Fullveldi Íslands veikt

Með samþykkt ICESAVE-samningsins við Breta og aðra sem gert hafa kröfu um fullar endurgreiðslur Ísland til þeirra sem glötuðu fjármunum í efnahagshruninu leiðir beint til þess að fullveldi Íslands mun veikjast. Gjaldmiðillinn, íslenska krónan mun falla í verði, úr litlu í ekkert og Ísland mun teljast til þróunarlanda.

Það eru engar ýkjur eða skröksögur að hér er vegið að sjálfstæði Íslands. Erlendar stofnanir og ríkisstjórnir seilast ar með svo djúpt í vasa íslenskra skattborgara og lántökufólks að um valdaafsal er að ræða.  Það er þar með ekki ríkisstjórn Íslands sem ákveður leikreglur, heldur ríkisstjórn Gordons Brown, IMF og Evrópubandalagið.

Að setja Lýðveldið Ísland í svona stöðu er beint brot á stjórnarskránni.


mbl.is Engin vissa um meirihluta fyrir Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Finnbogason

Auðvitað er fullveldið veikt núna

Þegar þjóð glatar fjárhagslegu sjálfstæði sínu vegna eigin afglapa og verður uppá aðra komin þá glatast fullveldi að hluta.

Fullveldi er áunnið og ekki sjálfgefið

Sævar Finnbogason, 18.7.2009 kl. 16:28

2 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Já, satt er það og það er einmitt það sem er svo sorglegt! Til þessa þurfti aldrei að koma. Bara fólk var svo grunnhyggið og skammsýnt!

Baldur Gautur Baldursson, 18.7.2009 kl. 17:54

3 Smámynd: Sævar Finnbogason

Já það var það, hætti að láta sig varða hvað stjórnvöld og atvinnulífið voru að gera. Skoðanir og gagnrýni voru úrtölur og ekki í tísku.

Sævar Finnbogason, 18.7.2009 kl. 18:07

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Baldur og þið hinir! Já þetta er brot á stjórnarskránni að því er ég best veit. Enda er það næsta stig málsins að fá sér lögfræðing og fara með málið lengra og verjast meiri yfirgangi og kúgun.

Gott að fólk velti því fyrir sér þegar verið er að horfa til framtíðar, hvar í flokki sem fólk er.

Hver vill horfast í augu við þann úrskurð og segja: ég stóð ekki með minni þjóð! Veit fólk hvað er gert við landráðamenn og föðurlandssvikara í Evrópu? Ég veit það en held að ég sleppi því að útskýra það hér því bloggið er opið fyrir öllum, líka viðkvæmu fólki.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 18.7.2009 kl. 21:12

5 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Föðurlandssvikarar í Evrópu, allavega í Evrópusambandinu eru settir í nefndir og ráð i Bruxelles!   Klikkað, en samt satt.

Baldur Gautur Baldursson, 19.7.2009 kl. 05:50

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og ætlum við að hossa og hampa slíkum mönnum?

Jón Valur Jensson, 19.7.2009 kl. 09:55

7 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

ónei....

Baldur Gautur Baldursson, 19.7.2009 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband