árum og setti við myndina af þeim.
Hvílíkt yndislegt kvöld.
Mitt er ekki að biðja um meira en ég hef. Mitt er að þakka fyrir það sem ég hef. Takk allir!
Gott og gleðiríkt nýtt ár 2009.
Svíþjóð | Breytt s.d. kl. 22:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.12.2008 | 20:58
Fjórði sunnudagur í aðventu - hugleiðing
[Hér kemur stutt hugleiðing. Flutt á fimmtudag við kvöldmessu í Jakobskirkjunni í Stokkhólmi. Búinn að vera vinna öll kvöld og daga svo mér hefur ekki unnist tími til að snúa henni á íslensku. Notaði Gamla testaments lexíu IV. sunnudags i jólaföstu skv. ritaskrá Innocentiusar III. :) ] Gjörið svo vel:
Vår herre Jesus Kristi nåd, Guds kärlek och den heliga Andens delaktighet vare med er alla.
Julen närmar sig. Det är det välkända ljuset, adventsljuset som nu leder oss mot jubelfesten den riktiga människans fest var vi firar att Gud tar sig mänsklig kropp och öde. Att Gud stiger ner och deltar i vårt liv, glädje och vår sorg. Jag har ofta sett adventsljusen som fyrar langs en skuren och klippig strand, var faror i form av andliga rev kan göra så att vi helt enkelt stöter på dessa när vi har tapat syn på vägvisande ljusen. Många av oss känner till de här farvattnen och vi har ofta seglat långs de här stränderna. Men ändå finns det många som inte har kommit fram till julen och har dock levad och seglad likaså länge eller längre. Adventsljuskransen är inte bara vacker och stämningsrik utan oskså symbolisk. Varje ljus har fått förklaring och namn. Och det gör det enklare för oss att se att med varje ljus kommer vi längre fram mot det eviga ljuset som skiner i mörket. Det första brukar man kalla Spådomsljus, det andra Betlehemsljus, det tredje Herdeljus och det fjärde Änglaljus. Dessa har man tolkat så att i början är det Gamla testamentets spådomar om att i Bethlehem skulle konungarnas konung födas. Det skulle bli herdar som först av alla fick se den nyfödda frälsaren, som ängeln berättade dem om. Men framför allt står ljusen för de fira adventsöndagarna som vi använder till att förebereda oss före julhögtiden. Adventsljusen ger stämning och värme, inte minst i våra hjärtan, och så är det också bara snyggt med adventsljus. ·Det här ljuset vi upplever nu just före jul, det lyser upp sina närliggande saker och ting, vilka kastar långa skuggor ut mot mörket bakom. Men det heliga ljuset som kommer på jul i världen har inga skuggor, thy HAN kommer från sin fars härlighet från ovan. ·Många av oss känner vägen fram till jul. Det år liksom vi leds av ljuset, adventens ljus, fram till mötet med den nyfödda frälsaren. Gud har givit oss löfte han leder oss som om vi var blinda, - eller som det står i Jesajas spådomsbok: Och de blinda skall jag leda på en väg som de inte känner. På stigar som de inte känner skall jag föra dem. Jag skall göra mörkret framför dem till ljus och det som är ojämt, till jämn mark. Detta er vad jag skall göra, och jag skall ej frångå mitt ord. · Gud skall inte frångå sitt löfte och han har lovat att att leda oss. Leda oss mot ljuset fram till mötet med den heliga historiska kungafödseln i Bethlehem. Det är för oss som om vi nu seglar långs en klippig strand med farliga rev och sker, men fyrlysen, våra adventsljus visar oss vägen förbi all fara, från att vi går vilsna. Följer vi ljusen kommer vi fram till mälet thy Gud har givit oss sitt löfte och herrens ord kan vi lita på, sitt löfte och ord frångår han ej.
Svíþjóð | Breytt s.d. kl. 21:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.12.2008 | 09:06
Þytur í laufi
Í Fyrstu Mósebók [Genesis] er okkur sagt frá því þegar Guð hafði skapað Paradísargarðinn Eden. Adam og Eva höfðu þegar tekið til við að háma í sig aldin af lífsins tré og skömmuðust sín fyrir athæfið. Þau komust að því um leið að heimurinn hafði nýjar víddir sem þau höfðu ekki þekkt áður og skömmin varð til. Þau höfðu óhlýðnast boði Drottins og gert það sem þau ekki máttu.
Það er til svo skemmtileg lýsing af því þegar Guð nálgast þau þar sem þau fela sig fyrir honum í laufskrúði aldingarðsins. Það segir í textanum að þau hafi heyrt að Guð væri á leiðinni. Þetta fenómen er kallað þeofaní á grísku og útskýrist best með: að á undan Guði fór einskonar gustur eða þytur. Einmitt svona þyt heyrði ég fyrir suðurlandsskjálftann árið 2000.
Mér varð hugsað til þess sem stóð í fréttablöðunum í morgun og sagt var frá í morgunsjónvarpinu, að jarðskjálfti hefði verið um 20 kílómetra austur af Malmö. Rætt var við fjölda fólks sem lýsti óhugnarlegu og framandi hljóði. Hið óþekkta er oft óhugnanlegt. Það setur að okkur beyg og við verðum slegin ótta.
Það er öllum hollt að vera minntir á fallvalltleika, að öllu er afmörkuð stund eins og segir í Prédikaranum og að ekkert sé nýtt undir sólinni. Allt hefur gerst áður og við sem öll erum fulltrúar núlifandi kynslóðað mannkyns erum einungis hlekkir í langri keðju - okkar er að vera ekki veikasti hlekkurinn, því þá getur keðjan slitnað.
Byggingar skulfu í Málmey | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Svíþjóð | Breytt s.d. kl. 09:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.11.2008 | 17:45
Ekki Svíum að kenna!
Íslensk stjórnvöld eru að hengja bakara fyrir smið. Það er ekki Svíum að kenna að peningarnir koma ekki fljótandi inn í ríkiskassann.
Það er Evrópusambandið sem er að knýja fram inngöngu Íslands í sambandið. Það eru þeir sem nota vinveittu aðildarríkin sem þumalskrúfu á Íslendinga. Þetta er það Evrópubandalag sem Íslendingar eru óðir að komast í!
Íslensk stjórnvöld reið út í Svía | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Svíþjóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.11.2008 | 15:17
Shop till you drop... in Iceland!
Nú finnst Svíum, hinum afskiptalausu frændum okkar í austri rétt að auglýsa Ísland sem heppilegt land að heimsækja "... and shop till you drop"! Í Aftonbladet í dag eru Svíar hvattir að ferðast til Íslands og njóta góðra daga með innkaupum og afslöppun. Eða þannig hefur Ísland verið kynnt nú síðustu dagana í blöðum og á netinu.
Svo hljóðar síðasta fréttin:
Smartast julshoppa på Island
Men om du inte vill ge bort mjuka ylleplagg satsa på billiga Turkiet och lägg en äkta matta under granen.
Så mycket som den isländska kronan har fallit, så mycket billigare har det ju inte blivit i något land. För oss svenskar har det blivit extremt mycket billigare, konstaterar Anders Söderberg, valutaanalytiker på SEB Merchant Banking.
Svíþjóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)