Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Jarðafara(ó)siðir

 Graveyard_of_Dunfermline_Abbey

Í sjónvarpsþætti sænska ríkissjónvarpsins SVT sem gengur undir nafninu Uppdrag granskning hefur sannarlega verið svipt hulunni af svikum og ekki minnst ógeðfeldum starfsháttum kirkjugarðsstarfsmanna hér í landi.  Að því síðar

Um nokkurt skeið hefur rannsókn á vegum sænskra fjölmiðla á útfarasiðum Svía. Kirkjulegar athafnir hafa verið rannsakaðar, aftur rannsakaðar og svo enn á ný.  Ekkert hefur þar komið fram sem Svíum mislíkar, vissulega skoðanirnar margar um tónlist, lengt, ræðu prests og svo framvegins.  Almenn ánægja er með þjónustu þá sem fólk fær þegar um kirkjulegar og borgaralegar útfararathafnir er að ræða.

En þegar sjónvarpsfólk og rannsóknablaðamenn fóru að "grafa" dýpra og ganga á fólk, fóru að koma í ljós óhuggulegir hlutir. Allt í einu var eins og stungið hefði verið á kýli og gröfturinn vall út. Reiði fólks varð hamslaus og fréttamenn Uppdrag granskning fréttaþáttarins tóku að kynna sér málið enn ýtarlegar.

Fram kom að lengi hefur sú venja verið til staðar hjá kirkjugarayfirvöldum hér víða í Svíþjóð að eftir útfararathöfn er lokið og kistan hefur verið látin síga í gröfina að þjappað er ofan á kistulokið með lítilli gröfu. Með þessu er kistulokið brotið og hliðar kistunnar leggjast saman. Eftir þessar aðfarir er kistan oft svo útleikin að sjá má sundurkraminn líkamann sem í kistunni liggur og jafnvel brotna hauskúpuna. Nóg um slíkar lýsingar. Samkvæmt upplýsingum kirkjugarðsstarfsmanna er þetta gert í því augnamiði að spara seinnitíma vinnu. Sé þetta gert þarf ekki, skv. kirkjugarðsstarfsmönnum, að fylla á með mold síðar og sparar maður þar tíma og starfsfólk.

Svona aðfarir eru að mínu viti ógeðfeldar í hæsta lagi. Vona ég svo sannarlega að svona vinnubrögð þekkist ekki á Íslandi. En rétt væri að kanna það samt.

Hér er vísun í sjónvarpsþáttinn Uppdrag granskning á SVT:

http://svt.se/svt/jsp/Crosslink.jsp?d=93154&a=1135916&lid=puff_1340808&lpos=extra_0

 


Að rífast um páfans skegg

Með það í huga hvað fáir páfar hafa verið skeggjaðir er hugtakið sennilega svolítið snúið og merkingarlega öfugsnúið. Í raun er það nátengt því að rífast um keisarans skegg. Hallast ég að því að hið fyrra sé upprunalegra. Hér sé í raun átt við að rífast um ekkert.  (Síðasti skeggjaði páfinn var jú Innocentíus XII [1691-1700]).

pafinn

Það blæs um hans heilagleika páfann í Róm þessa dagana. Það virðist ekki vera laust við að þessi páfi sem nú situr, Benedikt XVI., hafi svolítið gaman að því að hræra upp í pólitískri og trúarlegri umræðu (sami hlutur) af og til. Forveri Benedikts páfa, Jóhannes Páll II. var hin mesta friðardúfa, þótt hann væri staðfastur í sinni trú og margir yrðu að ganga gegn samvisku sinni til að fylgja páfa að málum. Trú páfa og trú kirkjunnar er sú sama, þar sem útlegging hins fyrrnefnda ræður.

Páfinn hefur lent í umræðunni aftur nú síðustu daga vegna sáttaleitanna hans við "Bræðrafélagið Pius X" (oftast kallað bara SSPX) þar sem biskupinn Richard Williamson er í forsvari.  Félagsskapurinn fyrrnefndi hefur oft lent milli tannanna á fólki vegna sérstaklegar sögutúlkunar þeirra á því sem hefur með Helförina i Síðari heimstyrjöldinni að gera. Williamson biskup hafnar að Gyðingar hafi verið sendir í gasklefanna og þannig 6 milljónir drepnar að skipun yfirmanna Nasista í Þýskalandi (og herteknum löndum). Ekki er ein báran stök, heldur hefur téður biskup Williamson fullyrt að árásin á nokkrar byggingar í New York og Washington i Bandaríkjunum þann 11. september - hafi verið gerð af Bandaríkjamönnum sjálfum.

Helstu viðbrögð og þau hörðustu hafa orðið vegna afneitunar þessa katólska biskups á helför Gyðinga í Heimstyrjöldinni síðari. Þessi ummæli og önnur urðu til þess að forvera núverandi páfa Jóhannes Páll II  bannfærði biskup þennan og félagsskapinn. Hann fékk t.d. ekki inni í kirkjum katólsku kirkjunnar og varð að leita á náðir annarra kirkjudeilda til að fá þak undir höfuðið. Jóhannes Páll II. páfi semsagt bannfærir þessa hreyfingu 1. júlí 1988, sem hann skyldi sem að væri að kljúfa kirkjuna. Megin rökin fyrir bannfæringu páfa voru ekki staðhæfingar leiðtoga SSPX um Gyðinga eða annað af sögulegum toga, heldur agabrot gegn páfavaldinu. Þeir vildu stjórna sér sem sjálfstæðri stofnun innan rómversk katólsku kirkjunnar. Svo virðist sem vandinn hafi komið upp í valdatíð Lefebvre erkibiskups, sem geðjaðist ekki að breytingum þeim sem gerðar voru á helgihaldi og stjórn rómversk katólsku kirkjunnar eftir Annað Vatíkansþingið.

Nú 21. janúar 2009 afnemur semsagt páfinn Benedikt XVI bannfæringu forvera síns og leyfir félaginu að teljast á ný til "sauða sinna", en gefur prestum og biskupum ekki vald til að þjóna embættum þeim sem þeir áður höfðu vígst til.

Talið er að þessi umdeildi gjörningur páfa að rétta út sáttarhönd til þessa umdeilda hóps/fylkingar sé gerður í því augnamiði að halda fast um "einingu kirkjunnar". Hætta sé á að hundruðin þúsunda fólks yfirgefi annars kirkjuna og stofna endanlega nýja og að samningastaða páfa gagnvart hópi Williamsons biskups SSPX verði betri ef hann er "undir valdi" páfa.  Þannig er það skýring Páfastóls að hér sé EKKIverið að sættast á sögutúlkun SSPX nér skrýtnar skoðanir hreyfingarinnar, heldur verið að "bjarga því sem bjargað verði" í samskiptum Páfagarðs og SSPX.


mbl.is Páfiinn veldur enn uppnámi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þorláksmessa á vetri - 23. desember

 Laki

Mér þykir vert að minnast þessa dags, Þorláksmessu á vetri. Margir skilja strax af nafninu hvaðan minning þessa dags er dregin, en færri vita af hverju við höldum þennan forna hátíðisdag helgan. Á þessum degi er minnst dánardægurs Þorláks biskups, verndardýrðlings Íslands. Á myndinni hér að ofan er Þorlákur sýndur lengst til hægri. Hinir eru heilagur Guðmundur góði Arason (fjærst til vinstri) og næst Þorláki (í miðið) stendur heilagur Jón Ögmundsson (Þjms. 4380).  Myndin er ef svokölluðu „Hólaklæði“ sem var altarisklæði eða svokallað antipendium og huldi vanalega framhlið altaris.Þorlákur helgi Þórhallsson var fæddur á Hlíðarenda í Fljótshlíð 1133, látinn í Skálholti 23. desember 1193. Hann var biskup í Skálholti frá árinu 1178. Hann lærði fyrst í Odda hjá Eyjólfi Sæmundarsyni fróða en fór síðan utan og lærði í við þekkt menntasetur í París og Lincoln á Englandi á árunum 1153–1159. Eftir utanförina var hann fyrst prestur í benediktínanunnuklaustrinu Kirkjubæ á Síðu eða allt uns hann varð príor 1168 og síðar ábóti í nýstofnuðu ágústínusarmunkaklaustri í Þykkvabæ í Álftaveri. Hann var kjörinn biskup á Alþingi 1174 en hann var ekki vígður til biskups í Niðarósi fyrr en 2. júlí 1178, af Eysteini Erlendssyni erkibiskupi (sennilega i Kapítulakapellunni sem fyrst var byggð við það sem í framtíðinni varð Niðarósdómkirkja). Hann átti löngum í harðvígum deilum við veraldlega höfðingja um forræði kirkjunnar yfir eignum kirkna í landinu og síðan í siðferðismálum landans.

Hann var tekinn í dýrðlinga tölu á Íslandi og áheit á hann leyfð árið 1198. Bein hans voru tekin upp 20. júlí það sama ár. Hann á tvo messudaga á ári; Þorláksmessu á vetri - 23. desember og Þorláksmessu á sumri - 20. júlí (Skálholtshátíð). Jóhannes Páll II. páfi staðfesti 14. janúar 1985 heilagan Þorlák sem verndardýrðling Íslands.


Messa heilagrar Sesselju - 22. nóvember

st_caecilia_verona

Í kvöld ætla ég að venju að setjast niður stinga geisladiski í DVD-spilarann og hlusta á Messu heilagrar Sesselju eftir Joseph Haydn. Þetta hef ég gert nú í a.m.k. 8 ár. Heilög Sesselja er að gamalli kirkjuhefð verndardýrðlingur tónlistarinnar í kirkjunni. Minningardagur þessa dýrðlings er 22. nóvember er sömuleiðis afmælisdagur minn. Mér finnst þetta passa svo vel því kirkjutónlist er mér hugleikin og kær. 

Hef þetta stutt blogg í kvöld - því ég þarf að undirbúa messu fyrir morgundaginn.  :)  Góða nótt hrelldi heimur!


Dómsvald þjóðkirkjunnar

Ég verð að játa að mér var ókunnugt um að kirkjan hefði dómsvald. Ég vissi að einhverskonar "aganefnd" væri til staðar ásamt mörgu öðru undir þaki Laugavegs 31.  En að kirkjan hefði dómsvald, er eitthvað sem ég taldi liggja í sögulegum fortíð og tilheyra rómversk katólsku miðaldakirkjunni á Íslandi.  Margir kannast við kirkjuréttinn "Gratianus" og áflog konungsvalds og kirkjurétta á þessum tíma. Við siðaskiptin missti kirkjan dómsvaldið til ríkisvalds.  En að kirkjan hefði fengið dómsvald á 21. öld, vissi ég ekki. 

 


mbl.is Presturinn breytti ekki siðferðilega rétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugleiðing á allra heilagra messu (þýðing fyrra innleggs)

DSCF1639

"Engill" eftir Selmu Jónsdóttur (mömmu mína) - Keramik l.23cm x b.18cm x d.13cm

Matt. 6:19-23. 

Á laugardaginn er allra heilagra messa. Það er þá að fólk snýr sjónum sínum inn á við, og nokkurskonar sjálfsskoðun fer í gang. Fólk horfir tilbaka og skoðar hið liðna. Sjálf allra heilagra messa hefur fengið hálf sorglegt þema; dauðinn er hylltur, á sérstakrar áherslu á vonina, sem er kristninni svo eiginleg. Varla er heldur minnst á upprisuna. Samt er það eitthvað sem heillar við þennan dag. Líklega er það þetta tækifæri að hefja sjálfsskoðun, sem vekur áhuga minn.

Allra heilagra messa er minningardagur, sem og allra sálna messa sem kemur svo í kjölfarið 2. nóvember. Við minnumst allra þeirra dýrðlina sem ekki hafa fengið neinn sérstakan messudag, sem og allra píslarvotta kristninnar, sem eru margir frá fornu fari og síðast en ekki síst þeirra er láta líf sitt fyrir trú sína í dag. Þeir eru fleiri en okkur grunar.

Ég á mína dýrðlinga, sem ég virði og sýni lotningu gegnum bæn, samtal og ég umgengst þá. Þetta eru ekki hinir þekktu dýrðlingar sem við þekkjum úr kirkjusögunni, þótt þeir séu eflaust alls góðs verðir. Nei, mínir dýrðlingar eru lifandi, þeir anda sama súrefni og ég og þeir eru af holdi og blóði. Þeir eru meðal okkar.

Ég þekki þá, þar sem þeir standa í einkennisbúningunum sínum og taka þakksamlega við peningum til starfseminnar, meðan aðrir dýrðlingar annast sjúka og einmanna. Enn aðra þekkjum við af því að það eru þeir sem hringja í þig, þegar þú hefur ekki lengi verið þar sem þú átt vana að vera. Það er þetta fólk sem yfirgefur gæði heimsins og ró heimilisins fyrir þann sem þarfnast nálægðar, aðstoðar af einhverju tagi eða öryggis. Meðal þessara er fólkið sem hefur helgað sitt líf því að vera til fyrir annað fólk og þannig lifa sína trú. Meðal þessara hversdagsdýrðlinga er "Mamma Shadis", einstæð móðir í Æsufellinu.

"Það er líklega best að ég komi svolítið fyrr til vinnunnar í dag, þar er örugglega einhverjum sem seinkar vegna ísingar og klaka" hugsaðir mamma Shadis. Mamma Shadis er einstæð móðir með einn son, Shadi. Hún á að fara í vinnuna á morgun, rétt eins og alla aðra daga og hún leggur fram fötin sem hún ætlar að nota. Það er svo mikið sem gerist núna; sonurinn hefur beðið um peninga, hann vill fá ný föt og hann hefur byrjað að umgangast vini sem hún veit ekkert um. Hún leggur nokkra þúsundkalla á eldhúsborðið, brýtur því næst umhyggjusamlega saman fötin hans sem liggja tvist og bast um forstofuna. Shadi er henni allt, han er sonur hennar og pabba hefur hann aldrei átt. Hún hefur bara verið mamma Shadis í augum allra, nafnlaus og ósýnileg. 

Henni verkjar í kroppinn. Streita síðustu daga yfir því táningslífi sem Shadi lifir, hinum óþekkta vinahópi hans og svo streitunnar sem hún upplifir á vinnustaðnum. Hún er alltaf svo þreytt þegar hún kemur heim, útslitin og þráir ekkert meir en að leggjast í rúmið, en það eru bara draumar, því það þarf að þvo þvott, búa til mat, strauja, þrífa...  það er í raun ekki einusinni tími fyrir drauma. Shadi sonur hennar lifir þar að auki lífi sem hún skilur ekki. Lífi sem væri óhugsandi í heimalandi hennar, Írak. Í fimmtán ár, er hún búin að vinna í þjónustuhúsi fyrir aldraða.

-

Býtíð! Hún er ein þeirra fáu sem taka strætó. Nokkrir sem þar standa hafa sagt "Daginn" - en hún hefur forðast að mæta augnaráði þeirra. Sérstaklega karlmannanna. Í öllum veðrum hefur hún staðið þarna í biðskýlinu í sinni gömlu vetrarkápu og leitast við að vera ekki fyrir fólki, reynt að vera ósýnileg og falla inn í heildina.

Þegar til vinnunnar er komið tekur á móti henni Óskar næturvörður. Hann hefur greinilega sofið yfir sig. "Daginn Fatíma" segir hann. Hann veit ekki hvað hún heitir, heldur bara kastar fram því sem hann heldur að sé rétt þann daginn. Það var hann sem sýndi henni áhuga á fyrstu og einu árshátíðinni sem hún hefur farið á. Hann hafði verið drukkinn. Hún horfir feimnislega mót honum en gengur síðan inn í starfsmannaherbergið og skiptir um föt og gengur síðan inn til hálfsofandi næturvaktarfólksins.

Elísabet, forstöðukonan stormar inn. Hún virðist þreytt. "Við erum einni færri í dag" segir hún "Sigga Dísa hringdi og sagðist ekki koma. Hún er veik. segir hún með þótta. "Fjórða skiptið í mánuðinum. Hún hringdi úr farsímanum sínum!" Elísabet fer út. Mamma Shadis heyrir fótatak hennar fjarlægjast, síðan staðnæmast og loks koma til baka. Elísabet stingur inn kollinum; "Á meðan ég man: Steinþóra gamla á herbergi 13 dó í nótt. Ég trúi ekki að neinn komi - hún var jú einstæðingur og hálfgeðill. Getur þú ekki litið eftir herberginu, ef einhver skyldi nú koma." Elísabet hverfur jafnskjótt og hún kom. Um leið og mamma Shadis týnir saman bolla og diska eftir næturvaktina heyrir hún bíl Elísabetar. Það vælir í köldum mótornum. Framljósin kasta láréttum geisla inn um gluggann eina örskotsstund og hverfur svo jafnskjótt.

Mamma Shadis gengur fram ganginn. Hún staðnæmist dyrnar. 13. Steinþóra Guðlaugsdóttir. Hún opnar dyrnar og það er kalt í herberginu. Gluggar hafa verið opnaðir. Hún setur sig á stól sem stendur hliðina rúminu. Á náttborðinu standa blóm sem staðið höfðu í matsalnum daginn áður. Steinþóra lá á rúminu og hafði verið insveipt í lín. Dauðinn var ekki framandi mömmu Shadis. Þegar hún fór frá Írak...  þá voru ofsóknartímar. Hún hafði skilið allt eftir....   

Hún teygir sig upp og tekur eitt blóm úr vasanum og leggur á brjóst Steinþóru. Augu hennar og Steinþóru höfðu oft mæst, þær höfðu hlegið saman og skilið það sem enginn hafði skilið í farin hvorrar annarar. Nú var Steinþóra dáin.   Mamma Shadis lokar augunum. Hún merkir nærveru Steinþóru.

Það var sem að í hjarta hennar fæddust orðin. En þetta voru orð engils. "Kæra Amina, þú sem varst útlendingur í nýju framandi landi, ÞÚ hefur þjónað mér af trúmennsku, heiðarleika og gleði. Mínir minnstu hafa notið alúðar þinnar og óskilorðsbundins kærleika. Laun þín munu verða ríkuleg. Þú hefur skaða nálægð þar sem nálægð var ekki að finna, þú hefur vakið ljós í lífi hverra ljósið hafði slokknað. Þú ert lifandi dýrðlingur, ljósberi vonar og lifandi fyrirmynd. Guð hefur blessað þig.

-

Ef til vill er til einhver Amina. Kannski stendur hún fyrir þá mörgu sem eru eins og hún. Allavega vona ég það. Amina, þótt tilbúin af mér, stendur fyrir nútímadýrðlinginn. Dýrðlinga sem við skulum minnast núna á allra heilagra messu og ekki síst, allra sálna messu.       (BGB)

 ______________

ps. dýrlingur ætti í raun að skrifast með "ð"; dýrðlingur.  Hann er ekki "dýrlegur" heldur "dýrðlegur" sem um leið skírskótar til hins himneska.


Nútímadýrðlingar á allra heilagra messu (1. nóv)

Kyrkans moderna helgon 

På lördag är det dags igen för allhelgonadagen. Det är då, många tittar inåt, tittar tillbaka till det som var, det förgångna. Själva dagen, allhelgonadagen, har fått ett ganska trist öde; döden hyllas, men utan större betoning på det kristna hoppet och uppståndelsen. Dock tycker jag om den självskådning vi uppmuntras göra. Att vi skådar det som hänt är lärdomsrikt och då kommer fram olika minnen. Allhelgonadagen är en minnesdag. Vi minns de helgon som inte har fått någon särskild festdag och kristendomens många martyrer. Jag har mina helgon, jag vördar genom bön, samtal och umgänge. Dessa är inte de traditionella helgon vi alla känner i kyrkohistorien. Nej, inte alls. Mina helgon lever, andas och finns till. Jag känner igen dem när julen kommer och de står i sina uniformer och tar tacksamt emot pengar till sitt arbete medan andra sköter om våra sjuka. Ännu andra är de som ringer upp dig när du inte har varit där du brukar vara, och, det är de som lämnar världens bekvämlighet för den som behöver närhet, hjälp och trygghet. Det är de som bryr sig villkorslöst. Bland dessa finns det folk som helgat sitt liv att finnas för andra och leva sin tro. En av dessa är Shadīs mamma, ensamstående mamma i Alby.                                             

”Ajj, nu ställer de om klockan igen” tänkte Shadīs mamma. ”Det är bäst att jag kommer lite tidigare imorgon till jobbet, det är säkert någon som har glömt… .” Shadīs mamma är ensamstående mamma med en son, Shadī. Hon skall på jobbet imorgon som alla andra dagar och hon lägger fram sina kläder. Det är mycket som händer, sonen har bett om pengar, behöver nya kläder och har börjat umgås med kompisar hon inte vet något om.  Hon lägger pengar till Shadī på köksbordet, viker omsorgsfullt hans kläder som legat på golvet i hallen. Shadī är henne allt, han är hennes son, en pappa har aldrig funnits. Hon har alltid bara varit Shadīs mamma. Hon känner sig trött i kroppen. Stress alla dagar över Shadīs alltmer hemliga tonåringsliv och stress på arbetet har gjort att alla dagar omsluts av bekymmer och den prestationsångest hon upplever hela tiden. Shadī lever ett liv som hade varit otänkbart i hennes hemland och hon förstår inte allt. I femton år har hon arbetat på servicehuset.                                                                                                                                  

Det är tidig morgon. Många känner igen henne på busshållplatsen. Några har sagt ”Hej” – men hon undvikit ögonkontakt, särskilt med männen. I alla väder har hon stått där i sin vinterrock och försökt att vara inte i vägen, falla in och bli osynlig. På jobbet tas hon emot av nattvakten som har glömt att idag får han gå hem en timme tidigare. ”Go´morron Fatima” säger han. Han hade aldrig vetat hennes riktiga namn. Det var han som visade henne intresse på hennes första och sista personalfest. Han hade varit drucken. Hon ler blygsamt mot honom och går in i omklädningsrummet, byter om och går in till de halvsovande kollegerna personalrummet. Eva, förestånderskan kommer in. Hon verkar trött. ”Nu är vi en färre idag – Malin kommer inte – hon ringde mig igår från sin mobil. Sade hon var sjuk. Fjärde gången i månaden! Hon ringde inte från sin hemtelefon!” Eva går ut. Shadīs mamma hör hennes snabba fotsteg närma sig och Eva kommer in och säger sådan i förbifarten ”Just det, Ingeborg på rum 13 dog igår kväll. Jag tror inte någon kommer, gumman var ju enstöring och halvtråkig. Kan du inte snygga till där inne fall någon skulle komma”. Eva försvinner såfort hon kom och medan Shadīs mamma plockar undan i arbetsrummet hör hon Evas bil. Framlyktorna kastar snabbt ett horisontellt ljus in i arbetsrummet.                                                                                      

Shadīs mamma går in till Ingeborgs rum.  Hon sätter sig bredvid hennes säng. Ingeborg ligger där insvept och blommor står i en vas på nattygsbordet. Ingeborg var den enda som alltid kom ihåg vad ”Shadīs mamma” riktiga namn. Deras blickar hade möts vid flera tillfällen, de hade skrattat och förstått något ingen annan hade förstått hos varandra. Shadīs mamma tar en blomma från vasen och lägger på Ingeborgs bröst. Nu var Ingeborg borta. Hon blundar. Det är som att Ingeborg är där. Shadīs mamma märker hennes närvaro tydligt.                                                            

Det var som att i hennes hjärta föddes orden, det var en ängels röst: ”Du kära Amīna, du som var främling i ett nytt land, du har tjänat mig troget, uppriktigt och av glädje. Dina löner blir rikliga. Du har skapat närhet där närhet inte fanns, du har väckt ljus i liv hos dem vars ljus slocknat. Du är mitt levande helgon, hoppets fackelbärare och en levande förebild. Var främst bland mina. Gud har välsignat dig.Kanske finns en Amīna därute. Hon kanske står för de många som är som hon. Jag hoppas det. Hon står för kyrkans moderna helgon. Låt oss minnas dem på allhelgonadagen.                                                        

AMEN


Kirkjan,fólkið og trúin

Ég fór í guðsþjónustu um daginn. Það er svo sem ekki í frásögur færandi, enda finnst mér gott að fara í kirkju. Við vorum sennilega um 40 kirkjugestirnir í þessari stóru virðulegu kirkju. Presturinn hafði vandað til prédikunarvinnu sinnar og guðsþjónustan var hin fallegasta í alla staði. Eftir guðsþjónustuna ákvað ég að labba smá aukakrók umhverfis kirkjuna og um nálægar götur.

Ég fór að hugsa hvers vegna svo fáir kæmu til guðsþjónustunnar sunnudag eftir sunnudag. Einu stundirnar þá er fólk kemur til kirkju er þegar fólk stendur í hinum svokölluðu "stóru stundum": Jólum, páskum, skírnir, jarðarfarir, aðventukvöldum, minningarguðsþjónustum og þessháttar. Þesskonar kristni heitir stórhátíðakristindómur og þeir/þær sem mæta einungis í kirkju á slíkum stundum: Stórhátíðarkristnir.  Því miður skilur maður að fólkið komi ekki oftar til kirkju þar sem það er ekki í neinu lifandi samfélagi með kirkjunni og hefur ekki tengsl við hina framvindustýrðu boðun kirkjunnar (kirkjuárið og tengslín við stórhátíðirnar). 

Samfélagið er slitrótt í gerð sinni. Þar er vandamálið hið eiginlega siðrof, fjarlægðin milli einstaklinga og sérhyggjan sme tröllríður öllu. Hver er sinnar gæfu smiður og virðist sem sú hugsun hafi orðið til að byggja múra milli fólks. Yfir þennan rammgerða múr kemst knappast fuglinn fljúgandi. Kærleikurinn reynir að brjóta niður þessar múra. Boðun kristinnar kirkju er boðun hins óeigingjarna kærleika. Kærleika sem krefst ekki endurgjalds, heldur eflist við hvert kærleiksverk.  Kærleikurinn þarfnast þó stuðnings staðfestu og reglu samfélagsins sem á í helstu atriðum að spegla rétt og réttlæti.  Kirkjan er til sem stofnun til að standa vörð um réttlæti, kærleika og boðun þessa tveggja. Kirkja á að vera vökull vörður réttinda fólks, allra og gæta þess að fólk fái að lifa í kærleika og friði, að allir fái að njóta umburðarlyndis sem sýni ábyrgð í gerðum sínum, lífi og samfélagsþátttöku, að enginn verði dæmdur að ósekju, að kröfur ríkisyfirvalda og samfélagsins verði aldrei svo miklar á þegnanna að þeir standi ekki undir þeim. Réttlæti og friður skal haldast í hendur.

I nokkur ár hefur kirkjan fjarlægst þetta flókna og metnaðarfulla hlutverk sitt. Sett sig á sess sem hennar ekki er. Hér á ég við að hún hefur færst frá því að vera kærleikans musteri, sjúkrahús syndara og bænahús til að vera færibandavinnustaður, tómleikans hús. Eftir höfðinu dansa limirnir og hin andlega leiðbeining hefur verið víðs fjarri því að endurspegla það hlutverk að fylgja sporum Krists.  Kirkjan hefur tæmst af fólki. Hún hefur komið afvega og fest í því að vera stórhátíðakirkja fyrir stórhátíðasöfnuð sinn. Enginn dæmir bók bara eftir að lesa samantektina aftast í bókinni. Stóhátíðir gefa ekki fullnaðarmynd af kirkjunni sem samfélagi, heldur aðeins skjásýn - svo þröng sem hún getur verið. Kirkjan hefur komið langt afvega. En vegurinn sem genginn hefur verið afvega er ekki lengri en vegurinn heim, svo staðan er vinnanleg.

Smá pælingar á mánudegi. Vale pie lector!


Hugg det levande barnet...

Stutt hugvekja flutt vi messu í St. Jakobskirkjunni, Stockholm

Texti: I.Kon. 3:16-28

Vår herre Jesus Kristi nåd, Guds kärlek och den heliga Andes delaktighet vare med er alla. Amen.   

En sextonåring skrev på en bönelapp: ”Käre Gud! Jag är sexton år – vad skall jag göra?” Jag tror vi kan alla fråga samma fråga; ”jag är 36 år, 55år, 74år – vad skall jag göra?” Entydigt kan man inte svara på den frågan. Svaret varierar efter åldern och vem det är som frågar.  Innan mina konfirmander på Island skulle konfirmeras, fick de välja en kort text, några verser från bibeln. Dessa skulle de sedan läsa vid sin konfirmation. En av mina gamla konfirmander valde ord från Markusevangeliet [Mark.5:36] ”Var inte rädd, tro bara”. Den tjejen har alltid varit nöjd med sin konfirmationsvers. Hon har ofta tänkt på det vet jag och idag har versen fortfarande stor betydelse för henne, ty ofta när hon känner till bävan för något eller vet inte riktigt hur hon skall göra, ställer hon frågan: ”Vad skall jag göra?” och hon har sagt att orden ”var inte rädd, tro bara” ger henne styrka och råd till vettiga beslut.

Många människor är rädda. Rädda för att bli gamla, rädda för att göra fel, rädda för ensamheten, rädda för andras ondska, rädda för att andra inte skall gilla dem, rädda för allt möjligt. Gud vill inte att vi skall bära på sådan rädsla. Förhållandet mellan Gud och människa sätter all tänkbar fruktan i nytt ljus. Jag minns min egen bibelvers från Romarbrevet jag valde när jag konfirmerades, vilket har likadan mening: ”Om Gud är för oss, vem kan då vara mot oss?” Lite senare säger: ”Om Gud frikänner, vem kan då fälla?” All fruktan försvinner för Guds kärlek och visdom.

Skildringen om konung Salomos dom, den jag läste från Förra konungaboken är urgammal. Den har stått som en åminnelse om den visdom som Herren Gud gav konung Salomo och den bekräftar att nyckeln till människors hjärtan är genom kärleken. Salomo kunde inte göra DNA prov, han kunde inte kolla med övervakningskameror vad hade hänt den natten då en av kvinnorna som nu stod framför honom hade förlorat sitt barn och bytt ut det för den andra kvinnans levande son. Nej, det kunde han inte. Istället utförde han ett prov byggt på den kärlek endast en moder har för sitt barn, ett prov byggt på moderkärleken som är som Guds kärlek, gränslös.

Inom den nytestamentliga världen, där hellenismen hade varit den rådande faktorn pratade man om sofia tou Qeou eller Guds visdom. Den, visdomen, innebär sanningen om Gud; att Gud inte bara är sanning utan kärlek och han är, inte bara fakta i världen, men förutsättningen som finns bortom allt. Han är, vägen, sanningen och livet. Det är lite intressant att då kristendomen var helt ny, brukade man inte använda ordet ”kristendom” eller ”de kristne” om dens följeslagare. Utan pratade man om ”vägen” och dessa som ”följde vägen”. Det tar oss till den här kyrkan, S:t Jakobs kyrka. Ett pilgrimsmål för den som var på väg, följde vägen eller hade kommit av vägen och behövde hjälp att hitta vägen igen. Hitta hem till Guds visdom och kärlek. Helig Birgitta säger: ”Herre, visa mig din väg, och gör mig villig att gå den” och i Johannesevangeliet svarar Jesus Kristus: Jag är vägen, sanningen och livet.”

Gud ge att vi kan alla säga utan förbehåll: Herre min och Gud; jag kommer, ta min hand. Och han svarar: ”Var inte rädd, tro bara.”

 AMEN

Herre, när såg vi dig hungrig, fattig, behövande...

Stutt hugvekja flutt vi messu í St. Jakobskirkjunni, Stockholm

Texti: Lúk. 16:19-31

 Vår herre Jesus Kristi nåd, Guds kärlek och den heliga Andes delaktighet vare med er alla. Amen.  

Berättelsen om Lasarus kunde lika gärna vara från våra dagar. Det finns djup i världen mellan dem som har för mycket av både mat, pengar og bekvämlighet og dem som är hungriga, som inte vet var de sover nästa natt och lever i fullkomlig osäkerhet.Jag är splittrad när det kommer till tiggare. Hur ofta går man inte förbi människor som ligger på gatan som har ställt fram en lapp var det står att de är hungriga, hemlösa eller bådadera. Hur ofta sitter man inte på tunnelbanan och förbi går en kille eller tjej med lappar som de lägger på stolarna med bild och kort text, det är folk som tigger för sig själva och anhöriga. Hur ofta händer det inte oss som färdas runt om staden att man har vägen förbi någon som är behövande. Jag har det som regel att jag inte ger pengar. Par gånger har jag kollat om jag har en slant i fickan, men ångrat mig. Vad är det dessa människor behöver mest?  Är det mat eller är det något annat. Jag funderar ibland, vem är jag att gå bara förbi? Jag är väl inget bättre än farisén og leviten i liknelsen om den barmhärtige samariern? Kanske är jag rädd att blanda mig i deras dystra öde, kanske vill jag inte utsätta mig för fara när jag tar fram min slant. Kanske vill jag bara inte ge pengar, utan något annat som kan hjälpa på längre sikt. De ber om pengar, men är det alltid det de behöver mest?  Det har hänt att jag har undvikit att gå förbi tiggare, eftersom jag inte har tid att få dessas hela lidandes historia över mig. Vad är det för hav och himmel som skiljer oss åt? Varför kan jag/vi inte se Lasarus i ögonen og lyssna på vad han har att säga?  Jag tror jag vet varför jag inte gör det. Det är rädsla att bli berörd om jag går i någon slags relation till Lasarus, så jag stänger honom ute. De gånger jag har givit mig tid og lyssnat till gatans Lasarus, givit honom tid att berätta, ropa ut sin lidande, har jag funnit en människa, en människa sårad, med livserfarenhet jag ibland har haft svårt med att relatera till, men under nere finns en liten liten människa, likadan som jag själv. Vad händer om vi tillåter oss att bli berörda?  Jag kan bara säga vad har hänt mig. Gatans Lasarus kan behöva mat, läkarvård, kläder, bad, hjälp i största allmänhet, tid men framför allt behöver han vänner.  Kanske är det därför att det blir så ”farligt” att gå in i en relation med våra dagars Lasarus, att han kan hota vår bekvämlighet. Det kan orsaka att vi blir uteslutna och att vi själva blir isolerade. Det som vi anser vara ”farligt” för oss är att vårt liv kan ändras. Istället för att bara hjälpa, skjuter man saken från sig och diskuterar heller var skulden för andras eländiga liv ligger. På det sättet slipper vi hjälpa andra ut ur deras isolering som har lika mångsidigt ursprung och de behövande är många.  Det är naturligt att vara rädd om sitt. Men är man bara rädd om sin bekvämlighet. Men till andras hjälp ger Herren Jesus oss sin styrka, kärlek och ande. Med det kan vi hjälpa våra behövande systrar och bröder. I Matteusevangeliet säger Kristus: ”Jag var hungrig og ni gav mig inget att dricka, jag var hemlös och og ni tog inte hand om mig, jag var naken och ni gav mig inga kläder, sjuk og i fängelse och ni besökte mig inte.”  Två verser längre fram kan vi läsa: ”Sannerligen, vad ni inte har gjort för någon av dessa minsta som är mina bröder, det har ni inte heller gjort för mig. Baldur  +


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband