Færsluflokkur: Dægurmál
3.5.2009 | 20:32
Ísland í útlandinu - 1. maí
Datt bara rétt svona í hug að setja inn þessa litlu mynd. Fyrir utan aðalbyggingu sænska utanríkisráðuneytisins í Arvfurstpalatset við Gústaf Adolfs-torg var fyrsta maí flaggað fánum fullvalda norrænna landa. Þetta vermdi litla kramda íslendingshjartað.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.5.2009 | 20:20
Loftbelgshrap
Á föstudagskvöld um klukkan hálf átta sat ég ásamt nokkrum vinum niðri á strönd við Saltsjön, nærri Lappkärrsbergsstúdentahverfinu á Norra-Djurgården. Við grilluðum pulsur og nutum hitans og blíðunnar.
Í fjarska, yfir Djurgårdsskóginum sáum við hvar tveir loftbelgir svifu frekar lágt yfir trén og virtust heldur lækka svifið. Þeir sem sáu um flug þessara loftbelgja virtust ekki hafa neinar áhyggjur því báðir belgirnir lækkuðu jafnt og þétt svifið þaðan sem þeim komu úr suðaustri frá Lidingö eða Syðra- Djurgården landinu og svifu inn yfir Saltsjön. Við Tranholmen voru loftbelgirnir komnir ískyggilega nálægt sjónum eða um það bil 3 m yfir yfirborðinu.
Sá fyrri af belgunum náði að lyfta sér upp áður en komið var að skógarþykkni sem tekur við þegar komið er að byggðinni í Stockby, Djursholm og Långängen. Hvarf sá belgur sjónum okkar, en þá var komið að þeim næsta, sem var sýnu stærri og með talsvert stærri farþegakörfu. Sá náði ekki að lyfta sér í tíma.
Ljóst var að í óefni var komið og leið ekki að löngu en að sá belgur var kominn að Stocksund byggðinni. Fjarlægðin milli okkar og lofbelgsins var um 1.2 km. Var ljóst að þegar hér var komið við sögu að "flugmenn" höfðu tapað stjórn á lofbelgnum.
Eftir um 2 mínútur sáum við hvar loftbelgurinn hafði snert jörðu og byrjaði að hallast umtalsvert. Mikið var reynt að kynda upp þannig að belgurinn mætti lyftast á ný en allt kom fyrir ekki. Árangurslaust var dælt inn heitu lofti eða í um 3 mínútur. Vindurinn lagði samtímis belginn meir og meir saman og gerði það augljóslega "flugmönnum" erfitt fyrir verkum.
Loftbelgurinn var nú fastur á litlum tanga, líklega nálægt Svanholmen eða strandsvæði norð-austan við Långängsvägen. Belgurinn bleiki merktur "SKHLMN" frá fyrirtækinu "Upp och ner" sat nú fastur. Ekkert virtist geta orðið farþegum og starfsmönnum til bjargar.
Næsta og síðasta myndin sýnir þar sem belgurinn hefur tapað svifkrafti sínum og er að falla saman. Hvað varð um farþega veit maður ekki, ekki hefur verið tilkynnt um nein meiðsli eða slíkt í fréttum, en sannarlega var forvitnilegt að sjá þessa atburðarrás.
Óhappaferðir ætti fyrirtækið að heita, því slys og ólukkur hafa fylgt því núna sl. ár. Í fyrrasumar lenti fyrirtækið í fjölmiðlum vegna bíræfni og fyrir að sinna ekki og taka ekki alvarlega óhagstæða veðurspá. Hröktust þá loftbelgir út og suður og lentu í hrakningum.
Myndir/photos:
© Baldur Baldursson
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.5.2009 | 22:08
Predikun 3. sd. e. páska
Prédikun flutt við hámessu í Sankt Jakobskirkju í Stokkhólmi sunnudaginn 26. apríl 2009, eða skv. kirkjudagatali Sænsku kirkjunnar 3. sunnudag eftir páska (þema: Góði hirðirinn).
S:t Jacobs kyrka, Jakobskirkjan í Stokkhólmi. Byggð á árunum 1588-1642. Rúmlega 47 metra há upp í turnkross. och rúmlega 47 metra löng. Teiknuð af Hollenska arkitektinum Willem Boy 1580 fyrir Johann III Svíakonung. Breytt frá því að vera krosskirkja (grískur kross) í að vera langskipskirkja með basilíkuformi í gotneskum stíl. Falleg kirkja og undursamlegur vinnustaður. Myndin tekin sunnudaginn 26.04.2009 kl. 16:50. (BGB)
__________________
Textar: Lexía: Es. 34:11-16; Pistill: 1. Pét. 2:22-25; Salt. 23; Guðspjall: Jóh. 10:1-10.
__________________
Vår herre Jesu Kristi nåd, Guds kärlek och den heliga andes delaktighet vare med er alla. Amen.
Har någon sagt till dig: Jag älskar dig? Eller: Jag hatar dig! Du är Vacker! Eller att någon säger: Fy vad det luktar här (och tittar sedan tillkännagivande runt omkring och genom dig)? Får du samma dåliga känsla och då någon säger: Har DU tittat i en spegel idag? Idag vill jag prata om ord. Inte bara vilka ord som helst, utan våra ord. Orden som ger våra tankar vingar, orden som rister så djupt i våra hjärtan, och orden som kan vara så tunga de bara sitter kvar, vare det sig dessa är välkomna eller ej. Vi vet att ord kan vara vassa som en kniv - och de är alltid sagda för agera. Ord är aldrig passiva eller overksamma. Så fort vi har sagt något, får orden vingar och varken ägs eller styrs av oss själva längre.Ord är början till allt. Detta markeras redan i I. Mosebok, Gamla testamentets första bok, där det berättas hur Gud skapar himmel och jord. Det sägs att jorden var öde och tom. Mot rymdens kaos, kommer Guds röst och han säger Varde ljus och det blev ljus. Endast med ord åstadkommer Gud ordning och reda på kaoset. Endast med sina skaparord. Med ord ger han och tar bort. Gamla testamentets uppfattning av ord är på det sättet; ord har kraft och ord är Guds gåva. Därför skall de användas försiktigt. Människan fick röst och tal för att lova Gud. Vi har utvecklat oss så att vi kan kommunicera med varandra, visa känslor i ord, förklara, underhålla och berätta. Men ofta lyckas vi dåligt med den här gåvan och vi vanärar den som gav den samtidigt och oss själva. Ibland önskar man sig att man inte hade sagt vissa saker, medan man lyssnar av entusiasm på andras klantiga sätt att uttala sig och så ler man i smyg. Det är konstigt att människor alltid skall säga vad de tänker, medan de inte tänker på vad de säger. När den danske uppfinnaren Storm P hade blivit hårt kritiserad för något han hade uppfunnit sade han en gång sårad: Är det inte särdeles märkligt att med de relativt få ord vi använder till vårt dagliga språk, att vi lyckas säga så mycket dumt och skadande? Jag tycker vi kan fundera lite på uppfinnarens ord idag. För några dagar sedan hölls en fredskonferens där de förenta nationerna försökte med dialoger mellan olika nationer, religioner och kulturer at förmedla fred. Jag lyssnade på konferensens första talare. Det var Irans president, Machmoud Ahmadinejads som förklarade sin och många arabers synpunkter på situationen i mellanösten och hur han omöjligen kunde se förbi en krigiskt lösning på osämjan och fiendskapen mellan judar och araber (och deras allierade). Som så ofta förr, användes det stora ord, ord som givetvis kommer inte att underlätta fredsförmedlingen. Jag tänkte då, vilken förebild, vilken dålig herde! Vilka kommer att följa honom? Vilka är herdarna i Mellanösten? Leder de sina hjordar till förödelse, till giftiga vatten och ökenländer? Jag tänkte på den danska uppfinnarens ord och över oturen som Ahmadinejads hade haft med sitt ordval. Men han är inte den enda som talar på detta viset och misstänksam är jag att han inte heller är den sista! Efter tv-utsändelsen undrade jag; var det allt med vilja, bestämd vilja försvära FN:s fredförsök och de andras som vill fred och vänskaplig samarbete mellan länder, religioner och kulturer? Folket i mellanösten har haft otur med sina herdar. Det är inte längre frågan om vem började kriga eller vem har dödat, skadat eller kidnappat mest. Vi har kommit över den delen, och det för länge sedan. De som dör i självmordsattentaten eller militära offensiver mot civila dör, tyvärr förgäves. Det är trist, men så är det. Världen har blivit döv, vi lyssnar inte längre. Blir det för mycket offerblod på skärmen när nyhetsutsändelsen är igång, byter man bara kanal. Är man inte snabb nog innan döda kroppar och svårtsårade barn visas på skärmen, hinner man eventuellt säga Vad hemskt men byter sedan till Jay Leno´s Pratshow eller till Simpsons. Tiden för stora hatfulla ord är över. Vare det sig de kommer från en president i Iran, Israel eller Palestina, dövhöres vi mot dessa. Det värsta är att folk slutar bry sig. Hjälten idag är inte den som använder största orden, viftar med största geväret eller dödar flesta, utan den som åstadkommer fred. Hon eller han är god herde! Ord är början till allt. Ord är bland det dyrbaraste av våra verktyger. Genom moden teknologi kan vi kommunicera på många olika sätt. Men allt bygger på ord och meningar. Ord är därför dyrbara, ord kan vara vassa som en kniv, ord kan uppmuntra och ge hopp, men de är en redskap vi inte får använda hurusom helst. Ord är vår tänkandes verktyg och därför på vårt eget ansvar. Ingen kan ta ansvar för vad jag säger annan än jag själv. Hur uppfattar vi 23:e psaltarpsalmens ord som börjar Herren är min herde, ingenting skall fattas mig? För många väcker orden känsla av trygghet, att där är intet att frukta. Orden kan milda obehaglig känsla och ge stöd till den som är ensam. Tänk! Och de är bara ord. Jag skulle vilja säga till stridsplågade länder i mellanösten, Sri Lanka, Afganistan, Burma, de många stridande länderna i Afrika och länder i vår egen kontinent som lider av osämja och terror: Herren vill vara din herde, ingenting behöver fattas dig!I evangeliets text idag, hör vi där Kristus varnar sina följeslagare och åhörare. Han säger försök inte ta några omvägar, leta inte om lång väg, efter något som räcker att sträcka ut handen efter. Han varnar vid dåtidens och nutidens eklektiska trosuppfattning där i det mångkulturella samhället det verkar som inte några klara linjer finns, där samtidens moral bestäms av den som har makten varje gång. Med eklektisk trosuppfattning menar jag att det inte går att plocka ihop några ljuvsöta element från alla världsreligioner, ett slags religiöst potpurri och sedan kalla sin gud för Kristus och sig för kristen. Kristus talar i evangeliet till det hellenistiska samhället, ett samhälle som bjöd på mängd olika gudar och halvgudar. Med sina ord säger han; välj det du vill tro på och verkligen stå för det, du tror på. Han säger: Jag är den gode herden. Den gode herden ger sitt liv för fåren. Jag är den gode herden, och jag känner mina får och de känner mig. Jag tror och litar på dig, tror du och litar på mig? Orden framtalas av kärleken för människan, för skapelsen. I evangelietexten understryks det viktiga: Kristen tro är ingen halvtro, den är ingen snabbmat eller eklektisk religiöst potpurri och där finns inte i någon lätthanterad snabbversion med korta genvägar. Det är antingen eller Jesu ord bekräftar detta, i Johannesevangeliets 14 kapitel säger Kristus: Ingen kommer till Fadern utom genom mig. På det sättet blir Kristus vägen, sanningen och livet, och vår öppna port till salighet. Jag började här med att försöka att beskriva hur viktiga och svårhanterade ord kan vara. Kristen tro bygger som alla andra större religioner på en helig bok, bok som har berättelser om tron, dens tillkomst och liv. I vår helga bok hittar vi en vägledning hur vi kan lära att känna Gud. Den Herren som är vår herde, som ser till att ingenting skall fattas oss. Han är fredens Gud. Kristen tro är livstro. Allt annat, som predikar strid, motarbetar den, predikar hat och förakt av olika slag, bör uppfattas som främmande röster, och är inte eftersträvansvärt. Vi ber för världen ty världen verkar slavbunden, fylld med oro och sorg. Världen behöver dig Herre, kom, ta all makt på jord!
Ära åt Gud, Fader och Son och den Helige Ande, nu och alltid och i evigheters evighet.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.4.2009 | 19:07
Vor i Stokkhólmi
Tók nokkrar myndir í morgun þegar ég var á leiðinni í vinnuna. Sakuru-trén blómstra og búið er að setja alla gosbrunna í gang í borginni. Þetta er falleg sýn og maður kemst sannarlega í gott sumarskap.
Smellið á myndina til að stækka hana:
Kungsträdgården i Stokkhólmi. Sakuru trén blómstra við nyrsta gosbrunninn í garðinum. Sankti Jakobskirkjan í bakgrunni, rauð og reisuleg. Kirkja kennd við Jakob hinn eldri, hefur staðið sannanlega á þessum stað síðan 1311. Þessi kirkja (á myndinni) var byggð á árunum 1588-1642 (vígð fyrsta í aðventu 1643 í nærveru Kristínu drottningar).
Myndin tekin 29.04.2009, kl. 09:40. (BGB)
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.4.2009 | 07:46
I know what you did last summer, - and the past 18 years!
Róður fyrirtækjanna er að þyngjast með hverjum deginum og hjá mörgum nálgast nú gjaldþrot. Svo virðist sem brauðfótabygging Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks síðastliðin ca. 15 árin virðist vera skila sér. Eftirmæli Sjálfstæðisflokksins verða ei fögur. Sá flokkurinn, með góðri liðveislu Framsóknarflokks, lukkaðist veikja íslenskt viðskiptalíf, íslenskan iðnað og íslenska krónu svo að þjóðfélagið er lamað, fólki líður illa og fjöldi heimila og lögaðila standa frammi fyrir gjaldþroti og allri þeirri sorg og leiða sem það hefur í för með sér.
Gleymum því ekki að minnast þeirra sem knossuðu okkur og knébeygðu okkur frammi fyrir Alþjóða gjaldeyrissjóðnum og Evrópubandalaginu - með framstrekktar hendur betlandi neyðaraðstoð.
Það er skömm að þessu og þeim gengdarlausa siðferðisbresti sem flokkarnir hafa orðið uppvísir að, og ekki bara einu sinni, ekki tvisvar - nei aftur og aftur... og listinn virðist ótæmandi.
Ég vona að fólk sjái hvað þetta allt er klikkað og sjúkt og veiti ekki Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkum brautargengi enn eina ferðina, því það yrði feigðarför íslenskrar þjóðar!
Fjórfalt fleiri í vanda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 07:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.4.2009 | 15:13
Sjálfstæðisflokkurinn að klofna?
Ég virði fyrir mér ástandið eins og það birtist mér núna hér í útlandinu góða. Það virðist sem þingmaðurinn forðum daga hafi haft rétt fyrir sér; "það logar allt stafnanna á milli" í Sjálfstæðisflokknum. Einhverjar systur og bræður hafa kosið að horfa til hins góða sem er að finna í hverjum einstaklingi. Aðrir hafa ekki látið af spillingarævintýradraumum sínum og sjá gullöld Sjálfstæðisflokksins í hyllingum.
Já það logar allt stafnanna á milli og ósættið að fara með flokkinn í gröfina. Flokkurinn virðist þjást af ósætti og virðist mér út fjarlægð útlandsins vera sér svo sundurþykkur að hann fær vart staðist... Ætli það sé ekki kominn tími á að segja bara "amen, eftir efninu"?
Það logar allt stafnanna á milli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
9.4.2009 | 13:34
Syndin er lævís og lipur!
Það virðast engin takmörk fyrir því hvað spillingin á sér djúpa rætur og hvað hún er Sjálfstæðismönnum eiginleg. Það er ljótt að heyra að einn forystusauður Sjálfstæðisflokksins, þingmaður og ráðherra hafi staðið í slíku sem styrkjamóttöku frá ríkiseygðum fyrirtækjum. Ljótt að heyra. Guðlaugur Þór Þórðarson hefur greinilega unnið ötullega fyrir ráðherrastóli sínum og frama í Sjálfstæðisflokknum.
Ég er að velta því fyrir mér hvort þetta kallist ekki í útlöndum fyrir að taka mót mútum?
Guðlaugur Þór hafði forgöngu um styrkina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.4.2009 | 21:01
Breytingar nauðsynlegar
VG tvöfaldar fylgið í Kraganum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.3.2009 | 09:58
Vorboðarnir góðu
Hérna fyrir utan hjá mér í norður Stokkhólmi eru farnir að skjóta upp kollinum vorboðarnir góðu. Litlir laukar hér og þar í glöðum litum sem skrækja í kapp við hvern annan "Vor, vor, vor....".
Ég sló saman tveimur myndum sem ég tók í morgun hérna utan við húsið. Já, núna er komið vor með +9°C og sól. Vonandi er vorið líka á leið til Íslands nú þegar ég er væntanlegur þangað. B
Bestu kveðjur í sól og vori!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.3.2009 | 18:56
Þreyttur...
Blogga kannski stopult á næstunni. Hef svo mikið að gera og er hálf dasaður. Þá er ágætt að hverfa frá hversdeginum og gera eitthvað annað til tilbreytingar en sömu gömlu rútínuna.
Fylgist þó með ykkur áfram bloggvinir.
ps. Vorið er á næstu grösum hér ytra.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)