Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
31.10.2008 | 12:07
Jasså! Er Seðlabankinn farinn að tapa peningum! Á mig auman!
Er það virkilegt? Er Seðlabankinn í mínus? Var þá ekki kominn tími til að hann næði okkur hinum í lífskapphlaupinu? ALLIR eru í mínus!
Umorða orð Catós gamla: "Auk þess legg ég til að Davíð Oddsyni verð sparkað úr Seðlabankanum."
Seðlabankinn í mínus | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.10.2008 | 08:54
Hugleiðing á allra heilagra messu (þýðing fyrra innleggs)
"Engill" eftir Selmu Jónsdóttur (mömmu mína) - Keramik l.23cm x b.18cm x d.13cm
Matt. 6:19-23.
Á laugardaginn er allra heilagra messa. Það er þá að fólk snýr sjónum sínum inn á við, og nokkurskonar sjálfsskoðun fer í gang. Fólk horfir tilbaka og skoðar hið liðna. Sjálf allra heilagra messa hefur fengið hálf sorglegt þema; dauðinn er hylltur, á sérstakrar áherslu á vonina, sem er kristninni svo eiginleg. Varla er heldur minnst á upprisuna. Samt er það eitthvað sem heillar við þennan dag. Líklega er það þetta tækifæri að hefja sjálfsskoðun, sem vekur áhuga minn.
Allra heilagra messa er minningardagur, sem og allra sálna messa sem kemur svo í kjölfarið 2. nóvember. Við minnumst allra þeirra dýrðlina sem ekki hafa fengið neinn sérstakan messudag, sem og allra píslarvotta kristninnar, sem eru margir frá fornu fari og síðast en ekki síst þeirra er láta líf sitt fyrir trú sína í dag. Þeir eru fleiri en okkur grunar.
Ég á mína dýrðlinga, sem ég virði og sýni lotningu gegnum bæn, samtal og ég umgengst þá. Þetta eru ekki hinir þekktu dýrðlingar sem við þekkjum úr kirkjusögunni, þótt þeir séu eflaust alls góðs verðir. Nei, mínir dýrðlingar eru lifandi, þeir anda sama súrefni og ég og þeir eru af holdi og blóði. Þeir eru meðal okkar.
Ég þekki þá, þar sem þeir standa í einkennisbúningunum sínum og taka þakksamlega við peningum til starfseminnar, meðan aðrir dýrðlingar annast sjúka og einmanna. Enn aðra þekkjum við af því að það eru þeir sem hringja í þig, þegar þú hefur ekki lengi verið þar sem þú átt vana að vera. Það er þetta fólk sem yfirgefur gæði heimsins og ró heimilisins fyrir þann sem þarfnast nálægðar, aðstoðar af einhverju tagi eða öryggis. Meðal þessara er fólkið sem hefur helgað sitt líf því að vera til fyrir annað fólk og þannig lifa sína trú. Meðal þessara hversdagsdýrðlinga er "Mamma Shadis", einstæð móðir í Æsufellinu.
"Það er líklega best að ég komi svolítið fyrr til vinnunnar í dag, þar er örugglega einhverjum sem seinkar vegna ísingar og klaka" hugsaðir mamma Shadis. Mamma Shadis er einstæð móðir með einn son, Shadi. Hún á að fara í vinnuna á morgun, rétt eins og alla aðra daga og hún leggur fram fötin sem hún ætlar að nota. Það er svo mikið sem gerist núna; sonurinn hefur beðið um peninga, hann vill fá ný föt og hann hefur byrjað að umgangast vini sem hún veit ekkert um. Hún leggur nokkra þúsundkalla á eldhúsborðið, brýtur því næst umhyggjusamlega saman fötin hans sem liggja tvist og bast um forstofuna. Shadi er henni allt, han er sonur hennar og pabba hefur hann aldrei átt. Hún hefur bara verið mamma Shadis í augum allra, nafnlaus og ósýnileg.
Henni verkjar í kroppinn. Streita síðustu daga yfir því táningslífi sem Shadi lifir, hinum óþekkta vinahópi hans og svo streitunnar sem hún upplifir á vinnustaðnum. Hún er alltaf svo þreytt þegar hún kemur heim, útslitin og þráir ekkert meir en að leggjast í rúmið, en það eru bara draumar, því það þarf að þvo þvott, búa til mat, strauja, þrífa... það er í raun ekki einusinni tími fyrir drauma. Shadi sonur hennar lifir þar að auki lífi sem hún skilur ekki. Lífi sem væri óhugsandi í heimalandi hennar, Írak. Í fimmtán ár, er hún búin að vinna í þjónustuhúsi fyrir aldraða.
-
Býtíð! Hún er ein þeirra fáu sem taka strætó. Nokkrir sem þar standa hafa sagt "Daginn" - en hún hefur forðast að mæta augnaráði þeirra. Sérstaklega karlmannanna. Í öllum veðrum hefur hún staðið þarna í biðskýlinu í sinni gömlu vetrarkápu og leitast við að vera ekki fyrir fólki, reynt að vera ósýnileg og falla inn í heildina.
Þegar til vinnunnar er komið tekur á móti henni Óskar næturvörður. Hann hefur greinilega sofið yfir sig. "Daginn Fatíma" segir hann. Hann veit ekki hvað hún heitir, heldur bara kastar fram því sem hann heldur að sé rétt þann daginn. Það var hann sem sýndi henni áhuga á fyrstu og einu árshátíðinni sem hún hefur farið á. Hann hafði verið drukkinn. Hún horfir feimnislega mót honum en gengur síðan inn í starfsmannaherbergið og skiptir um föt og gengur síðan inn til hálfsofandi næturvaktarfólksins.
Elísabet, forstöðukonan stormar inn. Hún virðist þreytt. "Við erum einni færri í dag" segir hún "Sigga Dísa hringdi og sagðist ekki koma. Hún er veik. segir hún með þótta. "Fjórða skiptið í mánuðinum. Hún hringdi úr farsímanum sínum!" Elísabet fer út. Mamma Shadis heyrir fótatak hennar fjarlægjast, síðan staðnæmast og loks koma til baka. Elísabet stingur inn kollinum; "Á meðan ég man: Steinþóra gamla á herbergi 13 dó í nótt. Ég trúi ekki að neinn komi - hún var jú einstæðingur og hálfgeðill. Getur þú ekki litið eftir herberginu, ef einhver skyldi nú koma." Elísabet hverfur jafnskjótt og hún kom. Um leið og mamma Shadis týnir saman bolla og diska eftir næturvaktina heyrir hún bíl Elísabetar. Það vælir í köldum mótornum. Framljósin kasta láréttum geisla inn um gluggann eina örskotsstund og hverfur svo jafnskjótt.
Mamma Shadis gengur fram ganginn. Hún staðnæmist dyrnar. 13. Steinþóra Guðlaugsdóttir. Hún opnar dyrnar og það er kalt í herberginu. Gluggar hafa verið opnaðir. Hún setur sig á stól sem stendur hliðina rúminu. Á náttborðinu standa blóm sem staðið höfðu í matsalnum daginn áður. Steinþóra lá á rúminu og hafði verið insveipt í lín. Dauðinn var ekki framandi mömmu Shadis. Þegar hún fór frá Írak... þá voru ofsóknartímar. Hún hafði skilið allt eftir....
Hún teygir sig upp og tekur eitt blóm úr vasanum og leggur á brjóst Steinþóru. Augu hennar og Steinþóru höfðu oft mæst, þær höfðu hlegið saman og skilið það sem enginn hafði skilið í farin hvorrar annarar. Nú var Steinþóra dáin. Mamma Shadis lokar augunum. Hún merkir nærveru Steinþóru.
Það var sem að í hjarta hennar fæddust orðin. En þetta voru orð engils. "Kæra Amina, þú sem varst útlendingur í nýju framandi landi, ÞÚ hefur þjónað mér af trúmennsku, heiðarleika og gleði. Mínir minnstu hafa notið alúðar þinnar og óskilorðsbundins kærleika. Laun þín munu verða ríkuleg. Þú hefur skaða nálægð þar sem nálægð var ekki að finna, þú hefur vakið ljós í lífi hverra ljósið hafði slokknað. Þú ert lifandi dýrðlingur, ljósberi vonar og lifandi fyrirmynd. Guð hefur blessað þig.
-
Ef til vill er til einhver Amina. Kannski stendur hún fyrir þá mörgu sem eru eins og hún. Allavega vona ég það. Amina, þótt tilbúin af mér, stendur fyrir nútímadýrðlinginn. Dýrðlinga sem við skulum minnast núna á allra heilagra messu og ekki síst, allra sálna messu. (BGB)
______________
ps. dýrlingur ætti í raun að skrifast með "ð"; dýrðlingur. Hann er ekki "dýrlegur" heldur "dýrðlegur" sem um leið skírskótar til hins himneska.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 09:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.10.2008 | 11:15
Nútímadýrðlingar á allra heilagra messu (1. nóv)
Kyrkans moderna helgon
På lördag är det dags igen för allhelgonadagen. Det är då, många tittar inåt, tittar tillbaka till det som var, det förgångna. Själva dagen, allhelgonadagen, har fått ett ganska trist öde; döden hyllas, men utan större betoning på det kristna hoppet och uppståndelsen. Dock tycker jag om den självskådning vi uppmuntras göra. Att vi skådar det som hänt är lärdomsrikt och då kommer fram olika minnen. Allhelgonadagen är en minnesdag. Vi minns de helgon som inte har fått någon särskild festdag och kristendomens många martyrer. Jag har mina helgon, jag vördar genom bön, samtal och umgänge. Dessa är inte de traditionella helgon vi alla känner i kyrkohistorien. Nej, inte alls. Mina helgon lever, andas och finns till. Jag känner igen dem när julen kommer och de står i sina uniformer och tar tacksamt emot pengar till sitt arbete medan andra sköter om våra sjuka. Ännu andra är de som ringer upp dig när du inte har varit där du brukar vara, och, det är de som lämnar världens bekvämlighet för den som behöver närhet, hjälp och trygghet. Det är de som bryr sig villkorslöst. Bland dessa finns det folk som helgat sitt liv att finnas för andra och leva sin tro. En av dessa är Shadīs mamma, ensamstående mamma i Alby.
Ajj, nu ställer de om klockan igen tänkte Shadīs mamma. Det är bäst att jag kommer lite tidigare imorgon till jobbet, det är säkert någon som har glömt . Shadīs mamma är ensamstående mamma med en son, Shadī. Hon skall på jobbet imorgon som alla andra dagar och hon lägger fram sina kläder. Det är mycket som händer, sonen har bett om pengar, behöver nya kläder och har börjat umgås med kompisar hon inte vet något om. Hon lägger pengar till Shadī på köksbordet, viker omsorgsfullt hans kläder som legat på golvet i hallen. Shadī är henne allt, han är hennes son, en pappa har aldrig funnits. Hon har alltid bara varit Shadīs mamma. Hon känner sig trött i kroppen. Stress alla dagar över Shadīs alltmer hemliga tonåringsliv och stress på arbetet har gjort att alla dagar omsluts av bekymmer och den prestationsångest hon upplever hela tiden. Shadī lever ett liv som hade varit otänkbart i hennes hemland och hon förstår inte allt. I femton år har hon arbetat på servicehuset.
Det är tidig morgon. Många känner igen henne på busshållplatsen. Några har sagt Hej men hon undvikit ögonkontakt, särskilt med männen. I alla väder har hon stått där i sin vinterrock och försökt att vara inte i vägen, falla in och bli osynlig. På jobbet tas hon emot av nattvakten som har glömt att idag får han gå hem en timme tidigare. Go´morron Fatima säger han. Han hade aldrig vetat hennes riktiga namn. Det var han som visade henne intresse på hennes första och sista personalfest. Han hade varit drucken. Hon ler blygsamt mot honom och går in i omklädningsrummet, byter om och går in till de halvsovande kollegerna personalrummet. Eva, förestånderskan kommer in. Hon verkar trött. Nu är vi en färre idag Malin kommer inte hon ringde mig igår från sin mobil. Sade hon var sjuk. Fjärde gången i månaden! Hon ringde inte från sin hemtelefon! Eva går ut. Shadīs mamma hör hennes snabba fotsteg närma sig och Eva kommer in och säger sådan i förbifarten Just det, Ingeborg på rum 13 dog igår kväll. Jag tror inte någon kommer, gumman var ju enstöring och halvtråkig. Kan du inte snygga till där inne fall någon skulle komma. Eva försvinner såfort hon kom och medan Shadīs mamma plockar undan i arbetsrummet hör hon Evas bil. Framlyktorna kastar snabbt ett horisontellt ljus in i arbetsrummet.
Shadīs mamma går in till Ingeborgs rum. Hon sätter sig bredvid hennes säng. Ingeborg ligger där insvept och blommor står i en vas på nattygsbordet. Ingeborg var den enda som alltid kom ihåg vad Shadīs mamma riktiga namn. Deras blickar hade möts vid flera tillfällen, de hade skrattat och förstått något ingen annan hade förstått hos varandra. Shadīs mamma tar en blomma från vasen och lägger på Ingeborgs bröst. Nu var Ingeborg borta. Hon blundar. Det är som att Ingeborg är där. Shadīs mamma märker hennes närvaro tydligt.
Det var som att i hennes hjärta föddes orden, det var en ängels röst: Du kära Amīna, du som var främling i ett nytt land, du har tjänat mig troget, uppriktigt och av glädje. Dina löner blir rikliga. Du har skapat närhet där närhet inte fanns, du har väckt ljus i liv hos dem vars ljus slocknat. Du är mitt levande helgon, hoppets fackelbärare och en levande förebild. Var främst bland mina. Gud har välsignat dig.Kanske finns en Amīna därute. Hon kanske står för de många som är som hon. Jag hoppas det. Hon står för kyrkans moderna helgon. Låt oss minnas dem på allhelgonadagen.
AMEN
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 11:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.10.2008 | 17:33
Stjórnmálamaður segir af sér!
Ofurlaunyfirembættismanna ríkisins voru fyrir nokkrum árum í umræðunni þegar Kjaradómur úrskurðaði einhverja mestu hækkun til þeirra sem þekkt er. Ég minnist þess að einn þeirra sem fengu launin sagði aðspurður af hverju þeir hefðu fengið þessi ofurlaunahækkun: Að það væri vegna hinnar miklu ábyrgðar sem á embættisfærslu þeirra hvíldi að þeir væru með þessu háu laun.
Nú er því komið að skuldadögum. Mér finnst, að þessir umræddu aðilar sem setið hafa í toppembættum þjóðarinnar og þegið ofurlaunin, standi nú skil á embættisfærslu - gjörðum sínum og axli ábyrgðina sem þeir fengu svo rausnarlegar greitt fyrir.
Ég verð þeim degi fegnastur þá er tilkynnt verður um fráhvarf helstu ábyrgðarmanna úr stjórnmálum, efnahagskerfi, Seðlabanka og röðum þingmanna. Villtustu draumar þjóðarinnar snúast um fyrirsagnir dægurmálablaðanna. Hér er ein draumafyrirsögn: "Stjórnmálamaður segir af sér!"
Farið að pakka, þjóðin vill ykkur ekki lengur! Þið eruð ekki velkomnir lengur.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.10.2008 | 08:50
Sárt bítur soltin lús
Kaldhæðni bloggara segir kannski allt um hversu sjúkt þetta allt er ennþá í fjármálaheiminum. Lesið hvað bloggarar segja um þessa frétt af þakksamlegu örlæti Finns bankastjóra. Hvílíkur öðlingur. Þetta er sem manna frá himnum. Því nú höfum við hin meira til skiptana.
NEI!
Ekki nóg með að við höfum verið hnífstungin í bakið, heldur er nú hnífnum snúið í sárinu og ennfremur skal saltað í sárið um leið. Finnur Sveinbjörnsson, nýráðinn bankastjóri banka sem varla einu sinni er til - sem er að minnsta kosti óstarfhæfur hefur nú beðið um 200 000 króna launalækkun! Hjálpi mér hamingjan. Það er dropi í hafið! Það er skiptimynt í vasa hans. Ég tek fram að ég er ekki einu sinni með 100 000 að lifa af á mánuði. Hversu siðlaust er þetta ekki? Mér líður eins og það hafi verið hrækt í andlitið á mér, og ég bara sleiki út um því ég hef ekki fengið neitt að borða.
Halló Íslendingar, látiði þetta viðgangast! Mín tillaga er: Jafnaðarlaun fyrir alla Íslendinga næstu 2 árin. Enginn fær minna en 300 000 og enginn fær meira en 700 000
Bað um launalækkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.10.2008 | 08:08
Klukkan færð einn tíma til baka - vetrartími
Ég sit hérna í kirkjunni og bíð þess að hjólin fari að snúast hérna í samfélaginu í Stokkhólmi. Ég kom aðeins fyrr í dag því ég þurfti að stöðva turnklukkuna í einn tíma. Þetta er gömul maskína sem kann því illa að vera færð aftur á bak, svo best er bara að stöðva klukkuna og bíða einn tíma.
Það er eins og tíminn standi í stað. Manni finnst stundum sem dögunum fleygi fram og maður tapi gersamlega tölu þeirra, en svo gerist það að allt situr fast. Ekkert gerist og dagarnir festast í flöskuhálsi tímans. Þannig líður mér í dag. Allt situr fast. Ekkert gerist og mér finnst ég vera eyða tíma í bið. Þetta er það ömurlega við haustin, þessi yfirgangstími frá birtu, yl og lífi, til dimmu, kulda og eyðingar.
Það hefur lengi verið vitað að afhelgun samtímans myndi skila sér inn á boð kirknanna á norðurlöndum, rétt eins og meðal annara lúterskra kirkna í heiminum. Afhelgun sem kirkjan hefur bara beðið eftir að bærist upp að kirkjuskipinu, er komin. Þetta er eins og sena úr hryllingskvikmynd. Óhræsið umlykur kirkjuskipið á alla vegu. Fólkið hrætt og reynir að ýta grænbrúna slíminu frá skipinu með árunum. En að skammri stund liðinni byrjar slímið að renna inn í gegnum glufur og lista. Það verður ekki ráðið við neitt. Allt er tapað og fólkið í skipinu finnst það ofurefli ofurselt, gefst upp og hættir að reyna byrgja leið óhræsisins í skipið, reyna gera slímið hættulaust. Þannig hefur kirkjan starfað lengi og sofnað á verðinum. Afhelgunarferlið er komið svo langt að aðeins neyðarráðstafanir koma nú að hjálpum ef bjarga á meðlimum frá glötun.
Kirkjan í Svíþjóð skildi við ríkið árið 2000. Þetta hefur valdið andlegri vakningu hjá mörgum, en enn fleiri hafa kosið að spara kirkjuskattinn svo kallaða og segja sig úr kirkjunni. Ólíkt því sem gerist á Íslandi, greiða ekki allir kirkjuskatt. Á Íslandi greiða allir kirkjuskatt, en þeir sem eru ekki safnaðarbundnir greiða til Háskóla Íslands. Hinir greiða til þeirra safnaða sem þeir tilheyra. Nú nú... Í Svíþjóð greiðir maður til þess safnaðar sem maður tilheyrir. Sé fólk ekki meðlimir í neinu trúarsamfélagi þá greiðir það ekki neitt.
Sænska kirkjan er alltaf að tapa meðlimum. Fólk skráir sig ekki í kirkjuna lengur, skírir ekki börnin sín og margir skrá sig úr kirkjunni á landsvísu. Kirkjuskattur var lögbundinn hér í Sviðþjóð fram til þess að kirkja og ríki skyldu. Þannig að ekki bara einstaklingar greiddu skatt til kirkjunnar heldur líka fyrirtæki. Hér í dómkirkjusöfnuðinum í Stokkhólmi er því svo komið að miðborgin hefur afskaplega fáa íbúa. Bankar, fyrirtæki önnur og stofnanir hafa keypt upp allt húsnæði og því er söfnuðurinn fámennur. Til dómkirkjusafnaðarins teljast þrjár kirkjur. Sankti Nikolaikirkjan (dómkirkjan) sem er að stofni til frá því fyrir 13. öld, Sankta Klarakirkjan sem byggð var rétt fyrir aldamótin 1600 og svo Sankti Jakobskirkjan sem var vígð 1643. í Dómkirkjusöfnuðinum eru ca 5000 meðlimir. Reikningsdæmið er ekki erfitt. Byggingarnar sem ég nefndi eru þung skylda fyrir kirkjuna. Nær allar tekjur safnaðarins renna í viðhald þessara kirkna. Þær eru allar friðaðar og viðhald allt krefst nákvæmra rannsókna, leyfisveitinga, samstarfs við opinberar stofnanir og þjónustuaðila sem viðurkenndir eru af hinu opinbera. Þetta er þungur baggi að bera þótt söfnuðurinn sé stoltur af sínum fallegu byggingum og hinna merkilegu sögu sem þær hafa að segja. Starfslið er sömuleiðis erfiður fjárhagsliður. Launagreiðslur og opinber gjöld eru að sliga söfnuðinn. Sjálfboðaliðar eru að taka yfir flest störf í kirkjunni. Þrif, kirkjuvarðastörf, meðhjálparar - jafnvel ólaunaðir prestar koma og halda guðsþjónustur þegar svo ber undir. Allt til að spara í hinum ytri kostnaði. Upphitun húsanna, rafmagn og kaup á nauðsynjavörum er í algjöru lágmarki. Slökkt er eins lengi á ljósum í kirkjunum og mögulegt er - reynt er að leigja kirkjurnar út eftir mætti og aðrar byggingar sem söfnuðurinn hefur yfir að ráða. Framtíðarsýnin er að eiginlega allt sem mögulegt sé að gera með sjálfboðaliðum verði helgað trúnaðarsjálfboðaliðum sem komi helst úr söfnuðinum, en þó ekki endilega. Gott fólk hvaðanæva sé velkomið. Kirkjan er fátæk af peningum og því er þetta úrræði sem verður að nýta. Nú er það lífróður. Nú þegar allir peningarnir eru búnir og ekki meira til að spila með, hefur svolítið nýtt og spennandi gerst: Það kvikna hér og þar neistar, neistar trúar. Fólk á skyndilega samleið með kirkjunni. Fólk sem líður og kirkja sem líður... Þessi tvö skilja hvort annað!
Þetta er eitthvað sem Íslenska kirkjan þekkir ekki. Kirkjur á Íslandi eru svo ríkar að þær geta hitað upp og lýst upp sín hús, án þess að spá í hvort peningur verði eftir í prestslaun, eða hvort hægt verði að kaupa sunnudagaskólaefni. Þetta hefur gert að íslenska kirkjan hefur sofnað á verðinum. Báturinn er að fyllast af vatni, en enginn ausir, enginn reynir að koma fyrir lekann. Stórhátíðakirkjan heldur bara áfram að fagna og halda hátíðir, en hefur gleymt hvernig verði þegar hversdagurinn tekur við. Þá er það upplýkst fyrir fólkinu að það er andlegheit og trúarsvörun það er úti eftir en ekki bara hátíðarguðsþjónustur og fjáraustur í steinsteypu og minnisvarða yfir nöfn arkitekta sem fengu að leika sér með fjármuni safnaðanna.
Kominn tími til að hugsa til framtíðar. Nú eru góð ár búin að skreyta dagatalið alllengi. Nú fara erfið ár í hönd. Er kirkjan tilbúin?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.10.2008 | 11:34
Tilvísunarheimur nútímans og "þrívegurinn"
Burtséð frá því að ég telji að fólk líð af andlegri fátækt í dag, held ég að enn fleirum sé illa komið hvað varðar menningarsögulega fátækt. Þetta varð ég áskynja í safnaleiðangri mínum núna í fyrri viku.
Það er nú svo með mig að ég fer allnokkuð á listsýningar. Í vikunni fór ég á tvær mjög ólíkar sýningar, aðra í Nationalmuseum og hina á Moderna Museet hér í Stokkhólmi. Á báðum þessara sýninga var mikill fjöldi fólks. Stóð fólk nokkuð þétt í sýningarsölunum, svo þétt að ég heyrði hvað fólkið sagði sín á milli. Það var að spjalla um listaverkin, skýra út fyrir fylgdarfólki sínu, skiptast á skoðunum og áliti. Þetta var fróðleg ferð á vit hins nútímatengda samfélags, sem þó er svo þekkingarlega eftir á að manni blöskrar.
Ég vil taka það fram að tel mig ekki vera neinn "besservisser" í menningarsögu. Ég hef fengið góða almenna menntun og síðast en ekki síst leiðsögn af mínum nánustu. Tónlist, góðum kveðskap og ritverkum hefur verið haldið að mér frá barnæsku. Málverkalist, byggingalist og sögulegt samhengi þessa tveggja hefur verið hluti af lífi mínu. Fróðleiksfýsn og gleðin yfir því að hitta nýtt púsl í heildarmyndina, myndina sem gerir okkur að þeim við erum, menningarverum - hefur einatt verið mér samstíga í lífinu. Mér hefur verið innrætt að það menningarsamfélag sem við lifum í í dag, sé arfur fyrri tíma og kynslóða. Að þekki maður ekki til þess sem áður hefur verið, erum við innantóm í þekkingu okkar og fátæk. Fátæk í þeim skilningi að okkur vantar forþekkingu, forsendurnar eru ekki fyrir hendi og við því fátæk að því sem er mikilvægt. Tilvísunarheimur nútímans hefur skroppið saman. Orðið "tilvísunarheimur" er íslenskun mín á orðunum "reference world" (en.) eða "referens värld" (se.).
Þegar ég stóð þarna á þessum tveimur söfnum í vikunni, er ég nefndi hér að framan, heyrði ég fólk tala um listina. Mög listaverkanna höfðu skírar tilvitnanir eða skírskotanir til grískrar goðafræði, stjórnmálasögu, Biblíunnar, trúarkenninga, helgisagna, þekkra ljóða fornaldar, grasafræði, byggingalistar hinna ýmsu tíma og margt margt fleira.
Ég hugsaði með mér hvort fólkið sem hefur fengið góða grunnmenntun í menningasögu njóti ekki betur heimsóknar á listsýningar? Það er því að mér finnst núna í dag, vera kominn tími til að grunnskólar og framhaldsskólar leggi áherslu á að þekkingarmyndun á öðru plani en hingað til hefur verið gert.
Ég vil nefna þessa þekkingarmyndun "þríveginn":
Menningarsögu: Samfélagsfræði, saga, kristin fræði, siðfræði, landafræði, list o.fl...
Tungumál: Íslenska og erlend tungumál, framsögn og samskipti, ritun o.fl...
Raungreinar: Stærðfræði, eðlis- og efnafræði, jarðfærði, náttúrufræði, tölvufræði o.fl...
Þetta myndi, að mínu mati gera einstaklinga betur undir það búna að takast á við lífið og njóta þess alls sem það hefur upp á að bjóða. Ennfremur tel ég að nemendur í grunnskólum og gagnfræðaskólum ættu léttara með að finna sína að menntunartakmarki sínu. Þetta gæfi sömuleiðis góðan grunn fyrir þá sem hyggðu ekki á langskólanám eða kysu að fara aðra leið í starfsmenntunarferli sínu.
Spurning hvort ekki sé kominn tími til að skoða fátæklega og flókna aðalnámskrá grunn- og gagnfræðaskólanna?
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.10.2008 | 07:49
Meistarar ljóss og skugga
Meistarar ljóss og skugga
(mynd)
(Mynd: "Guð lífs og endurnýjunar" eða "Hið alsjáandi auga Guðs". Framhluti hökuls i S:t Jakobskirkjunni í Stokkhólmi, gerður 1968 af Libraria fyrirtækinu. Mynd af höklinum i heild sinni hef ég sett fram áður í blogginu mínu. Gerð hökulsins reiknaðist sem ársverk fyrir 2 manneskjur. Táknfræðin á höklinum í heild er samstæð og afskaplega talandi fyrir bland nútímaguðfræði og upplýsingarguðfræði).
Í kvöld sit ég og hugsa listina og lífið. Ég er búinn að vera á fyrirlestri í Ríkislistasafninu í Stokkhólmi (Nationalmuseum). Fyrirlesturinn var nátengdur yfirstandandi sýningu sem kallast "Að blekkja augað" eða Trompe l'il..
Reyndar hafði ég þegar séð sýninguna og varð það ef til vill til þess að hugur minn hvarflaði til þeirra listamanna sem ég hef verið hvað mest í tengslum við í kirkjunni, en mikið hefur verið um listsýningar þar umliðin 2 ár. Samskipti við fjöldann allan af listamönnum og listnemum hefur fengið mig að skoða stöðu þessara samferðamanna okkar í gegnum lífið. Margir þessara listamanna sem ég hef haft næstum því dagleg samskipti við, eru illa staddir, mikið ævintýrafólk sem lifir fyrir einhver óraunveruleg listamannalífsídeöl sem lítið hafa með það öryggi og náðugheit sem ég kýs. Þetta fólk hefur þó sömu lífssýn og ég. Þetta fólk, listafólkið deilir með okkur sömu samfélagssýn, fjárhagslegum veruleika, gildismati og virðingu fyrir lífinu, lífi okkar rétti til skoðunarmyndunar. Þessir listamenn og listanemar, verða kannski einhverjir frækilegir meistarar ljóss og skugga, hver veit. Að kaupa listaverk þeirra er líklega eins og að kaupa hlutabréf. Maður gerir sér það til gamans, ekki vegna þess að maður veit að þau verða mikils virði fljótlega. Sama gildir um listamennina. Það skondna var að um daginn var einn kunningi minn úr þessu listamannagengi spurð hvað henni fyndist um efnahagsástandið og minnkun kaupmáttar. Hún svaraði "Ég hef lifað á barmi fátæktar allt mitt líf. Nú gleðst ég yfir því að loksins hafi ríkisvaldið og allir hinir fengið að kynnast, af eigin raun, hversu báglegt ég hef haft það."
En í hverju liggur gildismat okkar. Bindum við huga okkar við möguleikana sem við höfum, til dæmis að geta ferðast eða endurnýjað eldhúsið á 10 ára fresti eða bílinn á 4 ára fresti? Að geta leyft sér að fara út og borðað með vinum og vandamönnum oft og verslað í Hagkaup í stað Bónus? Eða liggur frelsið í einhverju sem ekki verður bundið í peningum og handfjatlað, neytt, ekið á um notað til daglegs brúks?
Í ávarpi sem h.h. Benedikt XVI páfi hélt fyrir nokkru, áminnti hann þjóðir heims um hin æðri gildi. Það var eins og einhver ónotakennd breiddist um heimsbyggðina og fólk sameinaðist um orð hins annars umdeilda Benedikts páfa. Hann hafði sagt það sem allir hugsuðu þegar þeir leituðu skjóls frá endalausa veraldarkapphlaupinu. Hver er ekki hinn innsti draumur alltra? Hver er ekki hinn innsti draumur þeirra sem sækja heim sálfræðinga, borða pillur mót streitu, pillur og næringarefni til að halda út einn tíma lengur og eta síða pillur og bætiefni til að bæta fyrir burttapaðan svefn? Hversu margir líða ekki af magasári, andþyngslum, ónotum fyrir hjarta, svima, síþreytu, líkamlegum verkjum - bara vegna álag og krafa samfélagsins og þeirra fyrirmynda sem fólki er beint á beint/óbeint að fylgja? Sem prestur og lífsferðalangur hef ég séð of mikið svona lagað. Ég játa það fúslega að mér þykir vænt um heiminn. Mér þykir vænt um allt þetta góða og fallega sem heimurinn hefur skapað og kallað fram. Það er ekkert að því. En samtímis má manneskjan ekki gleym hinum æðri gildum - gildunum sem Benedikt XVI talar um. Hér talar hann ekki um að við þurfum að "sætta okkur við neina meðalmennsku". Nei. Hann talar um hin æðri gildi. Hann talar um forgangsröðun.
Hver eru hin æðri gildi sem við eigum að kappkosta að vernda og forgangsraða? Hin æðri gildi eru þau sem gera okkur að manneskjum, það eru þau gildi sem gera okkur að góðum manneskjum. Gildin snúast um kærleikann til lífsins, kærleika og virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum. Að höndla viskuna að gefa og kunna njóta óskilorðsbundins kærleika. Lifa heilbrigðu lífi í samhljóðan við getu okkar (og annara) og náttúrunnar.
Það er ekkert að því að vera rík(ur). En áður en þú verður rík(ur) þarftu að gæta að því að allir sem starfa fyrir þig hafi mannsæmandi líf. Þetta á við um alla sem starfa hjá þér, bæði grunnframleiðsluna í Ghana og Úganda sem og sölumennina á Siglufirði og í Kaupmannahöfn. Að vera ríkur er bundið meiri ábyrgð en fólk grunar.
Sama gildir um ríkidóm andans. Hann setur okkur skyldur en gefur svo óumræðanlega gleði. Hin stærri gildi lífsins snúast um að leita þess sem rétt er. Það er að setja sig númer eitt. Ef við elskum ekki okkur sjálf, getum við ekki elskað aðra. Við slítum okkur út og þá er ekkert að gefa. Byggjum því hvort annað upp, gerum samfélagið að hvatningarmiðstöð. Setjum brosið, liðveisluna, gleðina, einlægnina og trúmennskuna framar öðru í einn mánuð og sjáum hvort okkur líði ekki betur? Er þetta svo fjarstæðukennt? Vinna minna, tala við fólk, fara í heimsóknir, skíta í sjónvarpið, hringja í gamla vini, leita að fólki sem vantar hjástoð af einhverju tagi. Og sjá: Þér líður vel og þú ert komin(n) í forsal hinna æðri gilda.
Dægurmál | Breytt 8.8.2009 kl. 09:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.10.2008 | 14:42
Á Ísland framtíð fyrir sér sem skattaparadís?
Ég var að lesa á þýskum fréttavef ummæli þýska fjármálaráðherrans Peer Steinbrueck. Honum finnst vera kominn tími til að svissneskir bankar létti hluta af þeirri þagnarskyldu sem þeir lofa viðskiptafólki sínu sem og gefi eftir hluta þeirrar viðskiptaleyndar sem hvílt hefur yfir peningasummum sem færðar eru á bankareikninga í Sviss. Hann er súr kallinn sá, hann Pétur Steinbrú. Það er erfitt að vita af miklum peningum í hönum granna þíns þegar þig vantar sárlega fjármagn sjálf(ur).
Sviss hefur verið sérstakt í Evrópusögunni allt síðan það byrjaði að formast og fá landamæri í lok 13. aldar og þá er ríkið var sjálfstætt 1499. Sem dæmi um hversu sérstakt landið er þá fengu t.d. konur í kantónunni Alpenzell Innerrhoden ekki kosningarrétt fyrr en 1990. Þetta var áþvinguð ráðagerð því konurnar voru ekkert að biðja um þessi "mann"réttindi. Þetta er ævintýraland með meiru. Svo til ósnortið af fjármálakrísu síðustu vikna. Og af hverju má maður spyrja?
Gullflórínur (slegnar 1252 to 1533)
Hagkerfi og stjórnarkerfi Sviss er með þeim hætti að landið hefur gulltryggt á alla vegu. Skattaparadís fyrir erlenda fjármagnseigendur sem leggja fé sitt (hvaðan sem það er komið, peningar eru jú alltaf peningar) hefur Sviss verið síðan venjuleg bankaviðskipti hófust og voru þeir snemma með í þróun bankakerfisins sem við þekkjum í dag, en á í raun rætur sína að reka til Medici fjölskyldunnar í Flórens á 15. öldinni. Medici fjölskyldan áttaði sig fljótlega á því í viðskiptum sínum með matvöru, vaðmál og dýrari austurlenskar vörur, að óþarfi væri að senda peninga hingað og þangað um Evrópu. Þetta var of hættusamt. Fjármununum var stolið og fólk var drepið fyrir flórínurnar sem fluttar voru landa á milli. Settu þeir á fót banka sem ábyrgðust greiðslur með bréfum. Nokkrir bankar voru vel stæðir með gull, silfur og bronsmynt og var þessum komið fyrir á viðskiptalega mikilvægum stöðum s.s. í Sviss. Greiðslubréf voru send fyrir vörum og voru greiðslubréf þessi trygging fólk fyrir útgreiðslu eða inngreiðslu í þessum fjárhirslum, bönkum.
Svisslendingar sáu svo að þeim var hagur af því að láta mikið fé liggja í sínum bönkum og þannig gátu þeir annast beiðnir sumra stærri viðskiptavina um fyrirgreiðslu. Til að freista fjármagnseigenda lækkuðu þeir eða afnámu skatta og gjöld og tryggðu viðskiptavinum sínum nafnleynd og þögðu yfir hversu miklir fjármunir fundust í fórum þeirra.
Þetta kerfi ásamt hinni frægu bankahólfaþjónustu bankanna, hefur gert að Sviss er sjálfstætt ríki. Það gat verið hlutlaust í báðum heimstyrjöldunum og þannig notið "ávaxtanna" af kjánaskap og testósteronflippi stjórnmálamanna síðustu tíma.
Yfir þessu kerfi Svisslendinga ærist nú fjármálaráðherra Þýskalands, líklega fullur af öfund. Ekki skrýtið að löndin umhverfis Sviss hafi oft siglt í siðferðilegt strand og ekki kunnað fótum sínum forráð. Þessi lönd hefðu betur farið að ráði Sviss. :)
Bestu kveðjur frá, Stokkhólmi
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 18:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.10.2008 | 09:21
Jarðskjálfti í Svíþjóð
Svo hristist líka jörð í Svíaríki sem í öðrum löndum. Þetta sá ég í morgunsjónvarpinu. Skjálfti upp á nærri 3 á Richter-skala skók mildilega jörð í Norðurbottninum á fimmtudagskvöld. Þetta er sjaldgæft hér í Svíþjóð þótt þjóðin hafi fengið að prufa stærri skjálfta. Okkar maður Reynir Böðvarsson var spurður um orsakir og eðli skjálftans.
http://www.dn.se/DNet/jsp/polopoly.jsp?d=147&a=841013
Alltaf gaman þegar maður sér Íslendinga nefnda í jákvæðu sambandi í fréttum. Ekki oft sem það gerist núna um þessar mundir. En nú fengu Svíarnir smá skjálfta, þótt vægur væri. :) Bestu kveðjur til skjálftalandsins norður í Dumbshafi.