Færsluflokkur: Dægurmál

Vígsla samkynheigðra í Sænsku kirkjunni rædd í dag!

Í dag situr kirkjuþing Sænsku kirkjunnar og ræðir þau mál sem heitust hafa verið og mest um rædd síðastliðin ár: En það er spurningarnar um hvort Sænska kirkjan eigi að halda vígsluréttinum. Þ.e.a.s réttinum að gefa saman fólk að lögum og svo hinsvegar hvort kirkjan eigi að gefa saman pör av sama kyni, samkynhneigða.

Fyrri hluti spurningarinnar hefur skotið upp kollinum í áratugi, en aldrei fengið neina eðlilega umræðu, því síður ákvarðanatöku.  Litið hefur verið t.d. til landa eins og Þýskalands og Frakklands en þar hefur kirkjan ekki vígsluréttinn lengur.  Þar giftir fólk sig einfaldlega hjá opinberum fulltrúa ríkisins, t.d. í ráðhúsi, friðdómara eða öðrum þeim embættismanni öðrum sem hefur valdið til að framkvæma slíkan löggjörning.  Síðan og ekki fyrr en eftir þetta er um garð gengið getur fólk farið til kirkju sinnar og beðið um vígslu eða blessun á sambandinu.

Síðari hluti umræðunnar hefur verið harðari, tilfinningaþrungnari og afskaplega lifandi gegnum áratugina.  Margir samkynhneigðir hafa viljað fá Guðs blessun, rétt eins og aðrir, á sambandi sínu.  Kirkjan í Svíþjóð hefur blessað samband þessa fólks í áratugi, en slíkur gjörningur hefur ekki haft lagagildi. Verða samkynhneigðir fyrst að skrá sig í staðfesta samvist og síðan fara til prests sem hefur ekki á móti vígslu samkynhneigðra.  Þannig er það í Svíþjóð að aðeins lítill hluti presta i landinu setur sig með tilfinningalegum-, trúarlegum og samviskurökum mót vígslu samkynhneigðra. Þessir hafa verið háværir. Á sama tíma telur stór meirihluti presta meir en sjálfsagt að vígja saman samkynhneigða. 

Á morgun verður svo kosið um þessi mál bæði tvö á kirkjuþingi Sænsku kirkjunnar.  Þetta verður stór dagur í sögu kirkjunnar. Búist er við að umræðan um að gefa frá sér vígsluréttinn verði harðari en hin spurningin sem þó mun hafa meiri áhrif á stöðu kirkjunnar.  Hún mun færast nær fólkinu, en samtímis mun ekumenisk umræða (millikirkjuleg) verða erfiðari fyrir vikið.  Enn eitt bætist við sem þyngir róðurinn fyrir millikirkjulega umræðu, og það er að nú í nóvember mun vígð til biskps yfir Stokkhólms biskupsdæmi (sem telur um 1,2 milljónir íbúa) prestur að nafni Eva Brunne. Hún er lesbía, gift með lífsfélaga sínum til margra ára (sem einnig er prestur) og eiga þær eitt barn.  Þetta hefur mælst illa fyrir hjá mörgum kirkjudeildum, að nýjasti biskup Stokkhólms skuli vera samkynhneigð kona.

Þetta eru sannarlega spennandi tímar í kirkjulífi Svía.  Margt hér sem íslenska Þjóðkirkjan mætti taka sér til fyrirmyndar úr starfi Sænsku kirkjunnar. Meir um það síðar!


"Messíanismi"

Nýtt hugtak, sem tengt hefur verið stefnu Baracks Obama Bandaríkjaforseta hefur skotið upp kollinum. Þetta hugtak hefur verið tengt stefnu forsetans að Bandaríkin séu í sjálfgefnu hlutverki sem alheimsfrelsari mót órétti, kúgun, ófrið og misskiptingu. Það sem gleymist oft er að Bandaríkin hafa verið með alheimsafskiptum sínum (í krafti stærðar og styrks síns) upphaf alls þessa síðan nýlenduveldin glötuðu valdastöðu sinni á tíma Heimstyrjaldanna eitt og tvö.

Þessi svokallaði "messíanismi" skírskotar til guðfræðilegra hugtaka um "frelsarann". Þann sem koma skal til að frelsa, leysa þjóðirnar undar oki óréttis og misskiptingar, lagleysu og mannréttindabrota. Nú hefur Barack Obama verið úthlutað Friðarverðlaunum Nóbels. Það eru þau verðlaun sem Norðmenn fá að afhenda (örlæti af hendi Svía) og núna í fyrsta skipti er aðila sýndur þessi heiður, sem ekki hefur "gert neitt" heldur aðeins fyrir nýframsetta stefnu eða viljaákvörðun.  Þetta er fáheyrt.  Hversu margir hafa ekki leitt till lykta friðarsamninga sem hafa haldið, hversu margir hafa ekki barist allt sitt líf fyrir rétti sínum og annarra?   Hversu margir hafa ekki látið lífið fyrir rétt eða til bjargar öðrum?  Nú fær bjartasta "barnastjarnan" lífsferilsverðlaun þegar á fyrsta starfsári. Hverju sætir?   Nægir að skrifa fínar ræður og forma fallega stefnu?   Þarf ekki að sýna árangur?

Good luck to you Mr President!


"Jag mår som en som skall hämta vatten i en brunn, jag har en hink och rep, men repet är för kort!"

För några dagar sedan åkte jag på jobbet till Mangården. Ett äldreboende där många är dementa bor. Hemmet är väldig vackert, vackra gamla blommor fanns i korridoren och i vardagsrummet! Blommorna sköts om och hade länge omtänksamt behandlats. Det kunde man se.  Krukorna var gamla och hade stått länge på samma ställe.  Golvet under var missfärgat och uppenbarligen hade någon omtänksam med ”gröna fingrar” vridit krukorna ibland för att få fram jämn växt hos blommorna. Vackra dukar, virkade av stor konstnärskap låg  på borden och allt var rent och städat.  En äldre dam möter mig där, då jag kom inför dörren. ”Här skall alltid vara låst” sade hon moderligt.  ”Många av oss hittar inte hem”.   Damen, kanske i 85 års ålder, stödjer sig vid en rollator som har hennes namn på.  Liten lapp med namn och rumsnummer.  Jag känner igen namnet, det var hon vi skulle sjunga ”Ja,må hon leva!” idag för att sedan kyrkans diakoner var här sist, har hon fyllt år. Jag hälsar!  ”Du är väl prästen” säger hon.  ”Ja, jag är nya prästen, jag vikarierar för Rikard.”  ”Rikard, vem är det?” frågar hon.   ”Min präst heter Evert Tobiasson, en trevlig tjusig man från Malung, eller vänta, han kom från Floda. Men så dog hans fru och han blev en mycket ensam man…  han slutade i Stockholm, en ensam man, ensam man…”.   Här kom inte födelsedagsbarnet längre, minnen samlades och hon försvann in i gamla tiden, tillbaka till sin ungdom.  Hon gick vidare, liksom i släp efter sin rollator. ”Kommer du från Floda också?”  ”Nej” sade jag ”jag kommer ifrån Island”.   ”Island” säger hon med förundran i rösten, men går vidare…  ”jag känner ingen i Floda…”

I vardagsrummet, träffar jag, tre diakoner och volontärer de inneboende, sju glada individer som strålar af efterväntan. Med leende tas vi emot och vi känner oss välkomna. Alla verkar glada. Flesta av oss har varit här tidigare. Trots det berättar vi lite om oss. Jag berättar att jag är en ny präst i församlingen och att jag kommer från Island.  En äldre dam som satt vid bordet sade ”ahh.. Island och börjar tralla  ”Svífer över Esiunne sólrodit sky” ” en av Islands mest älskade låtar…  Det här var helt otroligt. Jag prata sedan lite med den gamla damen, som snart skulle fylla 91 år.  Hon hade varit på Island 3 gånger och haft med nordiskt samarbete att göra och suttit i nämnd om kulturellt samarbete samt uppbyggnaden av samarbetet mellan de nordiska universiteten. När hon var 58 år slog sjukdomen till. Hon är glad. Hon är glad för att vi är där, hon är glad att vi lyssnar och är intresserade.  Efter att vi har läst en text från Bibeln och sjungit några låtar, ber vi Fader vår.  Alla Deltar och en underbar andaktskänsla kommer över mig. Jag förstår att här är det barnatron som lever kvar, här lyssnar Gud till deras enkla böner om mat, värme, att någon kommer och pratar med dem, att någon finns som ger trygghet. Det var en fantastisk eftermiddag. Efter kaffet får jag presentera mig återigen när jag får frågan om det kan vara att jag är släkte med Evert Tobiasson, präst?  

Det var en underbar dag samman underbara livserfarna människor som hamnat i en oönskad värld. Värld där orden blir ljudlösa, sångarna tappar bort text och melodi, där förmågan att uttrycka sig har tagits bort av en hemsk sjukdom. 

Vi gick sedan därifrån, från Mangården, där en fin eftermiddag hade gett oss så mycket, men för andra försvunnit i minnenas djupa lind.

Dagens citat:

66 årig man har fått diagnosen: "Alzheimers" sade till mig:

" Jag mår som en som skall hämta vatten i en brunn, jag har en hink och rep, men repet är för kort!"

 


Stutt stopp í Stokkhólmi

Nú er ég heima í Stokkhólmi í einn sólarhring. Ég þurfti að ná í skýrslur og ýmsa hluti vegna fimm skírna sem ég á að hafa núna á þriðjudagskvöld svo ég lét skutla mér upp á fastlandið og er búinn að vera snúast þetta núna í dag; sækja skírnarskýrslur, skrifa ræðu, hringja hingað og þangað og þess háttar. Semsagt í nógu að snúast.  Tek samt nokkrar mínútur hér við bloggið, skoða fréttasíðurnar íslensku og hvernig Íslandi reiðir af núna þegar búið er að hnýta ESB-snöruna.

Dagarnir úti á Vitsgarn hafa verið góðir. Fallegt veður og yndisleg kyrrð. Náttúran er ólýsanleg og mikið að gera.  Engar auðar stundir.  Samt leyfi ég mér stundum að fara út á nóttunni og bara setjast út á stein eða leggjast í grasið og horfa upp í himininn. Það er á svona stundum sem ég "hleð batteríin".


Heiðarleiki, góðvild, kærleiki, samúð, skilningur, umburðarlyndi...

Stórar þakkir til Hollendinga, sem svo oft áður, hafa sýnt að þeir eru fólk með vit og hafa þá fágætu gáfu að skilja að skal byggja á einhverju, er rétt að við lærum af mistökunum. Skammtímalausnir hafa ekki verið áhugamál Hollendinga. Þeir skilja í hvaða sporum við Íslendingar stöndum í, þeirri vonlausu stöðu sem við höfum ratað í og með hjálp ESB hefur versnað um allan mun.

Takk til Hollenskra innistæðueigenda.   Ykkar vel!


mbl.is Vilja að allt verði greitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sumarið hálfnað...

Sumarið er hálfnað hjá mér!  Ég er búinn með helminginn af því sem ég ætlaði að afkasta í sumar. Fyrst þá gekk fermingarnámskeiðið afskaplega vel. Alls 42 fermingarbörn fermdust, þar af 4 sem skírðust líka, eftir vel lukkað siglinga- og fermingarnámskeið í Skerjagarðinum í Oscarskirkjunni hér í Stokkhólmi. Þetta var skemmtilegur hópur, bæði krakkarnir og svo leiðtogarnir sem önnuðust siglingakennsluna. Síðan vann ég í S:t Jakobskirkjunni í nokkra daga og núna er ég að leysa af tvo presta í einni af miðbæjarsöfnuðunum.   Gaman að geta orðið að liði og geta hrærst í því sem manni þykir gaman og gefandi. Núna í lok mánaðarins tek ég svo síðasta fermingarnámskeiðið og eftir það þarf ég að taka smá frí. Ég finn að ég vil hvílast smá og fá smá tíma að hlaða batteríin eftir sumarið, áður en lokahnykkurinn í náminu í Uppsölum fer í gang. Bestu kveðjur til Íslands, úr 25°C hita í Stokkhólmi.  

ferming

Fermingarmessa i Oscarskirkjunni, Östermalm, Stockholm 04.07.2009. Ég sit í miðið, grænklæddur.

 

 


Tyrfum svæðið!

Í raun þarf ekkert að taka neinar ákvarðanir um framtíðarnýtinga Valhallareitsins. Valhöll var mörgum þyrnir í augum í annars fallegu landslagi Þingvalla. Ég tel rétt að hreinsa burt allt sem minnir á Valhöll og tyrfa yfir svæðið. Þannig fær landslagið að njóta sín og hægt er að reisa veislu- og hátíðartjöld ef þörf er á síðar. Engar byggingar eiga að standa þarna. Þarna á þinghelgin að vera ein í brennidepli og sagan.
mbl.is Landsmenn fái að segja álit sitt á uppbyggingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orð skulu standa, skuldbindingar eru orð!

Orð skulu standa. Það er skrýtið að rísa upp á afturlappirnar og reyna að slá sig til riddara nú þegar samningaviðræður eru svo til um garð gengnar.  Sumir, og þá meðtalinn Þór Saari, reyna að sækja styrk og vinsældir til óánægðra Íslendinga. Það er nóg af þeim og ljóst að fólk á erfitt með að sætta sig við orðinn hlut.  Málið er bara ekki svo einfalt. Skoðum hvað gerðist:

Stjórnarsamstarf það sem Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn stóðu lengst að setti sér reglur í því bankakerfi og því fjármálaumhverfi sem ríkti á uppgangsárum íslenskra útrásarmanna. Öllum fannst ástæðulaust að mála skrattann á vegginn, allt gekk svo vel og grunnhyggni sem hönd í hönd með fullkomu ábyrgðarleysi leiddi íslensku stjórnvöldin til skrifa upp á óúfylltar ávísanir fyrir einkaaðila.  Fullkomið ábyrgðarleysi fyrri ríkisstjórna er upphafið á vanda Íslands þjóðar í dag.  Að íslensk stjórnvöld skyldu ganga í svo stórar ábyrgðir fyrir bankanna vara banabitinn.

Ef við viljum að Ísland og Íslendingar séu teknir alvarlega í alþjóðsamhengi, verðum við að vera gerendur orða okkar, standa við sögð orð og axa ábyrgð á þeim skuldbindingum sem við höfum gengist fyrir. Þetta er sárt!  Mjög sárt!   En það sem stjórnvöld eru að reyna að gera nú er að borga brúsann, borga reikninginn fyrir fyllerí fyrri ríkisstjórnar, "fjármagnseigenda" og spilavítisskuldir þeirra. Ef ekki verða handrukkarar ESB, IMF og alþjóðasamfélagsins gerðir út af örkinni. Viljum við það og verða lúta afarkostum og gerð "tilboð sem við getum ekki hafnað" svo ég vitni í The Godfather I. kvikmyndina - því í slíkum félagsskap myndum við finna okkur innan skamms. 

Slappið af og refsið þeim sem refsinguna eiga skilið.  Núverandi ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er bara að reyna moka skítinn eftir ríkisstjórnir Geirs Haarde, Halldórs Ásgrímssonar og Davíðs Oddsonar.


mbl.is Samið af sér með skammarlegum hætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rauður kross á villigötum?

Oft velti ég því fyrir mér, þegar ég áður fyrr kom nærri málum sem höfðu með flóttamenn að gera, þá er ég starfaði í lögreglunni, sem prestur og síðan sem afskiptasamur borgari - hvar mörkin milli óvilhallrar umfjöllunar og aðstoðar Rauða krossins liggja. Hversu mikil pólitísk samskipti eiga að eiga sér stað milli Útlendingastofnunar t.d. og Rauða krossins. 

Einhvern veginn finnst mér Rauði krossinn eitthvað vera að tapa litnum í þessari umræðu.  Allt síðan Rauði krossinn byggði glæsihýsi í Efstaleitinu, teiknað af dýrri arkitektastofu þar sem ekkert var til sparað í kostnaði og fram til dagsins í dag þegar grá svæði umlykja starfsemina, þar sem Útlendingarstofnun leikur sitt hlutverk á hliðarlínunni.


mbl.is „Fullyrðing sem stenst engan veginn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hundum og ræktendum þeirra

Margir hundar af hinum svokölluðu "fínni tegundum" þeir sem ættbókarfærðir og hreinræktaðastir eru, eru margir helsjúkir, þjást og eiga við geðræn vandamál - en þeir eru ekki einir um það, heldur virðast margir þeir sem að baki þeim standa vera enn verr á sig komnir.

Svenska Kennelklubben, eða samsvarandi fyrirbæri og Hundaræktarfélag Íslands, hefur sett út viðvörun núna.  Gallarnir, hliðarverkanir sérræktunar hundategunda af nokkrum tilgreindum tegundum hefur farið úr böndunum. Litlu loðnu vinirnir, þ.e.a.s. hundarnir fínu, lifa stutt ævi, eiga margir við alvarleg geðræn vandamál að stríða, líða vítiskvalir vegna gigtar, öndunarsjúkdóma, húðsjúkdóma, blindu og annarra sjúkdóma.

Í frétt Götelands-Posten segir formaður Svenska Kennelklúbbsins að ræktunin hafi farið gersamlega úr böndunum og gefur því félagið út alvarlega viðvörun. Í frétt Metro í dag, 06.05.2009 s. 15. kemur fram að skv. formanni Dýralæknasambandsins, Johans Beck-Friis, segir að dýraverndunarlögum hafi ekki verið beitt gegn ræktendum hreinræktuðu hundanna. Samkvæmt upplýsingum frá Hundaræktunarfélagi Svíþjóðar, segir að þær hundategundir sem verst sé komið á fyrir sé hægt að telja: Enskan bulldog, Mastina Napoletano, Shar Pei, Chow-Chow, Basset, Franska bulldog og Pekiníser.

Hverskonar óguðlegar viðbjóðslegar manneskjur erum við að breytast í.  Að skapa þjáningar fyrir saklaus dýrin.  Hverskonar frankensteinsk vinnubrögð eru þetta. Líklega hefði Jósep Mengele verið stoltur af dugnaði og viðbjóði slíkrar dýraplágunnar!

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband