Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Vorboðarnir góðu

Hérna fyrir utan hjá mér í norður Stokkhólmi eru farnir að skjóta upp kollinum vorboðarnir góðu. Litlir laukar hér og þar í glöðum litum sem skrækja í kapp við hvern annan "Vor, vor, vor....".

DSCF0626DSCF0629

Ég sló saman tveimur myndum sem ég tók í morgun hérna utan við húsið. Já, núna er komið vor með +9°C og sól.  Vonandi er vorið líka á leið til Íslands nú þegar ég er væntanlegur þangað. B

Bestu kveðjur í sól og vori!


Þreyttur...

Blogga kannski stopult á næstunni. Hef svo mikið að gera og er hálf dasaður. Þá er ágætt að hverfa frá hversdeginum og gera eitthvað annað til tilbreytingar en sömu gömlu rútínuna. 

Fylgist þó með ykkur áfram bloggvinir.   

ps. Vorið er á næstu grösum hér ytra.  Happy


Orgelkonsert i Sankti Jakobskirkjunni

Tónlist er undursamleg leið at vekja stemningu, slappa af og tengjast öðru fólki. Á hverjum föstudegi klukkan 17:00 safnast saman lítill hópur fólks í Sankti Jakobskirkjunni í Stokkhólmi til að hlusta á orgeltónlist. Það er aðalorganisti kirkjunnar, Michael Waldenby sem oftast sér um að leika á hið stóra Marcussen & Søn (Aabenraa) orgel kirkjunnar. Tvö Marcussen & Søn orgel eru til í á Íslandi að ég veit. Eitt stendur í Fella- og Hólakirkju í Breiðholti, Reykjavík og eitt í Blónduóskirkju, Blónduósi. Orgelið í Jakobskirkjunni í Stokkhólmi er eitt hið stærsta i Svíþjóð og eitt það sem býður upp á mesta möguleika i disposition sinni. Hér er hægt að lesa um orgelið:  http://sv.wikipedia.org/wiki/Sankt_Jacobs_kyrka .

Jakobs_kyrka_organ (klikkið á myndina til að stækka hana)

Í dag nutum við undursamlegrar tónlistar eftir Johann Sebastian Bach [1685-1750], Felix Mendelssohn-Bartholdy [1809-1847], Max Reger [1873-1916], André Campra [1660-1744], Gustaf Hägg [1867-1925], Michael Waldenby [1953- ], L.J.A Lefébure-Wély [1817-1869] og Louis Vierne [1870-1837].  Það var undursamlegt að heyra tóna þessa fallega og áhrifamikla hljóðfæris fylla Jakobskirkjuna. Allir voru sem uppnumdir af þeirri stemningu sem organistinn skapaði. Oft hefur verið sagt að Bach sé fimmti guðspjallamaðurinn. Þannig hefur tónlistin með sinni tækni, frásagnarlist og "sköpunnargleði kallað fram hughrif sem líkja má við áhrif frásagna guðspjallanna.

Nóg um það!   Bestu kveðjur úr síðasta snjó vetrarins. Á þriðjudag er spáð +10°C.  :)  ....  og svo á aðfararnótt sunnudagsins skiptum við yfir í sumartíma hér ytra.  Þá verða aftur tveggja tíma munur á Íslandi og útlandinu.  


Fólki er ekki sjálfrátt!

Af niðurstöðu nefndar Sjálfstæðisflokks (= Sjálftökuflokksins) um peningamál má sjá að fólki er ekki sjálfrátt lengur. Nefndin um peningamál - sem hlýtur að vera ein sú stærsta og mikilvægasta innan Sjálfstæðisflokksins - enda sjálftakan úr ríkiskassanum búin að vera algjör undir síðustu nær 20 árin, er svo veruleikafirrt og svo langt komin frá öllum veruleika að best væri að benda þeim á að flytja inn á EURO-svæðið.  Helst að flytja til þeirra landa sem verst hafa það á efnahagssvæðinu, ÞRÁTT fyrir EURO.  Fullkomið hrun blasir við í þeim löndum gömlu austur-Evrópu, sem tengt hafa sína gjaldmiðla við EURO.  Að hafa fulla tengingu við EURO hjálpar ekki þessum löndum. Þvert á móti er tengingin að sliga efnahagslífið í þessum löndum, ásamt þeirri einföldu ástæðu að nú á tímum erfiðleika í efnahagslífi, starfar einstök lönd ESB af fullum krafti að bjarga því sem bjargað verður heima fyrir, meðan önnur minna stöndug lönd eru látin sogast niður með baðvatninu...   Samheldni bandalagsins er engin, stöðugleiki EURO er engin og EURO, þótt ein stærsta gjaldmiðilseining heims, er ein þeirra veikustu.  Af hverju?  Því of margir óvissuþættir stýra henni.

Þessa mynteiningu vill Sjálftökuflokkurinn innleiða á litla Íslandi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekkert um svona hluti að segja. Hann nýtur ekki trúnaðar þjóðarinnar lengur. Hann leyfði útrásarmönnum að setja Ísland á hvínandi kúpuna og fyrir það er ég EKKI þakklátur.


mbl.is Evran komi í stað krónunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tinni í Tíbet

Tinni og félagar komust aldrei til Tíbet vegna stjórnmálaástandsins í landinu. Í fréttum undanfarið hefur komið skýrar og skýrar fram hverjir eru að taka völdin í heiminum og hverjir eru að glata þeim. Stóru máttugu nýlenduþjóðirnar hurfu af sjónarsviðinu þegar við lok Fyrri heimstyrjaldarinnar, eða á öðrum tug 20. aldarinnar. Breska heimsveldið, ljónið ógurlega varð tannlaust og tapaði klónum. Nýlenduþjóðirnar sem plagað höfðu lönd Afríku s.s Belgía, Þýskaland, Frakkland og Ítalía glötuðu sínum áhrifum og urðu síðar, eða eftir lok Síðari heimstyrjaldarinnar að gefa eftir tilkall sitt til mikilla landflæma.  Lokahnykkurinn reið svo yfir hjá Bretum þegar nýlendum þeirra var gefið nómínelt sjálfstæði og Hollendingar töpuðu nýlendum sínum samtímis og Portúgalar. Spor finnast hér og hvar eftir þennan tíma, tungumál og ritmál, blóðugur svörður og staðbundin menningareyðing.

tinniBandaríki réðu svo fyrir málum frá lokum Kalda stríðsins eftir að Sovétríkin liðuðust í sundur og mölur komst í Járntjaldið.  Eftir stendur stórveldið Bandaríkin og Kína í dag. Kína er land sem með stærð og fjölda landsmanna hefur sannarlega stækkað hraðar en nokkurn óraði fyrir. Kína og útþenslustefna þess er farin að láta á sér bera svo um munar. Sjálftakan í formi valdaráns i Tíbet er augljós þeim sem bara horfir þangað.

Í ótta sínum að lönd heimsins muni um síðir opna augu sín fyrir mannréttindabrotum Kínverja í landi Tíbeta, reyna þeir að stöðva ánna við ós. Já, með því að setja nokkrum þjóðum fótinn fyrir dyrnar svo sem Suður-Afríku.  Viðskiptatengsl eru mikilvægari mannréttindi og þannig hefur það lengi verið í Suður-Afríku.  Miklar framfarir hafa verið í því landi, en betur má ef duga skal. Milljónir íbúa stórborga búa í pappakössum og hafa hvorki aðgang að hreinu vatni, frárennsliskerfi (klóak), heilsugæslu eða menntun. 

Þetta land, sem nú á að halda stórmót í íþróttum á komandi árum og vera í heimspressunni, styður nú mannréttindabrot og framfarir Kínverja í Tíbet með að hafna Dalaí Lama þátttöku á alþjóðaráðstefnu um frið.   Viðbrögðin hafa verið sterk.  Friðarverðlaunanefnd Nóbels hætti við þátttöku, og slíkt hafa fjöldi annarra þátttakenda gert í mótmælum við framgöngu gestgjafanna.  Þessi friðarráðstefna sem skipulögð var til að kalla eftir jákvæðri mynd af Suður-Afríku nú fyrir Heimsmeistarakeppnina í fótbolta fór því út um þúfur vegna hagsmunaárekstra og stórveldistilburða Kínverja.  Ég tel að þjóðir heimsins eigi að skíta hreint í Heimsmeistarakeppnina í fótbolta þar til Suður-Afríka hefur náð sönsum.


mbl.is Friðarráðstefnu aflýst vegna Dalaí Lama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar fingur verða langir og vasar djúpir

Framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, Andri Óttarsson, játar að hafa tekið á móti stórum fjárhæðum frá fyrirtækjum í opinberri eigu. Þetta heita á mínu heimili "mútur", get ég skotið inn hér, en viðmiðin eru greinilega mismunandi.  Hann setur fyrirvara á endurgreiðslur, að allt verði endurgreitt sem "stangist á við lög". Hvað er maðurinn að fara?  Er honum og flokkselítunni ekki ljóst að það er fullkomlega siðlaust að taka við fjármunum frá opinberum fyrirtækjum eða fyrirtækjum í opinberri eigu, ef ekki hefur komið til stjórnvaldslegrar ákvarðanatökum þess efnis?

Nú þegar íslenska þjóðin er látin greiða spilavítaskuldir "útrásarliðsins" og þegar handrukkarar IMF koma og krefjast vaxtahækkana af hálfsligaðri þjóðinni - kemur í ljós að Sjálfstæðisflokkurinn hefur gengið sjálfala í fjárhirslum ríkisins. Sjálftakan verður að hætta. Þetta eru fjármunir þjóðarinnar ekki stjórnmálaflokka.

Neyðarlínan, þetta fyrirtæki sem þjóðin hefur borið traust til hingað til, hefur einnig verið girt spurningamerkjum. Hvaða ávinning ætlaði Neyðarlínan sér með slíku athæfi að greiða hundruðin þúsunda króna í djúpa vasa Sjálfstæðisflokksins?   Þetta ber að athuga ekki síður en að skoða hverjir aðrir hafa verið að leggja fé í hendur sjálfstæðismannanna og þá með hvaða ávinning í huga?

NÝTT FORDÆMISGEFANDI FRÁ SVÍÞJÓÐ:

http://www.dn.se/opinion/debatt/vi-stoppar-chefsbonusar-i-statens-alla-foretag-1.828559 ´

Já, Svíar hafa hætt með allar bónusgreiðslur til yfirmanna, fyrir stjórnarsetu og fyrir að sitja í nefndum og ráðum opinberra sjóða.    Gæfan gefi að slíkt fyrirfinnst ekki á Íslandi.


mbl.is Skilar framlagi Neyðarlínunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svo fór að snjóa aftur í Stokkhólmi

Ég verð að játa að mér finnst þetta orðið svolítið leiðigjarnt og farið að minna ískyggilega á íslenskt veðurfar.  Fyrir nokkrum dögum var +7°C og rjómablíða hér í borg. Núna hefur þessi kærkomni hiti horfið og í morgun var snjór yfir öllu og -3°C.  Vetrarlegt ekki satt?

DSCF2017

Tók þessa mynd í ljósaskiptunum eldsnemma í morgun. Horft til suð-austurs af svölunum mínum, út yfir Lappkärret. Í fjarska gefur að líta fjarvarmastrompa í Stór-Stokkhólmi og "Gömlu gasklukkuna" sem stendur í hverfinu Hjorthagen. [BGB]


Að Sjálfstæðisflokkur mælist með fylgi, er brandari ársins!

Samkvæmt könnun Capacent Gallup sem gerð var fyrir Morgunblaðið og Ríkisútvarpið kemur fram að Sjálfstæðisflokkurinn mælist með fylgi. Og ekki bara það, heldur mælist sá flokkurinn með 26,5% fylgi. Ég spyr, eru þessi 26% haldin sjálfspíslarhvöt? Ekki bara það, eru þessi rúmu 26% haldin þjóðarmasókisma?  Eitt er víst 26% þjóðarinnar eru illa haldin og veruleikafirrt að mestu leyti.  Að skilja ekki að það var Sjálfstæðisflokkurinn með ötulli hjálp Framsóknarflokks sem kom Íslandi á steinaldarstigið er mér með öllu óskiljanlegt.

Ég finn til með þessum 26% og vænti þess að komandi ríkisstjórn Vinstri Grænna og Samfylkingar muni hlúa að þessu fólki með uppbyggingu heilbrigðiskerfisins.    


mbl.is Ný könnun: Stjórnarflokkarnir fengju meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hin "franska fálkaorða"?

Eru Moggamenn alveg að sleppa sér!  Heiðursmerki frönsku Heiðursfylkingarinnar eða Legion d'Honneurog Fálkaorðan okkar íslenska eru vissulega  æðsti heiður sem löndin sýna borgurum sínum og borgurum annarra landa. En þar skilur líka að.

Útlit og upphaf þessara orða vísar í sínar tvær áttirnar. Önnur á upphaf sitt á róstutímum Frönsku byltingarinnar þegar kirkja og konungdæmið voru næstum því jafn hataðar stofnanir. Því er Heiðursfylkingarmerkið ekki kross, riddarakross eða hvað maður vill kalla það, heldur "heiðursmerki". Fálkaorðan er hinsvegar stofnuð (1921) af danska konunginum Kristjáni X og þar með konunglegt upphaf.  Orðan er krossformuð og byggir þar með á kristnum gildum og grunni.  


mbl.is Frakkar heiðra hermann sem barðist í fyrri heimsstyrjöldinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Inquistior Joly

... quoniam punitio non refertur primo et per se in correctionem et bonum eius qui punitur, sed in bonum publicum ut alij terreantur, et a malis committendis avocentur.

(Lauslega snúið á íslensku:"... ekki bara til góða hinum [seka] og til að refsa honum heldur til góða hinum almenna borgara, að hann óttist og haldi sig frá vondum verkum.")

Svo hljóða orðin úr handbók rannsóknara Hins heilaga rómversk katólska rannsóknarréttar frá 16. öldinni. Orðin eiga við um Ísland í dag.  Þetta er hryllilega sorglegt, en vissulega satt. Veiðarnar eru hafnar. Engu skal þyrmt til að fletta ofan af skjólshúsum og skúmaskotum fjárglæframanna. Engu! 

Hreinsunin á að vera algjör, engum skal þyrmt. Spillingin verður að hreinsast burt og svo grimmilega skal gegnið fram að þetta verði öðrum til viðvörunar. Fréttir af rannsóknarnefndum og skilanefndum sem búa erlendis á 5 * hótelum vekur einungis viðbjóð!  Hingað og ekki lengra. Þetta má ekki ganga svona lengur.

Nú er bara fyrir Evu Joly að setja upp gúmmíhandskana því skíturinn er mikill og spillingin algjör.  Burt með hina íslensku nómenklátúru!

 


mbl.is Eva Joly hreinsar út á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband