Færsluflokkur: Menning og listir

Fátækt og rótflótti

Fátækrastíll og rótflótti er það sem mér dettur helst í hug.  Það er þessi soldið "wanna be" stíll sem fólk er að reyna að ná.  Fái hlutir sem teknir eru úr stíllegu samhengi sínu - naumhyggja sem þó knappast heldur þeim hreinstíl sem naumhyggjan ber með sér.  Hér er meira að safnað sé saman dóti úr ýmsum áttum og síðan allt málað hvítt.  Fátækleg lítaskynjun og brottnám hlutverks og þátttöku lita útifrá djúpsálarfræði litanna og hvernig litirnir verka á okkur.  

Þessi stíll á greinilega að vera hreinn og "stíll í sjálfu sér" - en því miður mislukkas þetta. 

Það sem er stóra vandamálið í tísku og hönnunarheimi okkar á vestulöndum er að við fleygjum gamla dótinu okkar sem hefur rætur í sögu fjölskyldna okkar. Síðan förum við á næstu fornsölu og kaupum keimlíka hluti - án tengsla við sögu okkar, rætur okkar og fjölskyldu okkar.  Rótflótti kallast þetta.  Við viljum vera rótlaus og "hrein". 

Þetta er tengt sjálfhyggju nútímans. Við eru alltaf að horfa inn á við. Skoða okkur sjálf.  Einn dag munum við verða fyrir hræðilegum tómleika og sorg þegar við uppgvötvum að við finnum ekkert. "Við" sem manneskjur erum ekki annað en það umhverfi sem við tilheyrum.  Það erum "við" sem gerum okkur að "okkur" eða "oss". Kollektífið - ekki einstaklingshyggjan og rótleysið. 


mbl.is Einstakt heimili við Túngötu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stimplar og frímerki

Já, mikið þótti mér gaman að sjá að Kristniboðssambandið sé að safna notuðum frímerkjum. Það er bæði gaman að hugsa að notuð frímerki verði til gagns fyrir alla þá sem starfsemi Kristniboðssambandandsins nær til - en einnig að fólk hugsi til verðmæta "gagnslausra" hluta.   Þannig er mál með vexti nefnilega - að Íslandspóstur og íslensk ferðamálayfirvöld hafa tapað svo að segja sýn á þýðingu þessara smáhluta - frímerkjanna. Frímerki eru eitt púsl í landkynningu Íslands og ferðamannaþjónustu.

Ég er einn af þeim sem skoðar gaumgæfilega bréfumslög sem ég fæ, frímerkin og stimplarna á þeim.  Áður fyrr gátu slíkir stimplar verið virði margra króna, eftir því hvaðan þeir komu.  Minnist ég þess að mér þótti gaman að fá bréf frá Borgarfirði eystra, Djúpavogi og Flatey á Breiðafirði svo eitthvað sé nefnt. Virði þessara bréfa var margfalt og sóttust frímerkjasafnarar eftir þeim eins og heitum lummum. Djupivogur hafði gamlan stimpil til dæmis - stimpil sem var gamall og af gerð sem ekki sást lengur neman frá nefndum stað. 

Nú er þetta svo til horfið. Kannski getum við kallað þetta nostalgíu. En þetta hefur virði fyrir marga - fleiri en okkur grunar. Sjaldan er nú gætt að því að stimpla frímerkin vel, pósti er safnað frá stórum svæðum og litlu pósthúsin flest horfin. Fágætir stimplar heyra næstum því sögunni til og frímerkin oft ekki upp á marga fiskarna.

Reynt er að spara í pósthirðingu, vélstimplanir eru nær eingöngu notaðar og þegar meður fer með bréf á pósthús eða pakka er ekki einusinni sett frímerki - heldur miði sem segir til um burðargjaldið. Þessir miðar eru einskis virði fyrir safnara och Íslandsáhugafólk. Með tilkomu Íslandspósts hefur áhuginn og þekkingin á stimplum, frímerkjum og gildi þessara þátta svo til horfið.   Því miður! 


mbl.is Hendum ekki verðmætum!
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við erum best!

Auðvitað erum við best.  Hvað annað?  Alltaf gaman að kítla egóið og lesa svona greinar og láta þær síðan liggja með oppnuna upp á kaffistofu vinnustaðarins í Stokkhólmi.   :)

Hér kemur svo greinin í heild sinni, eins og hún er á vefsíðu SouthShoreExpress


mbl.is Íslendingar sagðir hávaxnastir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Búið spil... aurarnir horfnir!

Það er nú komið að skuldadögum og ljóst að peningana verður að taka einhversstaðar.  Yfirstjórn Þjóðkirkjunnar á Íslandi ákvað að greiða nokkrar skitnar milljónir till kvennanna sem barist hafa fyrir sínum málum gegn, fyrst fyrrum biskupi Íslands, herra Ólafi Skúlasyni og síðan sitjandi (meðan þetta er ritað) biskupi Íslands og yfirstjórn kirkjunnar.  Ekki fékk þó dóttir fyrrverandi biskups neinar bætur þótt sannarlega ætti hún rétt á þeim eftir niðurlægingargöngu sína fyrir núverandi biskup og kirkjuráð.  Nóg um það.

En sorglegt er til þess að hugsa að nú þurfi að selja kirkjujarðir, enn einusinni. Þetta hlýtur að vera með þeim síðustu.... Mín spurning er:  Hvernig í ósköpunum ætlar þjóðkirkjan að standa straum af kostnaði við starfsemi sína þegar aðskilnaður ríkis og kirkju verður innan skamms?   Í Svíþjóð, þar sem kirkja og ríki skyldu árið 2000, fær kirkjan ENGA peninga frá ríkisvaldinu til starfsemi sinnar.  Kirkjan byggir fyrst og fremst á sóknargjöldunum sem hver og einn skattbær einstaklingur, sem er meðlimur, greiðir.  Þ.e.a.s. 0,7% af tekjum sínum.  Þessir fjármunir nægja ekki til að bera uppi starfsemina og viðhald kirkjubygginga.  Heldur verður kirkjan að taka inn leigugjöld af skógum, bændajörðum, laxveiði, námugreftri í löndum sínum, skotveiði, skógarhöggi og hlutabréfum.  

Því miður er grunnhyggni kirkjunnar á Íslandi svo ótakmörkuð að stjórnendur hennar halda að allt bara muni "reddast" þegar að skilnaði kemur.   Eða er þetta bara hinn íslenski hugsunarháttur sem keyrt hefur þjóðina svo oft í kaf aumingjaskapar og fyrirhyggjuleysis: að við njótum peninganna sem við eigum og leggjum ekkert fyrir - því þegar erfiðu árin koma, verðum við örugglega dauð.  En minnisvarðarnir sem við keyptum yfir okkur sjálf standa.


mbl.is Tvær kirkjujarðir auglýstar til sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kókoskarlinn!

Er hann ekki fínn?  Hann heitir Kókos!  

2010.10.12 Gustaf Adolf 049
Kókos biður að heilsa úr grænmetisborðinu á ICA!

Væntumþykja fyrir kirkjunni

Ég hef, úr fjarlægð, fylgst með því sem hefur verið að geras á Íslandi í kirkjunnar málum. Misjafnlega hefur verið haldið á málum og oft blindandi farið geyst fram með stór orð sem gera slúðursneppla að heitri söluvöru. Er engu látið varða hvað er rétt eða rangt i málfluttningnum. En umræðan öll hefur þó orðið til þess að ég hef styrks i þeirri trú minni að kirkjunni sé best komið einni og sér - en ekki sem ríkiskirkju.

Biskup Íslands hefur viljað kalla kirkju Íslands "þjóðkirkju" en forðast orðið "ríkiskirkja". En Þjóðkirkja Íslands er ríkiskirkja. Hún stendur ekki ein og óstudd og er því miður ekki kenningarlega sjálfstæð. Hún er bundin af tiktúrum og fjárhagsvaldinu. Nú er ég búsettur í Svíþjóð þar sem kirkja og ríki skyldu formlega árið 2000, eða fyrir 10 árum. Þetta var stór atburður og ljóst að breytingar yrðu miklar á allri starfsemi og hreint út sagt "burðargetu" kirkjunnar, sem boðenda Orðsins en einnig sem "stofnunar". Fjárhagslegar forsendur breyttust og var skyndilega þörf á stórum breytingum í fjármálapólitík kirkju, samtímis og fjöldi fólks sem sjálfkrafa hafði orðið meðlimir í kirkjunni yfirgaf kirkjuna.

Breytingar á kirkjustjórn voru litlar í fyrstu, en síðan hefur kirkjan fest sig i sessi, er sannari í kenningu og kenningarsmíð sinni. Hún er nú óbundin og getur í sannleikans anda talað mót ríkisvaldi þegar þess þarf, en stutt það þegar þannig stendur á. Kirkjan á Íslandi er steinrík. Hún átti við siðaskiptin um 50% alls jarðnæðis. Mikið av lendum kirkju voru svokallaðar kristjarðir eða sálugjafir sem ekki er hægt að selja. Afgjald af eigum kirkju ætti að geta borið uppi kostnað við starfsemi sjálfrar kirkjunnar og starfsmanna hennar. Auðvitað þarf kirkjan á Íslandi að verða sjálfboðaliðakirkja rétt eins og kirkjan í Svíþjóð og Englandi er. En hún er þó sönn, og þeir sem vilja vera með - eru með af því að þeir vilja það. Ekki "per automatik".

Ég legg því mitt atkvæði á vogarskálina fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju. Ennfremur að kirkjustjórnin sjái að tótalendurskipulaggning sé nauðsynleg á stöðu, stjórn og starfsháttum ríkiskirkjunnar á Íslandi.


mbl.is Þverrandi traust áhyggjuefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Utställning i Flemingsbergs kyrka

På andra påskdagen sattes upp utställning i Flemingsbergs kyrka som sammanstår av bildverk av konstnären Christer Lidhäll (1955-).  Han är utbildat på Gerleborgs konstskola, Konstfack och på Stockholms universitet (konstvetenskap).

Han har haft några separata konstutställningar, bland annat på:

Expolaris konsthall, Skellefteå / Wadköpings konsthall, Örebro / Konsthallen Kuben, Falkenberg / Galleri du Nord, Borås / Galleri CJ, Västervik / Konsthallen Moment, Ängelholm / Galleri Jan Weillmark, Stockholm / Galleri Origo, Stockholm / Erling Erlingsson Ateljé, Västra-Ämtervik / Galleri Final, Malmö / Ekebyhovs slott, Ekerö / Flemingsbergs kyrka, Huddinge.

 Konstutställningen håller på fram till 20:e april 2010, då enligt Flemingsbergs kyrchristerBaldurkas öppetider.

 

  Alla är hjärtligt välkomna!


 

 

 

 

Från vernissagen i Flemingsbergs kyrka 05.04.2010.

Bild: Marcus Berglund


Sala listaverka úr Listasafni Íslands

Ástandið í þjóðfélaginu er slæmt. Það vita allir. Fólk verður æ ofbeldishneigðara mót hvert öðru í orðum og gjörðum.  Þjóðarsálin er særð og réttlætistilfinningu fólks er ofboðið sem misboðið. Skattpíning er framundan og minnkun á allri opinberri þjónustu er raunveruleiki sem næði inn á öll heimili í landinu.

Minnumst máltækisins að "sárt býtur soltin lús"!

Ég er með tillögu:   Mín tillaga sem hugsuð er bæði til að ljúka upp augum grannlanda okkar fyrir vandanum í landinu og svo til þess fallin að fá inn fjármuni í landið er eftirfarandi.  Hefjum sölu á erlendum listaverkum úr Listasafni Íslands.  Ég býst við að þjóðir sem eiga stóru nöfnin í listasögunni, Rembrandt, Hals, Rubens...    vakni við vondan draum og átti sig á því "hvernig það sé að þurfa selja safnaeigu sína" til að greiða skuldir.   Ég legg til að listaverk eftir Munch og Picasso sem til eru í Listasafni Íslands verði sett á uppboð á Sotheby's, Bukowski's eða Cristie's uppboðsfyrirtækjunum

Á þennan hátt verði fjármunum komið inn í landið en um leið sett á markerandi hátt skilaboð út í heiminn um HVERSU alvarlegt ástandið sé á Íslandi, fyrir þá sem ENN skilja það ekki. 


mbl.is Samkomulag um lækkun gengisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Feluleikur og sögufölsun

Það hefur lengi verið þekkt meðal fornleifafræðinga og sagnfræðinga að landnám Íslands bar að miklu fyrr en opinberlega hefur verið haldið fram, eða allt um 200 árum áður en sögubækur og sögutúlkun opinberra yfirvalda hefur borið vitni um.

Það þekkja margir til sögunnar af fornleifafræðingunum sem kallaðir voru til Vestmannaeyja snemma á áttunda áratugnum (1970- ) þar sem þeir voru beðnir að rannsaka fornleifar sem komið höfðu upp á Eyðinu og svo í Herjólfsdal.  Þetta var óheppilegt þar sem fundurinn þá ku hafa sýnt fram á að landnámið hafi borið að miklu fyrr en þá skólakennd saga Íslands sagði til um. Hið bagalega í stöðunni var að Íslendingar voru að fara fagna 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar nokkrum árum síðar.  Þetta voru óæskilegar upplýsingar og grafið var í snarheitum yfir holurnar sem gerðar höfðu verið í Eyjum.  Núna þora kannski sagnfræðingar að koma fram með hið sanna í málinu eftir að þeir sem stóðu fyrir 1100 ára afmælinu eru margir hverjir fallnir frá eða horfnir af fræðimannasviðinu. 

 


mbl.is Var Ísland numið 670?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En dag i Stockholm med besök i S:t Jacob

Som vanligt när jag har tränad och när vädret är fint som det varit det sista dagarna här i Stockholm, blir jag alltid lite sugen att ta en promenad ner för Drottningatan, förbi Spökslottet och sedan raka vägen ner till stan.  I förgår lockade vädret mig ner för Drottningatans backe och till slut hamnade jag ner i Kungsträdgården.  Härlig dag och massor av folk på stan.  Jag gick förbi min omtyckta S:t Jakobs kyrka och då jag passerade kyrkogården, såg jag att en dörr var öppen. Nyfiken som jag alltid är, gick jag dit och sedan in i kyrkan. Den har varit stängd sedan 17 augusti och skall hållas stängd för städning etc. fram till första i advent.

Självklart hade jag kameran med mig och tog två bilder där inne. 

299.09.09 Baldur priv 003  och 299.09.09 Baldur priv 004

Sådan ser den gamla fina kyrkan ut idag under städningsprojektet!  :)


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband