20.6.2009 | 08:42
Ekkert breytist, lítilmagninn borgar sem fyrr
Það breytist ekkert þótt nýjar ríkisstjórnir komi fram með nýjar stefnuáætlanir og máli heiminn í nýjum litum. Fyrr eða síðar flagnar ódýr málningin af fyrra yfirborði og ekkert virðist hafa unnist. Þegar við svo fáum fagfólk með háþrýstihreinsibúnað, er alltaf einhver sem grípur um vatnsslönguna svo verkið ónýtist.
Þannig er það á Íslandi nú og hefur alltaf verið. Vonleysið er að gera vart við sig út um allt í samfélaginu. Fólk sem trúði að nú skyldi allt verða betra. Að eftir nokkur erfið ár ættum við að geta staðið upp og byrjað að efla gott samfélag sem væri íslenskt og án erlendra áhrifa. Stjórnvöld hafa brotið niður markvisst baráttuþrek og þol þjóðarinnar. Fyrsta skrefið var þegar stjórnvöld ákváðu að sækja ekki bresk stjórnvöld til saka fyrir að beita hryðjuverkalöggjöf á Ísland, í fullkomnum órétti. Þarna var fyrsta af mörgum skrefum tekið - í þá átt að brjóta niður baráttuanda og STOLT Íslendingsins.
Nú sem fyrr eiga, samkvæmt samningum ríkisstjórnarinnar, íslensku heimilin að taka á sig allar greiðslur glaumgosa og spilavítisskuldir útrásarmanna. Við eigum að kyngja niðurlægingunni og borga uppsetta reikninga. Lítilmagninn á að borga sem fyrr! Gamla fólkið, námsmenn, þeir sem eru við hungurmörk þ þessir eiga að greiða mest! Íslensk stjórnvöld gáfu erlendum stjórnvöldum "sjálfdæmi" í öllum málum. Þetta hefur kostað okkur hrikalegar fjárhæðir, en fyrst og fremst stoltið.
![]() |
Fara framhjá gjaldeyrishöftum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 08:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.6.2009 | 18:42
Þjóðkirkjan á villigötum
Fyrir hvað hefur biskupsstofa og kirkjuráð beðist afsökunar? Það eru vissulega hlutir sem biskupsstofa mætti biðjast afsökunar á, það má ég vita. En að sverta svo minningu látins manns; að taka undir gömul ósönnuð kærumál á hendur hinum sáluga herra Ólafi biskupi Skúlasyni, er svívirða. Minning góðs og mæts manns er svert um ókomin ár. Nornaveiðar hafa verið settar í gang eftir alda hlé.
Þetta var ljótt, mjög ljótt! Ég votta minningu biskups míns, herra Ólafi virðingu mína og bið góðan Guð minn að stýra svo málum í kirkju sinni, að látnir fái frið.
![]() |
Nær sáttum við Þjóðkirkjuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.6.2009 | 13:46
Látum dómstóla skírgera stöðu laganna og hvort þau haldi
Ljóst er að ágreiningur er mikill á Alþingi, jafnvel meðal stjórnarflokksþingmanna. Óánægjan í samfélaginu er ótrúlega mikil og kann að aukast um allan mun. Ríkisstjórninni er hollast að láta reyna á hvort þessir samningar eru löglegir og í anda íslenskrar stjórnarskrár og laga - sem og þjóðarsiðferðis.
Ég tel rétt að samningarnir verði settir undir próf. Hér verði gengi úr skugga um hvort þeir haldi og báðum dómstigum fengið málið til umfjöllunar. Sjóða mun upp úr ef þessu verður þvingað í gegnum stjórnkerfið.
Persónulegt mat, eftir að hafa talað við einn lögrfræðing í evrópurétti og síðan stjórnmálafræðiprófessor er að samningarnir séu á mörkum hins löglega. Siðferðislega og móralskt eru þeir verðlausir og til að brjóta niður baráttuanda þjóðarinnar. Sérstaklega sá þáttur sem lýtur að sérákvæði því sem breski samningurinn hefur á sér. Ljótur leikur! Sérfræðingarnir töldu að Íslendingar ættu að geta gert "betri" samninga.
![]() |
Icesave: Útgönguákvæði ekki afdráttarlaust |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.6.2009 | 12:57
Hundar, aftur!
Mér er bara spurn, af hverju eru ekki yfirvöld spurð hvort hundar séu leyfðir eða ekki á Geirsnefi? Hvað er fólk að stympast þetta. Margt bendir til þess, útifrá skiltunum sem sett voru upp og sjá má í fréttamyndbandinu, að hundar séu bannaðir þarna núna yfir hábjargræðistímann þá er borgin selur veiðileyfi í Elliðaárnar. Þá er ekki nema eðlilegt að hundar séu bannaðir, þar sem þeir leggist til sunds og fæli laxinn frá uppgöngu í árnar.
Umferðarskilti setur enginn upp ef ekki er undangengið leyfi Gatnamálastjóra (Vegagerðarinnar). Svo eitthvert yfirvald hlýtur að hafa tekið stjórnvaldslega ákvörðun um málið. Það er þá bara að finna þá persónu eða það yfirvald og spyrja út í málið, enn ekki rífast og keyra yfir hundgreyin sem ekki kunna að lesa.
Spurningin er þá hvað skuli gera við selinn sem liggur niðri við árósana og étur lax á færibandi?
![]() |
Styrjöld á Geirsnefi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.6.2009 | 14:28
Sigli til Vitsgarn á morgun
Á morgun sigli ég út til Vitsgarn. Ég mun gerast eyjarprestur þarna úti í Skerjagarðinum og mun vonandi njóta góðs sumars í sumarblíðu og með siglingum á seglbátum og tilheyrandi. Uppfræðsla lýðsins tilheyrir starfinu og munu allir kristnaðir og sætti ég mig ekki við minna en 100% árangur.
Nútíma kaleikur og patína. Fékk að vita að slíkt væri ekki til á eyjunni, svo ég keypti svona keröld í dag fyrir næstum því ekkert. Speisaðir litir ekki satt; patína og kaleikur. Þjófar hafa verið á ferli svo kirkjugripir eru engir til nákvæmlega núna.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.6.2009 | 14:17
Sóttir á fund kóngs
Líklega stemningsfullt að vera sendiherra í Stokkhólmi, sóttur í hestvagni og boðið í mat í höllinni. Ekki slappur vinnudagur það! Ég býð mig fram ef einhver þarf á mér að halda. Ekkert hræddur við að aka í hestvagni né heldur að snæða með kóngi! :)
Tók þessa mynd núna í vikunni, þá er ég var á leiðinni í vinnunna. Það var verið að sækja sendiherra frá einhverjum evrópuríkjum. :)
Svíþjóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.6.2009 | 14:00
Thatcher - Hollráð til Evópusinna og ríkisstjórnarinnar þar með
Hlustið endilega á allan málflutninginn hjá Margréti Thatcher. Það má læra margt af ræðu hennar. Gefið ykkur tíma til að hlusta á úrklippið, hún er góð!!!
Svör Margaret Thatcher í breska þinginu
![]() |
Ríkisstjórnin á fundi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.6.2009 | 21:07
Íslendingar við sultarmörk erlendis
Margir námsmenn hafa nú hrökklast úr námi. Orsökin er óhagstæður gengismunur íslensku krónunnar og erlendra gjaldmiðla sem og reiknilíkan LÍN. Lánasjóðurinn er harður við námsmenn og reglurnar sem hann vinnur eftir gersamlega úr takt við aðstæður skjólstæðinga sinna. Ríkið hefur gert sér grein fyrir ástandinu en ekkert er aðhafst. Byrjum á að taka peninga úr vita vonlausum verkefnum. Leggjum niður starfslaunasjóð listamanna t.d. og leggjum peningana þá í LÍN. Bara ein hugmynd um hvað gera má tímabundið til að afla fjármunum til að létta námsmönnum erlendis lífið og gæta að því að þeir eigi einhverja framtíð á Íslandi eftir nám en flýi ekki til annarra landa með þekkingu sína og kunskap.
![]() |
Segir sig úr stjórn LÍN |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.6.2009 | 19:57
Ikon - "Leyndardómur hinnar heilögu tilbeiðslu"
Á þrenningarhátíð tók ég á móti íkoninum sem ég hef pantaði fyrir rúmu ári síðan. Íkoninn heitir "Leyndardómur hinnar heilögu tilbeiðslu" og er unninn eftir kúnstarinnar reglum af listamanninum Marcel van Baaren, frá Woerden í Hollandi. Íkoninn var helgaður og blessaður síðan af prestinum í anglíkönsku kirkjunni hér í Stokkhólmi, Nick Howe á þrenningarhátíð. Blessun íkonsins átti sér stað með krismun (smurningu með helgri olíu), þvott í vígðu vatni og helgun með reykelsi - allt við messugjörð þrenningarhátíðarinnar. Þetta var hátíðleg stund, þar sem eftirvæntingin var mikil. Ég hafði bara sér skissur frá gerð íkonsins á heimasíðu listamannsins (klikkið á nafn íkonsins að ofan).
Íkoninn skipar nú heiðurssess með myndunum af börnunum mínum og friðarliljunni minni. Mér finnst hann óvenjulegur og mjög sérstakur. Hann birtir mynd af því óútskýranlega. Hann er sem skjásýn inn í annan heim, heim sem er fallegri, betri og undursamlegri en sá sem við lifum í í dag. Heim án vonsku, heim án illsku, haturs, heiftar skilningsleysis. Hann er eins og í tómi, sem samt er svo heilagt að varla er hægt að orða það. Kristur, barnið liggur í skírnarlaug sinni, tákni lífs, tákni atburða, hreyfingar og dýptar. Englar, fulltrúar hinnar heilögu himnesku hersveitar Guðs standa og vísa lotningu sína. Stjarnan yfir skírnarsánum talar um fæðinguna og serafarnir tilkynna nærveru Guðs Alföðurs, heilagrar visku og skapara alls sem er hlutstætt og óhlutstætt.
Frá vinstri: Marcel van Baaren (listamaðurinn), Nick Howe (prestur í Anglíkönsku kirkjunni og ég (held á íkoninum)
Trú og hugleiðingar | Breytt s.d. kl. 19:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.6.2009 | 06:57
Helför og hugsanafrelsi
Oft er tönglast á því hversu víðsýn við erum á Vesturlöndum, að dómskerfið okkar sé gott og réttlátt og að frelsið sé varðveitt í stjórnarskrám og lagatextum. En er þetta virkilega svo. Ég var í Tyrklandi núna á dögunum. Umræðan um aðild Tyrklands að ESB er hávær þar og vilja margir með, svona til að hleypa Tyrklandi inn í Evrópu. Ottómanska ríkið náði næstum því að taka Vínarborg fyrir þremur öldum, en urðu frá að hverfa. Núna vilja þeir komast lengra inn í Evrópu - með klókindum í stað vopnavalds. Ef Tyrkjum yrði hleypt með í ESB yrðu þeir annað fjölmennasta land bandalagsins og eftir um 10 ár líklega það stærsta.
En það er þetta með Tyrkina. Enginn vill hafa þá með af því að þeir eru sagðir brjóta á mannréttindum fólks, stýra hugsunum og bæla niður ný þjóðfélagsöfl. Stjórnmálaflokkar sem eru með aðra stefnu en var mörkuð 1923 þegar Kemal Atatürk stofnaði lýðveldið og sekúlariseraði (hafnaði þátttöku trúarhreyfinga í stjórnmálum) samfélagið er hafnað, þeir bannaðir því þeir stríði gegn meginhugmyndafræði þeirra sem liggur að baki hins nútíma Tyrklands.
Það er bannað að tala illa um Kemal Atatürk, það sem hann gerði og sagði og liggur þar við fangelsissvipting. Tyrkir hafa löngum sömuleiðis hafnað að nokkurt þjóðarmorð hafi átt sér stað í 1915 á Armenum. Það eru svona hlutir sem ég vil draga fram í ljósið. Nú þegar fólk á vesturlöndum er á sama hátt beitt órétti fyrir hugsanir sínar.
Prentfrelsi og hugsanafrelsi er ekki til á Vesturlöndum, ekki frekar en í Kína, Tyrklandi, Spáni eða í Bandaríkjunum. Í Þýskalandi er bannað að vera nasisti og víða er sömuleiðis bannað að eiga eða bera fána nasista. Við vitum öll hvaða hörmungum sú stefna er kölluð er nasismi olli á stríðsárunum á fyrri hluta síðustu aldar. Því má aldrei gleyma eða reyna að hjúpa í umbúðir sögufölsunar. Nasistar beittu ritskoðunum, þeir bönnuðu vissa skoðanir og stjórnmálaöfl. Þeir sögðu fólki hvernig það ætti að hugsa. Erum við nokkuð betri þegar við í dag bönnum og til og með refsum fólki fyrir hugsanir sínar. Að hafna að helförin, þar sem milljónir Gyðinga, Sígauna, Tatara og annarra kynþátta og þjóðarbrota voru myrtar, segir meira um lélega söguþekkingu og gáfnafar en að þessi manneskja sé hættuleg. Svo lengi við gleymum ekki ódæðisverkum fyrri tíma munum við ekki endurtaka slíkar hörmungar. Réttlátt samfélag, þar sem jöfnuður, víðsýni, þekking og almennt hátt menntunarstig prýðir samfélagið, minnkar áhættan á því að fólk komi fram með skrýtnar hugmyndir sem afhjúpa grunnhyggni þeirra og vankunnáttu.
Bönnum ekki hugsanir. Bönnum ekki fólki að hugsa, menntum það heldur.
![]() |
Árásarmaðurinn sagður afneita helförinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.6.2009 | 15:33
Eva Joly hrakin úr landi?
Hverjir bera mest úr býtum ef Eva Joly er hrakin úr landi? Maður veltir því fyrir sér hvort stjórnvöld séu virkilega að vinna úr vanda þjóðarinnar? Hvort stjórnvöld vilji losna við spillinguna? Hvort spillingin nái ekki svo víða um kerfið með rætur sínar að ENGINN þori að velta við steinum lengur? Það er umhugsunarvert að henni hafi ekki verið sköpuð vinnuaðstaða né heldur hafi verið farið að tillögum hennar. Eru stjórnmálamenn svo forhertir að þeir leyfi ekki þjóðinni að þvo hendur sínar og draga rétta aðila til ábyrgðar.
Þjóðarbúið er svo skuldsatt og möguleikar þjóðarinnar svo litlir til að geta rétt úr kútnum næstu áratugina að réttlætanlegt er að fara í enn harðari innheimtu og saksóknaraarf gegn þeim sem sannast sekir og ábyrgir fyrir efnahagsástandi þjóðarinnar.
Stórfelldar eignaupptökur hjá fyrrum útrásarmönnum og konum er ein leið sem ég vil að farin sé. Hraðferð í dómskerfi og síðan verði eignir þessara aðila og tengdra fyrirtækja hreinlega gerðar upptækar. Stórsparnaður í ríkiskerfinu sem á næstu 5 árum verði svo algerlega sparað í ríkisgeiranum að t.d. engar opinberar heimsóknir verði gerðar til útlanda eða tekið á móti gestum hingað, engir Íslendingar verði styrktir til utanlandsferða á íþróttamót, tónlistarferðir, ekki verði keypt listaverk eða greitt úr starfslaunasjóði til listamanna, einungis einfaldasta dagskrá verði leyfð í ríkisstyrktum leikhúsum, kvikmyndasjóður verði settur á ís í 5 ár sem og nýstofnun framhaldsskóla. Hagrætt verði í æðri menntastofnunum svo að einungis 2 háskólar verði í landinu. Ríkið leggi niður allar banka og fjármálastofnanir í landinu þannig að einungis ein verði eftir sem taki á sig alla slíka þjónustu í landinu. Gengið verði til samninga við hin norðurlöndin um sameiginlega sendiráðsþjónustu erlendis. Kvótakerfið verið aflagt og fiskveiðar þjóðnýttar í þágu þjóðarinnar, ekki einstaklinga eða fyrirtækja. Þingmönnum verið fækkað í 40. Sýsluumdæmum verið fækkað í 8. OG SKULDIR VERÐI GREIDDAR NIÐUR!
![]() |
Eva Joly íhugar að hætta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.6.2009 | 21:34
Hvað er það sem ekki má koma fram?
Ég vil vita hvaða brögðum ESB (Evrópusambandið) og IMF (Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn) beittu Ísland og Íslendinga nú í samningaviðræðunum um ICESAVE? Eftir sem Íslendingar hafa komið heiðarlega fram og gengist við að greiða skuldir sínar, vil ég vita hvað stendur í samningunum. Ég vil að það komi fram hvað ESB, þessi Narnía margs Íslendingsins sem virðist vera hreinn viðbjóður, hefur gert nú til að knésetja Íslendinga.
Ég vil að sannleikurinn um ósiðleg afskipti ESB að bágri stöðu Íslands komi fram. Ég vil að sannleikurinn um hvað þetta skrímsl, ESB, er að gera íslenskri þjóð verði dregið fram í dagsljósið og vona að æludallarnir verði nærri þjóðinni.
![]() |
Blekkingar, heimska og hótanir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.6.2009 | 17:19
Orð skulu standa, skuldbindingar eru orð!
Orð skulu standa. Það er skrýtið að rísa upp á afturlappirnar og reyna að slá sig til riddara nú þegar samningaviðræður eru svo til um garð gengnar. Sumir, og þá meðtalinn Þór Saari, reyna að sækja styrk og vinsældir til óánægðra Íslendinga. Það er nóg af þeim og ljóst að fólk á erfitt með að sætta sig við orðinn hlut. Málið er bara ekki svo einfalt. Skoðum hvað gerðist:
Stjórnarsamstarf það sem Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn stóðu lengst að setti sér reglur í því bankakerfi og því fjármálaumhverfi sem ríkti á uppgangsárum íslenskra útrásarmanna. Öllum fannst ástæðulaust að mála skrattann á vegginn, allt gekk svo vel og grunnhyggni sem hönd í hönd með fullkomu ábyrgðarleysi leiddi íslensku stjórnvöldin til skrifa upp á óúfylltar ávísanir fyrir einkaaðila. Fullkomið ábyrgðarleysi fyrri ríkisstjórna er upphafið á vanda Íslands þjóðar í dag. Að íslensk stjórnvöld skyldu ganga í svo stórar ábyrgðir fyrir bankanna vara banabitinn.
Ef við viljum að Ísland og Íslendingar séu teknir alvarlega í alþjóðsamhengi, verðum við að vera gerendur orða okkar, standa við sögð orð og axa ábyrgð á þeim skuldbindingum sem við höfum gengist fyrir. Þetta er sárt! Mjög sárt! En það sem stjórnvöld eru að reyna að gera nú er að borga brúsann, borga reikninginn fyrir fyllerí fyrri ríkisstjórnar, "fjármagnseigenda" og spilavítisskuldir þeirra. Ef ekki verða handrukkarar ESB, IMF og alþjóðasamfélagsins gerðir út af örkinni. Viljum við það og verða lúta afarkostum og gerð "tilboð sem við getum ekki hafnað" svo ég vitni í The Godfather I. kvikmyndina - því í slíkum félagsskap myndum við finna okkur innan skamms.
Slappið af og refsið þeim sem refsinguna eiga skilið. Núverandi ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er bara að reyna moka skítinn eftir ríkisstjórnir Geirs Haarde, Halldórs Ásgrímssonar og Davíðs Oddsonar.
![]() |
Samið af sér með skammarlegum hætti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.6.2009 | 07:39
Umboðslaust Evrópuþing
Nú eru Evrópuþingskosningarnar yfirstaðnar. Þingið i Bruxelles er svo til umboðslaust, aðeins 43% kjörgengra kusu i bandalaginu. Áhuginn er lítill og hefur minnkað frá kosningum til kosninga. Í sumum aðildarlöndum er ástandið þannig að sögulegu lágmarki hefur verið náð, hvað kosningaþátttöku snertir. Ástæðan: Fólk veit að skriffinnskubákninu verður ekki hnikað, að raddir einstakra þjóða heyrast ekki. Einstaklingurinn er einskis virði. Skrímslið er að verða að veruleika í lífi margra, jafnvel landa sem ekki eru einu sinni meðlimir.
![]() |
Vinstriflokkum refsað í Evrópu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.6.2009 | 20:56
Hlaupastrákur framrásarmanna viðurkennir
Það er skrýtið að sjá þessa frétt, þar sem Vilhjálmur Egilsson biður þjóðina að hjálpa til að greiða spilaskuldir hans flokksbræðra. Ljótt en satt! Staða ríkisfjármála er hugtak. Ekkert meir. Ríkisfjármál krefjast þess að peningar séu til til að hægt sé að tala um "ríkisfjármál" - en peningarnir eru ekki til. Þeim var spilað út af m.a. flokkbræðrum Vilhjálms.
Nú skjótast greyin fram með skottið milli fótanna og biðja um hjálp vegna þess að þeir eru ráðalausir, peningalausir og ærulausir!
Skömm að!
![]() |
Allir þurfa að standa saman |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.6.2009 | 08:07
IMF og ESB
Þegar ég skrifaði um að ég vildi að íslensk stjórnvöld sæktu rétt sinn fyrir alþjóðlegum dómstólum og kærðu bresk stjórnvöld fyrir óhemjugang þann sem olli óbætanlegu tjóni á íslensku hagkerfi, meiru en orðið var, var hugsunin sú að fyrir utan að fá uppreisn æru gætum við átt von á miklum skaðabótum. Þannig hefðum við getað greitt ICESAVE reikninginn - eða þann hluta sem réttilega átti að greiðast af okkur, sem of losnað við að leita á náðir IMF eða Alþjóða gjaldeyrissjóðsins.
Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn IMF er það versta sem gat gerst fyrir íslenska þjóð og hagkerfi. Ég varaði við þessum óvætti með dæmum frá Afríku, Suður-Ameríku og Asíuríkjum. Land tapar sjálfstæði sínu þegar IMF kemst inn í hagkerfi þess. Fljótræðishátturinn og skammtímalausnavandi ríkisstjórna Íslands er sögulegt vandamál. Þetta er ekkert nýtt, en virðist erfast frá ríkisstjórn til ríkisstjórnar, sama hvar sú stendur á stjórnmálalitasviðinu. Icesave var slæmt, en IMF er það sem er að kollkeyra þjóðir um allan heim. Næsta skammtímalausn og óígrundaða aðgerð stjórnmálamanna á Íslandi verður að reyna að komast inn í ESB. Hryggilegt sem það verður manni litið til t.d. Lettlands núna. Þar er allt á vonarvöl. Forsætisráðherra Lettlands sem er næstum því eins skuldsatt og Ísland, sagði að ef ekki bærist hjálp einhversstaðar frá myndi Lettland verða gjaldþrota nú í haust.
Athugið að Lettland er meðlimsríki í ESB. Enginn kemur því til aðstoðar, allir halda að sér höndum. Hvers virði er ESB nú þegar það getur ekki einu sinni hjálpað sínum eigin.
IMF og ESB er fyrirbæri sem boða yfirtökur og sjálfstæðisskerðingu.
![]() |
Gengið frá samkomulaginu í gærkvöldi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |