Færsluflokkur: Lífstíll

Kóróna, diadem, tiara

Kóróna? Á myndinni gefur ekki að líta neina kórónu.  Hinsvegar er krónprinsessan Mary sýnd bera á höfðinu það sem nefnt er "diadem". Það er hálfhringlaga spöng (se situr framan á enninu eða við hársvörðin) sem skreytt er á ýmsan máta.   Stundum birtist orðið "tiara" fyrir þennan hlut en þá er oftast rætt um veglegri og hringlaga höfuðbúnað.   Kóróna er notað fyrir enn veglegri höfuðbúnað sem gerir tilkall till valds eða stöðu (t d konungs, prinsessu, fursta).

Við hjónavígslur nota oft brúðir svona höfuðbúnað - er þá um að ræða diadem (sem virkar eins og spöng sem situr fremst ofan á höfðinu. 

 

Endilega notum rétt orð - það gerir tungumálið fjölbreyttara og skírgerir hvað í raun sé verið að tala um.    


mbl.is Konungleg kóróna eða hálsmen?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fátækt og rótflótti

Fátækrastíll og rótflótti er það sem mér dettur helst í hug.  Það er þessi soldið "wanna be" stíll sem fólk er að reyna að ná.  Fái hlutir sem teknir eru úr stíllegu samhengi sínu - naumhyggja sem þó knappast heldur þeim hreinstíl sem naumhyggjan ber með sér.  Hér er meira að safnað sé saman dóti úr ýmsum áttum og síðan allt málað hvítt.  Fátækleg lítaskynjun og brottnám hlutverks og þátttöku lita útifrá djúpsálarfræði litanna og hvernig litirnir verka á okkur.  

Þessi stíll á greinilega að vera hreinn og "stíll í sjálfu sér" - en því miður mislukkas þetta. 

Það sem er stóra vandamálið í tísku og hönnunarheimi okkar á vestulöndum er að við fleygjum gamla dótinu okkar sem hefur rætur í sögu fjölskyldna okkar. Síðan förum við á næstu fornsölu og kaupum keimlíka hluti - án tengsla við sögu okkar, rætur okkar og fjölskyldu okkar.  Rótflótti kallast þetta.  Við viljum vera rótlaus og "hrein". 

Þetta er tengt sjálfhyggju nútímans. Við eru alltaf að horfa inn á við. Skoða okkur sjálf.  Einn dag munum við verða fyrir hræðilegum tómleika og sorg þegar við uppgvötvum að við finnum ekkert. "Við" sem manneskjur erum ekki annað en það umhverfi sem við tilheyrum.  Það erum "við" sem gerum okkur að "okkur" eða "oss". Kollektífið - ekki einstaklingshyggjan og rótleysið. 


mbl.is Einstakt heimili við Túngötu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umhverfismál

Já - það var nú það!  Ofneysla og umhverfisvernd kemur upp í minn huga þegar ég las þetta "Ég þarf að borða á tveggja tíma fresti til að viðhalda vöðvamassanum...".    Já - einmitt.  En er þetta nú umhverfisvænt?    Er þetta ekki bara vitleysa eins og það að halda hund sem étur á við fjögurra manna indverska fjölskyldu á dag?   Fljótlega þurfum við nú að byrja - fyrir ýmsa því miður - aðra er þetta gleðiefni - að gera upp hug okkar hvort við viljum. Halda fólki á lífi eða hundum. Mér verður ennfremur hugsað til þeirra sem velja að eta á tveggja tíma fresti til að geta gert það sem þarf til að standast ídealið í filmbransanum.  Getur maðurinn ekki bara teiknað sixpakk á magan og photo-shoppað restina?    Það væri í raun mun umhverfisvænna.


mbl.is Borðar allt að átta máltíðir á dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Seljið eldhúsinnréttinguna!

Er ekki bara ráð að selja eldhúsinnréttinguna i húsakynnum OR sem kostaði miljónir og aftur miljónir?
mbl.is Áætlun um fjármögnun OR rædd á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að vita sinn tíma!

Prédikarinn II:

"Allt hefur sinn tíma! Að vera fátækur hefur sinn tíma, að vera ríkur hefur sinn tíma. Að vera elskaður af stjórnvöldum hefur sinn tíma, að vera fyrirlitinn af alþýðu hefur sinn tíma. Öllu er afmörkuð stund og allt líður undir lok eins og það er í dag. Gamalt hverfur fyrir nýju, sem þó hefur verið til áður!  Allt hefur sinn tíma!" 

Ég vil ekkert vera leiðinlegur, en er ekki best að sumir dragi sig alveg núna út úr viðskiptalífinu, hér heima sem erlendis. Þeir sem ekki skyldu þetta fyrra skiptið, ættu að gera það núna. Kannski kominn tími til að þakka fyrir sig og draga sig út úr þessu fjármálabraski.  Góðar stundir!


mbl.is Stærra en gjaldþrot Maxwell
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

New Deal og atvinnuatvinnuleysingjar

Hvernig má það vera að enn þann dag í dag er fiskur fluttur óunninn til útlanda?  Í fyrsta lagi liggur kostnaður í því að sigla með fiskinn sem samtímis rýrnar í gæðum um borð í skipunum.  Meðferð fisksins síðan í móttökulandi er með ýmsu og öllu móti. Allt er samt selt sem íslenskur fiskur og því orðstír okkar Íslendinga og vöru okkar í hættu. 

Af hverju er varan ekki fullunnin, seld sem íslensk hrávara sem unnin er til lokastigs og síðan flutt út sem hágæða vara sem enginn nema Íslendingar hafa haft með að gera? Hér er ekki bara um metnaðarmál að ræða, heldur skapast við þetta þúsundir starfa sem Íslendingar eiga að sinna með sóma og stolti. Þetta er nauðsynlegt fyrir hagkerfið og mót atvinnuleysi. Atvinnuleysistryggingasjóður er sagður tæmast við áramótin ef ekkert er að gert. Hér er lausnin. Öll íslensk framleiðsla, hvort sem það er innan fiskiðnaðar, svepparæktar, tækniframleiðslu, kjötframleiðslu, ferðaþjónustu eða hátæknihugbúnaðar, þá er hér um möguleika til starfa og það Á ÍSLANDI.

Að leggja peninga í slíkt er næring fyrir framtíðina. Það er ljóst að Íslendingar neyðast nú að vera forsjálir og hugsa til framtíðar. Skyndigróðinn fór með okkur í ræsið.  Nú er lag að hugsa til framtíðar og fá hjólin í samfélaginu að snúast eðlilega. Það er MIKILVÆGT að ekki vaxi úr grasi kynslóð sem sættir sig við atvinnuleysi og jafnvel þekkir ekki hvað er að vera úti á atvinnumarkaðinum.  Slíkt þekkist á meginlandi Evrópu og mörg dæmin til þar sem þrjár kynslóðir hafa ekki komið nærri atvinnumarkaði og teljast atvinnuatvinnuleysingjar.


mbl.is Vilja fiskinn heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki einu sinni Davíð getur stolið jólunum! Jólin mín eru heilög!

 grinch

Margt kann að breytast, jú víst er það svo. Það er aðlögunarhæfni mannsins sem hefur gert honum mögulegt að þreyja svo lengi. 

Hvað þarf meira en gleði í hjarta, kærleika til allra manna og frið með þjóðum?  Jólin eru svo frábær að jafnvel þótt alla pakka vanti og lítið sé í buddunni er samt hægt að halda gleðileg jól, heilög og betri en öll önnur jól. 

Tröllið sem stal jólunum í bókinni hefur engu að stela lengur. Gleðin yfir jólum er sannheilög og þótt allir alþingismenn leggist á eitt saman með fjármálamönnum á landinu að eyðileggja fyrir okkur hin sönnu gleði er það nú svo að engum tekst að taka frá okkur jólahátíðina.  Hún er ekki af þessum heimi, en samt í heiminum.


mbl.is Kreppan hefur áhrif á jólahald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Munið að bursta tennurnar, annars getur farið illa (ekki fyrir viðkvæma)

Já, það er best að gleyma ekki þeim bræðrum Karíusi og Baktusi. Þeir eru iðnir þegar þeim gefst tími til að vinna.  En eftir að hafa skoðað hvað léleg tannhirða getur gert þá held ég að jafnvel þeir Karíus og Baktus láti sig hverfa   ...  myndirnar tala sínu máli:

Ljótustu tennur Bretlands, segir á síðunni þar sem ég fann þessar! Varla hægt að tala um "tennur":

tennur4

Ojj, hvað er nú þetta?

tennur3

Colgate hvað?

tennur2

Og svo það ógeðslegasta sem ég hef séð - ever:

tennur1

 Svo vonar maður bara að allir bursti vel og gefi sér tíma með tannþráðinn!


Sjúkt dæmi um spillingu - í Svíþjóð

Í sérstökum eftirlaunasamningi sínum við Nordea bankann, hefur Thorleif Krarup (56) tryggt góða fjármálaframtíð.  Hann er 56 ára og hefur starfað sem stjórnarmaður í Nordea bankanum í Stokkhólmi í eitt og hálft ár. Hann mun halda hálfum launum þar til hann verður 62 ára og eftir það fær hann 60% núverandi launa þar til að hann deyr. Eftirlaunasamningur hans er því metinn á minnst 150 milljónir sænskra króna eða um 2.562.000.000 (við tölum yfir 2 milljarða hér).

Nordea hefur staðfest þessar tölur.

Þetta er hreinn og klár viðbjóður.  Nú sit ég hér og hugsa hvort búið sé að gera svona eftirlaunasamninga við einhvern af bankastjórunum eða bankaráðsmönnunum heima á Íslandi.  Nennir ekki einhver að kanna það? 

http://www.dn.se/DNet/jsp/polopoly.jsp?d=3130&a=850740


Sárt bítur soltin lús

Kaldhæðni bloggara segir kannski allt um hversu sjúkt þetta allt er ennþá í fjármálaheiminum. Lesið hvað bloggarar segja um þessa frétt af þakksamlegu örlæti Finns bankastjóra. Hvílíkur öðlingur. Þetta er sem manna frá himnum. Því nú höfum við hin meira til skiptana.

NEI! 

Ekki nóg með að við höfum verið hnífstungin í bakið, heldur er nú hnífnum snúið í sárinu og ennfremur skal saltað í sárið um leið. Finnur Sveinbjörnsson, nýráðinn bankastjóri banka sem varla einu sinni er til - sem er að minnsta kosti óstarfhæfur hefur nú beðið um 200 000 króna launalækkun!  Hjálpi mér hamingjan. Það er dropi í hafið! Það er skiptimynt í vasa hans. Ég tek fram að ég er ekki einu sinni með 100 000 að lifa af á mánuði. Hversu siðlaust er þetta ekki?  Mér líður eins og það hafi verið hrækt í andlitið á mér, og ég bara sleiki út um því ég hef ekki fengið neitt að borða. 

Halló Íslendingar, látiði þetta viðgangast!  Mín tillaga er:  Jafnaðarlaun fyrir alla Íslendinga næstu 2 árin. Enginn fær minna en 300 000 og enginn fær meira en 700 000

 


mbl.is Bað um launalækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband