Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Þjóðaratkvæðagreiðsla: Auðvitað

Þar sem um verulegt valdaafsal, eða réttara sagt afhending sjálfræðis í ríkisfjármálum, er rétt að þjóðin fái að skera úr um hvort hún samþykki þennan samning ríkisvaldsins við Breta og aðrar þjóðir heims sem ásælast hafa íslenska eftirlaunasjóði, krafist hækkunar á lánabyrði fjölskyldufólks....    já sennilega væri endalaust hægt að telja upp.  Um er að ræða svo stórt mál, að mér þykir rétt að þjóðinni verði veittur rétturinn að segja af eða á um þetta valda og sjálfstæðisafsal stjórnvalda í hendur Breta, fleiri landa og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF). 
mbl.is Þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jæja, loksins fagmen!!

Nú er að sjá hvort kunnátta og lærdómur eru það sem þjóðin þarf - eða hvort við þurfum einfaldlega fólk sem brettir upp ermar og setur upp gúmmíhanskana. Hér þarf nefnilega að moka skít! Óska þeim Má og Arnóri lúkku og blessunar í erfiðu starfi. Vonandi fá þeir laun í samræmi við það sem gerist hjá þjóðinni í stað ofurlauna.

Gangi ykkur vel!


mbl.is Már skipaður seðlabankastjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert breytist, lítilmagninn borgar sem fyrr

Það breytist ekkert þótt nýjar ríkisstjórnir komi fram með nýjar stefnuáætlanir og máli heiminn í nýjum litum. Fyrr eða síðar flagnar ódýr málningin af fyrra yfirborði og ekkert virðist hafa unnist.  Þegar við svo fáum fagfólk með háþrýstihreinsibúnað, er alltaf einhver sem grípur um vatnsslönguna svo verkið ónýtist.

Þannig er það á Íslandi nú og hefur alltaf verið. Vonleysið er að gera vart við sig út um allt í samfélaginu. Fólk sem trúði að nú skyldi allt verða betra. Að eftir nokkur erfið ár ættum við að geta staðið upp og byrjað að efla gott samfélag sem væri íslenskt og án erlendra áhrifa.  Stjórnvöld hafa brotið niður markvisst baráttuþrek og þol þjóðarinnar.  Fyrsta skrefið var þegar stjórnvöld ákváðu að sækja ekki bresk stjórnvöld til saka fyrir að beita hryðjuverkalöggjöf á Ísland, í fullkomnum órétti. Þarna var fyrsta af mörgum skrefum tekið - í þá átt að brjóta niður baráttuanda og STOLT Íslendingsins.

Nú sem fyrr eiga, samkvæmt samningum ríkisstjórnarinnar, íslensku heimilin að taka á sig allar greiðslur glaumgosa og spilavítisskuldir útrásarmanna. Við eigum að kyngja niðurlægingunni og borga uppsetta reikninga.  Lítilmagninn á að borga sem fyrr!  Gamla fólkið, námsmenn, þeir sem eru við hungurmörk þ þessir eiga að greiða mest! Íslensk stjórnvöld gáfu erlendum stjórnvöldum "sjálfdæmi" í öllum málum. Þetta hefur kostað okkur hrikalegar fjárhæðir, en fyrst og fremst stoltið.


mbl.is Fara framhjá gjaldeyrishöftum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðkirkjan á villigötum

Fyrir hvað hefur biskupsstofa og kirkjuráð beðist afsökunar?  Það eru vissulega hlutir sem biskupsstofa mætti biðjast afsökunar á, það má ég vita. En að sverta svo minningu látins manns; að taka undir gömul ósönnuð kærumál á hendur hinum sáluga herra Ólafi biskupi Skúlasyni, er svívirða. Minning góðs og mæts manns er svert um ókomin ár. Nornaveiðar hafa verið settar í gang eftir alda hlé.

Þetta var ljótt, mjög ljótt!  Ég votta minningu biskups míns, herra Ólafi virðingu mína og bið góðan Guð minn að stýra svo málum í kirkju sinni, að látnir fái frið.

 


mbl.is Nær sáttum við Þjóðkirkjuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Látum dómstóla skírgera stöðu laganna og hvort þau haldi

Ljóst er að ágreiningur er mikill á Alþingi, jafnvel meðal stjórnarflokksþingmanna. Óánægjan í samfélaginu er ótrúlega mikil og kann að aukast um allan mun. Ríkisstjórninni er hollast að láta reyna á hvort þessir samningar eru löglegir og í anda íslenskrar stjórnarskrár og laga - sem og þjóðarsiðferðis.

Ég tel rétt að samningarnir verði settir undir próf. Hér verði gengi úr skugga um hvort þeir haldi og báðum dómstigum fengið málið til umfjöllunar. Sjóða mun upp úr ef þessu verður þvingað í gegnum stjórnkerfið.

Persónulegt mat, eftir að hafa talað við einn lögrfræðing í evrópurétti og síðan stjórnmálafræðiprófessor er að samningarnir séu á mörkum hins löglega. Siðferðislega og móralskt eru þeir verðlausir og til að brjóta niður baráttuanda þjóðarinnar. Sérstaklega sá þáttur sem lýtur að sérákvæði því sem breski samningurinn hefur á sér. Ljótur leikur!  Sérfræðingarnir töldu að Íslendingar ættu að geta gert "betri" samninga.


mbl.is Icesave: Útgönguákvæði ekki afdráttarlaust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hundar, aftur!

Mér er bara spurn, af hverju eru ekki yfirvöld spurð hvort hundar séu leyfðir eða ekki á Geirsnefi?   Hvað er fólk að stympast þetta. Margt bendir til þess, útifrá skiltunum sem sett voru upp og sjá má í fréttamyndbandinu, að hundar séu bannaðir þarna núna yfir hábjargræðistímann þá er borgin selur veiðileyfi í Elliðaárnar. Þá er ekki nema eðlilegt að hundar séu bannaðir, þar sem þeir leggist til sunds og fæli laxinn frá uppgöngu í árnar.

Umferðarskilti setur enginn upp ef ekki er undangengið leyfi Gatnamálastjóra (Vegagerðarinnar). Svo eitthvert yfirvald hlýtur að hafa tekið stjórnvaldslega ákvörðun um málið. Það er þá bara að finna þá persónu eða það yfirvald og spyrja út í málið, enn ekki rífast og keyra yfir hundgreyin sem ekki kunna að lesa.

Spurningin er þá hvað skuli gera við selinn sem liggur niðri við árósana og étur lax á færibandi?  


mbl.is Styrjöld á Geirsnefi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigli til Vitsgarn á morgun

Á morgun sigli ég út til Vitsgarn. Ég mun gerast eyjarprestur þarna úti í Skerjagarðinum og mun vonandi njóta góðs sumars í sumarblíðu og með siglingum á seglbátum og tilheyrandi. Uppfræðsla lýðsins tilheyrir starfinu og munu allir kristnaðir og sætti ég mig ekki við minna en 100% árangur.

DSCF2591

Nútíma kaleikur og patína. Fékk að vita að slíkt væri ekki til á eyjunni, svo ég keypti svona keröld í dag fyrir næstum því ekkert. Speisaðir litir ekki satt; patína og kaleikur. Þjófar hafa verið á ferli svo kirkjugripir eru engir til nákvæmlega núna.


Sóttir á fund kóngs

Líklega stemningsfullt að vera sendiherra í Stokkhólmi, sóttur í hestvagni og boðið í mat í höllinni.  Ekki slappur vinnudagur það!  Ég býð mig fram ef einhver þarf á mér að halda. Ekkert hræddur við að aka í hestvagni né heldur að snæða með kóngi!   :)   

Tók þessa mynd núna í vikunni, þá er ég var á leiðinni í vinnunna. Það var verið að sækja sendiherra frá einhverjum evrópuríkjum.  :)

DSCF2587


Thatcher - Hollráð til Evópusinna og ríkisstjórnarinnar þar með

Hlustið endilega á allan málflutninginn hjá Margréti Thatcher. Það má læra margt af ræðu hennar. Gefið ykkur tíma til að hlusta á úrklippið, hún er góð!!!

Svör Margaret Thatcher í breska þinginu

 


mbl.is Ríkisstjórnin á fundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslendingar við sultarmörk erlendis

Margir námsmenn hafa nú hrökklast úr námi. Orsökin er óhagstæður gengismunur íslensku krónunnar og erlendra gjaldmiðla sem og reiknilíkan LÍN.  Lánasjóðurinn er harður við námsmenn og reglurnar sem hann vinnur eftir gersamlega úr takt við aðstæður skjólstæðinga sinna.  Ríkið hefur gert sér grein fyrir ástandinu en ekkert er aðhafst.  Byrjum á að taka peninga úr vita vonlausum verkefnum. Leggjum niður starfslaunasjóð listamanna t.d.  og leggjum peningana þá í LÍN.  Bara ein hugmynd um hvað gera má tímabundið til að afla fjármunum til að létta námsmönnum erlendis lífið og gæta að því að þeir eigi einhverja framtíð á Íslandi eftir nám en flýi ekki til annarra landa með þekkingu sína og kunskap.

 


mbl.is Segir sig úr stjórn LÍN
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband