16.7.2009 | 07:16
Ljót hrollvekja um gæfusnauðar stjórnarathafnir
Nú eru sérfræðingar á öllum sviðum farnir að koma fram með yfirveguð álit sín. Faglegt mat á stöðunni er að skapast jafnt og þétt og myndin farin að skýrast. Aðferðafræði stjórnarflokks Jóhönnu Sigurðadóttur hefur fengið á sig harða gagnrýni. Stefna ESB gagnvart Íslandi hefur sömuleiðis fengið sinn skerf og verður að segjast eins og er að myndin er ekki falleg. Þetta er ljót hrollvekja um gæfusnauðar stjórnarathafnir og vilja eftir að skipa sér á sess í sögunni án tillits til fórnarkostnaðar.
Elvira Mendez, sérfræðingur í Evrópurétti við Háskóla Íslands misbýður yfirgangurinn í ESB. Að einstökum löndum sé gefið sjálfdæmi í einstökum málaflokkum sem í raun skv. stefnu ESB ættu að fá umfjöllun í yfirþjóðlegum stofnunum ALLS bandalagsins.
Tek ég hér með undir orð Elviru Mendez og bið fólk að ganga hægt um ESB-gleðinnar dyr. Hér er miklar og margar hættur á ferðinni. Best að ganga ekki til þessarar veislu.
![]() |
Misbýður umgjörðin um Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.7.2009 | 12:27
Fjárhagslegt sjálfsmorð að samþykkja ICESAVE
Það væri efnahagslegt sjálfsmorð að staðfesta ICESAVE samningana. Það má jafna því við að veita Bretum og þjóðum þeim sem harðast hafa komið fram með stjarnfræðilega reikninga, óútfylltar en undirritaðar ávísanir.
Hver með nokkru viti setur þjóð sína í slíkar ógöngur. Samningastaða Íslands er ekki góð. Hér er um aðildarlönd að ESB, G8, NATO og öllum mögulegum stofnunum og aðildarsamtökum heimsins. Svo ef þau vilja, geta þau gert okkar líf næstum því óbærilegt. Þetta eru þau lönd sem ríkisstjórnin vill að við sameinumst í ESB. Þvílíkir vinir.
Viljið þið gefa þessum löndum óútfylltar ávísanir? Bara til að gera ríkisstjórnir þessara þjóða "mildari"? Gera íslenska þjóð enn skuldugari eftir 10 ár en hún yrði nú í upphafi ICESAVE samnings?
Ég segi NEI og aftur NEI!
![]() |
Alvarlegt að synja Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.7.2009 | 06:37
Oh my God!
Ætli Guði sé ekki nokk sama hvort bílastæðahús sé opnað á sabbatsdeginum eður ei. Skelfing er fólk alltaf duglegt að hafa vit fyrir Guði og ákveða í smáatriðum hvað honum finnst og ekki.
Ég vona bara að Guð minn hafi húmor fyrir þessum öllum uppátækjum okkar mannfólksins!
![]() |
Mótmæla opnun bílastæðahúss á Sabbatdegi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.7.2009 | 06:18
Knéfall Íslands fyrir ESB
Þetta er nú það furðulegasta álit sem ég hef heyrt um. Ríkisstjórnin pantar álit (og sennilega niðurstöðu). Síðan er þessu slengt framan í þjóðina sem nú þegar er bæði skattpínd og þarf að borga ofurvexti og sagt að allt sé bara í góðu lagi.
Hvenær mun íslenska krónan eflast og ná sinni fyrri verðmætastöðu gagnvart öðrum gjaldmiðlum? Og þar með námsmönnum erlendis mjög erfitt fyrir? Hvenær munu vextir á lánum lækka á ný, eftir að IMF (Alþjóðagjaldeeyrissjóðurinn) jók greiðslubyrði Íslendinga af bankalánum? Framkvæmd sem sett hefur margar fjölskyldur í mikla greiðsluerfiðleika - ef ekki gjaldþrot og íbúðamissi.
Ég verð að segja að mér finnst þetta allt vera spil sem hefur bara eina pantaða niðurstöðu. Ég veit ekki af hverju ríkisstjórnin er óheiðaleg mót þjóðinni og segir okkur ekki bara hvað hún vill. Það væri einfaldast þannig. Ég tel að ástæðan sé að greiðum við ekki upp 100% ICESAVE skuldirnar og eru "vingjarnleg" við Breta, munu þeir standa gegn aðildarumsókn okkar í ESB. Hlutur sem ég myndi EKKI gráta.
Að fórna öllu, að ganga svo á eftir ESB og einstaka aðildarlöndum þess skrímslis sem ESB er, er að mínu mati fásinna. Þjóðarstoltið er horfið. Íslendingar eru að sligast undan kröfum IMF, og nú á að leggja á okkur bagga ICESAVE og Breta.
Ég vil ekki taka þátt í slíkum skollaleik.
![]() |
Ríkið ræður við Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.7.2009 | 07:18
Löglegt og siðlaust
Ekkert mun koma fólki á óvart, ekki mun steinn yfir steini standa og allt mun líða undir lok sem var! Þessi orð hljóma svolítið heimsendislega og kannski of sterk í samhenginu, en mér finnast þau vera viðeigandi. Á engu sem var er byggjandi. Gömlu sterku bankarnir, sem fólk hafði trú á, voru gerðir að nýjum hlutafélögum. Sameiningar voru gerðar, lógói eða merkjum bankanna var breytt, allt átti að vera nýtt, módernt og í "framrásarstíl". Allir áttu að fá á tilfinninguna að þeir/þær væru að taka þátt í stórfjármálamarkaðsbraski. Við áttum að finna svitalyktina frá helstu og stærstu fjármálamörkuðum heims. Við áttum að vera með. Sú þjónusta sem áður hafði verið aðalþjónustuberandi starfsemi bankanna, gjaldkeraþjónustan - var orðin fyrir í hinu nýja samhengi. Gjaldkerastúkum var fækkað, fólki beint að nota internetið þar sem næstum illmögulegt var að framkvæma vissar færslur án þess að rekast í verðbréfamarkaðsábendingar, tilboð og þjónustu tengda téðum verðbréfamörkuðum.
Ástandið varð snemma slæmt í öðrum löndum. Til dæmis er það svo í dag hér í Svíþjóð, að ekki er hægt að taka poka með mynt í bankann sinn og biðja um að talið sé í talningarvél. Slíkar vélar eru ekki lengur til. Maður fær pappírsrör sem maður verður að fylla heima, og síðan að taka með sér í bankann, þar sem fólki er bent á að það verði að "leggja inn peningana á einhvern ráðstöfunarreikning" til að peningarnir komist inn í kerfið. Seðla getur maður ekki lengur tekið út nema að upphæð 100 000 kr pr dag. Bankarnir hafa ekki svo mikla peninga lengur. Aðeins einn gjaldkeri starfar að jafnaði, en þessi hverfur ekki í kaffipásu.
Nú kvartar fólk á Íslandi yfir því að bankarnir, sér í lagi Kaupþing geti ekki gefið lántakendum haldbærar upplýsingar um lánafyrirgreiðslu eða hvernig fólkið almennt eigi að geta borðið enn aukna greiðslubyrði. Þjónustufulltrúar vísa málum til "nefnda" og öll vitum við hvað það merkir.
Í Landsbanka hafa þeir sem önnuðust eignastýringu fyrir lífeyrissjóði gert sig seka um að nota fé skjólstæðinga sinna til að hygla að eigin stofnun, Landsbankanum og að hafa gefið Fjármálaeftirlitinu (FME) rangar upplýsingar um það. Í sjálfu sér skiptir þetta með FME minna máli, þar sem það er vita getulaus stofnun, svo sem dæmin hafa sýnt okkur. En hitt er siðleysið sem nú bitnar stórlega á eftirlaunasjóðum landsmanna. Stórar fjárhæðir hafa glatast í hyldýpi spilaskulda framrásarmanna. Þetta var bæði ólöglegt og siðlaust.
![]() |
Of miklar fjárfestingar í tengdum bréfum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.7.2009 | 16:22
Tyrfum svæðið!
![]() |
Landsmenn fái að segja álit sitt á uppbyggingunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.7.2009 | 07:10
Er íslenska þjóðin gerspillt?
Er ekki til sú bæjarfélagsþúfa eða mannsál á Íslandi sem er ekki að reyna að skjótast undan merkjum, græða, svindla, brjóta af sér, eða það fyrirtæki sem hefur ekki einhver óheilindi að geyma í bókhaldi sínu? Mér er spurn? Jú, víst eru til þrælheiðarlegar sálir þarna úti í samfélaginu. Það veit ég. Fólk sem er annt um að samfélagið virki eins og það á að gera, fólk sem skilur að án heiðarleika gengur ekki íslenska samfélagið upp. En það sem virðist "hið almenna" er spilling, gjaldeyrissvindl, siðlaus peningapólitík og óheilindi. Jafnvel þeir/þær sem sverja við stjórnarskrá lýðveldisins, leggja drengskaparheit sitt að halda og virða landið og það sem það stendur fyrir, stjórnskipanina og siðferðið sem hún byggir á. En allt kemur fyrir ekki. Siðleysið á Íslandi á sér engin mörk. Hvað er til ráða?
![]() |
Milljónasvindl með litaða olíu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.7.2009 | 06:33
Hversu oft þarf að segja þetta: við berum enga ábyrgð!
Orð skulu standa. Íslendingar hafa löngum verið þekktir fyrir orðheldni sína. Þegar við setjum stafi okkar við samkomulag og staðfestum það þannig, má út frá því ganga að við séum menn orða okkar. Þannig hefur það verið og þannig á það að vera.
Nú hefur komið fram að ekkert samkomulag er til fyrir ICESAVE og engin skrifleg staðfesting á því að Ísland hafi gengist formlega undir ábyrgðir af einu eða neinu tagi. Íslendingar eru því óbundnir skv. alþjóðalögum að greiða eyri af téðum "skuldum".
Ég skil að það geti verið erfitt fyrir ríkisstjórnir Evrópulanda að viðurkenna þetta enda slíkt sárt. Þetta kemur við pyngju þeirra Gordons Brown og kollega hans í ESB. En af hverju eigum við að greiða spilaskuldir breskra auðkýfinga, belgískra, hollenskra, lúxembúgískra og þýskra fjárglæframanna? Það er mér með öllu óskynsamlegt.
ESB sem oftar en einusinni hefur reynt að setja stein í veg Íslendinga og til og með sparkað í okkur liggjandi - hversvegna eigum við að hjálpa til þar þegar eigið fólk sveltur og er að missa allt sitt vegna ofurvaxta IMF (alþjóðagjaldeyrissjóðsins)? Mér er spurn?
![]() |
Óvíst um ábyrgð á Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt 8.7.2009 kl. 13:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
6.7.2009 | 17:35
Kominn heim frá Vitsgarn - í Stokkhólmi á ný
Jæja, þá er fyrri hálfleik lokið. Nú er hlé til að "hvíla" og hlaða batteríin á ný. Ég er kominn heim frá Vitsgarn eftir afskaplega vel heppnað starf þar. Ég er fjarska ánægður með afraksturinn. Ævintýrinu lauk svo með fermingarmessu í Oscarskirkjunni hér á Östermalm þar sem 41 ungmenni fermdust og tvö skírðust að auki. Um 900 kirkjugestir voru viðstaddir og gekk allt fjarska vel fyrir sig. Ég er ánægður með frammistöðu og þekkingu fermingarbarnanna og starfið allt.
Á einni myndinni hér á blogginu sit ég við varðeldinn á Evrópuklettinum svokallaða. Síðasta kvöldið höfðum við safnast um varðeldinn sem ég kveikti. Þegar eldurinn var útbrunninn grilluðum við pulsur og drukku djús. Seint um kvöldið kveiktum við svo aftur upp og létum loga fram á nótt. Falleg kvöldstemning í Skerjagarðinum sænska. Auðvitað er vonlaust að reyna að útskýra fegurðarupplifun - en kannski er rétta orðið "harmoní" yfir það sem ég upplifi. Jafnvægistilfinning; "ég vs. náttúran"!
Núna er ég aftur í Stokkhólmi og mun fljótlega fara að leysa af sem prelli í söfnuði hér í borginni. Þar mun ég vinna í 2 vikur og svo fer ég aftur út í Skerjagarðinn og vinn sem prestur þar. Þetta er svo fínt, falleg náttúran og þögul kvöldin þar sem bara fuglar og gutlið í sjónum, Eystrasaltinu, heyrist. Það er gott og hollt að upplifa þögnina og náttúruna og vera alveg laus við síma, tölvu, áreiti frá sjónvarpi og slíku. Maður hreinlega upplifir samhljóðun innra með sér. Þetta er hverri manneskju hollt og gott. Líklega margir sem myndu fara yfir um ef þeir yrðu neyddir að sitja þarna í náttúrunni og í fullkominni þögninni. :)
Jæja, best að fara laga mat og fixa lítið hér heima. Bestu kveðjur til Íslands!
Svíþjóð | Breytt s.d. kl. 17:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.7.2009 | 17:01
Michael Jackson
Það er skrýtið að núna eftir að karlanginn Michael Jackson, söngvari er allur að hvergi er þverfótað fyrir minningarskífum, myndum, tónlistin hans er spiluð út um allt og ekki er hægt að fara inn í verslun eða kaffihús án þess að leikin sé tónlistin hans. Það er nú búið að vera svo sl. 10 árin að sama sem ekkert hefur komið frá honum, hann varla sést nema á leið á eða frá sjúkrahúsi eða réttarsal. Hann var svo gott sem gleymdur, en núna virðist allt vera keyra um koll vegna þess að hann dó!
Fólk kannski hefði átt að vegsama hann meira þegar hann lifði en þegar hann dó.
![]() |
Rowe sækir minningarathöfnina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.6.2009 | 20:21
Þjóðaratkvæðagreiðsla: Auðvitað
![]() |
Þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 20:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.6.2009 | 19:31
Jæja, loksins fagmen!!
Nú er að sjá hvort kunnátta og lærdómur eru það sem þjóðin þarf - eða hvort við þurfum einfaldlega fólk sem brettir upp ermar og setur upp gúmmíhanskana. Hér þarf nefnilega að moka skít! Óska þeim Má og Arnóri lúkku og blessunar í erfiðu starfi. Vonandi fá þeir laun í samræmi við það sem gerist hjá þjóðinni í stað ofurlauna.
Gangi ykkur vel!
![]() |
Már skipaður seðlabankastjóri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.6.2009 | 08:42
Ekkert breytist, lítilmagninn borgar sem fyrr
Það breytist ekkert þótt nýjar ríkisstjórnir komi fram með nýjar stefnuáætlanir og máli heiminn í nýjum litum. Fyrr eða síðar flagnar ódýr málningin af fyrra yfirborði og ekkert virðist hafa unnist. Þegar við svo fáum fagfólk með háþrýstihreinsibúnað, er alltaf einhver sem grípur um vatnsslönguna svo verkið ónýtist.
Þannig er það á Íslandi nú og hefur alltaf verið. Vonleysið er að gera vart við sig út um allt í samfélaginu. Fólk sem trúði að nú skyldi allt verða betra. Að eftir nokkur erfið ár ættum við að geta staðið upp og byrjað að efla gott samfélag sem væri íslenskt og án erlendra áhrifa. Stjórnvöld hafa brotið niður markvisst baráttuþrek og þol þjóðarinnar. Fyrsta skrefið var þegar stjórnvöld ákváðu að sækja ekki bresk stjórnvöld til saka fyrir að beita hryðjuverkalöggjöf á Ísland, í fullkomnum órétti. Þarna var fyrsta af mörgum skrefum tekið - í þá átt að brjóta niður baráttuanda og STOLT Íslendingsins.
Nú sem fyrr eiga, samkvæmt samningum ríkisstjórnarinnar, íslensku heimilin að taka á sig allar greiðslur glaumgosa og spilavítisskuldir útrásarmanna. Við eigum að kyngja niðurlægingunni og borga uppsetta reikninga. Lítilmagninn á að borga sem fyrr! Gamla fólkið, námsmenn, þeir sem eru við hungurmörk þ þessir eiga að greiða mest! Íslensk stjórnvöld gáfu erlendum stjórnvöldum "sjálfdæmi" í öllum málum. Þetta hefur kostað okkur hrikalegar fjárhæðir, en fyrst og fremst stoltið.
![]() |
Fara framhjá gjaldeyrishöftum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 08:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.6.2009 | 18:42
Þjóðkirkjan á villigötum
Fyrir hvað hefur biskupsstofa og kirkjuráð beðist afsökunar? Það eru vissulega hlutir sem biskupsstofa mætti biðjast afsökunar á, það má ég vita. En að sverta svo minningu látins manns; að taka undir gömul ósönnuð kærumál á hendur hinum sáluga herra Ólafi biskupi Skúlasyni, er svívirða. Minning góðs og mæts manns er svert um ókomin ár. Nornaveiðar hafa verið settar í gang eftir alda hlé.
Þetta var ljótt, mjög ljótt! Ég votta minningu biskups míns, herra Ólafi virðingu mína og bið góðan Guð minn að stýra svo málum í kirkju sinni, að látnir fái frið.
![]() |
Nær sáttum við Þjóðkirkjuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.6.2009 | 13:46
Látum dómstóla skírgera stöðu laganna og hvort þau haldi
Ljóst er að ágreiningur er mikill á Alþingi, jafnvel meðal stjórnarflokksþingmanna. Óánægjan í samfélaginu er ótrúlega mikil og kann að aukast um allan mun. Ríkisstjórninni er hollast að láta reyna á hvort þessir samningar eru löglegir og í anda íslenskrar stjórnarskrár og laga - sem og þjóðarsiðferðis.
Ég tel rétt að samningarnir verði settir undir próf. Hér verði gengi úr skugga um hvort þeir haldi og báðum dómstigum fengið málið til umfjöllunar. Sjóða mun upp úr ef þessu verður þvingað í gegnum stjórnkerfið.
Persónulegt mat, eftir að hafa talað við einn lögrfræðing í evrópurétti og síðan stjórnmálafræðiprófessor er að samningarnir séu á mörkum hins löglega. Siðferðislega og móralskt eru þeir verðlausir og til að brjóta niður baráttuanda þjóðarinnar. Sérstaklega sá þáttur sem lýtur að sérákvæði því sem breski samningurinn hefur á sér. Ljótur leikur! Sérfræðingarnir töldu að Íslendingar ættu að geta gert "betri" samninga.
![]() |
Icesave: Útgönguákvæði ekki afdráttarlaust |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.6.2009 | 12:57
Hundar, aftur!
Mér er bara spurn, af hverju eru ekki yfirvöld spurð hvort hundar séu leyfðir eða ekki á Geirsnefi? Hvað er fólk að stympast þetta. Margt bendir til þess, útifrá skiltunum sem sett voru upp og sjá má í fréttamyndbandinu, að hundar séu bannaðir þarna núna yfir hábjargræðistímann þá er borgin selur veiðileyfi í Elliðaárnar. Þá er ekki nema eðlilegt að hundar séu bannaðir, þar sem þeir leggist til sunds og fæli laxinn frá uppgöngu í árnar.
Umferðarskilti setur enginn upp ef ekki er undangengið leyfi Gatnamálastjóra (Vegagerðarinnar). Svo eitthvert yfirvald hlýtur að hafa tekið stjórnvaldslega ákvörðun um málið. Það er þá bara að finna þá persónu eða það yfirvald og spyrja út í málið, enn ekki rífast og keyra yfir hundgreyin sem ekki kunna að lesa.
Spurningin er þá hvað skuli gera við selinn sem liggur niðri við árósana og étur lax á færibandi?
![]() |
Styrjöld á Geirsnefi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |