21.11.2008 | 08:11
Það er bleikur fíll í herberginu, en enginn sá neitt!
Já, það er bleikur fíll í litla herberginu okkar og það er enginn búinn að sjá hann! Hvernig getur þöggunin orðið svo algjör nema fyrir tepruskap og áræðnilausa stjórn Íslands til margra ára.
Dr. Jón Daníelsson, prófessor í hagfræði við London School of Economics segir stöðuna á Íslandi vera sjálfskaparvíti. Bara það að láta sér detta í hug að ráða fyrrverandi forsætisráðherra í stjórn seðlabanka lands er fásinna. Ég verð að taka undir orð Jóns. Þetta er fásinna sem aðeins Íslendingum dettur í hug að gera. Það hefur lengi verið nefnilega svo að fyrrverandi þingmenn geta ekki hætt heiðarlega að vinna eða snúið rétt eins og aðrir til hefðbundinna starfa. Nei þeim verður að koma fyrir í háum stöðum og fyrir slíkar stöðuveitingar skal þjóðin gjalda.
Hagsmunir stjórnmálaflokka ganga fyrir þjóðarhagsmunum. Þetta verður að stöðva.
Jón nefnir að mikilvægt sé að seðlabankastjórar séu hlutlausir og málefnalegir. Hér á EKKI við neitt flokkapot. Hér eiga að ráða hin æðri gildi, ÞJÓÐIN, ÍSLAND.
Burt með spillingarliðið og þar fremstan Davíð Oddsson.
![]() |
Varnarræður fyrir neðan virðingu Seðlabankans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
20.11.2008 | 12:50
Davíð sýnir sinn innri mann! ojj ojj ojj
Hægt væri að skilgreina háttarlag Davíðs Oddsonar sem sjúklega þráhyggju með ívafi haturs og grunnhyggni og taumlausu vantrausti til embættismanna ríkisins. Auðvitað hefur sýslumaður verið búinn að kanna öll formsatriði. Ég trúi ekki öðru. Þannig á embættisfærslan að vera. Ég því miður vantreysti orðum Davíðs í öllum atriðum. Hann er ekki trúverðugur lengur og hefur ekki lengi og verður aldrei.
![]() |
Davíð sagður hafa gert aðför að forsetahjónunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
18.11.2008 | 19:22
Skortur á trúverðugleika
Ef erindrekar þingflokkanna sátu 6 fundi með bankastjórn Seðlabankans hví þá í ósköpunum gerði enginn neitt? Er það greind sem þetta fólk skortir? Var splaskið í laxveiðiánni of hávært til að þingflokksfólk heyrði hvað bankastjórnin sagði? Var bankastjórnin ekki nægilega skýr í því sem hún sagði?
Hvar liggur vandamálið! Þetta jaðrar við einfeldni trúa að 6 fundir hafi ekki skilað neinu! Trúðu ekki þingmenn sínum eyrum vegna "ótrúverðugleika" Davíðs Oddsonar?
ps. var einhverjum eða öllum greitt fyrir þessa fundasetur?
![]() |
6 fundir með seðlabankastjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.11.2008 | 18:45
Munið að bursta tennurnar, annars getur farið illa (ekki fyrir viðkvæma)
Já, það er best að gleyma ekki þeim bræðrum Karíusi og Baktusi. Þeir eru iðnir þegar þeim gefst tími til að vinna. En eftir að hafa skoðað hvað léleg tannhirða getur gert þá held ég að jafnvel þeir Karíus og Baktus láti sig hverfa ... myndirnar tala sínu máli:
Ljótustu tennur Bretlands, segir á síðunni þar sem ég fann þessar! Varla hægt að tala um "tennur":
Ojj, hvað er nú þetta?
Colgate hvað?
Og svo það ógeðslegasta sem ég hef séð - ever:
Svo vonar maður bara að allir bursti vel og gefi sér tíma með tannþráðinn!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
18.11.2008 | 17:45
Ekki Svíum að kenna!
Íslensk stjórnvöld eru að hengja bakara fyrir smið. Það er ekki Svíum að kenna að peningarnir koma ekki fljótandi inn í ríkiskassann.
Það er Evrópusambandið sem er að knýja fram inngöngu Íslands í sambandið. Það eru þeir sem nota vinveittu aðildarríkin sem þumalskrúfu á Íslendinga. Þetta er það Evrópubandalag sem Íslendingar eru óðir að komast í!
![]() |
Íslensk stjórnvöld reið út í Svía |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Svíþjóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.11.2008 | 12:36
Dómsvald þjóðkirkjunnar
Ég verð að játa að mér var ókunnugt um að kirkjan hefði dómsvald. Ég vissi að einhverskonar "aganefnd" væri til staðar ásamt mörgu öðru undir þaki Laugavegs 31. En að kirkjan hefði dómsvald, er eitthvað sem ég taldi liggja í sögulegum fortíð og tilheyra rómversk katólsku miðaldakirkjunni á Íslandi. Margir kannast við kirkjuréttinn "Gratianus" og áflog konungsvalds og kirkjurétta á þessum tíma. Við siðaskiptin missti kirkjan dómsvaldið til ríkisvalds. En að kirkjan hefði fengið dómsvald á 21. öld, vissi ég ekki.
![]() |
Presturinn breytti ekki siðferðilega rétt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 13:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.11.2008 | 09:58
Allir brugðust!
NÚNA kemur Davíð "kóngur" fram og lýsir furðu sinni, sakleysi og setur sig í hlutverk píslarvottsins!
Seðlabankastjórarnir brugðust, bankaráð Seðlabanka brást, forsætisráðherra brást, samráðherrar hans brugðust, þingmenn brugðust, bankaráðin í hinum bönkunum brugðust, bankastjórar sömu banka brugðust, Fjármálaeftirlitið brást, ráðgjafar allra þessara brugðust
og....
fjölmiðlarnir, allir sem einn brugðust og þóttust hafa sofnað á vaktinni því skömmin er þeim mun meiri fyrir að hafa ofurselt fagmennskuna, áræðnina, rannsóknarblaðamennskuna og síðast en ekki síst: ritfrelsið, eigendum sínum.
Allt þetta fólk situr sem fyrr og gerir EKKERT, nema krafsar í tóma pottana og sýgur þegar mergsogin og bragðlaus beinin.
![]() |
Fjölmiðlar í heljargreipum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.11.2008 | 08:31
Bravó, Guðni Ágústsson!
Hélt að ég myndi aldrei segja svona um neinn í Framsóknarflokki, en ég segi það og stend við það: "Bravó, bravó Guðni Ágústsson!
Vonandi hafa aðrir þingmenn saman dug, heiðarleika, drengskap og áræðni!
![]() |
Guðni segir af sér þingmennsku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.11.2008 | 15:17
Shop till you drop... in Iceland!
Nú finnst Svíum, hinum afskiptalausu frændum okkar í austri rétt að auglýsa Ísland sem heppilegt land að heimsækja "... and shop till you drop"! Í Aftonbladet í dag eru Svíar hvattir að ferðast til Íslands og njóta góðra daga með innkaupum og afslöppun. Eða þannig hefur Ísland verið kynnt nú síðustu dagana í blöðum og á netinu.
Svo hljóðar síðasta fréttin:
Smartast julshoppa på Island
Men om du inte vill ge bort mjuka ylleplagg satsa på billiga Turkiet och lägg en äkta matta under granen.
Så mycket som den isländska kronan har fallit, så mycket billigare har det ju inte blivit i något land. För oss svenskar har det blivit extremt mycket billigare, konstaterar Anders Söderberg, valutaanalytiker på SEB Merchant Banking.
Svíþjóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
15.11.2008 | 15:31
Draumur Jakobs
I.Mos. 28:10-13 / S:t Jakobskyrkan, Stockholm
I Stockholms hjärta, står S:t Jakobskyrkan; den här vackra gamla ståtliga kyrkan, ett märke om vilja, stolt, tro och hopp - men först och främst Guds närvaro. Hun är inte särskilt diskret i sin röda färg och ståtliga karaktär, utan är hon mogen och stolt. Stolt av sitt uppdrag, att vara Guds hus, tak över helig verksamhet och så är hon välsignad af själva Gud. Fullbordat har hon länge stått här till invånernas glädje och andliga vägledning, men nu första söndag i advent blir det 363 sedan kyrkan vigdes i drottning Kristinas närvaro i år 1643. Vi vet att redan i det Herrans år 1311 stod här ett kapell helgat åt aposteln Jacob den äldre som vi ser här på pelarn till höger. Kyrkan står på välsignad jord, ett helgat hus, för ett heligt folk. Bortsett från den finska församlingen som använde sig av kyrkan första åren innan den välvdes, eller rättara sagt fick på sig tak och tårn, har kyrkan givit skydd mot vatten, vind och kyla för besökande Stockholmare dessa 363 åren hon har prytt Stockholms statsbild. Under sina valver har hon också bevittnat tysta böner från lärda som leka, fylls av heliga tonar och fantastisk musik genom orgelspel, körmusik och enskilda salmsjungande röster som försökt att hålla sig åt givna noter. Hon har bevittnad sorg och glädje, minnesstunder, konfirmationer, vigslar, allt mellan himmel och jord. Kyrkan har givit gatornas olika ljuder en helig omgivning; Kungsträdgårdens koncerter och brandkårens och polisens sirener, trafikens ljuder - liksom att påminna oss om att kyrkan finns i världen och världen i kyrkan. Vi går till kyrkan bland annat till att söka det rofyllda rumet, den heliga närvaron, för den tysta bönen, för att se och njuta, lyssna till musik, lyssna till vår innre röst lyssna till Gud och ta emot hans gåvor genom ord, ande, bröd och vin.
Francois Venant (Jakobs draumur) I.Mos.28:10-13. Myndin hangir yfir altari skírnarkapellunnar (Flemingska- og Hornska grafkapellan) í St. Jakobskirkjunni i Stokkhólmi
När jag har stått framför det här altaret, har jag ofta funderad på tavlan som står ovanför altarbordet. Den är målad av holländeren François Venant [1591-1636] i början av 1600 talet. Den berättar oss en historia från det Gamla testamentet, från Första Mosebokens 28:e kapitel. Här nalkas Gud den unga Jakob som sover: Vi ser hur änglar Guds går upp och ner den himmelska trappan liksom till att visa att Gud är där. Det är svårt att tolka Guds närvaro på en tavla när man inte vet hur han ser ut, ingen har set honom. Inte ens konstnären har vågat försöka avbilda Gud fader.Men vi märker Guds närvaro. Hans närvaro märker vi bäst vid hans altar, vid den plats och kyrkans brännpunkt var Gud närmar sig oss genom bröd och vin. Eller som jag brukar säga: Heliga saker för heligt folk, i den här välsignada kyrkan. Kyrkan är en gåva, en gåva från Gud byggd visserligen av män för värdsliga pengar. Men hon skall vara ett helgat skydd, en reserverad lokal, en hållplats var ord och sakramente förvaras och utdelas av kärlek - til vort helande och vår opp-muntring - genom den heliga anden. Medan Jakob sov, gav Gud honom sitt löfte, att mot hans trofasthet skulle Jakob alltid njuta av Guds helgande närvaro. Gud ger oss det löfte ännu idag. Här idag, här och nu S:t Jacobskyrkan.
Trú og hugleiðingar | Breytt s.d. kl. 15:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.11.2008 | 10:52
Heillaóskir til mótmælenda!
Þið sem ætlið að mótmæla niðurlægingunni, siðleysinu, viðbjóðinum, lygunum öllum, óréttinu, myrkri framtíð barnanna okkar, hækkuðum vöxtum - ÖLLUM pakkanum:
GANGI YKKUR VEL. VERIÐ LANDI OG ÞJÓÐ TIL SÓMA, VERIÐ EINBEITT OG STAÐFÖST!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.11.2008 | 09:54
Seljum krúnudjásnin upp í skuldir
Það er örugglega eitthvert útgáfufyrirtæki innan landamæra Evrópubandalagsins sem vill kaupa útgáfuréttinn að ritverkum Halldórs Kiljans Laxness. Ef það er vilji meirihluta þjóðarinnar að ganga í Evrópubandalagið ætti að vera í besta lagi að selja krúnudjásnin innan bandalagsins og þannig tryggja okkur velvild Evrópubandalagsins. Að vísu verður kannski bið á því að við fáum Laxness útgefinn á íslensku, en skítt með það! Það eru svo margir aðrir rithöfundar í Evrópu sem bíða eftir að vera gefnir út! Svo auðvitað mun hann gleymast, en við fáum peninganna.
En það er líka rétt að hugsa það mál til enda að í fyllingu tímans mun hið sér íslenska koma að hverfa inn í haf aðildarríkja fjölþjóðabandalagsins, sem flest, hvert og eitt beitir áhrifum sínum og miklu fjármagni (eitthvað sem við munum ekki hafa næstu 2-3kynslóðir) til að halda sinni menningu og tungu lifandi.
Hugsið ykkur, það er þetta bandalag sem skammsýnir Íslendingar vilja verða meðlimir að, og því miður eru Íslendingar flestir skammsýnt fólk eins og dæmin sanna.
![]() |
Útgáfa á bókum Laxness í hættu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.11.2008 | 13:00
Mér blöskrar hræsnin, siðleysið og fyrirlitningin
Hvernig getur þetta fólk sýnt á sér andlitið eftir að hafa gert grein fyrir ofurlaunun núna á hrakningargöngu þjóðarinnar? Mér þykir að fólk þurfi að vera siðblint og gersamlega úr öllu samhengi við kjarastríð og ástandið eins og því er lýst nú, bæði heima og erlendis. "Íslendingum getur ekki verið sjálfrátt" sagði kunningi minn hér í Stokkhólmi, þegar ég hafði þýtt þessa frétta um launakjör "nýju" bankastjóranna.
"Bíddu við" spurði hann "er þetta ekki landið sem sveltir námsmenn sína erlendis, getur ekki greitt fólki út af bankareikningum sínum og kvartar síðan og kveinar yfir illri meðferð IMF og Evrópubandalagsins?"
"Það er greinilegt þegar maður sér þetta að stjórnvöld eru að ljúga að ykkur og heiminum um efnahagsástandið. Enginn borgar svona laun þegar allt er í neyð og volæði" sagði kunningi minn að lokum.
![]() |
Laun Elínar Sigfúsdóttur 1.950 þúsund á mánuði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.11.2008 | 10:56
Lesið og lærið hvað herrarnir hafast að
Rakst á þessa gúrkufrétt!
Það er alveg ótrúlegt að fylgjast með hvað þeir hafast að þarna niður í Brussel/Bruxelles. Það sem kemur mest á óvart er að þetta í Brussel/Bruxelles er fyllsta alvara og á málinu tekið af meiri krafti en aðstoð við Ísland.
Þetta er bandalagið sem meirihluti Íslendinga vill ganga í. Hjálpi mér hamingjan!
![]() |
Aflétta banni við bognum gúrkum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 11:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
13.11.2008 | 13:45
Forseti Íslands mokar skítinn fyrir alþingis- og embættismenn
Forseti Íslands virðist hafa farið mikinn með sendifulltrúum erlendra ríkja nú fyrr í vikunni. Í sænska fréttablaðinu Metro [bls. 15; 13.11.2008] segir að forsetinn hafi sett út á meðal annars Svíþjóð í sambandi lítil eða engin viðbröð og aðstoð vegna efnahagsástandsins á Íslandi. Hér er greinin eins og hún birtist í Metro:
Í greininni segir: Skuldsatt Ísland: Svíþjóð svikari
Forseti Íslands reiður - vill að landið "leiti nýrra vina".
Ísland er búið að taka upp stríðsöxina mót Svíþjóð og öðrum svikurum sem hafa ekki brugðist við alvarlegu efnahagsástandinu á Íslandi. Á föstudag skammaðist herra Ólafur Ragnar Grímsson í Svíum vegna sinnuleysis þeirra og annara landa á hádegisverðarfundi.
Að Norður-Atlandshafssvæðið sé mikilvægt Norðurlöndunum, Bandaríkjunum og Bretlandseyjum virðist vera staðreynd sem þessi lönd líti gersamlega framhjá, er sagt að herra Ólafur Ragnar hafi sagt á téðum hádeigisverðarfundi. Orð forsetans virtust koma sendifulltrúum í opna skjöldu og var þeim brugðið við, er haft eftir norska sendifulltrúanum.
Af Norðurlandaþjóðunum voru það einvörðungu Norðmenn og Færeyingar sem hafa boðið hjálp sína. Til og með hafa Færeyingar boðið Íslendingum enn frekari aðstoð, nokkuð sem forsetinn lofsamaði.
Forsætisráðherra Svíþjóðar, Fredrik Reinfeldt segir í samtali við Metro að hann hafi vissan skilning fyrir hinni íslensku óþolinmæði. Kveðst hann skilja að biðlund Íslendinga sé takmörkuð, því vandinn standi þeim nærri og því hafi han skilning á því sem sagt hafi verið um téðan fund forsetans og sendifulltrúanna.
Forsetinn bauð Rússum að koma og nýta gamla NATO setuliðsstöðina í Keflavík. Sagt er að rússneski sendiherran hafi brosað, en sagt nei takk, er haft eftir Klassekampen sem kynnt hefur sér skýrslu utanríkisráðuneytisins norska.
IMF lánið sem Ísland átti að fá upp á 2,1 milljarð dollara var tilbúið til afhendingar þegar þann 24. október, en formlegt ákvarðanataka hjá IMF hefur dregist. Fleiri löng, með Bretland í fararbroddi, krefjast að Ísland geri fyrst upp skuldir sínar til sparifjáreigenda í Evrópusem töpuðu einnig fjármunum sínum þegar íslensku bankarnir hrundu, er haft eftir Financial Times.
greinin á vefsíðu Metro:
http://www.metro.se/se/article/tt/2008/11/12/islandfinanskris_webb/index.xml
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.11.2008 | 09:31
Ekki sérstaklega stómannlegt af frændum okkar!
Ein ríkasta þjóð í heimi, sú sem talin hefur verið okkur skyldust, hefur nú sett fyrirvara um aðstoð við Ísland. Þar með setur Noregur sig á sömu skör og Evrópusambandið. Skilyrðislaus kærleiki er ekki til hjá Norðmönnum, og því verðum við að telja þá okkur fjarskyldari en blessaða Færeyingana sem allt gott vilja okkur, nú þegar við erum komin á hnén.
Norðmenn af öllum hafa brugðist okkur og sett fyrirvara á vinskap sinn gagnvart Íslandi. Þeir voru í stöðu að aðstoða bróður í vanda, en létu hjá leiða að gera það! Minnumst þess!
Minnumst þess líka að Evrópubandalagið gerir ALLT til að knésetja okkur enn frekar. Minnumst þess þegar við tölum um AÐILD að því fjölþjóðaskrímsli.
![]() |
Lána Íslandi með fyrirvara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |