Fćrsluflokkur: Menning og listir

Einn góđur dagur viđ Drottninggötuna

Var á labbi og hafđi myndavélina međ mér ţegar ég gekk fram á ţessa á Drottninggötunni í Stokkhólmi.  Tók upp smá videó međ ţeim. 

 Klikkiđ á hlekkinn:

 Upprennandi hćfileikamenn!   


Ćji, húsameistari, ekki meir, ekki meir!

hallgrimskirkja

Ţar sem búiđ er ađ reista stillansa umhverfis Hallgrímskirkjuturn fór ég ađ velta ţví fyrir mér af hverju viđ notum ekki tćkifćriđ og snyrtilega tökum niđur turninn. Já, burt međ turninn.  Hann mun um ókomna tíđ vera til óheyrilegs kostnađar, sífelldar viđgerđir vegna hins íslenska veđurlags sem brýtur steypuna og kvartsiđ sem hjúpar turninn svo allt grotnar og blćs burt. Ţetta mun međ reglulegu tímabili leiđa til ţess ađ óţrifarendur og flekkir myndast á turninum, hann mun reglulega ţurfa ađ endurbyggjast vegna ţess ferlis sem íslensk veđrátt skapar svo fljótt sem einni viđgerđinni lýkur. Klukkan á turninum hefur aldrei gengiđ rétt og mun vera haft fyrir satt ađ vísarnir ráđi ekki viđ vindinn sem er stöđugt á ţeim, sveipirnir sem leiđa til ójafns tíma - eftir ţví á hvađa hliđ er litiđ. Viđ sleppum ţá viđ "BigBen" klukknahringinguna sem er hin ófrumlegasta, sem markar hvađ klukkan slćr.

Engin óhöpp verđa heldur viđkomandi kirkjunni eftir ađ turninn er horfinn. Byggja má snyrtilegan inngang í stíl Guđjóns Samúelssonar ţannig ađ sómi verđi af.  Skrifstofum og slíku sem hverfur ţegar turninn hverfur getur veriđ komiđ fyrir í nágrannahúsunum.  :)


mbl.is Klifrađ upp á Hallgrímskirkju
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ikon - "Leyndardómur hinnar heilögu tilbeiđslu"

Á ţrenningarhátíđ tók ég á móti íkoninum sem ég hef pantađi fyrir rúmu ári síđan. Íkoninn heitir "Leyndardómur hinnar heilögu tilbeiđslu" og er unninn eftir kúnstarinnar reglum af listamanninum Marcel van Baaren, frá Woerden í Hollandi. Íkoninn var helgađur og blessađur síđan af prestinum í anglíkönsku kirkjunni hér í Stokkhólmi, Nick Howe á ţrenningarhátíđ.  Blessun íkonsins átti sér stađ međ krismun (smurningu međ helgri olíu), ţvott í vígđu vatni og helgun međ reykelsi - allt viđ messugjörđ ţrenningarhátíđarinnar.  Ţetta var hátíđleg stund, ţar sem eftirvćntingin var mikil. Ég hafđi bara sér skissur frá gerđ íkonsins á heimasíđu listamannsins (klikkiđ á nafn íkonsins ađ ofan).

Marcel´

Íkoninn skipar nú heiđurssess međ myndunum af börnunum mínum og friđarliljunni minni. Mér finnst hann óvenjulegur og mjög sérstakur. Hann birtir mynd af ţví óútskýranlega. Hann er sem skjásýn inn í annan heim, heim sem er fallegri, betri og undursamlegri en sá sem viđ lifum í í dag. Heim án vonsku, heim án illsku, haturs, heiftar skilningsleysis.  Hann er eins og í tómi, sem samt er svo heilagt ađ varla er hćgt ađ orđa ţađ. Kristur, barniđ liggur í skírnarlaug sinni, tákni lífs, tákni atburđa, hreyfingar og dýptar. Englar, fulltrúar hinnar heilögu himnesku hersveitar Guđs standa og vísa lotningu sína. Stjarnan yfir skírnarsánum talar um fćđinguna og serafarnir tilkynna nćrveru Guđs Alföđurs, heilagrar visku og skapara alls sem er hlutstćtt og óhlutstćtt.

DSCF2574

Frá vinstri: Marcel van Baaren (listamađurinn), Nick Howe (prestur í Anglíkönsku kirkjunni og ég (held á íkoninum)


Stokkhólmur kvaddur... pílagrímsferđ til Miklagarđs

Tek mér bloggfrí í um vikutíma. Er á leiđ í kúltúrpílagrímsferđ til Miklagarđs (eđa Konstantínópel, Býzans eđa Istanbúl - ţiđ ráđiđ hvađ ţiđ kalliđ borgina).  Kveđ ţví Stokkhólm í bili međ ţessari ljósmynd tekinni ofan úr klukkuturni dómkirkjunnar í Stokkhólmi. Útsýniđ er yfir Gamla stan til suđurs yfir Slussen og yfir til Södermalm.  :)  

DSCF2292

Klikkiđ á myndina til ađ stćkka  :)


Prestsbakkakirkja á Síđu 150 ára

DSCF2199

Prestsbakkakirkja á Síđu, vígđ á sumardaginn fyrsta 1859. Vatnslitamynd eftir Selmu Jónsdóttur, 2000).

Á sumardaginn fyrsta er gamla sóknarkirkjan mín, Prestsbakkakirkja á Síđu 150 ára gömul. Hún er virđuleg trékirkja sem rís fallega yfir Prestsbakkavöll og sést víđa ađ.  Hún tekur rúmlega 200 manns í sćti og er međ stćrri sóknarkirkjum í dreifbýli. Hún er sérstök fyrir marga hluti og rétt ađ nefna t.d. ađ prédikunarstóll er stađsettur framarlega í miđjum kór kirkjunnar, bekkir hennar eru bognir eins og síldarbein og svo á hún nokkra góđa gripi, m.a. fallegar altaristöflur, ađra eftir Anker Lund og hina eftir Lucie-Marie Ingemann. Fallegur kaleikur í nýgotneskum stíl er til í kirkjunni og nokkra gamla fallega hökla á kirkjan.  Tvo steinda glugga eftir Leif Breiđfjörđ á kirkjan og fallegan skírnarfont eftir Ríkharđ Jónsson, sem međ myndrćnum skírskotunum til sögu stađar og sveitar.

Dýrmćtastar eru ţó góđar minningar og helgur andinn í kirkjunni sem ég ţjónađi sem settur sóknarprestur í yfir eitt ár (2002-2003) og af og till fyrir og eftir ţađ.  Sömuleiđis allt ţađ góđa fólk sem ţar ţjónađi međ mér, međhjálparar, kirkjuverđir, kór og organistar og svo allt ţađ fólk sem kom til kirkjunnar og lét sér hag hennar varđa. Ţađ hefđi sannarlega veriđ gaman ađ fagna međ ykkur í Prestsbakkasókn í dag, ţar sem ég hef veriđ á Íslandi undanfariđ!

Hamingjuóskir á 150 ára afmćli. Guđ geymi ţig kirkjan góđ og ţitt fólk.

I. Kon. 8.

___________________

http://www.michaela-troescher.de/island/prestbakki.html

 


Ţjóđareign

Ţađ er áhugavert ađ fylgjast međ umrćđunni um listaverkaeign gömlu bankanna. Máliđ er ađ mínu mati sáraeinfalt.  Leita ber til sérfrćđinga í íslenskri listasögu og fá hreint og kalt mat hvađa listaverk séu mikilvćg fyrir listasögu Íslands og eiga sinn rétta stađ fyrir augum ţjóđarinnar í safni listaverkasafni Listasafns Íslands.  Ţetta sjálfsagt kallar á fjárveitingar til Listasafnsins, vegna forvörslu, geymslu og skráningar listaverkanna (ljósmyndun, rannsóknir og skrásetning). 

Fullljóst ţykir mér ađ eingin greiđsla eigi ađ koma fyrir ţau listaverk sem sett verđi í eign ríkislistasafnsins. Ríkiđ (ţjóđin) hefur ţegar lagt svo mikiđ til bankanna ađ líta má á yfirfćrslu listaverkanna sem ţakkargjöf til ţjóđarinnar á reynslutímum.  

Ţau listaverk sem ekki eru talin til ţjóđargersema verđi seld á uppbođum á Íslandi. Rétt er ađ benda á ađ listaverka og verđmćtasöfn bankanna eru af ýmsum toga. Rétt ef til vill ađ sumt fćrist til Ţjóđminjasafns, Landsbókasafns vegna ţess menningarsögulega gildis sem munir, málverk, styttur, bóka- og skjalasöfn, myntsöfn o.frv.  kunna ađ hafa.  Ţetta tel ég vera afskaplega mikilvćgt ađ tekiđ verđi međ í reikninginn.   

Um leiđ er sérlega mikilvćgt ađ ALLT gerist fyrir opnum tjöldum, ađ ekki hverfi neitt í flutningum né heldur lendi í opinberri sölu/uppbođum sem síđan verđi metiđ til ţjóđargersema.


mbl.is Listaverk bankanna verđi metin
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Orgelkonsert i Sankti Jakobskirkjunni

Tónlist er undursamleg leiđ at vekja stemningu, slappa af og tengjast öđru fólki. Á hverjum föstudegi klukkan 17:00 safnast saman lítill hópur fólks í Sankti Jakobskirkjunni í Stokkhólmi til ađ hlusta á orgeltónlist. Ţađ er ađalorganisti kirkjunnar, Michael Waldenby sem oftast sér um ađ leika á hiđ stóra Marcussen & Sřn (Aabenraa) orgel kirkjunnar. Tvö Marcussen & Sřn orgel eru til í á Íslandi ađ ég veit. Eitt stendur í Fella- og Hólakirkju í Breiđholti, Reykjavík og eitt í Blónduóskirkju, Blónduósi. Orgeliđ í Jakobskirkjunni í Stokkhólmi er eitt hiđ stćrsta i Svíţjóđ og eitt ţađ sem býđur upp á mesta möguleika i disposition sinni. Hér er hćgt ađ lesa um orgeliđ:  http://sv.wikipedia.org/wiki/Sankt_Jacobs_kyrka .

Jakobs_kyrka_organ (klikkiđ á myndina til ađ stćkka hana)

Í dag nutum viđ undursamlegrar tónlistar eftir Johann Sebastian Bach [1685-1750], Felix Mendelssohn-Bartholdy [1809-1847], Max Reger [1873-1916], André Campra [1660-1744], Gustaf Hägg [1867-1925], Michael Waldenby [1953- ], L.J.A Lefébure-Wély [1817-1869] og Louis Vierne [1870-1837].  Ţađ var undursamlegt ađ heyra tóna ţessa fallega og áhrifamikla hljóđfćris fylla Jakobskirkjuna. Allir voru sem uppnumdir af ţeirri stemningu sem organistinn skapađi. Oft hefur veriđ sagt ađ Bach sé fimmti guđspjallamađurinn. Ţannig hefur tónlistin međ sinni tćkni, frásagnarlist og "sköpunnargleđi kallađ fram hughrif sem líkja má viđ áhrif frásagna guđspjallanna.

Nóg um ţađ!   Bestu kveđjur úr síđasta snjó vetrarins. Á ţriđjudag er spáđ +10°C.  :)  ....  og svo á ađfararnótt sunnudagsins skiptum viđ yfir í sumartíma hér ytra.  Ţá verđa aftur tveggja tíma munur á Íslandi og útlandinu.  


Pre-Rafaelítar

Eftir ađ hafa haft hádegismessu í Jakobskirkjunni og stuttan fyrirlestur um Passíusálma séra Hallgríms Péturssonar á sama stađ, átti ég stefnumót viđ góđa vinkonu mína og vinnufélaga Elínu Elfström.  Hún er listnemi og framúrskarandi góđur portrettmálari.  Viđ höfđum semsagt ákveđiđ í dag ađ hittast og fara í Ríkislistasafniđ hérna úti á Blasieholmen, Nationalmuseum. Nýveriđ var sett upp ný og áhugaverđ sýning á verkum hinna svokölluđu "Prerafaelíta". Líklega er best ađ setja strik milli Pre og Rafaelíta til glöggvunar á sjálfu heitinu. 

prerafaeliterna027Hér til hćgri getur ađ líta eitt af höfuđverkum ţessa stórmerka hóps breskra listamanna. Málverkiđ ber nafniđ "Vanity" eđa "Hégómi". Myndin er máluđ af einum síđasta prerafaelítanum; Frank Cadogan Cowper[1877-1958] áriđ 1907. Myndin er í eigu Royal Academi of Arts, London.

Margir frćgir listamenn stóđu framarlega í fylkingu pre-rafaelítarna. Nefna má Dante Gabriel Rosetti, Ford Madox Brown, John Brett, William Holman Hunt, John Everett Millais, Edward Burne-Jones og Henry Wallis.

 Hreyfing Pre-Rafaelítarna var stofnuđ 1848 af Holman Hunt og John Everett Millais. Nafn hreyfingarinnar er dregiđ af ţeirri tilraun (og í mörgum tilfellum tókst ţeim vel upp) ađ endurskapa ţá ađferđafrćđi sem lá ađ baki málverkum endurreisnarinnar sem tilkom fyrir tíma hins frćga endurreisnarmála Rafaels. Táknfrćđi, tungumál listarinnar fékk hér ađalhlutverkiđ og margslungnar myndir, sem ekki eru lausar viđ hiđ draumkennda og vissa munúđ samtímis og frómheit upphefjast međ riddaramennsku og nostalgíu. Riddarasögur, gođafrćđi, gullaldarritverk breskrar tungu og viktoríanskt líf skapar hér ramman um hreyfinguna. Hreyfingin átti sín bestu vaxtarskilyrđi í Bretlandi, en breiđist út og nćr fótfestu í hinum svokallađa júgend stíl eđa art nouveau.Art and Crafts hreyfingin (međ sínum iđnađarinnslögum) tók víđa vel í hiđ dekoratíva eđa skreytilist Pre-Rafaelítanna. Svo ţeir voru framarlega í listsköpun síns tíma og ţess sem koma skyldi. Synd vćri ţví ađ segja ađ módernisminn hefđi einvörđungu átt upphaf sitt í Frakklandi í hverfunum kringum Sacre-Coeur kirkjuna.  :)

preMeđal listamanna Pre-Rafaelítanna voru nokkrar konur sem voru engir eftirbátar karlanna sem grundvallađ höfđu hreyfinguna. Ein sú frćgasta var Elizabeth Siddal. 

Hér til vinstri gefur ađ líta málverk Dante Gabriel Rosetti [1829-1862] "Venus Verticordia" frá 1864-1868.

Sem sagt:  Frábćr sýning og metnađarfull.  :)

 

 

 

 

 

Lykilorđ: Pre Raphaelite Brotherhood / Pre-Raphaelites / Pre-Raphaelites / Rafaelítar


Numismatik - frćđin um mynt

Um langt skeiđ hefur veriđ unniđ ađ ţví í Sankti Jakobskirkjunni í Stokkhólmi ađ smíđa sýningarskápa fyrir sautjándualdar kirkjusilfur. Leitast hefur veriđ viđ ađ velja fram ţađ í eigu kirkjunnar sem er af gert er af mestu listfengi samtímis sem sögulega tengingin hefur fengiđ ađ vera međráđandi ţáttur.  Tímabiliđ sem valiđ hefur veriđ eru fyrstu 57 ár kirkjunnar, eđa frá vígsluárinu 1643 til aldamótaársins 1700. Mikill sómi er af framkvćmdinni og hefur "Lilla kyrkomuseet" notiđ athygli í fjölmiđlum og međal listelskra. Nokkrir sýningarmunanna eru taldir međ besta silfurhandverki/listmuna sem til eru komnir á 17. öldinni.

Í dag bćttist viđ lítil skál sem gleymst hafiđ í bankahvelfingu kirkjuna, en hún hafđi veriđ tímasett rangt og hafnađ í vitlausum kassa. Svo eftir stimplalestur viđ stćkknunargler og brennandi heitt ljós komst undirritađur ađ ţví ađ skálin vćri frá 17. öldinni, smíđuđ af Mikael Böcke (frá ca 1640) í Stokkhólmi. Kringlótta lágmyndin er af suđur ţýskum uppruna, sennilega frá ţví um áriđ 1550. Ţó virđist hún hafa lítinn leyndardóm ađ geyma, en í botni skálarinnar er minnispeningur sem setur skálina í annađ breiđara sögulegt samhengi.

DSCF1978

Hér er líklega gullsmíđar/silfursmíđariđnin komin í samspil međ ţví sem nefnt er numismatik, eđa myntfrćđi. Upphleypta miđja skálarinnar hefur nefnilega minnismynt (sem aldrei var hugsuđ sem eiginlegur gjaldmiđill) eđa "kringlótta medallion" sem sýnileg er ofan og neđanfrá. Gaman vćri ef einhver myntsérfrćđingur myndi láta heyra frá sér og gefa nánari upplýsingar um hvađa uppruna ţessi mynt eđa minnispeningur eigi (samhengi og ár). 

DSCF1973DSCF1964

Ađ ofan gefur ađ líta (til vinstri) undir skálina og (til hćgri) ofan í skálina. Fyrri myndin (sú sem mađur sér ef skálinni er lyft upp og kíkt undir) sýnir ţverskurđarmynd af kirkju međ hvolfţaki, kúpli og gćti rétt eins veriđ úr Péturskirkjunni. Ţarna gefur ađ líta hirđana sem komnir eru ađ veita Jesúbarninu lotningu. Á myndinni til hćgri, eđa ţeirri sem mađur sér ţegar skálin stendur á borđi, er mynd af Kristi međ sigurfána umleikinn texta Biblíunnar "Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífiđ. Enginn kemur til föđurins nema fyrir mig" eđa eins og textinn á innlagđa peningnum segir "Ego sum via et veritas; nemo venit ad patrem nisi per me." Jóh. 14:6.

Mér dettur í hug ađ kannski sögufróđir myntáhugamenn kunni ađ vita einhver deili á ţessum minnispeningi og gćtu kannski skrifađ athugasemd eđa sent mér ţá beint tölvupóst. Ţađ áhugaverđa er ađ hvergi er getiđ hlutverks skálarinnar góđu í samhengi guđsţjónustulífsins í kirkjunni. Skírnarskál hefur hún líklega aldrei veriđ, ţar sem ţrjár ađrar skírnarskálar voru til á tilkomutíma skálarinnar til kirkjunnar.

Skálin góđa hefur fengiđ sinn verđuga stađ í sýningarglugga kirkjunnar og sómir sér ţar vel međal annarra listgripa sem ađeins sýna ţó brotabrot af ţeirri ríku listasögu og menningarsögu sem Sankti Jakobskirkjan hefur yfir ađ búa.

DSCF1982

Jorma Isomettä, 1. vaktmeistari, i Sankti Jakobskirkjunni leggur skálina í sýningargluggann

 


Um list

Hvađa ađstćđur ţarf listin í dag til ađ ţrífast?   Eru til einhverjir alţjóđastađlar sem krefjast milljarđakróna húsa?  Ef viđ byggjum ekki tónlistarhús (sem jú alltaf er happadrćtti hvađ varđar hljómburđ) erum viđ ţá ekki menningarţjóđ međ menningarţjóđum. Ég tel, ađ í of mikiđ hafi veriđ ráđist af ţjóđ sem telur 300 000 fátćkar hrćđur.

Stolt yfir menningu á ekkert skylt viđ milljarđakróna húsbyggingar. Viđ reisum ekki minnisvarđa um frćga menn áđur en ţeir hafa veriđ fćddir, viđ klöppum ekki upp söngkonuna frćgu sem er enn ađ leika sér í sandkassa. Viđ 300 000 manna ţjóđ byggjum ekki margnota tónlistarhús ţegar nćstum 10 milljón manna ţjóđ eins og Danir varđ ađ ţiggja óperuhús sitt úr höndum auđjöfurs, ţar sem ţjóđin ekki hafđi ráđ á slíku mannvirki sjálf.  Viđ byggjum ekki fjölnota tónleikahús samtímis og viđ drögum úr tónmennt, greiđum ekki kennurum sómasamleg laun, tryggjum faglćrđa kennara í öllum skólum og getum ekki bođiđ upp á háskólavist án rokdýrra "innritunargjalda".  Hver á síđan ađ "fylla ţessa flík" sem saumuđ er of stór?  Ćtlum viđ ađ kaupa inn erlenda menningarstarfsemi?  Höfum viđ gleymt grasrótinni?  Ég held ađ Íslendinga og ţó sérstaklega Reykvíkingar hafi hressilega fariđ fram úr sjálfum sér.  Milljarđakróna tónlistarhús á litla skerinu hans Jón Múla, glerhýsi bariđ eđju, sand- og saltblásti?  Ég held í alvöru ađ fólki sér ekki sjálfrátt!

 


mbl.is Tekist á um Tónlistarhús
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband