Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Guðs ríki er nærri

Stutt hlugleiðing samin eftirmiðdag fyrir Jónsmessu skírara. Hugleiðingunni verður flutt við "Heilandi messu" á fimmtudag í St. Jakobskirkjunni í Stokkhólmi.

Jóhannesarguðspjall 1:19-27.

Í dagatali kirkjunnar er að finna marga minningardaga dýrlinga. Margir þessara daga hafa tapa innihaldi sínu og oft stendur nafnið eitt eftir. Margir þessara daga eru sögulegir, hafa haft innihald sem stóð fólki nær en í dag, en flestir hafa þessir dagar horfið í tímans rás, og kannski best að það sé svo. Margir minningardagar kristindómsins eru vegna fólks sem látið hefur lífið fyrir trú sína, liðið hryllilegar þjáningar, verið hetjur vegna nafns Drottins á einhvern hátt. Ef við ættum að halda upp á alla minningardaga dýrlinga og píslarvotta, myndum við fljótlega verða leið á stanslausri hátíðinni, hversdagurinn hverfa og flugeldasýningin sem haldin væri hvert kvöld yrði leiðgjörn og illa séð.

Hátíðisdagur var þó í kirkjunni minni núna um eftirmiðdaginn í dag, þar sem nokkrir safnaðarmeðlimir úr koptísku kirkjunna (frá Egyptalandi) báðu um að fá að syngja nokkra sálma, kveikja á nokkrum kertum og láta brenna smá reykelsi í keri meðan á bænagjörðinni stæði. Þetta myndi taka 30 mínútur. Við þessu var auðvitað orðið. Ég slökkti á reykskynjaranum í kirkjuskipinu og gaf þeim þann tíma sem þau þurftu. Fyrir þessu fólki, koptunum mínum, er aðfangadagur Jónsmessu á sumri, fæðingardegi Jóhannes skírara Sakaríjassonar. Það var gaman að fylgjast með þessari athöfn og að lokum gáfu þau mér lítinn kross að gjöf frá Egyptalandi.

Ein vitur manneskja sagði einusinni að í raun væru ekki til þau orð í orðaforða okkar manna sem gætu mögulega lýst dýrð Guðs, eðli hans og visku. Að hann væri í raun of stór og mikill að við, manneskjur, ættum þess kost að skilja heilagleika hans. En önnur manneskja sagði að þetta væri vonlaust; að reyna að útskýra Guð með orðum. Best væri að segja að ljósið, það væri skuggi Drottins Guðs. Í Fyrsta Jóhannesarbréfi stendur þó að Guð sé kærleikur. Í raun segir það mér allt. Ég þarfnast ekki fleiri orða, ekki fleiri skýringa; Hann er Kærleikur. Auðvitað er að finna fleiri titla fyrir Guð í Bibíunni; hann kallast friðarhöfðingi, konungur konunga, skapari, herra, faðir, dýrðlegur, heilagur, Guð...  Eftir að hafa lesið um alla þá titla sem hann hefur getur maður vart annað en upplifað sig sem ógnarlítinn. Svo lítinn að erfitt er að skapa tengingu við hann, við duftsins synir og dætur.

Hvernig getum við frætt um hann, hvernig getum við boðað hann? Maður verður svo lítill eitthvað í samanburði við "skuggan af eilífu ljósi og dýrð Drottins". Manni finnst maður vera óverðugur, syndugur, skítugur og einskis virði. Hvað er ég? Er ég nokkuð annað fyrir augum Guðs en sandkorn á ströndu?  Hvað er ég að Guð skuli minnast mín? Eða eins og sálmaskáldið segir í áttunda Davíðssálmi "hvað er þá maðurinn, að þú minnist hans, og mannsins bar, að þú vitjir þess?"

Till einmitt þessara, til okkar manneskja miðaði Jóhannes skírari orðum sínum: Verið viðbúin. Hann kemur til þín, því að þú ert honum kær, þú skiptir máli og Guð vill leiða þig, samkvæmt því sem hann hefur lofað, til eilífs lífs með honum. Það er einmitt þetta sem er höfuðatriði trúarinnar: Fyrir Guði skiptir þú máli, hvernig þú ert meðhöndaður/meðhöndluð, hvenrig líf þú færð og hvernig þú vinnur úr því. Við erum öll jafnmikilvæg sem börn hans. Við erum kannski sem sandkorn á ströndu, en hvert og eitt okkar þekkir hann með nafni og kallar á okkur. Hverju og einu okkar hefur hann ætlað hlutverk. Hann, faðir okkar himneskur, elskar okkur nákvæmlega eins og við erum. Hann lyftir okkur úr duftinu og segir: Þú, ert einstakur/einstök rétt eins og þú ert. Verkefnin sem okkur eru falin eru misjöfn, en öll jafn mikilvæg til að hið himneska takmarkið megi nást.

Ég hef oft sagt að ég hafi hitt marga engla á ævinni. Margir þessara tilheyra minni fjölskyldu, vinum, eða fólki sem ég hef kynnst á ævinni, eða hverra verk ég hef séð. Orðið engill merkir sendiboði eða boðari. Í orðum, í verkum og lífi okkar eigum við að vera boða Guðs náð, kærleika, fyrirgefningu og umburðarlyndi. Enn slíkur boðberi var Jóhannes, kallaður skírari. Hann kom í heiminn til að vittna um um þann sem koms skyldi. Hann hvatti fólk að gera "afturhvarf"  til trúar og lífs með Guði, því Guðs ríki væri nærri. Aldrei hefur Guðs ríki verið nærri, en einmitt nú.


Kristus behöver dig. Han behöver dig just som du är.

Kolosserbrevet 3:12-17 / Andakt i S:t Jakobskyrkan, Stockholm 

Vår herre Jesus Kristi nåd, Guds kärlek och den heliga Andes delaktighet vare med er alla. Amen.  

Kristus behöver dig. Han behöver dig just som du är. Han kräver inga doktorstitlar, inga merkunskaper inom något särskilt område, han ställer inga krav på om du är kvinna eller man, europé eller av annat ursprung. Det är honom egalt. Det han ber om är din fullkomliga tillit, kärlek och att du är sann och ärlig i vad du gör. Han ber dig vara som den du är skapt att vara. Det är inte mer komplicerat än så att han vill använda dig till att slutföra sitt uppdrag på jorden. Det kanske känns konstigt men i den här kyrkan förkunnas Guds vilja på många olika sätt och på många olika oväntade ställen. De som varit på toan här i kyrkan vet vad jag menar. Där inne finns nämligen visa ord upphängda av en av våra medarbetare och ett av Guds älskade barn som har gått i hans tjänst. De visa orden är som riktade till oss här och nu, precis till oss just som de vi är.Det sägs att när Andra världskriget hade slutat, efter allt lidande och sorg och den hemska förlusten av det mänskliga, där människor blev djur och djuren verkade etiskt mer utvecklade. På grund av kriget hade folk inte kunnat sköta landet och boskapen och det som odlades fram blev stulet eller konfiskerat och den svåra hungersnöden tvingade folk även till kannibalism. Djungellagen blev allrådande bland de folk som tidigare stolta hade uppfunnit elektriciteten, telefonen, lärt sig att flyga och hittat läkemedel mot de största världsplågorna. Detta folk tappade fotfästet. Tekniska framsteg och de lysande tiderna gjorde att folk nu satte sitt hopp till industrin, uppfinningar och det rotlösa och det stundliga. Andlig anarki rådde för folket. Västvärlden glömde varifrån den kom ifrån, den glömde var dess rötter låg, från vilken jord den hade sitt ursprung. I teater, i litteratur, i politiken och inom filosofin framställdes Gud som overklig, som den vilseledande och den som det var dags var att trycka ur vägen. På många ställen tycktes han vara en ideologisk fossil. Tron betraktades som folkets opium, lämplig för den som inte ville se världen som den i verkligheten var. Efter andra världskrigets terror var världen utan hopp, människan hade förstört så mycket att där fanns inget kvar att kriga över. Allt ifrågasattes igen. Modernismen blev som en avskuren blomma som hölls levande med gödsel i ett glas samman med vatten. Bortskurna rötter och framtiden allt annat än ljus. Det visade sig att människan, som en tidigare opponent mot Gud, hade försökt att göra sig av med Gud. Människans högmod blev den till falls. Det visade sig än en gång att människan inte klarar sig utan Gud. Som aposteln Paulus säger ”jag ger er mjölk, eftersom ni inte klarar fast föda”.  Vi är barn, vi är så omogna och vi behöver en sträng fader. En som tuktar oss och lär oss.  När vi fylls av högmod är det endast en som skrattar. Han den samma är inte av denna värld, men han längtar efter den. Vid Andra världskrigets slut, passerade några engelska soldater en sönderbombad kyrka i en liten tysk stad. När de gick genom ruinerna hittade soldaterna ett krossat krucifix.  De samlade ihop delarna och kunde återskapa korset. Det enda de inte kunde hitta var Kristi händer. De bestämde sig ändå att resa upp korset med en överskrift: ”Gud behöver dina händer i världen”.  Kristus behöver dig. Dina och andras krafter. Världen blir inte bättre om vi, vanliga människor inte tittar mot korset och tar emot vårt uppdrag med glädje.  Gud behöver dina händer i världen”. 

BB+


Af litúrgískum litum kirkjunnar

Það er áhugavert að lesa tillögu sr. Sigurðar Árna, prests í Neskirkju í Reykjavík. Tillagan er sprottin sennilega af því að mörgum sem og sr. Sigurði Árna hefur þótt hinn fjólublái litur vekja upp dymbilvikutilfinningar eða föstutilfinningar og þannig ekki vera í samhljóm með vaxandi gleði komandi jólahátíðar og vaxandi ljósmagni nálægðarinnar við þá hátíð.

jkk0015 Hvítur hökull úr St. Jakobskirkjunni, 1932 

Það er skiljanlegt að svona komi upp hjá prestum. Í kirkjunni er miðað við leiðandi leiðbeiningar frá því á miðöldum, leiðandi reglur frá páfanum í Róm þess efnis að styðjast bæri við hreina ákveðna liti. Síðan festust þeir litir sem við notumst við í dag; rauður, hvítur, grænn, svartur og fjólublár og tengdust hver um sig hátíðum og tímabilum í kirkjuárinu. Raunar var sú "reglugerð" sett fram að gefnu tilefni þar sem ekki virtist vera nein stýring á litanotkun og flest allt gekk að nota. Vildi páfinn greinilega höfða til táknfræðilegrar og djúpsálarfræðilegra áhrifa litanna á kirkjufólk. Þannig tengdi hann hvítan lit kristshátíðunum, svartan lit sorg, rauðan lit heilögum anda og píslarvottum kristinnar trúar (fórnarblóðinu), grænn litur tengdist vexti og viðgangi meðan fjölublátt var blanda af rauðum og bláum, sem varð litur hinnar stilltu og djupu kristnu íhugunar. Gylltur litur var svo notaður af og til sem staðgengill hvíta litarins.

Almennt er litareglan:

Hvítur litur (eins hreinn og bjartur hvítur litur svo sem mögulegt er): Jól (jólatíminn til og med þrettánda dags jóla), skírdagur, Páskar (páskatíminn fram að hvítasunnu) og kirkjuhátíð. Annað: Hátíðir aðrar, skírnir (ef ekki er notaður litur þess kirkjuárstímabils sem er ríkjandi þá) og við útfarir barna. Rauður litur (hárauður): Annar dagur jóla (Stefánsdagur frumvotts), hvítasunna, þrenningarhátíð, minningardagar postula og píslarvotta kirkjunnar, allra heilagra messa, kristniboðsdagurinn. Fjólublár litur (dökkfjólublár): Notaður á föstunni og aðventu (notaður daginn eftir 1. í aðventu og fram til aðfangadags (hvítur litur frá og með aftansöng á aðfangadag jóla). Grænn litur (hreinn dökkgrænn): notaður á "sunnudögum eftir þrenningarhátíð" með fáum undantekningum og á sunnudögum eftir þrettánda dag jóla fram til föstu. Svartur litur: Föstudagurinn langi og við útfarir (minningarguðsþjónustur látinna).

jkk0001 Svartur hökull úr St. Jakobskirkjunni (framhlið), 1848.

Þekkt er að fólk gaf til kirkna sinna fögur klæði í öllum mögulegum litum og var það þá dýrleiki klæðanna og fínheit sem fengu að ráða því að þessar gjafir voru notaðar. Lengi vel vóru það rauðu höklarnir sem notaðir voru við helgihald á Íslandi og þótt viðar væri leitað. Þetta er litur sem passar sem stöðugildi allra annara lita og því praktískt at eiga einn rauðan hökul (sem passaði vel við antipendíum eða altarisklæði kirknanna). Einn slíkan notast ég stundum við í kirkjunni minni þegar ég hef verið með messur á "rauða" tímanum. Hann er frá 1773 og hefur haldið sér fjarska vel í gegnum árhundruðin. Hann hangir hér á herðatré bara svo að hægt væri að ljósmynda hann, en honum er pakkað inn í lín þess á milli hann er notaður og lagður í höklaskúffu.

 

jkk0007

 

 

 

 

 

 

 

 

Rauður hökull úr St. Jakobskirkjunni (bakhlið), 1773 

 

Ég held að fara þurfi verulega varlega í að breyta litum kirkjuársins. Að taka inn bláan lit er guðfræðileg spurning. Ekki bara hoppa út í djúpu laugina og innleiða bláa litinn. Þetta krefst guðfræðilegrar umfjöllunar og á að ræða á vettvangi guðfræðinga. Það er jú ástæða fyrir því að hann var ekki tekinn með þegar handbókin 1981 kom út.

jkk0016 Fjólublár hökull út St. Jakobskirkjunni (bakhlið), 1932

Að lokum: Það þarf að fræða almenning um litúrgísk klæði, skreytingar, tákn og sögu þessara hluta. Það skiptir ekki nokkru máli þótt við notum bleika, appelsínugula eða neongræna hökla ef við fólk veit ekki hvað þessi klæði, þessir hlutir standa fyrir. Upplýst fólk nýtur kirkjuferðar sinnar mun betur en hinir óupplýstu.

Og svo vegna þess að það við erum á kirkjuárinu komin in á sunnudaga eftir þrenningarhátíð læt ég einn af grænu höklunum fylgja með. Þessi er gerður árið 1967-8. Samtals er höklaeign téðrar kirkju mikill, eða um 26 höklar með "tillbehör" enda söguleg hefð til staðar fyrir virðingu, þekkingu og notkun þeirra.  Sannarleg gnægtarkista fyrir áhugafólk um textíl, handverk, saumalist og táknfræði.

jkk0010 (takið eftir litlu hjörtunum sem saumuð eru í efnið)

 


mbl.is Kirkjan skiptir litum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn um nýju biblíuþýðinguna

Mér lærðist einhverntíman að þegar maður væri reiður, ætti maður að bíða örlitla stund, hugsa málið og síðan tjá sig. Ég er búinn að hugsa málið, velta mér upp úr textum og sjálfum þýðingarfræðunum bak við helgirit eins og biblíuna okkar og viti menn - ég er ennþá reiður. Ég er bálillur réttara sagt.

Það sem fer í taugarnar á mér er fremst það að mín helga bók, biblían, Guðs orð til okkar manna, frásagnirnar af Drottni mínum Jesú Kristi hafa verið búnar í svo fátæklegan búning að ég get varla lesið þessa elskuðu texta ógrátandi.  Ég hreinlega skil ekki - já, mér er gersamlega frámunað að skilja hvernig íslenska biblíuþýðingarnefndin, svo menntuð og velmetin sem hún var, skuli hafa getað látið svona frá sér fara.

Með nýrri biblíuþýðingu hefur verið brotin íslenskt málhefð. Biblían íslenska hefur alltaf verið álitin háheilög bók. Hún hefur verið virt sem slík og hátíðlegt, kjarnyrt og ríkt málfar hennar hefur verið gimsteinn í íslenskri ritunarsögu. Um enga bók hefur verið farið mildari höndum en um einmitt heilaga ritningu. Þess vegna kemur þetta mér stórlega á óvart að ráðist sé með svo lágkúrulegum aðferðum og lítilmótlegum að þessu riti.

Skömm hafi þeir sem að unnu!  Biblía 21. aldar er EKKI helg bók lengur, heldur afskræming þeirrar bókar.  Það vakna spurningar sem þessar: Í íslensku eru þrjár tölur; eintala, tvítala og fleirtala. Hvers vegna í ósköpunum er fólk ekki frætt um íslenskt mál í stað þess að draga helga bók niður í fátækt Hallærisplansíslenskunnar?  Hvers vegna er ósamræmi látið gjósa upp þegar við tökum burt "vér" og "þér" ... og setjum í stað þess "við" og "okkur" á einum stað en höldum í þessi gamla fallega málform á öðrum.  Hvers vegna ekki að láta bókina vera sjálfa sér samkvæma. "Faðir vor" ætti eftir því að vera:

[Faðir okkar, þú sem ert á himnum. Helgist þitt nafn, til komi þitt ríki. Verði þinn vilji, svo á jörðu sem himni. Gef okkur í dag okkar daglega brauð. Fyrirgef okkur skuldir okkar, svo sem við og fyrirgefum okkar skuldunautum. Og eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa okkur frá illu, því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu]. 

Dæmi um annað sem vart getur talist túlkun eða heimfærsla, heldur hrein fölsun tek ég úr 7. kap Rómverjabréfsins. Það hófst í '81 útgáfunni: "Vitið þér ekki, bræður, - ég er hér að tala til þeirra, .." í nýju útgáfunni stendur þessi textafölsun: "Þið vitið, systkin - ég tala hér við menn sem ...." 

Hér sleppir öllum skynsemisrökum. Hryggð setur að mér. Hvernig í ósköpunum dyrfist fólk semja nýjan texta og breyta biblíunni?

Ég vil að lokum aðeins vitna til lokaorða Opinberunabókar Jóhannesar. Þar standa m.a. þessi orð: "Ég votta fyrir hverjum þeim manni, sem heyrir spádómsorð þessarar bókar, að leggi nokkur við þau, mun Guð á hann leggja þær plágur, sem um er ritað í þessari bók. 

Ég bið Hið íslenska Biblíufélag að taka þennan ómerka tillgjörning af bókamarkaðinum og endurprenta gömlu 1981 útgáfuna.


Æji, verið ekki svona hörundsárir

Jæja, hvað nú!  Í Danmörku hefur smáteikningum með skeggjuðum manni með túrban og sprengju í túrbaninum verið úhýst því múslimar vilja sjá spámanninn Múhameð í þessari teikningu. Þeirra vandamál!   Núna virðist katólikkum hafa tekist að slást í hóp með öfgamönnum meðal múslima. Nú má ekki hlæja á Íslandi lengur.  Mér verður hugsað til æruverðugs bróður Jorge í Nafni Rósarinnar, sem sá skrattan í öllum hornum ef brosviprur læddust fram hjá einhverjum.

Húmorsleysi trúarhreyfinga er alltaf vandamál samtímans. Ég man þó ekki betur en svo að virðulegur bróðir í Kristi, dr. Jakob Jónsson hafi einmitt skrifað um kímni og skop í Nýja testamentinu. Ef einhver hefur húmor, þá er það Guð.

Virðing fyrir því sem heilagt er þarf ekki að dvína þótt fólk getir hlegið og glaðst. Í engu er verið að hæðast að Guði, hinu heilaga sem okkur er svo kært.  Ef svo er komið fyrir blessuðum katólikkunum að þeir geti ekki hlegið lengur, þá veit ég ekki hvað.  Ég held meir að segja að páfinn hafi gert skoplega hluti...     Í Guðs bænum, slakiði á!  Brosið, hlæjið og verið glöð. Lífið er nægilega alvarlegt svo að maður þurfi ekki að hnykkja því endanlega af grafarbakkanum í gröfina.

 


mbl.is Segja upp viðskiptum við Símann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þýðing "Biblíu 20. aldar" útvatnaður, fátækur og ótrúr texti...

Hef verið að lesa (á netinu) í útgáfu Hins íslenska biblíufélags á „Biblíu 21. aldar“.  Ég get ekki orða bundist: Ég er hneykslaður, mér er misboðið, mér blöskrar og ég verð sorgmæddur. Hvílík misþyrming á hinum gríska frumtexta. Hvað er þetta með "að verða heiminum að augnagamni".  Hvaða orð er nú það, "augnagaman"?  Textinn frá 1981 útgáfunni hljóðar svo:

"Mér virðist Guð hafa sett oss postulana sísta allra, eins og dauðadæmda á leiksviði, frammi fyrir öllum heiminum, bæði englum og mönnum."

Í nýju útgáfunni, eða ósköpunum sem nefnd eru "Biblía 21. aldar" hljóða textinn:

"Mér virðist Guð hafa sett okkur postulana sísta allra því að við erum orðnir heiminum að augnagamni, bæði englum og mönnum."

Svo ef einhver vill bera saman þá fylgir gríski textinn hér:

Dokw gar o qeoV hmaV touV apostolouV escatouV apedeixen wV epiqanatiouV, oti qeatron egenhqhmen tw kosmw kai aggeloiV kai anqrwpoiV.

 


De rättfärdigas hopp

St. Jakobskyrkan, Stockholm, 29.05.2008

Salomos vishet 2:1-3:5b. 

Svart och vitt räknas inte som färger. Dessa icke-färger representerar i kyrkligt sammanhang ljus, odödlighet och glädje, mörke, dödlighet och sorg.  De representerar många människors liv som enten vandrar i skuggans dal eller njuter av dagsljuset och lever sitt liv med hjärta av brinnande kärlek. Tron kan ge liv till de dagar vi har, medan gudlösheten inte ger annat än fler innantomma dagar. I sitt överflöd, i sin gränslösa rikedom, gömd bakom världsliga ägor, finns ofta en liten rädd människa. En människa som lider av ensamhet. En människa som lider på grund av sitt livs ytlighet som ofta kan vara insamlingens följeslagare av världslig rikedom. Dagarnas överflöd, rikedom och den sociala säkerheten har gjort att vi har tillåtet oss att tappa syn på livets framgång, att allt strömmar framåt och det fortare än vi anar. Påminta av våra födelsedagar, högtider och årstider, berörda av sjukdomar och avskedstagande av bortgångna släktingar och vänner – allt påminner oss om att klockan tickar och livet, det sanna livet går förbi utan att vi gör något åt det. Vi blir sedan förvånade och rädda när döden bultar på. Vi är inte bereda, vi tar döden för en olycka, och gör allt vad vi kan för att milda den, skymma den och dölja. Vi blir förblindade av framgången, den falska tryggheten och vi börjar ta allt för givet. Genom att leva livet på det sättet, gör vi ett passivt val. Vi blir förblindade av den korta glädjen, den snabba livsstilen och behagligheten. Vi ber Gud om hjälp i motgång, men egentligen behöver vi heller hans hjälp när vi har som mest medgång i livet. I vår framgångstid saknas ändå så mycket, det viktiga - allt som ger livet ”innehåll”. Guds ande, Guds kärlek och medbroderskap. Folk slutar våga, kanske av sin okunskap, rädsla eller oförmåga att närma sig andras lidande. Kärleken blir villkorsbunden. Livet blir för många en meningslös rundvandring, var man återkommer till samma ställe om och om igen – och livet passerar förbi utan att den anar det och plötsligt, utan någon varning bultar någon på dörren.För ett tag sen läste jag Astrid Lindgrens bok om Bröderna Lejonhjärta. Ibland dyker upp fraser från den underbara boken, hela meningar blir ljuslevande föra mina ögon och jag ser kopplingar till olika saker, situationer och även mitt liv. En sådan fras från boken kopplar jag till precis med det att våga. Det är när Jonatan och Skorpan sitter i Ryttargården och njuter av livet och lugnet som omsluter dem. Jonatan säger då plötsligt: ”Nu måste jag lämna dig och gå ut och slåss med Tengil!” ”Men varför” säger Skorpan. ”Varför måste du det?” ”Ibland” svarar Jonatan ”måste man göra det som är farligt. Annars är man ingen människa, utan bara en liten lort.” Samma gäller vår heliga tro. Den är som vatten, står det länge stilla tappar det sina egenskaper att vara livgivande, det blir odrickbart och dunstar. För att tron skall leva och styrkas, måste den genom bön och goda gärningar, genom ett liv i tro ge liv till dagarna, liv samman med ett odödligt hopp i Herrens godhet och nåd.Det är frågan om att göra det som är rätt i våra liv, lyssna till rösten som hörs i tystnaden, i bönen och i Guds ord och hängiva oss trons mysterium.Gud skapade oss till odödlighet, och gjorde oss till en bild av sitt eget väsen. Vår uppgift är att vara de Gud skapade oss till att vara. Gud är en älskande fader som tuktar sina barn, som det står i Salomos vishet, och han vet bäst vad vi behöver. Visserligen utsätter han oss för små duggor och ibland prov, men ser han att vi anstränger oss, att vi lär oss något och tar del av hans vishet vid livets många prov, möter han oss med stor godhet.


Vegabréfsútgáfa fyrir Guðs ríkið

Jæja, þá er enn eitt barnið komið með ríkisborgararétt í Guðs ríki. Skemmtileg athöfn og yndislegt fólk sem bara ljómaði af gleði yfir barninu sínu og ríkisborgararéttinum.  Oft finnst mér eins og ég sé til á alveg sérstakan hátt þegar ég skíri börn. Það er eins og lífið, tilveran og þetta stórkostlega lífsjafnvægi sé svo fullkomið. Þegar hönd mín fyllist með jatni og ég eys vatninu yfir skírnarþegann líður mér eins og "blessuðum". Áhyggjur hverfa og mér finnst ég vera "notaður" - verkfæri andans, verkfæri hinnar heilögu framvindu. Að sjá barnið helgast fyrir orð, efni og anda og fær líf sitt helgað hinu besta sem til er. 

Hér er ég fyrir athöfnina. Foreldrarnir báðu sérstaklega að ég hefði íslensku prestklæðin svo ég varð við því. Jæja, hérna er mynd sem tekin var eftir athöfnina  :)

Baldur8002


Goda gärningar och levande tro

Mina bröder, vad hjälper det om någon säger sig ha tro men inte har gärningar? Inte kan väl tron rädda honom? Om en broder eller syster är utan kläder och saknar mat för dagen, vad hjälper det då om någon av er säger: "Gå i frid, håll er varma och ät er mätta", men inte ger dem vad kroppen behöver? Så är det också med tron: I sig själv, utan gärningar, är den död.   (Jakobsbrevet 2:14-17) 

Att beskriva Guds kärlek är lika svårt och att försöka beskriva den heliga anden med ord. Det är lika hopplöst att försöka att beskriva en behaglig doft för en annan person eller sin erfarenhet efter någon betydelsefull händelse. Det är lika svårt och för en nybliven moder att beskriva förlossning för en man som inte har förutsättningar för att kunna förstå.  Jag undrar ofta om folk förstår vad ordet mässa betyder. Det säkert finns lika många förklaringar och vi är många här idag, om inte fler.  Min förståelse för detta ord fick en ny dimension när jag besökte en kyrka för några år sedan. Mässan hade redan pågått ett tag och de sista nattvardsgästerna höll på att gå tillbaka till sina platser i kyrkan. Två präster hjälptes åt med mässan, en gammal man och en yngre, en som säkert hade inte varit präst så länge. Den gamle mannen fick uppenbarligen styra och handleda den unga prästen genom att viska, peka och ge blickar hit och dit. Då hände något som har knytning till dagens text från Jakobsbrevet.

Den gamla prästen vände sig mot församlingen läste välsignelsen på latin. När han var klar gjorde han korstecknet, klappade ihop sina händer en gång och sade ”ite, missa est” som betyder; ”gå, det är skickat”. Efter mässan kunde jag inte annat än gå till den gamla prästen och fråga varför han klappade samman händerna efter mässan och vilken betydelse orden ”ite, missa est” hade för honom. Den unge prästen fick översätta från spanskan, men förklaringen var fantastisk tyckte jag. ”Kristus, i vars plats jag står här idag, delade ut brödet till dessa som var med honom på skärtorsdagen. Han delade inte bröd och vin för att han var hungrig, utan för han ville leva bland lärjungarna på ett särskilt sätt, skapa gemenskap. De som kom till kyrkan idag upplevde Guds närvaro på ett helt särskilt sätt, en gemenskap i Kristus. Men de som inte kom, som hade förhinder av något slag, till dem skall de som var närvarande gå till och sprida den kärlek de hörde om och upplevde här idag. Därför, som herden, klappar jag samman händerna och skickar min flock ut att göra ljusets arbete medan dagen ger”. Så många var gamla prästens förklaringsord.

Med orden ”gå, det är skickat” menas att det levande ordet skall utskickas, och bli till goda gärningar som inspireras av den villkorslösa kärleken som vi har bevittnat här idag och vid alla gudstjänster i all tid. Slutade mässan endast på välsignelsen skulle det ändå saknas så mycket. Guds ord, hans verksamhet skall bredas ut. Om orden inte fick gestaltas i någon god gärning stympas tron. Det finns alltid någon som är ensam, någon fattig, någon som behöver din närvaro, någon som behöver känna trygghet, behöver ett lyssnande öra, uppmuntrande ord – ett leende. Den villkorslösa kärleken tar inget från oss, men kan ge oss så oerhört mycket. Den heliga sanna glädjen att kunna hjälpa, finnas till för andra och be för andra, det är att vara kristen. Många vill inte gå till kyrkan, säger att de har sin Gud och sin tro för sig själv. Det är rätt, man behöver inte komma till kyrkan för att räknas som kristen, så länge man lever sin tro och låter den blomstra och genomsyra sitt liv. Då kan den, genom goda gärningar, ge riklig skörd. Självisk tro, som gör att en upphöjer sig över andra och fyller individen av högmod, är död tro. Men är den uppväckt av Guds heliga ande, av Guds väsen; den villkorslösa kärleken, då spelar ett kyrkobesök mindre roll.  

Hugleiðing mín flutt við "helande messu" í St. Jakobskirkjunni í Stockholm 15.05.2008. 


"Kom, og tak þér allt vald á jörð"

Dagbókarfærsla hvítasunnu: 

Í gær vaknaði ég mjög tímanlega fyrir langan starfsdag. Ég skyldi vinna í kirkjunni minni og hafði ekki náð að undirbúa allt áður en ég fór heim daginn innan. Í neðanjarðarlestinni var allt á hvolfi, rusl, bjórflöskur, dósir, pappírsrusl og æla út um allt. Ekki beint skemmtileg sýn. Rakinn og kuldinn þarna niðri gerði það þegar að ég þráði að lestin kæmi sem fyrst og ég kæmist fljótlega upp á yfirborð jarðar og nokkrum kílómetrum sunnar í borginni.

Þetta gekk framar óskum. Betlarar að éta "big mac-meny" og eftirlegukindur næturinnar voru að skjögra um á Sergelstorgi og ég setti upp íhuga minn spaugilega mynd af því hvernig það væri ef maður gæti fleygt þessu liði öllu saman í gosbrunninn og séð þetta hyski vakna til lífs...  Hitinn var að aukast og andvarinn ljúfi gerði knappast meira en að strjúka vanga minn.

Blístrandi geng ég mót Jakobsgötunni blístra lagstúfinn við "Guðs kirkja er byggð á bjargi", einn af mínum uppáhalds sálmum. Þann sálm sem ég tel "hinn eina rétta" fyrir hvítasunnudag.  Ég horfi niður mót Jakobskirkjunni og sé hana tignarlega í sínum andans rauða lit, reisa sig upp yfir blómstrandi trén með sinn fallega barokk/rokokkó turn. Víða á kirkjunni sér maður kyndla, höggna í kalkstein, gyllta bak og fyrir....   "Logar andans" hugsaði ég!  Kirkjan, vitnisburður um nærveru heilags anda í 364 ár.

jakobsklitil

Ég opna kirkjuna og fer inn. Einhver í næturgleðinni hefur þó haft sig til kirkjunnar og pissað í eitt hornið á henni. Ég gruna freklega að hann hafi ekki verið einn á ferð aðfararnótt hvítasunnudagsins.

Ég kveiki ljósin í kirkjunni. Geng inn að miðju heilsa, signi mig og byrja eins og venjulega, þegar ég er einn í kirkjunni að humma "Guð, lát þér þóknast að frelsa mig". Í dag finnst mér eins og ég sé ekki einn að svara. Kirkjan, gengnar kynslóðir svara með mér. Ræstitæknirinn hefur verið þarna fyrr um nóttina/morguninn, því gólfin eru skýjuð af raka. Legsteinar með djúpu mynstri halda eftir rakanum betur en þeir flötu og í augntóttum hauskúpu einnar eru tveir pollar sem ræstitækninum hefur sést yfir. Ég kveiki á litla ljósinu á altarinu og byrja að dreifa ljósinu um kirkjuna. Þegar ég er búinn að þessu lýsa um 40 kerti/olíuljós í kirkjunni. Ég næ mér í handska, set þá á mig og tek niður hvítu altarbrúnina og altarisklæðið. Í skúffunni í vesturenda kirkjunnar liggur rautt altarisklæði og einn hvítur altarisdúkur. Ég skipti og þetta lítur svo fínt út. Á laugardaginn höfðum við haft smáfugla í kirkjunni, sem flogið höfðu inn og byrjað að þyrla upp ryki og sóti, sov skipta varð um altarisdúk, eitthvað sem ég ekki vil gera einn, þar sem það er erfitt að gera það sómasamlega á þess að krumpa dúkinn og koma honum rétt fyrir. Dúkarnir undir; neðsti altarisdúkurinn og "svitadúkurinn" eru alltaf á hreyfingu svo þetta er erfitt. Þetta lukkas mér með, og þegar sex stórir silfurstjakar eru komnir á sinn stað kveiki ég olíuljósunum sem í þeim eru. Þetta er fallegt. Humma áfram "Metta oss að morgni með miskunn þínni og náð". 

Ég kann svo vel við að pýssla með þetta á morgnanna, einn og óáreittur. Eftir að hafa gert allt sem gera skal, oppna ég kirkjuna hleypi inn ferskum andvaranum og túristum sem vappað og vafrað hafa um bæinn í von um oppnar dyr einhversstaðar. Þeir verða glaðir og koma inn. Ég fer inn í sakristíuna (skrúðhús) og kveiki á tölvunni. Sæki póstinn sem ég hafði sent mér sjálfum og prenta út stutta hugleiðingu. Ég hafði verið beðinn að hafa morgunandakt og ég tek að undirbúa hana. Tek fram höfuðlín, ölbu, rauða stólu og hökul, linda og skó.  Kaleikurinn, karafla og patína allt á sínum stað.  Hálf flaska af gömlu Madeira. Michael organisti kemur, glaður eins og venjulega...  hann hefur alltaf eitthvað skemmtilegt að segja.  Tíminn líður, klukka 3 hringir stutta stund. Við gerum okkur klára og förum yfir sálmanna.  Það er gaman að vinna með þessum organista. Klukka 2 hringir og við förum fram hann hverfur einhversstaðar inn í orgelið og ég fer og heilsa upp á fólk. Það er ekki venja hér að óska gleðilegrar hvítasunnu, en ég geri það af gömlum vana. Fólki finnst þetta soldið fyndið en viðkunnanlegt.  Ég heyri að mótorinn við klukku 1 byrjar að erfiða við að mjaka 4,2 tonna klukkunni á hreyfingu - eftir um 20 sekúndur heyri ég klíng-klog-klíng ört og títt en svo kemst klukkan á hægari og jafnari hringingu. Messan tekur sinn tíma í tímalausu rýminu. Sálmar og bænir, textar og útlegging. Við sækjum styrk, lausn og endurnýjaðan anda og göngum mót austri. Stutt markviss pílagrímsganga að borði Drottins.

Loks tekur messan sinn sýnilega enda og og kirkjufólkið kveður.  Ég legg rauða hökulinn yfir gráðurnar og geng mót dyrunum. Út í brennheitan sumardaginn fer fólkið og sumir halda hönd fyrir augu. Sólin er stingandi og mollan sem á miðjarðarhafssumardegi.  "Andann þinn helga, sem allt gjörir nýtt,/ ómælt þú sendir og gefur. / Opna þú hjörtun og auk oss trú,/ eilífi frelsari, bænheyr þú."  Stuttu síðar fara að koma að kirkjunni kirkjugestir til eistneskrar guðsþjónustu.  Dagurinn silast áfram, kyrkjurýmið fyllist af röddum fólks, tónlist og lykt af brennandi kertum og olíu.  Ég sit smá stund og íhuga daginn, hvað gerst hefur, hvað ég hef verið að gera á hvítasunnu svo lengi sem ég minnist. Ég horfi á gamalt olíuljós, einskonar "Alladín lampa" sem brennur í skírnarkapellunni. Hann sótar talsvert og ég hugsa mér að kanski þyrlast upp bænir okkar og stíga til himins eins og sótið og hitamistrið frá þessum lampa. Skugginn af sóti og hita endurkastast á vegg kirkjunnar og mér finnst andrúmsloftið fyllast heilagleika, hinu ósýnilega heilaga, hinu virka heilaga og hinu starfandi heilaga. 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband