Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Camel-toe

 Einn stuttur fyrir svefninn (heyrt á Drottninggötunni, Stokkhólmi í dag)   Grin

Dóttirin(17 ára) (segir við mömmu sína): Verður þú endilega að draga buxurnar svona langt upp?
Mamman (45 ára): En þær eiga að sitja svona.

Dóttirin: En mamma, þú færð camel-toe í þeim! 
Mamman (ánægð): Hvað áttu við elskan?  Þetta er Diesel!  


Umferðarslys!

Sit hérna við tölvuna mína og horfi út um gluggan. Er nýbúinn að lesa yfir fréttir vikunnar á www.mbl.is vefnum. Það slær mig einatt að þegar það verða umferðarslys, þar sem tveir eða fleiri bílar eiga hlut að máli á Reykjanesbraut, að umræðan hefur þá tilhneygingu að berast að því hversu slæmir vegirnir eru og hversu hræðilega erfitt það er að komast framhjá þessum hjáleiðum; að tafir séu daglegt brauð og allt sé bara svo hræðilegt.

Allir, og ég meina ALLIR vita að það er verið að breikka Reykjanesbrautina. Þetta er staðreynd sem hefur verið á vörum flestra á suðvesturhorni landsins. Hvernig væri þá hreinlega að gera ráð fyrir þessu þegar ekið er t.d. suður á Keflavíkurflugvöll. Við vitum alltaf hvenar flugið á að fara. Hversvegna að þurfa aka hraðar bara til að skapa stress hjá sér og öðrum í umferðinni?  Hversvegna ekki að reyna vera skynsamur og leggja fyrr af stað og reikna með töfunum? Svo er það annað: Hefur ökuskólakennslu farið svo aftur að fólk getur ekki lesið þessi hefðbundustu vegskylti? Er fólk að fá ökuskírteinin sín úr Cheerios-pakka? Skylti sem greina frá hraðatakmörkunum, þrengingum, annarskonar yfirborði vegar, banni við frammúrakstri o.fl.  Hvar er tregðan?  Fólk er svo að þeysast þennan vegspotta, nývaknað, full meðvitað um byggingaframkvæmdir og takmarkanir á akstursskilyrðum. Samt ekur fólk eins og það væri í forgangsakstri, eins og einhverjir kóngar - því það er að fara suður á Völl. "Jaha" á maður að hugsa, þegar þessir bílar aka frammúr okkur hinum "þetta hlýtur að vera einhver mikilvægur".  Reyndin er bara sú að þetta eru þeir sem eru illa skipulagðir, vakna seint, skafa ekki rúðurnar á bílnum, kunna ekki lesa vegskyltin og aulast að stefna lífi okkar annara í hættu. 

Akið varlega!


Femínistar allra landa...

Sit sveittur við hérna heima og reyni að brjóta til mergjar kenningar hinna ýmsu skörunga kvennafræðanna. Þetta er ekki létt verk, en ég er vel búinn till starfans; þrír vasaklútar, þunglyndislyf og gemsinn með innslegnu neyðarnúmerinu 112.  Hefur dagurin verið helgaður samanburðargreiningu á grein Judith Butler Performative Acts and Gender Constitution: An Essay in Phenomenology and Feminist Theory  og sjálfsmyndarverufræði kvenna 19. og 20. öld og hvernig sú mynd hefur breyst í samþróun menningar, lífsgæða, réttindabaráttu og þess þekkingarumhverfis við lifum og hrærumst í, þ.e.a.s. nútímans. Hef ég haft til samnburðar áhugaverða bók Susan Bordo Unbearable Weight sem fjallar mest um hvernig léleg sjálfsmynd kvenna hefur orðið til þess að þær hafa ánetjast tískustraumum, neyslu fegrunarvara og brenglaðri sjálfsmynd (skapaðri af fólki sem hefur enga einustu vitneskju eða vit á þörfum kvenna).  Þessi fróðleikur hefur svo leitt huga minn að kroppinum. Jorun Solheim hefur skrifað bókina Den öppna kroppen - um táknfræði kvenlíkamans og hvernig konur sjá líkama sinn sem "symbol".  Því miður fyrir snúna, verpta og illa skaðaða sjálfsmynd sína. Konur eru alltaf að reyna þóknast öðrum, líta vel út fyrir aðra, sem vita svo ekki einusinni sjálfir hvað þeir vilja (karlmenn).  Svo bara til að æsa mig í umræðuna las ég til gamans bók Mary F Rogers Barbie Culture.  Eftir lestur þeirrar bókar er ég einbeittur í þeirri hugsun minni að brenna ætti allar Barbie-dúkkur heimsins, ef það myndi ekki skapa svo miklar eiturgufur sem raun myndi bera vittni um. Eiturgufurnar myndu sennilega orsakast mest af þeirri staðreynd að Barbie er gerð úr plasti, en stór hluti gufanna orsakaðist af ILLSKU hennar.  Nóg um það í bili.  Hef verið að góna á prófverkefnið, verkefni sem skila á á morgun. Þetta er tölvugerðar myndir af þremur "konum". Höfundurinn heitir Inez van Lamsweerdes og kallast þessi þriggja mynda seria: Thank you Thighmaster:    http://www.medienkunstnetz.de/works/thank-you-tighmaster/   Athyglivert ekki satt?   Jæja, best að fleygja sér í bælið og vakna í staðinn snemma og halda áfram með sálsjúku, áhrifagjörnu, sjálfsmyndarbrengluðu, viðurkenningarleitandi konugreyin snemma í fyrramálið.

Natti natti!   Sleeping


Bortom allt - en evighet

Þankar á miðvikudagsmorgni I

jag har en evighetstro
den gör att jag ser utöver mina gränser
ibland ger den mig hopp om det jag inte ser
hopp om det jag inte känner
hopp om det jag längtar
i min tro möter den
som vet så mycket mer
du, min vän - led mig  (bgb)

Þankar á miðvikudagsmorgni II

vad är dagar utan tid, vad är tid utan dagar?
mitt liv var en dag, som dag utan tid.
du knackade på dörren och blev bjuden in til min tidlöshet.
långsamt märkte jag lite ljud, ett gammalt minne från PeterPan´s tidlöshetens land.

tick tack, tick tack...

dagar som stått hade stille, fick tid.
en sekund, föjlt av en sekund, minut, .... dagar .... månader!
liv började att röra sig i mitt hjärta igen.
idag ville jag önska att jag var ursmed!   (bgb)


Jessica! Tillraun til manndráps

Rakst á þetta myndskeið á "Túbunni" núna í kvöld. Þetta sannarlega fær mann til að hugsa!

Hvað er að foreldrum?  Raunar ætti að athuga hvort móðirin sé ekki að gera sig seka um tilraun til manndráps?  Skelfilegt Crying


Samtal um eitt manneskjulíf

Í gær sat ég á bekk í Kungsträdgården i mið Stokkhólmi. Veður var harla napurt þótt vorblikur hefðu verið á lofti þegar fuglarnir hófu söng sinn í runnunum í kringum gosbrunninn hans Molins. Stóru pílviðartrén sofa enn, sennilega ekki kominn tími á þau að hengja sítt langa dapra laufskrúð enn. Við hlið mér sat maður sem hafði verið að fleygja brauðmylsnu í fuglana, rétt eins og með vilja. Þegar nánar var að gáð hafði hann við hlið sér hvítan langan staf. Skyldi ég þá að hann hafði ekki beinlínis verið að miða á fuglana, heldur aðeins kastað molunum í áttina að hljóðinu.

"Fallegur morgun ekki satt?" segir hann við mig.  "Jú, virkilega fallegur" svara ég. Eftir ómeðvitað lendum við í hrókasamræðum, hann Ingmar, segir mér af sinni óheppni að hafa lent í mótórhjólaslysi fyrir um 10 árum. Allir hafi sagt að hann ætti eftir að kála sér eða í versta falli drepa einhvern um leið og hann kálaði sér á þessu bévítans mótórhjóli. Hvað var maður á hans aldri að fá sér mótórhjól. Hafði þetta kannski bara verið grái fiðringurinn?  Nei hann hafði alltaf haft draum um að eignast mótórhjól. En eitthvað hafði vantað peningana og tíma. Loks hafði honum tekist að verða sér út um svona apparatus.

Það hafði verið fimmtudagskvöld og hann á leið til vinnunar í Óperunni, að ölvaður ökumaður ekur á hann. Þá var starfi hans sem ljósamanns í Óperunni lokið. Hann hafði skaðast á sjón og brotnað illa í þessu slysi, en svo náði hann sér fyrir utan að sjónin hafði versnað og síðan alveg horfið. 

Hann hvað sig síðan hafa verið að læra á "ljósastillingar myrkursins", að ekki væri allt jafnt svart. Pólitíkin væri fjandi svört. Konan hans hefði orðið svört yfir nóttu.  Vinir hans væru allir svartir.  Hann sagði að honum liðið eins og að nóttu til í Úganda. 

Það sem vakti furðu mína var bæði jákvæðni þessa manns og húmor. Hann tjáði mér að hann hefði fengið allt annan samfélagsskilning eftir slysið. Hann hefði það dágott en skildi ekki fólk lengur. Hann hefði samt svolítið reynt að katergórisera hin ýmsu aldursskeið og langanir fólks. Hann útskýrði fyrir mér að þetta gæti til dæmis svona:

Þegar þú ert 15 ára viltu ATHYGLI, þegar þú svo ert 20 ára krefstu þess að vera ÓBUNDINN,  þegar þú nærð 30 árunum viltu HREYFANLEIKA, þegar þú fagnar 40 árunum sækistu i REYNSLU, 50 ára viltu ÖRYGGI og þar stend ég sagði hann, kominn langt í 60 árin. "Og hér stendur allt og fellur" sagði hann "med VVV eða v-unum þremur: Valium, Vinunum og Víagranu."

Hann sagði að nútíminn liði fyrir offramboð af upplýsingum samtímis og að við liðum fyrir athyglisleysi. Enginn skiptir máli lengur sem einstaklingur sem persóna.

Þegar mér verður litið upp á trunklukkuna á Sankti Jakobskirkjunni, er mér ekki til setunar boðið. Ég segi honum að ég verði að fara að vinna. Að hann hafi "oppnað" mín augu þennan daginn og þakka Ingmar fyrir að hafa gefið þessum aukið gildi.

___________________________

Í dag er ég búinn að vera svo duglegur, að mér finnst. Á föstudaginn skila ég inn lokaverkefni í kúrsinum sem ég er nú að ljúka. Kúrsinn kallast "Kritiskt mediebruk I" og hefur verið einstaklega krefjandi en um leið fjarska áhugaverður. Samnemendur mínir hafa höndlað kúrsinn með ýmsu móti. Hér er verið að fjalla um fjölbreytt form áróðursmynda, kvikra mynda sem og nettengdu efni seinni tíma. Hér fá ismar heimssögunnar bæði rúm og umfjöllun. Hér frá glæpaverk 1900 aldarinnar umfjöllun samtímis og réttlætingarvinna og áróðursmaskínur samtímans eru borin saman við glæpi fyrri tíma.  Manneskjan breytist ekkert. Verkefnið er að 2/3 hlutum lokið og mun ég á morgun sökkva mér niður í síðasta hlutann og þjarma svolítið að feministum nútímans, með þeirra eigin rökum. Það verður gaman að sjá hvað rauðsokkurnar í kúrsinum mínum segja þegar ég presentera myndaseríu Inez van Lamsweerdes Thank you Thighmaster.   

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband