Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009
29.4.2009 | 19:07
Vor i Stokkhólmi
Tók nokkrar myndir í morgun þegar ég var á leiðinni í vinnuna. Sakuru-trén blómstra og búið er að setja alla gosbrunna í gang í borginni. Þetta er falleg sýn og maður kemst sannarlega í gott sumarskap.
Smellið á myndina til að stækka hana:
Kungsträdgården i Stokkhólmi. Sakuru trén blómstra við nyrsta gosbrunninn í garðinum. Sankti Jakobskirkjan í bakgrunni, rauð og reisuleg. Kirkja kennd við Jakob hinn eldri, hefur staðið sannanlega á þessum stað síðan 1311. Þessi kirkja (á myndinni) var byggð á árunum 1588-1642 (vígð fyrsta í aðventu 1643 í nærveru Kristínu drottningar).
Myndin tekin 29.04.2009, kl. 09:40. (BGB)
Svíþjóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.4.2009 | 07:06
Fólkið vill ekki Guðlaug Þór niður um eitt sæti, það vill hann út!
Útstrikanir af lista Sjálfstæðismanna koma mér ekki á óvart. Ljóst er að embættisfærsla Guðlaugs Þórs og spillingin innan Sjálfstæðisflokks hefur sært stolt hinna auðsveipnu og auðtrúu flokksmeðlima. Flokksaginn minnir oft á Norður-Kóreu eða Rúmeníu fyrri tíma. En núna hafa flokkmennn getað sagt það sem þeim býr í brjósti, gert það á þann hógværa máta að strika út efsta nafn af listanum, nafn Guðlaugs Þórs fyrrum heilbrigðismálaráðherra. Skilaboðin verða ekki skýrari hjá þessum flokki og ljóst að Guðlaugur Þór verður að finna sér eitthvað nýtt að gera. Það nægir ekki að hann færi sig niður um eitt sæti. Fólkið vill hann ekki. Því svíður að sjá "milljónasnáðann" á lista og strikar hann því út, ekki til að færa hann niður um eitt sæti, heldur til að strika hann út.
Sjálfstæðisflokkur í RS með yfir 2000 útstrikanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.4.2009 | 13:11
Um evrópumálin
Þá eru Evrópumálin komin í farveg í Noregi. Norðmenn hafa ákveðið að vera ekki með að sinni gera því viðskipta- og tollasamninga við bandalagið í staðinn. Hér er spurningin hvort Ísland geti ekki gert slíkt hið sama. Íslendingar hafa nefnilega spil á hendi sem fólk hefur ekki hugsað út í. Það eru auðlindir okkar, nýttar sem ónýttar.
Evrópubandalagið stendur illa núna um þessar mundir og efnahagsvandinn að höggva enn fastar að rótum efnahagslífs bandalagsins. Nýju austantjaldslöndin eru illilega farin að finna til einsemdar í vanmætti sínum gagnvart stærri ríkjum sem hafa þó sterkari markaði og efnahagslíf. Þessi lönd starfa nú sjálfstætt, en ekki sem bandalag. Hver eys sinn bát sem hann getur, en ekki er hjálpast að. Þetta er nú Evrópusambandið í hnotskurn.
Svört jörð er það kallað þegar rík lönd vesturlanda og stórar verslanakeðjur kaupa upp landsvæði í Afríku, Suður-Ameríku og Asíu og nýta þessi svæði sem forðabúr fyrir komandi matvælaskort í heiminum eftir nokkra áratugi, - kannski ekki einu sinni það - því matvælaskortur mun herja á heiminn innan tíu ára. Fiskimið Íslands hafa enn ekki verið rányrkt í þeim mæli sem hafið umhverfis Spán, Portúgal, Írland, Frakkland og Bretlandseyjar. Þeir horfa því hýrum augum til okkar og stóra hafsvæðisins okkar.
Skortur á olíu og gasi verður síðan einhvern tíman svo stórt vandamál að hver dropi verður gulls ígildi.Þannig mun það svara kostnaði að sækja olíu og gas á botn hafsins kringum Ísland. Hrein orkuframleiðsla á Íslandi er sömuleiðis áhugaverð í augum Evrópumanna. Allt þetta eru spilin okkar, spilin sem við gefum ekki frá okkur, heldur spilum með. Við vinnum á trompin okkar ef við glepjumst ekki af aulaskap og gylliboðum ESB.
Að fara með hraði inn í ESB væri það heimskasta sem Ísland gæti gert í dag. Allt sem heitir að flýta sér er Íslandi ekki til góða. Flýtimeðferð kostar alltaf extra. Það vita þeir sem slíkt hafa nýtt sér. Hvort sem íslensk þjóð kýs að fara inn í Evrópubandalagið eður ei, verður að vinna allt slíkt ferli með yfirvegun og af skynsemi. Ég sé ekki raunhæft að stefna á aðild næstu 8-10 árin. Það væri ekki íslenskri þjóð til heilla að sækja um aðild þegar illa gengur hjá okkur, því samningsstaða okkar er þá afleit.
Ég kýs heldur að taka upp náið samstarf við Norðmenn og þannig halda góðum tengslum áfram við norðurlöndin sem eiga nánari samskipti við Noreg en við okkur. Eitt lítið viskipta og menningarbandalag Noregs og Íslands, með tengindu við Grænland og Færeyjar væri mikill akkur fyrir okkur Íslendinga. Ég tel farsælast að skoða þessa möguleika, því Norðmenn vilja hafa aukin samskipti við okkur. Sláum ekki á útrétta hendur þeirra.
Evrópusambandið bjargar ekki Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 13:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.4.2009 | 06:39
Kosningar á erfiðum og óljósum tímum
Í dag er kosið á Íslandi til Alþingis. Þetta eru sögulegar kosningar, því annarri eins efnahagslægð hefur Ísland ekki verið áður í. Skuldasöfnun ríkisins undanfarin ár hefur verið stjarnfræðileg. Samskipti við útlönd hafa verið stirð og trú þjóðarinnar á að eðlilegt starfandi lýðfæði sé til á Íslandi hefur verið hverfandi.
Rótlaus þjóðin og klofin er að ganga til kosninga og togast er á um atkvæði þjóðarinnar. Gömlu flokkarnir, þeir sem komu Íslandi á betlarastellinguna í alþjóðasamhengi, segja nú að horfa verði til framtíðar(?). Jassó, hvað gerðu þeir þá síðastliðin átján árin?
Ég held að skynsöm íslensk þjóð muni kjósa að breyta pólitísku landslagi í dag og kjósa sér bjartari framtíð. Gefum sjálfstæðisflokksfólkinu frí, sýnum að lífsviljinn sé eyðileggingaröflunum yfirsterkari.
Lokaorð formanna til kjósenda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.4.2009 | 07:46
I know what you did last summer, - and the past 18 years!
Róður fyrirtækjanna er að þyngjast með hverjum deginum og hjá mörgum nálgast nú gjaldþrot. Svo virðist sem brauðfótabygging Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks síðastliðin ca. 15 árin virðist vera skila sér. Eftirmæli Sjálfstæðisflokksins verða ei fögur. Sá flokkurinn, með góðri liðveislu Framsóknarflokks, lukkaðist veikja íslenskt viðskiptalíf, íslenskan iðnað og íslenska krónu svo að þjóðfélagið er lamað, fólki líður illa og fjöldi heimila og lögaðila standa frammi fyrir gjaldþroti og allri þeirri sorg og leiða sem það hefur í för með sér.
Gleymum því ekki að minnast þeirra sem knossuðu okkur og knébeygðu okkur frammi fyrir Alþjóða gjaldeyrissjóðnum og Evrópubandalaginu - með framstrekktar hendur betlandi neyðaraðstoð.
Það er skömm að þessu og þeim gengdarlausa siðferðisbresti sem flokkarnir hafa orðið uppvísir að, og ekki bara einu sinni, ekki tvisvar - nei aftur og aftur... og listinn virðist ótæmandi.
Ég vona að fólk sjái hvað þetta allt er klikkað og sjúkt og veiti ekki Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkum brautargengi enn eina ferðina, því það yrði feigðarför íslenskrar þjóðar!
Fjórfalt fleiri í vanda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.4.2009 | 19:13
Prestsbakkakirkja á Síðu 150 ára
Prestsbakkakirkja á Síðu, vígð á sumardaginn fyrsta 1859. Vatnslitamynd eftir Selmu Jónsdóttur, 2000).
Á sumardaginn fyrsta er gamla sóknarkirkjan mín, Prestsbakkakirkja á Síðu 150 ára gömul. Hún er virðuleg trékirkja sem rís fallega yfir Prestsbakkavöll og sést víða að. Hún tekur rúmlega 200 manns í sæti og er með stærri sóknarkirkjum í dreifbýli. Hún er sérstök fyrir marga hluti og rétt að nefna t.d. að prédikunarstóll er staðsettur framarlega í miðjum kór kirkjunnar, bekkir hennar eru bognir eins og síldarbein og svo á hún nokkra góða gripi, m.a. fallegar altaristöflur, aðra eftir Anker Lund og hina eftir Lucie-Marie Ingemann. Fallegur kaleikur í nýgotneskum stíl er til í kirkjunni og nokkra gamla fallega hökla á kirkjan. Tvo steinda glugga eftir Leif Breiðfjörð á kirkjan og fallegan skírnarfont eftir Ríkharð Jónsson, sem með myndrænum skírskotunum til sögu staðar og sveitar.
Dýrmætastar eru þó góðar minningar og helgur andinn í kirkjunni sem ég þjónaði sem settur sóknarprestur í yfir eitt ár (2002-2003) og af og till fyrir og eftir það. Sömuleiðis allt það góða fólk sem þar þjónaði með mér, meðhjálparar, kirkjuverðir, kór og organistar og svo allt það fólk sem kom til kirkjunnar og lét sér hag hennar varða. Það hefði sannarlega verið gaman að fagna með ykkur í Prestsbakkasókn í dag, þar sem ég hef verið á Íslandi undanfarið!
Hamingjuóskir á 150 ára afmæli. Guð geymi þig kirkjan góð og þitt fólk.
I. Kon. 8.
___________________
http://www.michaela-troescher.de/island/prestbakki.html
Trúmál | Breytt s.d. kl. 19:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2009 | 12:55
Veruleikafirring af verstu tegund
Ég sit hérna heima og er að velta því fyrir mér hvort Þorgerðu Katrín, Tryggvi Þór og Bjarni Ben flokkbræður hennar séu gersamlega gengin af göflunum. Ráðaleysið er komið í blóðið og farið að orsaka brenglun í allri rökhugsun sjálfstæðismanna og kvenna. Þetta er reyndar á mörkum þess að maður finni til með flokkinum og þeim ógöngum sem hann er kominn í, málefnalega og rökfræðilega. Meðan verið er að draga saman í þungaiðnaði, framleiðslu bíla og fjöldauppsögnum hundruða þúsunda verkamanna erlendis - eru sjálfstæðismenn að neita staðreyndum.
Það er verið að loka bílaverksmiðjum, flugvélaverksmiðjum, skipasmíðastöðvum út um allan heim. Ef þjóðir heims héldu að allt myndi rétta úr kútnum eftir tvö ár, er ljóst að verkmiðjunum yrði haldið í gangi, en svo er ekki. Allur iðnaður í heiminum er að taka stakkaskiptum. Hann er að dragast saman og þar með að lúta þeim lögmálum sem heimskreppan er að beygjast undir. Ný lögmál, nýir atvinnuhættir. Að byggja álver er svo gersamlega að skjóta sig í fótinn og svo léleg byggðastefna að nær er að kalla forheimsku af versta tagi.
Ég hef samúð með sjálfstæðisflokkinum, vegna þess að þeir eru sorglegir.
Þeir eru eins og kóngur sem ríkt hefur sín bestu ár og nú býr í lítilli íbúð í skuggalegu hverfi og sendir þaðan skipunarbréf og úrskurði til samfélags sem hann ríkir ekki yfir lengur.
Álið leysir vandann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.4.2009 | 09:30
Flaggað í hálfa stöng við Valhöll...
Líklega var alltaf flaggað í hálfa stöng við Valhöll þar sem allar [útrásar]hetjur sem féllu fóru þangað, eða réttara sagt voru sóttir af valkyrjum hins hæsta guðs norrænnar trúar, Óðins. Líklega er munurinn ekki svo mikill nú og þá. Hinir föllnu eiga hvílustað sinn í véum Valhallar og einatt flaggað þar í hálfa stöng.
Valhöll, höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokksins eru sorgarhús. Snorrabúð er stekkur og úthverfi Reykjavíkur draugahverfi. Slíkur er arfur stjórnmálaflokks sem fullmeðvitaður horfði fram í þoku íslensks atvinnu- og efnahagslífs og keyrði síðan þjóðarskútuna með fullu afli inn í þokuna. Svo strandaði allt og hver hafði verið í brúnni við sjálft stýrið var ekki ljóst, enda höfðu allir hag af því að engum yrði refsað. Ekki væri gott ef einhver myndi tala út um skukkið, spillinguna og óendanlegan viðbjóðinn sem vellur sem gröftur úr ljótu kýli.
Margir ætla að skila auðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.4.2009 | 17:21
Málþófsflokkur eða Sjálftökuflokkur
Mikið afskaplega verða eftirmæli Sjálfstæðisflokks dapurleg. Skömmin ríður ekki við einteyming. Að standa í vegi fyrir lýðræðisþróun Íslands, endurbótum eftir skammarlega setu við stjórnvölinn í yfir 18 ár. Ég segi nú bara eins og Sænskurinn: Fy fan!
Ég vona helst að þessar tölur sem ræddar hafa verið og settar fram úr skoðanakönnunum séu réttar og að fylgi "D" eða Sjálfstæðisflokksins sé að þurrkast út. Ég er dauðleiður á þessum villtu spillingarsögum og síðan framhaldssögum sem eru svo jafnt og þétt rökstuddar ljótum dæmum. Allir vita í dag að Sjálfstæðisflokkurinn er allur sem heiðvirt stjórnmálaafl.
Enginn getur haft trú á málefnaframsetningu flokksins og því síður lært af dæmunum. Mér verður hugsað til konunnar sem sr. Svavar á Akureyri minntist á í blogginu sínu. Eftir henni hafði verið haft að hún skyldi kjósa Sjálfstæðisflokkinn, jafnvel þótt andskotinn væri þar á lista. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur oft verið líkt við fylgni við trúarhóp. Viss gagnrýnisleysi hrjáir oft fólk sem binst öfgakenndum flokkshugmyndum. Þannig hefur því lengi verið farið. Ég vona innilega að fólk sjái að sér og hoppi fyrir borð áður en skipið sekkur og dregur alla niður með sér í hyldýpis rökkurdjúpin.
Stefnir í sigur málþófsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.4.2009 | 09:51
Ekkert kemur á óvart
Ég held að mig minni rétt þegar ég segi að þingflokkar stjórnmálaflokkanna hafi fengið hækkun á fastaframlagi sínu af fjárlögum á síðasta ári. Leiðréttið mig ef ég fer rangt með.
Hvernig í ósköpunum leyfa flokkarnir sér að skulda svona háar fjárhæðir, sem raun ber vitni um? Þetta ekki bara tekur burt það sem eftir var af trausti almennings til þeirra, heldur veikir þetta stöðu flokkanna og sjálfstæði þeirra. Þegar þeir sem flokkarnir skulda koma fram og krefjast fyrirgreiðslu eða einhvers sem kann að vera í valdi einhverra stjórnmálaflokka að veita þeim - hvernig getum við verið viss að þjóðarhagsmunir gangi fyrir en ekki að skuldastaða flokkanna ráði gjörðum?
_____________
Svo vil ég skjóta létt á Morgunblaðið. Rétt er að lesa yfir allar fréttir sem settar eru á netið, rétt eins og svo faglega er gert með sjálft Morgunblaðið sem birtist á prenti. Téð frétt var alsett málvillum.
Skulduðu hálfan milljarð í lok 2007 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |