Fćrsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
8.4.2009 | 21:01
Breytingar nauđsynlegar
VG tvöfaldar fylgiđ í Kraganum | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
4.4.2009 | 15:36
Ţjóđareign
Ţađ er áhugavert ađ fylgjast međ umrćđunni um listaverkaeign gömlu bankanna. Máliđ er ađ mínu mati sáraeinfalt. Leita ber til sérfrćđinga í íslenskri listasögu og fá hreint og kalt mat hvađa listaverk séu mikilvćg fyrir listasögu Íslands og eiga sinn rétta stađ fyrir augum ţjóđarinnar í safni listaverkasafni Listasafns Íslands. Ţetta sjálfsagt kallar á fjárveitingar til Listasafnsins, vegna forvörslu, geymslu og skráningar listaverkanna (ljósmyndun, rannsóknir og skrásetning).
Fullljóst ţykir mér ađ eingin greiđsla eigi ađ koma fyrir ţau listaverk sem sett verđi í eign ríkislistasafnsins. Ríkiđ (ţjóđin) hefur ţegar lagt svo mikiđ til bankanna ađ líta má á yfirfćrslu listaverkanna sem ţakkargjöf til ţjóđarinnar á reynslutímum.
Ţau listaverk sem ekki eru talin til ţjóđargersema verđi seld á uppbođum á Íslandi. Rétt er ađ benda á ađ listaverka og verđmćtasöfn bankanna eru af ýmsum toga. Rétt ef til vill ađ sumt fćrist til Ţjóđminjasafns, Landsbókasafns vegna ţess menningarsögulega gildis sem munir, málverk, styttur, bóka- og skjalasöfn, myntsöfn o.frv. kunna ađ hafa. Ţetta tel ég vera afskaplega mikilvćgt ađ tekiđ verđi međ í reikninginn.
Um leiđ er sérlega mikilvćgt ađ ALLT gerist fyrir opnum tjöldum, ađ ekki hverfi neitt í flutningum né heldur lendi í opinberri sölu/uppbođum sem síđan verđi metiđ til ţjóđargersema.
Listaverk bankanna verđi metin | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
3.4.2009 | 06:30
Ţegar vitiđ ţrýtur, taka kraftarnir viđ
Já, enn á ný sýna örvćntingarfullir Sjálftökumenn, ađ óttinn viđ ađ lenda í stjórnarandstöđu er hrćđilegri en svo ađ ţeir ćtli ađ taka ţví ţegjandi. Ljótleiki stjórnmálanna á sér ţví miđur margar hliđar. Málţóf Sjálftökuflokksins á Alţingi er ein birtingarmynd biturleikans, öfundarinnar og hrćđslunnar; ađ nú verđi í ríkisstjórnarfjarveru flokksins fariđ ađ velta viđ steinum og fjármálaćvintýriđ verđi skođađ í kjölinn. Óttinn er ađ ţetta verđi allt gert í fjarveru Sjálftökuflokksins, ađ og hann geti ekki komiđ vörnum viđ eđa logiđ sig út úr ljótleika fjármálaćvintýris síđustu ára.
Sjálftökuflokkurinn sem haldiđ hefur uppi málţófi í ţingsal Alţingis krefst síđan í ţokkabót ađ stjórnarflokkarnir sitji síđan undir frođusnakkinu og stóru orđunum. Ég held ekki ađ nokkrum lifandi manni detti í hug sjálfviljugum ađ hlusta Davíđsdrengina. Sá tími er liđinn. Enginn hlustar á ţann flokkinn eftir allt sem hann gerđi ţjóđinni og orđstý hennar út á viđ. Nema auđvitađ ţeir sjálfir...
26 sjálfstćđismenn á mćlendaskrá | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Ţar sem Íslendingum virđist ógerlegt ađ skilja mikilvćgi almenningssamgangna, ţar sem ţeir geta ekki slitiđ sig frá einkabilunum og ţar međ lćkkađ heimiliskostnađinn og um leiđ stuđlađ ađ ţví ađ lćkka mánađakortsverđiđ í strćtó, eiga ţeir ekkert betra skiliđ en ađ frá ţeim verđi teknir strćtóarnir.
Ég er ađ velta ţví fyrir mér oft hvađ viđ Íslendingar lifum óhollt. Viđ hreyfum okkur lítiđ, skutlumst í prívatbílum hingađ og ţangađ, mengum loftslagiđ međ ţessari hegđun, af enn meira afli en ella. Ég tel viđ núverandi ástand, ađ borgaryfirvöldum og bćjarfélögunum kringum Reykjavík sé óskiliđ ađ veita ţá ţjónustu sem nú er veitt. Ţađ er leitt ađ hugsa til ţeirra sem ekki eiga bíl, en hćgt vćri um leiđ og strćtó verđi lagđur niđur ađ lćkka verđ á leigubílum, ţar sem ţeir jú verđa einir um markađinn.
Bestu kveđjur úr sćluríki almenningssamgangna. :)
Eigiđ fé Strćtó bs. neikvćtt um 57% af eignum | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
26.3.2009 | 07:27
Fólki er ekki sjálfrátt!
Af niđurstöđu nefndar Sjálfstćđisflokks (= Sjálftökuflokksins) um peningamál má sjá ađ fólki er ekki sjálfrátt lengur. Nefndin um peningamál - sem hlýtur ađ vera ein sú stćrsta og mikilvćgasta innan Sjálfstćđisflokksins - enda sjálftakan úr ríkiskassanum búin ađ vera algjör undir síđustu nćr 20 árin, er svo veruleikafirrt og svo langt komin frá öllum veruleika ađ best vćri ađ benda ţeim á ađ flytja inn á EURO-svćđiđ. Helst ađ flytja til ţeirra landa sem verst hafa ţađ á efnahagssvćđinu, ŢRÁTT fyrir EURO. Fullkomiđ hrun blasir viđ í ţeim löndum gömlu austur-Evrópu, sem tengt hafa sína gjaldmiđla viđ EURO. Ađ hafa fulla tengingu viđ EURO hjálpar ekki ţessum löndum. Ţvert á móti er tengingin ađ sliga efnahagslífiđ í ţessum löndum, ásamt ţeirri einföldu ástćđu ađ nú á tímum erfiđleika í efnahagslífi, starfar einstök lönd ESB af fullum krafti ađ bjarga ţví sem bjargađ verđur heima fyrir, međan önnur minna stöndug lönd eru látin sogast niđur međ bađvatninu... Samheldni bandalagsins er engin, stöđugleiki EURO er engin og EURO, ţótt ein stćrsta gjaldmiđilseining heims, er ein ţeirra veikustu. Af hverju? Ţví of margir óvissuţćttir stýra henni.
Ţessa mynteiningu vill Sjálftökuflokkurinn innleiđa á litla Íslandi. Sjálfstćđisflokkurinn hefur ekkert um svona hluti ađ segja. Hann nýtur ekki trúnađar ţjóđarinnar lengur. Hann leyfđi útrásarmönnum ađ setja Ísland á hvínandi kúpuna og fyrir ţađ er ég EKKI ţakklátur.
Evran komi í stađ krónunnar | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
24.3.2009 | 09:22
Ţegar fingur verđa langir og vasar djúpir
Framkvćmdastjóri Sjálfstćđisflokksins, Andri Óttarsson, játar ađ hafa tekiđ á móti stórum fjárhćđum frá fyrirtćkjum í opinberri eigu. Ţetta heita á mínu heimili "mútur", get ég skotiđ inn hér, en viđmiđin eru greinilega mismunandi. Hann setur fyrirvara á endurgreiđslur, ađ allt verđi endurgreitt sem "stangist á viđ lög". Hvađ er mađurinn ađ fara? Er honum og flokkselítunni ekki ljóst ađ ţađ er fullkomlega siđlaust ađ taka viđ fjármunum frá opinberum fyrirtćkjum eđa fyrirtćkjum í opinberri eigu, ef ekki hefur komiđ til stjórnvaldslegrar ákvarđanatökum ţess efnis?
Nú ţegar íslenska ţjóđin er látin greiđa spilavítaskuldir "útrásarliđsins" og ţegar handrukkarar IMF koma og krefjast vaxtahćkkana af hálfsligađri ţjóđinni - kemur í ljós ađ Sjálfstćđisflokkurinn hefur gengiđ sjálfala í fjárhirslum ríkisins. Sjálftakan verđur ađ hćtta. Ţetta eru fjármunir ţjóđarinnar ekki stjórnmálaflokka.
Neyđarlínan, ţetta fyrirtćki sem ţjóđin hefur boriđ traust til hingađ til, hefur einnig veriđ girt spurningamerkjum. Hvađa ávinning ćtlađi Neyđarlínan sér međ slíku athćfi ađ greiđa hundruđin ţúsunda króna í djúpa vasa Sjálfstćđisflokksins? Ţetta ber ađ athuga ekki síđur en ađ skođa hverjir ađrir hafa veriđ ađ leggja fé í hendur sjálfstćđismannanna og ţá međ hvađa ávinning í huga?
NÝTT FORDĆMISGEFANDI FRÁ SVÍŢJÓĐ:
http://www.dn.se/opinion/debatt/vi-stoppar-chefsbonusar-i-statens-alla-foretag-1.828559 ´
Já, Svíar hafa hćtt međ allar bónusgreiđslur til yfirmanna, fyrir stjórnarsetu og fyrir ađ sitja í nefndum og ráđum opinberra sjóđa. Gćfan gefi ađ slíkt fyrirfinnst ekki á Íslandi.
Skilar framlagi Neyđarlínunnar | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
18.3.2009 | 12:00
Inquistior Joly
... quoniam punitio non refertur primo et per se in correctionem et bonum eius qui punitur, sed in bonum publicum ut alij terreantur, et a malis committendis avocentur.
(Lauslega snúiđ á íslensku:"... ekki bara til góđa hinum [seka] og til ađ refsa honum heldur til góđa hinum almenna borgara, ađ hann óttist og haldi sig frá vondum verkum.")
Svo hljóđa orđin úr handbók rannsóknara Hins heilaga rómversk katólska rannsóknarréttar frá 16. öldinni. Orđin eiga viđ um Ísland í dag. Ţetta er hryllilega sorglegt, en vissulega satt. Veiđarnar eru hafnar. Engu skal ţyrmt til ađ fletta ofan af skjólshúsum og skúmaskotum fjárglćframanna. Engu!
Hreinsunin á ađ vera algjör, engum skal ţyrmt. Spillingin verđur ađ hreinsast burt og svo grimmilega skal gegniđ fram ađ ţetta verđi öđrum til viđvörunar. Fréttir af rannsóknarnefndum og skilanefndum sem búa erlendis á 5 * hótelum vekur einungis viđbjóđ! Hingađ og ekki lengra. Ţetta má ekki ganga svona lengur.
Nú er bara fyrir Evu Joly ađ setja upp gúmmíhandskana ţví skíturinn er mikill og spillingin algjör. Burt međ hina íslensku nómenklátúru!
Eva Joly hreinsar út á Íslandi | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
18.3.2009 | 11:16
Ptolemaios - elska ţinn nćsta
Sumar fjölskyldur segja sig eiga í innri vandrćđum og stríđi. Spurningin er hvort ţessar fjölskyldur ćttu ekki ađ hugsa máliđ svolítiđ betur og sjá ađ oft er um smáskeinur og minniháttar hagsmunaárekstra ađ rćđa. Hér drep ég stutt á sögu einnar fjölskyldu sem virđist hafa átt erfitt međ ađ tala saman og leysa innri ágreining (ţađ er erfitt ađ greina frá öllu í krónólógískri röđ ţví fólk kom og fór á veldisstóli faraóarna):
Ptolemearnir (hvílíkt liđ!)
Ptólemaios XII Faraó yfir Egyptalandi. Hann vissi aldrei hvort hann var ađ koma eđa fara. Tvisvar er hann faraó. Hann vissi aldrei hver móđir hans hefđi veriđ, hún var sennilega myrt. Hann var sérstakur á margan hátt. Spilađi á flautu og elskađi svallveislur og munađ. Klćddi og málađi sig svo ađ erfitt var á stundum ađ vita hvort hann var karl eđa kona, eđa hver hann almennt vćri. Ţetta kallast víst ađ vera andrógyn í dag. Nú, hann átti ekki alla sjö dagana sćla. Ţegar hann var löngum ađ heiman, greip dóttir hans, Berníke fram fyrir stjórnartaumana og gerđi hann útlćgan. Hundeltur af hermönnum dóttur sinnar náđi hann ţó ađ komast til Egyptalands aftur ţar sem hann lét síđar myrđa dóttur sína Berníke sem ţá ríkti yfir Egyptalandi (sjá neđar).
Kleópatra V Var drottning Ptólemaíósar XII og međstjórnandi. Hún tók ţátt í uppreisn dóttur sinnar Berníke IV mót eiginmanni sínum og föđur Berníkes IV. Berníke fannst hún erfiđ í stjórnarsamstarfinu svo hún lét myrđa móđur sína.
Berníke IV Faraó varđ hún eftir ađ hafa rekiđ föđur sinn Ptólemaíós XII frá völdum. Hún sat sem faraó frá árinu 58 til 55 ţá er fađir hennar mútađi sér inn í ríkiđ (en hann hafđi veriđ gerđur útlagi) og tók viđ valdataumum aftur međ ađra dóttur sína Kleópötru VI sem međstjórnanda. Í kjölfariđ lét hann myrđa Berníke IV.
Kleópatra VI Var elsta dóttir Ptólemaíósar XII. Faraó í tvö ár saman međ litlu systur sinni Kleópötru VII sem síđan lét eitra fyrir henni.
Arsinóe IV Gerđi uppreisn mót Kleópötru VII. Var síđan myrt af Antóníusi, ađ beiđni Kleópötru.
Kleopatra VII Fađir hennar dó ţegar hún var 18 ára. Hún átti barn međ Júlíusi Sesari og Markúsi Antóníusi. Framdi sjálfsmorđ.
Ptólemaios XIII Faraó 51-47 f.Kr. viđ hliđ Kleópötru VII. Lenti upp á kant viđ Kleópötru hélt sig undan en lenti síđan í ófriđi viđ Rómverkja og dó (drukkađi).
Ptólemaios XIV Var faraó í stuttan tíma viđ hliđ Kleópötru (samstjórnandi) en var síđan byrlađ eitur af hverju hann dó stuttu síđar.
Ptólemaios XV Caesarion sonur Caesars og Kleópötru VII. Lifđi til 17 ára aldurs eđa fram til loka orrustunnar viđ Actium. Var myrtur eftir hana.
Ptolemaios XII [117-51] 66 ára
Kleópatra V [?-?] (eiginkona Ptolemaiosar XII) Byrlađ eitur.
Berníke IV [77-55] 22 ára (dóttir Ptolemaiosar XII) Sennilega skorin á háls.
Arsinoe IV [67-41] 26 ára (dóttir Ptólemaiosar XII) Stungin međ hníf.
Kleópatra VII [79-30] 49 ára (dóttir Ptólemaiosar XII) Framdi sjálfsmorđ, eitur.
Ptolemaios XIII [61-47] 14 ára (sonur Ptolemaiosar XII) Druknar.
Ptolemaios XIV [60-44] 16 ára (sonur Ptolemaiosar XII) Byrlađ eitur.
Ptolemaios XV [47-30] 17 ára (sonur Kleópötru VII) Myrtur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:18 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
11.3.2009 | 15:47
Af hverju er ţeim svona áfram um ađ selja Ísland?
Já spurningin hangir alltaf yfir allri ESB umrćđunni og vekur í raun óhug hjá mér! Hvađ er ţađ sem Evrópubandalagssinnar sjá sem ég ekki sé? Kannski eru ţađ öll tćkifćrin. Kannski eru ţađ glampandi EURO smápeningarnir. Kannski eru ţađ landamćralaus og tollalaus viđskipti viđ ESB löndin. Íslendingar munu bara sjá cent og EURO mynt, ţví enginn Íslendingur mun hafa efni á ađ eiga EURO seđla. Tćkifćrin, jú fyrstu árin verđa eflaust dýrđleg. Stjórnmálamenn verđa bođnir í fjölda veislna og kampavíniđ mun fljóta - en bara fyrsta áriđ. Eftir ţađ fer róđurinn ađ ţyngjast og íslenskir stjórnmálamenn munu sjá ađ ţeir hafa lítiđ eđa ekkert ađ segja um ţróun mála í Evrópubandalaginu. Já, sennilega kemur ađ ţví einn daginn ađ stóru fjölmennu ţjóđirnar krefjast lagabreytinga ţess efnis ađ fjöldi íbúa í landi eigi ađ ráđa atkvćđavćgi einstakra landa. Ţessi umrćđa fćddist fyrir nokkrum árum. Henni vex fiskur um hrygg. Hvar standa ţá Íslendingar međ sín sérmál, kröfur um ađ fá ađ stjórna fiskveiđimálum og landhelgi sinni? Ţađ er hlálegt ađ ćtla ađ óreyndir íslenskir stjórnmálamenn ćtli ađ eiga eitthvađ í ţá hákarla sem hafa veriđ aldir upp frá barnćsku til ađ gegna embćttum í sínum löndum og stjórna nú í ESB. Mér óar barnaskapurinn.
Hiđ sorglega í öllu er afneitunin. Loforđ um sjálfstćđa stefnu Íslands i einstökum málaflokkum er eitthvađ sem breytt yrđi međ reglugerđ yfir nótt í Bruxelles. Ţannig er ţađ. Stćrri ţjóđir eins og Svíar t.d. (nćstum 9,5 milljónir) eru farnir ađ finna fyrir ţví hversu róđurinn mót bákninu er farinn ađ ţyngjast.
Umrćđan einkennist af fádćma hugmyndaleysi um ađrar mögulegar lausnir. Hvađa leikfélaga viđ eigum ađ velja okkur og hvort viđ viljum ađ leikfélagar okkar séu jafningjar okkar eđa ei?
Síđan er líka vert ađ gleyma ekki ađ verđi ekki dvölin okkur svo sćlurík sem margir vilja spá, og viđ viljum úr bandalaginu; ţá er ţađ ekki hćgt! Dyrunum er lokađ á eftir okkur og ţćr sođnar í falsinn.
Ný ríkisstjórn um ESB | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:25 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
7.3.2009 | 11:30
New Deal og atvinnuatvinnuleysingjar
Hvernig má ţađ vera ađ enn ţann dag í dag er fiskur fluttur óunninn til útlanda? Í fyrsta lagi liggur kostnađur í ţví ađ sigla međ fiskinn sem samtímis rýrnar í gćđum um borđ í skipunum. Međferđ fisksins síđan í móttökulandi er međ ýmsu og öllu móti. Allt er samt selt sem íslenskur fiskur og ţví orđstír okkar Íslendinga og vöru okkar í hćttu.
Af hverju er varan ekki fullunnin, seld sem íslensk hrávara sem unnin er til lokastigs og síđan flutt út sem hágćđa vara sem enginn nema Íslendingar hafa haft međ ađ gera? Hér er ekki bara um metnađarmál ađ rćđa, heldur skapast viđ ţetta ţúsundir starfa sem Íslendingar eiga ađ sinna međ sóma og stolti. Ţetta er nauđsynlegt fyrir hagkerfiđ og mót atvinnuleysi. Atvinnuleysistryggingasjóđur er sagđur tćmast viđ áramótin ef ekkert er ađ gert. Hér er lausnin. Öll íslensk framleiđsla, hvort sem ţađ er innan fiskiđnađar, svepparćktar, tćkniframleiđslu, kjötframleiđslu, ferđaţjónustu eđa hátćknihugbúnađar, ţá er hér um möguleika til starfa og ţađ Á ÍSLANDI.
Ađ leggja peninga í slíkt er nćring fyrir framtíđina. Ţađ er ljóst ađ Íslendingar neyđast nú ađ vera forsjálir og hugsa til framtíđar. Skyndigróđinn fór međ okkur í rćsiđ. Nú er lag ađ hugsa til framtíđar og fá hjólin í samfélaginu ađ snúast eđlilega. Ţađ er MIKILVĆGT ađ ekki vaxi úr grasi kynslóđ sem sćttir sig viđ atvinnuleysi og jafnvel ţekkir ekki hvađ er ađ vera úti á atvinnumarkađinum. Slíkt ţekkist á meginlandi Evrópu og mörg dćmin til ţar sem ţrjár kynslóđir hafa ekki komiđ nćrri atvinnumarkađi og teljast atvinnuatvinnuleysingjar.
Vilja fiskinn heim | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:32 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)