18.1.2009 | 18:48
Vorboði í samskiptum
Í kirkjunni í dag var mér hugsað til hins hræðilega stríðs milli Ísraela og Palestínumanna. Ég minntist orða 73. Saltarsálms en upphafsorð hans eru: "Vissulega er Guð góður við Ísrael, við þá sem hjartahreinir eru." Já, Guð er góður þeim sem þrá frið, því friðflytjendur eru hans. Mótstöðumenn friðar, er mótstöðumenn Guðs. Þegar hörmungarnar eru yfirstaðnar, munu hjartahreinir og friðelskendur lifa þá von sína um frið. Margir hafa dáið og sennilega munu enn margir láta líf sitt.
Friður er uppspretta góðra hluta, hagsældar og blessunarríks lífs. Sáttin er verkfæri Guðs. Hann réttir hana út sem veldissprota til þess sem vill frið og veit að ekkert gott blómstrar í ófriði, mannfalli og virðingarleysi. Umburðarlyndi, kærleikur og fyrirgefning eru óskaorðin okkar nú. Minnumst þess sem gefur, líknar, bætir og stýrir til góðs. Svo er með þá sem hreykjast upp í vonsku sinni, beita vopnum til að öðlast völd yfir löndum og fólki, að þeir eru settir á vogaskálarnir mót hinum góðu. Vonskan ræður fyrir mörgum löndum og þjóðum í dag. En vert er að muna að aðeins með andblæ Drottins lyftist skál hinna vondu og hinir góðu munu með andadrætti Guðs, bera vonskuna ofurliði.
Biðjum fyrir friði, heima og heiman, sátt og fyrirgefningu. Annars munum við aldrei verða þær manneskjur sem við vorum sköpuð að vera.
![]() |
Lýsa yfir vikulöngu vopnahléi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.1.2009 | 18:57
Svört jörð: nauðyrkja
Stórar alþjóðlegar verslunarkeðjur hafa um árabil staðið í kaupum/legutöku á jarðnæði út um allan heim. Þetta virðist kannski ekki vera neitt til að taka upp hér, en einhvern veginn hafa hugsanir mínar bundist þessum uppkaupum og leigu verslanakeðjanna.
Mig langar að skýra út hér hvað býr að baki vangaveltum mínum. Fyrir nokkru heyrði í útvarpi hér ytra samtal sérfræðings í þróunaraðstoð og þróunaraðstoðaráætlanagerð og umsjónar manns þáttarins. Það reyndar var nokkru síðar að ég áttaði mig á alvarleika þess sem rætt var um í útvarpsþættinum.
Í fjölda ára hafa stórfyrirtæki í matvælaiðnaði staðið í fjárfestingum á landnæði í Suður-Ameríku, Rússlandi, Asíu og sér í lagi Afríku. Ástæða þessara fjárfestinga og leigutöku jarðnæðis (oft í fátækustu löndunum í hverri álfu) er fyrirsjáanlegur skortur á mat í framtíðinni. Nú hafa t.d. Kínverjar hafið kaup á landnæði í fátækum löndum Afríku. Fyrirsjáanlegur skortur á heppilegu landnæði í Kína fyrir rækt matvæla er þegar fyrir löngu orðinn ljós. Hér eru gerðir ýmist leigusamningar til 90 ára eða land hreinlega keypt á hófsamlegu verði. Ekkert lát er heldur á því að stóru matvælakeðjurnar í Evrópu og Bandaríkjunum standi í svipuðum viðskiptum. Sum þessara fyrirtækja hafa hátæknibúnað til að stýra sáningu og uppskeru sem stýra má með gervihnattabúnaði.
Þessi þróun er skelfileg. Sjálfsþurftarbúskapur sem oft er byggður á aldalangri þekkingu á getu jarðar til að framleiða og endurnýjast hverfur fyrir nauðyrkju og framið er bókstaflega arðrán á gjöfum jarðar. Aukin notkun efna og næringar sem auka á framleiðni breytir jafnvægi náttúrunnar og efnasamsetningar grunnvatns. Vítahringurinn er hafinn. Vatnsból mengast, vatn "drepst" og þegar þessi spilliefni berast til hafs deyr hafið. Fullkomin röskun verður á jafnvægi náttúrunnar og skaðinn er skeður.
Iðnríkin, gróðrarstía velferðarsjúkdóma og spilavítishagkerfis munu í krafti efnahagslegra yfirburða sinna setja ríki þessara landa í ánauð. Í dag þurfa þessi ríki fjármagn og það fljótt. Skotfenginn gróði án framtíðarsýnar verður reipið um háls sumra Afríkuríkja, Asíulanda og Suður-Ameríkulanda.
Ég hvet Íslendinga að skipa sér í flokk andstæðinga kaupa á svartri jörð. Svo hefur það jarðnæði verið kallað sem keypt eða leigt er til nauðyrkju.
15.1.2009 | 10:42
Tragikómík að hætti Geirs Haarde!
Það er litið sorglegt að sjá hvernig Ísland er að hverfa út af korti þeirra sem láta sig viðskipti og efnahagslíf varða í hinum stóra heimi. Það er talað um efnahagslegt eftirsjálfsmorð. Hér á fólk við með því orðinu að íslenska efnahagskerfið var þegar komið að fótum fram. Náðarhöggið reiddi svo ríkisstjórnin á Mikjálsmessu í haust. En einhverjum hefur ekki þótt bitið úr nálinni og rekum kastað svo ríkisstjórn Geirs Haarde ákvað að halda veislunni áfram og berja á sjálfu líkinu, íslensku efnahagslífi.
Einhvern hefði sagt hér áður fyrr að þetta væri ljótt, illa gert og fólskulegt. Ég tek undir það! En þjóðin er sátt, Alþingið er sátt, fjármálastofnanir eru sáttar, Geir og Davíð eru sáttir. Enginn gerir neitt nema sér lífsandann fjara úr þjóðarvitundinni. Hvernig má þetta vera. Það koma gjarnan upp sterk orð hér á blogginu sé ég þegar ég les blogg annarra. Fólkið er ýmist hatursfullt, beygt, lamað, úrræðalítið - vonlaust.
Það setur sorg að hjarta mínu að sjá hvernig ríkisstjórn Geirs Haarde hefur farið illa að ráði sínu. Fallið frá málssókn á hendur Bretum, haldið uppi sýndarvörnum, farið bak við þjóðina og sannarlega brotið niður baráttuþrek þjóðarinnar. Ég leyfi mér að taka upp gamla lummu sem ég hefi áður rætt hér fyrir margt löngu á blogginu mínu og aðrir hafa byrjað að hreyfa máls við: Utanþingsstjórn. Stjórn sem ekki er setin neinum af þeim sem sitja nú.
Aðrir hafa af hreinum hug nefnt stjórnlagaþing, þjóðstjórn og slíkt. En sá galli er þá á gjöf Njarðar að þá sitja áfram þeir sem leiddu íslensku þjóðina í gröfina. Við verðum að hreinsa út það fólk sem hefur skapað þá óreiðu og ólgusjó sem þjóðarskútan er í. Hún hefur þegar fengið á sig marga brotsjó. Hún helst ekki lengi á floti ef ekkert róttækt verður að gert. Þeim aðgerðum sem þörf er á valda ekki Geir Haarde og ríkis"stjórn" hans. Þannig er það! Burt með spillingarliðið!
![]() |
Neita að tryggja Ísland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.1.2009 | 18:42
Ekki gaman að vera Íslendingur
Nú er það svo að gengi íslensku krónunnar hefur ekki verið skráð í rúma fjóra mánuði. Svona leit gengisskráningartaflan út hjá einum gjaldeyrismiðlara á Strikinu í Kaupmannahöfn þann 31.12.2008 kl. 13:35. EKki gaman að vera Íslendingur.
Vesældómi íslenskra stjórnmálamanna er að þakka þetta. Seðlabanka Íslands, Fjármálaeftirlitinu og Ríkisstjórn (og Alþingi sem vinnur fyrir ríkisstjórnina) kann ég engar þakkir. Mér fannst eins og stolt Íslendingsins hyrfi skyndilega þegar ég sá þetta.
11.1.2009 | 15:39
Íbúð til sölu skítódýrt
Hef ljómandi bjarta íbúð á fyrstu hæð til sölu á miðju Gaza-svæðinu. Verðið er hagstætt og greiðslukjörin eftir því aðgengileg. Íbúðin er laus til flutnings nú þegar, þar sem íbúarnir eru allir látnir. Íbúðin er björt og staðsett í hringiðu miðbæjarins. Þetta er samt spennandi hverfi og bílastæðamál eru leyst um ókomna framtíð. Ekki þarf að mála eða hafa áhyggjur af lögnum því engar eru lengur til staðar. Rétt er að skipta um gólfefni þar sem okkur hefur ekki tekist að fjarlægja alveg allar yrjur af fyrri eigendum. Skólprör eru á staðnum, en sennilega full af steypu og öðrum byggingarefnum. Aðkoma er enn erfiðleikum bundin, en með réttum pólitískum tengslum má komast lifandi að húsinu. Útsýni er gott því öll önnur hús hafa verið sprengd burt. Þannig er þessi íbúð, staðsett miðsvæðis, með fjarska gott útsýni athygliverður kostur fyrir þá sem hafa áhuga á hernaðarsögu, stjórnmálaflækjum og spennandi hversdegi.
Við hjá "Byggt og burtsprengt ehf." hvetjum áhugasama að hafa samband hið fyrsta - eða áður en landtökufólk flykkist á staðinn.
Íbúðarsýning kl. 12:30-14:30 (vopnahléstími). Verið vel vopnum búin og takið með hugsanlegt tilboð. Engar teikningar eru til af húseigninni. Við fullyrðum að þið verið ekki fyrir sprengjufalli.
Góðar stundir!
![]() |
Kallað eftir friði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.1.2009 | 11:10
Skömm á skömm ofan
Mér verður hugsað til Davíðs og Golíats!
Hversvegna, spyr ég á þessum laugardegi, megum við Íslendingar ekki fá einhverja uppreisn æru? Hversvegna unna ekki íslensk stjórnvöld Íslensku þjóðinni þess að fá eitthvað af stolti sínu til baka?
Yfir 88.000Íslendingar hafa sett nafn sitt við þá undirskriftasöfnun sem Indefence samtökin hafa beitt sér fyrir. Nú skal því spara aurana og kasta krónunum - vegna þess að íslenska þjóðarstoltið og vitundin er ekki þess virði að mati stjórnarflokkanna að við berjumst fyrir hana.
Peningum sem 200 miljónum króna hefur verið eytt hingað til í veisluhöld, laxveiðiferðir, einkabílaakstur, Kínaferðir, óþarfar ferðir maka ráðuneytisstarfsmanna og svo framvegins. Lengi mætti telja! Kunna margir fróðlegar tölur í þessu sambandi. Af hverju unna ekki stjórnmálamenn Íslensku þjóðinni þess að sigra Golíat! Hvílíkur móralskur sigur yrði þetta ekki?
Kveðja frá stoltum Íslendingi í útlöndum!
![]() |
Stjórnvöld spara aura en kasta krónum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
9.1.2009 | 07:34
Tala sem á eftir að stíga
![]() |
3.500 fyrirtæki í þrot? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.1.2009 | 11:37
Húsleit hjá stjórnmálaflokkum
![]() |
Húsleit hjá Teymi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.1.2009 | 20:08
Verdun-sur-Meuse 1916
Árið 1916 börðust Frakkar og Bretar mót sterku liði Þjóðverja við litla bæinn Verdun-sur-Meuse. Þessar þjóðir börðumst af öllu afli og engu var til sparað til að framgangur þjóðanna yrði sem bestur; sóknarstríð Þjóðverja gegn varnarstríði Frakka og Breta. Í þessari orrustu sem stóð frá 21. febrúar til 18. desember létust (að talið er) yfir 300 000 hermenn. Afrakstur þessarar viðbjóðslegu var enginn. Þegar uppi var staðið hafði ekki einn metir unnist. 300 000 menn höfðu látist og um 500 000 voru særðir (margir örkumlaðir). Sálarmein þeirra sem lifðu og sorg aðstandenda er ólýsanleg.
Ekkert vannst!
Í dag er barist hér og þar um allan heiminn. Skæruhernaður er daglegt brauð í öllum heimsálfum nema á Suðurskautslandinu. Eyjaálfa fékk að kenna á sprengingum fyrir nokkrum árum, barist er enn um yfirráð og fyrir mannréttindum á Kaldóníu. Asía líður á mörgum stöðum. Opin sár hefur hún í Kambódíu, Laos, Norður-Kóreu, Sri-Lanka, Indlandi/Pakistan, Tíbet, Afganistan, Georgíu, Írak, Armeníu... og Asíuhluta Rússlands. Suður-Ameríka er ekki laus við þessi illalyktandi kýli mannvonsku og baráttu fíkniefnabaróna og erindreka dauðans. Fátæktin er voðalega í mörgum ríkjum þessarar álfu og lítur maður norður á bóginn flýr fólk enn yfir landamærin til Bandaríkjanna frá Mexíkó og frá ríkjum Vestur-Indía. Flótti frá fátækt, þvingunum, óöryggi og martraða á vökutíma. Bandaríkin eru sjálf í óbeinum hernaði hér og þar um alla jörðina. Sumstaðar er vopnum beitt, annars staðar er dollurum beitt með sömu niðurstöðu. Afríka, já - Afríka. Þangað þarf ekki að senda herlið. AIDS og malaría fellir hundruð á hverjum degi. Hungur og sjúkdómar aðrir drepa hina. Þeir fáu sem rekist hafa á peningasendingar frá ríkum þjóðum heimsins, sækjast eftir völdum með vopnavaldi og upphefja mismunum og ójöfnuð meðal sinna. Arabalöndin eru sér sjálf sundurþykk. Shítar og súnnítar skilja ekki hvora aðra en sameinast í hatrinu mót Gyðingum og Ísrael. Evrópa stendur víða bak við hrærigrautinn í nálægum löndum, þykist vera hjálpa en dauðskammast sín fyrir undangengnar aldir, nýlenduvæðingu og viðskilnaðinn við þessar þjáðu þjóðir sínar, sem nú vilja bara vera taldar til þjóðanna og vera virtar fyrir það sem ekki tókst að eyðileggja eða breyta til óþekkju. Evrópa vonar að allir séu búnir að gleyma og segir bara: "Evrópubandalagið er lausn alls vanda: eigum við ekki bara horfa fram á við". Svo einfalt er þetta bara ekki allt. Og ekki hafa allir gleymt. Enn eru börn og barnabörn hermannanna sem stríddu og örkumluðust eða dóu við Verdun að minnast þessa viðbjóðslega fórnakastar - já fórnarkastar hvers? Ég veit það ekki. Hreinlega veit það ekki.
Tilgangslaus morð, ótti, rótleysi, hatur, ofstopi, þjáningar og árásir. Heimurinn horfir á sem hann væri að horfa á hanaslag eða hundaat. Allir bíða átekta og engir vilja fá blóðið á sig sem spýtist í allar áttir og yrjast á alla sem standa of nærri. Þetta er harmleikur margra þjóða. Margar þjóðir eiga hlut að máli, en forðast alla ábyrgð. Allir bíða átekta og vilja ekki blanda sér of djúpt í ágreiningsmálin því það gæti sannarlega velt við steinum sem ekki má velta. Þjóðir heims eru sannarlega ekki tilbúnar að setja sig í siðferðisumræðu nútímans - ekkert frekar en þær sýndu snilli sína fyrr á tímum í þeim málum. Sá sem stendur hjá og horfir á, hefur krafta og afl að skilja deilendur - en gerir það ekki: Er sannarlega þáttakandi og ábyrgur. Þannig er það, þannig hefur það alltaf verið - þegar það hefur passað þessum þjóðum. Það passaði sameinuðu þjóðunum SÞ að fara inn á Balkanskagann. Það hentar ekki þjóðum heims að bregðast við Ísrael/Palestínu deilunum.
Þetta er svo ljótt, svo ljótt. Hversu lengi á fólk að líða? "Hversu lengi, ó Guð" (eins og sálmaskáldið í Davíðsálmunum segir svo oft)
![]() |
12 úr sömu fjölskyldu létust |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.1.2009 | 09:20
Loksins fór að snjóa
Datt í hug að senda litla myndkveðju frá Stokkhólmi! Hér fór greinilega að snjóa lítið eitt í nótt. Í gærkvöldi hafði frostið komist í góðar -13°C og veðrið var yndislegt. Síðan þegar ég vaknaði núna í morgun (takk fyrir það) hafði skaparinn skreytt drungalegan hversdaginn með fallegum snjó og frostmyndunum öðrum. Þetta var svo fallegt að ég smellti mynd af herlegheitunum.
Núna er logn, skýjað og -9°C. Súper! En ég þarf að halda mig heima yfir bókunum mínum. Skal skila af mér jóla-/nýársheimaprófi á morgun og á föstudag, svo heima sit ég í dag. Kannski stekk út og geriengla á Lappkärrinu eða eitthvað rétt fyrir ljósaskiptin. :)
Svíþjóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
4.1.2009 | 13:28
... og allir munu skilja!
Já allir munu skilja af hverju hjónabandið gekk ekki lengur. Ósamstaða, ólík lífssýn, áherslubreytingar á seinni stigum og svo þroskaðist annað bara meira en hitt og þá varð eftir ágreiningur sem ekki var hægt að leysa vegna þroskamuns. Barnatrúin hélt ekki undir álagi meðan hinn aðilinn hafði gengið fram í fróðleiksfýsn og þekkingaraukningu.
Allir munu skilja.... Björn ætti að sjá að ljóst er að það þjónar engum hagsmunum að halda dauðahaldi í ráðherrastólanna. Þeir eru einskis virði. Enginn virðir stjórnmálamenn á Íslandi lengur; það hvorki trúverðugt né heldur virðingarvert að vera ráðherra lengur.
![]() |
ESB aðeins átylla fyrir stjórnarslitum? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.1.2009 | 17:13
Júdea... hvað er að gerast?
"Mikið mannfall hefur verið á óbreyttum borgurum Palestínumanna undanfarna daga en að minnsta kosti 442 hafi látið lífið, þar á meðal 75 börn, samkvæmt læknum á Gaza-svæðinu sem AFP-fréttastofan ræddi við."
Líklega best að spyrja fjölskyldur og vini þessa fólks hvað því finnist um stjórnarstefnu sinna manna. En hér deila ekki bara tvær þjóðir - ekki um land eða trú! Hér er það heiftin sem er eldsneytið í baráttunni. Hér eru ekki friðelskandi Gyðingar eða Arabar sem berjast. Þetta fólk er í sjálfsvörn. En fyrir hverjum?
Þetta er eins og spila "RISK" spilið. Peðum er kastað til og frá á heimskortinu og það sem er sorglegast er að fólki sem á enga aðra möguleika er blandað inn í baráttu stórvelda og sjúkra huga fáeinna manneskja sem stýra sínum peðum í valdasýki og hatri.
Maður spyr sig bara hvar vandamálið hófst í rauninni. Voru þessir vondu gerendur í stríði fátækra þjóða klæddir asnalega eða flengdir fyrir framan alla í æsku? Var híað á þá eða hæðst að þeim? Eitthvað hefur jú farið úrskeiðis við uppeldið. Ljótt að heyra!
Hugsum til þess fólks sem að ósekju missir barn í kvöld, einhvern nákominn, í fyrramálið eða í dag meðan við horfum á einhverja heilalausa ameríska bíómynd. Já - minnumst þessa fólks!
![]() |
Harðar árásir á Vesturbakkanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.12.2008 | 20:09
Markaður trúverðugleikans
![]() |
Engar ólögmætar færslur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.12.2008 | 19:26
Meðvirkni af verstu tegund
Ég hef fylgst með fréttum af bardögum, fólskulegum árásum, hryðjuverkum og viðbjóði í þessu stríðshrjáðasta landi heima, Landinu Helga. Hver ber ábyrgð er ekki áhugaverð spurning lengur. Sagnfræðingar framtíðarinnar munu fá að skilgreina ástandið; orsakir og afleiðingar. En núna er greinilega allt farið enn eina ferðina úr böndunum.
Vesturlönd og grannlöndin hafa verið meðvirk of lengi. Þau er þau lönd sem bera ábyrgð á að allt er farið til fjandans í Landinu Helga.
Mín tillaga (þið megið senda mig sem sérlegan sáttasemjara): Settur verður punktur við það sem gerst hefur hingað til. Allt verður sett til hliðar. Ísrael og Palestínu verður ekki skipt upp. Þjóðarbrotin munu ALDREI fá sitthvort landið. Það er einfaldlega ekki nægilega stórt og gjöfult til að 2 ríki nái að framfleyta sér án styrkja annarra landa. Meðan styrkir koma frá öðrum löndum og bandalögum verður aldrei friður. Þetta verður eitt land þar sem tvítyngi verður bundið lögum, menningin verði í fjölbreytninni falin og út á við sem inn á við munu þjóðirnar 2 deila öllu. Þetta verði afarkostir alþjóðasamfélagsins.
![]() |
Báðir ábyrgir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.1.2009 kl. 17:31 | Slóð | Facebook
26.12.2008 | 22:09
Þannig sköpuðu 10 tonn av umsteyptum fallbyssukopar frá 17. öld umgjörð fyrir helgihald nokkurra Íslendinga sem fögnuðu jólum í miðborg Stokkhólms
Svíar halda jól eins og flestar aðrar þær þjóðir sem byggja á hinum kristna grunni eftir hinni lútersku hefð. Aðfangadagur jóla er sá dagur sem fengið hefur mesta helgi í hugum landsmanna og sjálfa "julafton" er fyrirbæri sem á bræður meðal annarra hátíðisdaga dagatalsins. Sjálfur jóladagur er bara hvíldardagur. Dagar sem fengið hafa viðskeytið "-afton" eru margir hverjir búnir að draga úr helgi þeirra daga sem koma í kjölfarið. Hér má nefna julafton, påskafton, pingstafton, allhelgonaafton og midsommarafton - síðasti dagurinn er þó ekki kristin hátíð. Dagarnir sem eru svo eiginlegir stórhelgidagar hafa horfið í þynnku og/eða svefn. Aðfangadagarnir hafa sem sagt tekið til sín hið spennandi element, dýrðina sjálfa með þeim afleiðingum að fólk er svolítið "týnt" í hvaða dagur sé hinn eiginlegi hátíðisdagur og þar með hefur sjálfa hátíðin farið á flakk.
Á Íslandi höldum við í hina júdísku/gyðinglegu hefð að dagaskipti eru kl. 18:00 og því rétt að hefja hátíðina með "aftansöng". Í minni fjölskyldu óskum við ekki gleðilegra jóla fyrr en hátíðin er gengin í garð með klukkanhljómi frá Reykjavíkurdómkirkju kl. 18:00. Þetta er nokkuð skírt. Hér í Svíþjóð hefur allur aðfangadagur fengið þessa helgi og þegar fólk vaknar tekur það að óska gleðilegra jóla. Þreytan gerir vart við sig og þegar loks sjálfum jóladegi er náð, hefur fólkið vaknað af jóla"ölvuninni" og fer að skoða auglýsingar hvort ekki sé rétt að fara niður í bæ að skima eftir jólaútsölunum "jul- REA".
Helgin hverfur því eftir aðfangadag jóla og það eina sem er eftir eru ljósaskreytingar og svo aðventuljósin sem mörg hver hverfa ekki út gluggunum fyrr en í lok febrúar.
Jólin mín voru hápunktur mjög annasams desembermánaðar. Samtímis sem ég hef verið í meistaranáminu í Uppsölum og síðan hobbýnáminu mínu í Falun, hef ég verið að vinna í kirkjunni hér í mið Stokkhólmi. Við eru vel búin í kirkjunni. Burtséð frá því að við eigum eitt besta tónlistarhús í borginni (hljómburður ku vera með þeim besta sem fæst) höfum við frábæran Kammarkór; S:t Jacobskirkjunnar Kammarkór og stórbrotið orgel á kirkjan (að stofni til frá 1770). Þetta gefur okkur kost á að veita aðgang að aðventu- og jólatónlist á heimsmælikvarða. Þannig hefur þetta verið í desember. Ég er búinn núna að vinna á 16 jólakonsertum, sjá um 3 messur í mánuðinum og vera í hlutverki sálusorgara "in loci" á dagtíma 3 daga í viku, 4 tíma í senn.
Ég var þreyttur á aðfangadagsmorgun þegar ég þrammaði niður í strætóbiðskýlið og beið eftir strætó nr 40. Ég átti að byrja að vinna kl. 11:00 en ég gat ekki sofið. Vaknaði hálf sjö! Ég hugsaði að það væri alveg eins gott að opna bara kirkjuna og sýsla með hluti þar en að sitja heima. Svo ég var kominn tímalega og gat opnað kirkjuna rétt fyrir klukkan átta. Þá var fólk á stangli í bænum. Eftir að ég hafði kveikt á ljósunum inni í kirkjunni og sett út lifandi ljós fór fólk að velta inn. Ljósberi og ljósborð sem við höfum fyrir lítil kerti var fullur klukkan 10:00. Hvor um sig tekur 30-50 kerti. Fólk sat lengur í kirkjunni en venjulega og margir komu og borðuðu kex og fengu kaffi hjá mér í suðvesturhorninu í kirkjunni.
Klukkan eitt kom eistneski presturinn Ingo Tiit Jagu í kirkjuna og tókum við sitthvorn bollann og spjölluðum lítillega. Klukkutíma síðar var kirkjan full af fólki. Eistarnir greinilega fjölmenntu til jólaguðsþjónustu sinnar og þegar mest var var um 750 manns í kirkjunni. Þetta var hátíðleg stund og allir sungu svo að þakið ætlaði af kirkjunni :) Þremur tímum síðar kemur svo næsti hópur fólks og í þetta sinn er það góður kunningi, Nick Howe prestur anglíkönsku kirkjunnar í Stokkhólmi. Það var komið að guðsþjónustu enskumælandi í Stokkhólmi. Guðsþjónustan var skemmtileg. Það var sungið næstum því eins og ef þátturinn "óskalög sjúklinga" væru í beinni. Organistinn spilaði þá sálma sem fólkið bað um og aftur breiddust ljúfir tónar út á Jakobstorgið og nærliggjandi götur, en kirkjan var galopin í norður, vestur og suður. Forvitið fólk kom inn og þegar mest var vorum við um 250 í kirkjunni. Þetta var ljúf og góð stund. Klukkan stundarfjórðung í sex var þjónustan búin.
Það var ánægjulegt að hitta nokkra Íslendinga í Jakobskirkjunni þarna á aðfangadagskvöld. Klukkan var rétt fyrir sex og ég heyrði af röddum þeirra að þetta væru landar mínir. Ég spjallaði stutt við þau og síðan eftir stutt spjall héldu þau áleiðis til hótelsins síns þar sem þau ætluðu að borða jólamatinn. Jólaboð nokkurra Íslendinga var svo í fullum gangi nokkrum götum frá kirkjunni og veisla var í danska sendiráðinu hinum megin við torgið. Dúnalogn í borginni, ekki hreyfið hárstrá, hitastig við -1°C og fallegur himinn. Þetta var eins og ég hef alltaf ímyndað mé fyrstu jólin í Betlehem. Einstaka bíl heyrði ég í úti við Gústaf Adolfstorg en stillan var næstum því yfirþyrmandi. Jólin voru að ganga í garð.
Ég kvaddi Íslendinganna. Þau gengu út á Jakobstorgið og ég inn í kirkjuna. Hún var að tæmast af fólki. Ég gekk yfir að "ljós og hljóðborðinu" og ýtti á takka sem stóð á "Klocka I". Eftir um 40 sekúndur kviknaði grænt ljós til vitnis um að turnlúgurnar höfðu allar opnast og í sömu mund tók stórklukkan að kasta hljómi sínum yfir mið-Stokkhólm, rétt eins og hún hefur gert hver jól í næstum þrjúhundruð ár. Englarnir höfðu sagt á Betlehemsvöllum við hirðingjana sem vöktuðu sitt fé: "Dýrð, dýrð, dýrð sé Guði í upphæðum....". Eftir um hálfa mínútu lýstu allir hnappar í borðinu og klukkurnar hringdu; allar fjórar klukkurnar og kölluðu út í náttmyrkrið "Dýrð, dýrð, dýrð...." með sínum ýmist þungu og rámu - eða hvellu og háu köllum: "Dýrð" Þannig sköpuðu 10 tonn af umsteyptum fallbyssukopar frá 17. öld umgjörð fyrir helgihald nokkurra Íslendinga sem fögnuðu jólum í miðborg Stokkhólms.
Eftir að kirkjan var tóm og ljósin slökkt. Kvaddi ég kirkjuna, bauð henni góða nótt, læsti og hélt heim á leið. Fáir voru á ferli í neðanjarðarlestinni. Þegar komið var á leiðarenda, mundi ég að auðvitað var "stórhátíðartímatafla" hjá strætó. Ég labbaði því í yndislegu veðrinu í 12 mínútur, heim á leið.
Þegar heim var komið tók ég fram hangikjötið góða sem mamma og pabbi höfðu sent mér. Kartöflurnar voru þegar soðnar og tilbúnar. Ég lagaði uppstúf og setti disk fyrir mig og glas á borðið og bestikk. Mér leið svo vel, þótt ég væri ósköp þreyttur. Ég tek upp nokkra pakka frá fjölskyldu og vinum. Hringi til pabba og mömmu, barnanna minna í Reykjavík, Mikka og fæ síðan helling af sms-skeytum. Mér leið eins og ég væri umvafinn vinum og fjölskyldu þótt einn væri. Gaf síðan fiskunum mínum mat og settist og borðaði. Eftir mat kveikti ég á kertum í litlu rauðu kertaskálinni sem ég fékk í jólagjöf frá Magdalenu og Nikulási fyrir 4 árum og setti við myndina af þeim.
Hvílíkt yndislegt kvöld.
Mitt er ekki að biðja um meira en ég hef. Mitt er að þakka fyrir það sem ég hef. Takk allir!
Gott og gleðiríkt nýtt ár 2009.
Svíþjóð | Breytt s.d. kl. 22:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.12.2008 | 21:54
Óska gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári MMIX
Gleðilega jólahátíð allir bloggvinir og aðrir lesendur bloggsins míns!
Heill og hamingja fylgi ykkur á ári komanda 2009.
Í Guðs friði! Baldur i Stokkhólmi