Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Ekki gaman að vera Íslendingur

Nú er það svo að gengi íslensku krónunnar hefur ekki verið skráð í rúma fjóra mánuði. Svona leit gengisskráningartaflan út hjá einum gjaldeyrismiðlara á Strikinu í Kaupmannahöfn þann 31.12.2008 kl. 13:35.  EKki gaman að vera Íslendingur.   Crying 

 

DSCF1814

Vesældómi íslenskra stjórnmálamanna er að þakka þetta. Seðlabanka Íslands, Fjármálaeftirlitinu og Ríkisstjórn (og Alþingi sem vinnur fyrir ríkisstjórnina) kann ég engar þakkir. Mér fannst eins og stolt Íslendingsins hyrfi skyndilega þegar ég sá þetta.

 


Markaður trúverðugleikans

Því miður eru orð bankamanna verðlaus á markaði trúverðugleikans. Auðvitað skal fara fram óháð rannsókn á ÖLLUM færslum tengdum stjórnendum og starfsmönnum bankanna núna síðustu árin. Þjóðin sættir sig ekki við minna. Þjóðin sem skipað hefur verið að greiða spilaskuldir efnamanna á rétt á réttlæti. Og að réttlætið gangi yfir alla, alla sem einn.
mbl.is Engar ólögmætar færslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirmyndar stjórnendur?

Og landsliðsþjálfarinn hrópar af hliðarlínunni:

         Strákar! Tala saman!


mbl.is Hitti Davíð ekki í tæpt ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er bleikur fíll í herberginu, en enginn sá neitt!

Já, það er bleikur fíll í litla herberginu okkar og það er enginn búinn að sjá hann!   Hvernig getur þöggunin orðið svo algjör nema fyrir tepruskap og áræðnilausa stjórn Íslands til margra ára. 

Dr. Jón Daníelsson, prófessor í hagfræði við London School of Economics segir stöðuna á Íslandi vera sjálfskaparvíti.  Bara það að láta sér detta í hug að ráða fyrrverandi forsætisráðherra í stjórn seðlabanka lands er fásinna.  Ég verð að taka undir orð Jóns. Þetta er fásinna sem aðeins Íslendingum dettur í hug að gera.  Það hefur lengi verið nefnilega svo að fyrrverandi þingmenn geta ekki hætt heiðarlega að vinna eða snúið rétt eins og aðrir til hefðbundinna starfa. Nei þeim verður að koma fyrir í háum stöðum og fyrir slíkar stöðuveitingar skal þjóðin gjalda. 

Hagsmunir stjórnmálaflokka ganga fyrir þjóðarhagsmunum.  Þetta verður að stöðva. 

Jón nefnir að mikilvægt sé að seðlabankastjórar séu hlutlausir og málefnalegir.  Hér á EKKI við neitt flokkapot. Hér eiga að ráða hin æðri gildi, ÞJÓÐIN, ÍSLAND.

Burt með spillingarliðið og þar fremstan Davíð Oddsson.


mbl.is Varnarræður fyrir neðan virðingu Seðlabankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allir brugðust!

NÚNA kemur Davíð "kóngur" fram og lýsir furðu sinni, sakleysi og setur sig í hlutverk píslarvottsins!  

Seðlabankastjórarnir brugðust, bankaráð Seðlabanka brást, forsætisráðherra brást, samráðherrar hans brugðust, þingmenn brugðust, bankaráðin í hinum bönkunum brugðust, bankastjórar sömu banka brugðust, Fjármálaeftirlitið brást, ráðgjafar allra þessara brugðust

og....

fjölmiðlarnir, allir sem einn brugðust og þóttust hafa sofnað á vaktinni því skömmin er þeim mun meiri fyrir að hafa ofurselt fagmennskuna, áræðnina, rannsóknarblaðamennskuna og síðast en ekki síst: ritfrelsið, eigendum sínum.

Allt þetta fólk situr sem fyrr og gerir EKKERT, nema krafsar í tóma pottana og sýgur þegar mergsogin og bragðlaus beinin.


mbl.is Fjölmiðlar í heljargreipum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mér blöskrar hræsnin, siðleysið og fyrirlitningin

Hvernig getur þetta fólk sýnt á sér andlitið eftir að hafa gert grein fyrir ofurlaunun núna á hrakningargöngu þjóðarinnar?  Mér þykir að fólk þurfi að vera siðblint og gersamlega úr öllu samhengi við kjarastríð og ástandið eins og því er lýst nú, bæði heima og erlendis.  "Íslendingum getur ekki verið sjálfrátt" sagði kunningi minn hér í Stokkhólmi, þegar ég hafði þýtt þessa frétta um launakjör "nýju" bankastjóranna.

"Bíddu við" spurði hann "er þetta ekki landið sem sveltir námsmenn sína erlendis, getur ekki greitt fólki út af bankareikningum sínum og kvartar síðan og kveinar yfir illri meðferð IMF og Evrópubandalagsins?" 

"Það er greinilegt þegar maður sér þetta að stjórnvöld eru að ljúga að ykkur og heiminum um efnahagsástandið. Enginn borgar svona laun þegar allt er í neyð og volæði" sagði kunningi minn að lokum. 


mbl.is Laun Elínar Sigfúsdóttur 1.950 þúsund á mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jasså! Er Seðlabankinn farinn að tapa peningum! Á mig auman!

Er það virkilegt? Er Seðlabankinn í mínus?  Var þá ekki kominn tími til að hann næði okkur hinum í lífskapphlaupinu?  ALLIR eru í mínus!  

Umorða orð Catós gamla: "Auk þess legg ég til að Davíð Oddsyni verð sparkað úr Seðlabankanum."


mbl.is Seðlabankinn í mínus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á Ísland framtíð fyrir sér sem skattaparadís?

Ég var að lesa á þýskum fréttavef ummæli þýska fjármálaráðherrans Peer Steinbrueck. Honum finnst vera kominn tími til að svissneskir bankar létti hluta af þeirri þagnarskyldu sem þeir lofa viðskiptafólki sínu sem og gefi eftir hluta þeirrar viðskiptaleyndar sem hvílt hefur yfir peningasummum sem færðar eru á bankareikninga í Sviss.  Hann er súr kallinn sá, hann Pétur Steinbrú. Það er erfitt að vita af miklum peningum í hönum granna þíns þegar þig vantar sárlega fjármagn sjálf(ur). 

Sviss hefur verið sérstakt í Evrópusögunni allt síðan það byrjaði að formast og fá landamæri í lok 13. aldar og þá er ríkið var sjálfstætt 1499. Sem dæmi um hversu sérstakt landið er þá fengu t.d. konur í kantónunni Alpenzell Innerrhoden ekki kosningarrétt fyrr en 1990. Þetta var áþvinguð ráðagerð því konurnar voru ekkert að biðja um þessi "mann"réttindi. Þetta er ævintýraland með meiru. Svo til ósnortið af fjármálakrísu síðustu vikna. Og af hverju má maður spyrja?

Fiorino_1347Gullflórínur (slegnar 1252 to 1533)

Hagkerfi og stjórnarkerfi Sviss er með þeim hætti að landið hefur gulltryggt á alla vegu. Skattaparadís fyrir erlenda fjármagnseigendur sem leggja fé sitt (hvaðan sem það er komið, peningar eru jú alltaf peningar) hefur Sviss verið síðan venjuleg bankaviðskipti hófust og voru þeir snemma með í þróun bankakerfisins sem við þekkjum í dag, en á í raun rætur sína að reka til Medici fjölskyldunnar í Flórens á 15. öldinni. Medici fjölskyldan áttaði sig fljótlega á því í viðskiptum sínum með matvöru, vaðmál og dýrari austurlenskar vörur, að óþarfi væri að senda peninga hingað og þangað um Evrópu. Þetta var of hættusamt. Fjármununum var stolið og fólk var drepið fyrir flórínurnar sem fluttar voru landa á milli. Settu þeir á fót banka sem ábyrgðust greiðslur með bréfum. Nokkrir bankar voru vel stæðir með gull, silfur og bronsmynt og var þessum komið fyrir á viðskiptalega mikilvægum stöðum s.s. í Sviss. Greiðslubréf voru send fyrir vörum og voru greiðslubréf þessi trygging fólk fyrir útgreiðslu eða inngreiðslu í þessum fjárhirslum, bönkum.

Svisslendingar sáu svo að þeim var hagur af því að láta mikið fé liggja í sínum bönkum og þannig gátu þeir annast beiðnir sumra stærri viðskiptavina um fyrirgreiðslu. Til að freista fjármagnseigenda lækkuðu þeir eða afnámu skatta og gjöld og tryggðu viðskiptavinum sínum nafnleynd og þögðu yfir hversu miklir fjármunir fundust í fórum þeirra.

Þetta kerfi ásamt hinni frægu bankahólfaþjónustu bankanna, hefur gert að Sviss er sjálfstætt ríki. Það gat verið hlutlaust í báðum heimstyrjöldunum og þannig notið "ávaxtanna" af kjánaskap og testósteronflippi stjórnmálamanna síðustu tíma.

Yfir þessu kerfi Svisslendinga ærist nú fjármálaráðherra Þýskalands, líklega fullur af öfund.  Ekki skrýtið að löndin umhverfis Sviss hafi oft siglt í siðferðilegt strand og ekki kunnað fótum sínum forráð. Þessi lönd hefðu betur farið að ráði Sviss.  :)

Bestu kveðjur frá, Stokkhólmi


Hverju var búið að koma undan til á erlenda reikninga?

Já, af hverju er fólk svona hissa?  Auðvitað veit hinn meðalgreindi einstaklingur að þessar fjárhæðir sem nefndar hafa verið í fyrirtækjaviðskiptum í tengslum við verðmæti eigna og fyrirtækja áttu við engan raunveruleika að styðjast.  Mér finnst gaman að spila spilið Monopol. Mér hefur fundist ég vera í jafn raunverulegum leik og litlu jakkafatapabbastrákarnir með skjalatöskurnar á 10 milljónkróna jeppunum sínum.  Ég tel mig í dag, hafa meira vit á fjármálum en þeir, þótt þeir hafi viðskiptamenntun á bakinu, en ég enga.

Fólk hlýtur að hafa séð að þessi hlutabréfamarkaður sem teygir sig út um allan heim hefur sannarlega ekkert bakland. Þetta hef ég sagt og jafnvel skrifað um á blogginu mínu sl. árið. Þessu hef ég og margir aðrir haldið fram í fleiri ár.  Þetta hefur verið leikur með fjármagn fólksins í landinu, með fjármagn sem ekki hefur heldur verið til og ríkið hefur verið með í þessum skuggaleik.

Það sem ég furða mig mest á, er þrælslundin íslenska. Að láta trampa á sér, niðurlægja og svifta sig réttmætum eigum sínum - en gera ekkert í þessu:  Hérna í Svíþjóð myndi fólk ekki þegja og hukrast lúpulegt undir súð bíðandi eftir einhverju kraftaverki á fjármálamarkaðinum.  Gleymið því, það gerist ekki.  Íslendinganna er að sækja sinn rétt. Kalla fólk til ábyrgðar og selja allar eigur stórfyrirtækjanna, bankastofnananna, hringanna og kanna hvað þessir aðilar eiga í útlöndum.


mbl.is Reiðir viðskiptavinir Landsbankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skilaboð frá Alþingi

Þetta er svo sætt!  Fanna systir skrifaði þetta á msn' ið mitt rétt áðan:

Nú eiga allir að standa saman... verst að menn deildu ekki öllu þegar vel gekk!

 

 

ps. Sat og var að lesa yfir færsluflokkana. Einn heitir "Landsbankadeildin"!!! Soldið kaldhæðið!Hvað verður um þá deildina?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband