15.6.2008 | 18:30
Þaklaukurinn minn fallegi
Nú er eins og allt keppist við gleðja mig í undursamlegri náttúrunni hér umhverfis mig. Náttúran sjálf, vatnaliljurnar á Lappkärret, löngu störrin í mýrarhorninu í sama polli, stóru eikartrén, askurinn, hlynirnir og djúpgrænu álmarnir og svo hvítstofna bjarkirnar allt er eins og að springa af krafti, lífskrafti. Litla leirkrukkan mín sem lengi bar í sér einhverja ómyndaða forgerð kringvaxinna blaða hefur nú fengið fagurgrænan lit og hefur í þokkabók tekið upp á því að blómstra. Eftir að hafa kannað á netinu og leitað í blómabókum hef ég komist að því að þessi lita jurt heitir "þaklaukur" hér í landi Svía. Latneska nafnið er sempervivum tectorum og er af crassuluættinni. Þykkblöðungur semsagt, fjölær og einstaklega sólsólgið, þurfalítið og þakklátt lítið grey. Hérna er mynd sem ég tók áðan af þessu blómi.
14.6.2008 | 08:53
Enn um hláturdúfur á ferð og flugi
En mér er ekki hlátur í huga. Vil taka það fram þegar í byrjun að mér er ALLS EKKI HLÁTUR í huga. Ég hef staðið í því með systur minni og að hluta til bróður að flytja inn fjórar litlar hláturdúfur til Íslands. Ég hef verið í Svíþjóð og get mitt hér að þetta gangi eftir, Fanna systir hefur fengið hins vegar að bera hita og þunga verkefnisins á sínum öxlum bæði frá Íslandi og svo gegnum vettvangsvinnu hér í Svíþjóð. Það sem hefur verið hvað erfiðast í þessu innfluttningsferli hafa verið dýra-, tolla- og ráðuneytisyfirvöld. Núna er hlegið að íslenskum reglum í Svíþjóð, þar sem erfiðara reynist að koma 4 dúfum inn í landið en öllum ráðuneytisdýrunum og smyglgæludýrunum sem streyma inn í landið. Hvaðan koma allar slöngurnar, kóngulærnar, eðlurnar og nýjir "áður óþekktir" kettir og hundar inn í landið? Ólöglega býst ég passlega við. Þetta vekur að sjálfssögðu ugg hjá föðurlandsvini sem mér að vita til þess að fólk jamt og þétt eykur möguleika á útbreiðslu sjúkdóma og pesta sem svo léttilega geta eytt þeim dýrastofnum sem fundist hafa stórtséð óblandaðir við aðra stofna frá landnámstímanum.
Það sem vekur furðu mína eftir að hafa verið blandað inn í þessa óharmóníska prósess sem innflutningur dýra er, er að svo virðist sem öll viðbrögð yfirvalda á Íslandi hafi mest verið vegna formsatriða. Er Ísland að verða að einhverju formsatriða bjúrókratísku bákni? Kostnaðurinn er heldur ekki svo lítill við þetta. Kannski bara þessir örfáu Íslendingar sem voga sér út fyrir Bónus-radíusinn sem leyfa sér að demba sér í dúfnainnfluttning. EKki vei ég, en hitt veit ég að þetta hefur kostað skyldinginn. Þarna birtist stéttaskiptingin eða kannski að þetta sé aðferðin sem notuð er til að þrengja möguleika og draga kraft og energi úr fólki sem hyggur á dýrainnfluttning. Af hverju ekki banna innflutning með vissu árabili, þannig að þetta sé ekki gert, í stað þess að leika einhvern leik með opinbera pappíra, næstum enga möguleika að fá svör eða ná í fulltrúa ríkisins og svo innflutnings og tollagjöld.
Segi það bara núna og stend við það: Þetta virkaði á mig. Ég mun aldrei standa í innflutningi á dýrum aftur. Þetta er bara klikkun...
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.6.2008 | 22:28
Kristus behöver dig. Han behöver dig just som du är.
Kolosserbrevet 3:12-17 / Andakt i S:t Jakobskyrkan, Stockholm
Vår herre Jesus Kristi nåd, Guds kärlek och den heliga Andes delaktighet vare med er alla. Amen.
Kristus behöver dig. Han behöver dig just som du är. Han kräver inga doktorstitlar, inga merkunskaper inom något särskilt område, han ställer inga krav på om du är kvinna eller man, europé eller av annat ursprung. Det är honom egalt. Det han ber om är din fullkomliga tillit, kärlek och att du är sann och ärlig i vad du gör. Han ber dig vara som den du är skapt att vara. Det är inte mer komplicerat än så att han vill använda dig till att slutföra sitt uppdrag på jorden. Det kanske känns konstigt men i den här kyrkan förkunnas Guds vilja på många olika sätt och på många olika oväntade ställen. De som varit på toan här i kyrkan vet vad jag menar. Där inne finns nämligen visa ord upphängda av en av våra medarbetare och ett av Guds älskade barn som har gått i hans tjänst. De visa orden är som riktade till oss här och nu, precis till oss just som de vi är.Det sägs att när Andra världskriget hade slutat, efter allt lidande och sorg och den hemska förlusten av det mänskliga, där människor blev djur och djuren verkade etiskt mer utvecklade. På grund av kriget hade folk inte kunnat sköta landet och boskapen och det som odlades fram blev stulet eller konfiskerat och den svåra hungersnöden tvingade folk även till kannibalism. Djungellagen blev allrådande bland de folk som tidigare stolta hade uppfunnit elektriciteten, telefonen, lärt sig att flyga och hittat läkemedel mot de största världsplågorna. Detta folk tappade fotfästet. Tekniska framsteg och de lysande tiderna gjorde att folk nu satte sitt hopp till industrin, uppfinningar och det rotlösa och det stundliga. Andlig anarki rådde för folket. Västvärlden glömde varifrån den kom ifrån, den glömde var dess rötter låg, från vilken jord den hade sitt ursprung. I teater, i litteratur, i politiken och inom filosofin framställdes Gud som overklig, som den vilseledande och den som det var dags var att trycka ur vägen. På många ställen tycktes han vara en ideologisk fossil. Tron betraktades som folkets opium, lämplig för den som inte ville se världen som den i verkligheten var. Efter andra världskrigets terror var världen utan hopp, människan hade förstört så mycket att där fanns inget kvar att kriga över. Allt ifrågasattes igen. Modernismen blev som en avskuren blomma som hölls levande med gödsel i ett glas samman med vatten. Bortskurna rötter och framtiden allt annat än ljus. Det visade sig att människan, som en tidigare opponent mot Gud, hade försökt att göra sig av med Gud. Människans högmod blev den till falls. Det visade sig än en gång att människan inte klarar sig utan Gud. Som aposteln Paulus säger jag ger er mjölk, eftersom ni inte klarar fast föda. Vi är barn, vi är så omogna och vi behöver en sträng fader. En som tuktar oss och lär oss. När vi fylls av högmod är det endast en som skrattar. Han den samma är inte av denna värld, men han längtar efter den. Vid Andra världskrigets slut, passerade några engelska soldater en sönderbombad kyrka i en liten tysk stad. När de gick genom ruinerna hittade soldaterna ett krossat krucifix. De samlade ihop delarna och kunde återskapa korset. Det enda de inte kunde hitta var Kristi händer. De bestämde sig ändå att resa upp korset med en överskrift: Gud behöver dina händer i världen. Kristus behöver dig. Dina och andras krafter. Världen blir inte bättre om vi, vanliga människor inte tittar mot korset och tar emot vårt uppdrag med glädje. Gud behöver dina händer i världen.
BB+
13.6.2008 | 20:19
Af litúrgískum litum kirkjunnar
Það er áhugavert að lesa tillögu sr. Sigurðar Árna, prests í Neskirkju í Reykjavík. Tillagan er sprottin sennilega af því að mörgum sem og sr. Sigurði Árna hefur þótt hinn fjólublái litur vekja upp dymbilvikutilfinningar eða föstutilfinningar og þannig ekki vera í samhljóm með vaxandi gleði komandi jólahátíðar og vaxandi ljósmagni nálægðarinnar við þá hátíð.
Hvítur hökull úr St. Jakobskirkjunni, 1932
Það er skiljanlegt að svona komi upp hjá prestum. Í kirkjunni er miðað við leiðandi leiðbeiningar frá því á miðöldum, leiðandi reglur frá páfanum í Róm þess efnis að styðjast bæri við hreina ákveðna liti. Síðan festust þeir litir sem við notumst við í dag; rauður, hvítur, grænn, svartur og fjólublár og tengdust hver um sig hátíðum og tímabilum í kirkjuárinu. Raunar var sú "reglugerð" sett fram að gefnu tilefni þar sem ekki virtist vera nein stýring á litanotkun og flest allt gekk að nota. Vildi páfinn greinilega höfða til táknfræðilegrar og djúpsálarfræðilegra áhrifa litanna á kirkjufólk. Þannig tengdi hann hvítan lit kristshátíðunum, svartan lit sorg, rauðan lit heilögum anda og píslarvottum kristinnar trúar (fórnarblóðinu), grænn litur tengdist vexti og viðgangi meðan fjölublátt var blanda af rauðum og bláum, sem varð litur hinnar stilltu og djupu kristnu íhugunar. Gylltur litur var svo notaður af og til sem staðgengill hvíta litarins.
Almennt er litareglan:
Hvítur litur (eins hreinn og bjartur hvítur litur svo sem mögulegt er): Jól (jólatíminn til og med þrettánda dags jóla), skírdagur, Páskar (páskatíminn fram að hvítasunnu) og kirkjuhátíð. Annað: Hátíðir aðrar, skírnir (ef ekki er notaður litur þess kirkjuárstímabils sem er ríkjandi þá) og við útfarir barna. Rauður litur (hárauður): Annar dagur jóla (Stefánsdagur frumvotts), hvítasunna, þrenningarhátíð, minningardagar postula og píslarvotta kirkjunnar, allra heilagra messa, kristniboðsdagurinn. Fjólublár litur (dökkfjólublár): Notaður á föstunni og aðventu (notaður daginn eftir 1. í aðventu og fram til aðfangadags (hvítur litur frá og með aftansöng á aðfangadag jóla). Grænn litur (hreinn dökkgrænn): notaður á "sunnudögum eftir þrenningarhátíð" með fáum undantekningum og á sunnudögum eftir þrettánda dag jóla fram til föstu. Svartur litur: Föstudagurinn langi og við útfarir (minningarguðsþjónustur látinna).
Svartur hökull úr St. Jakobskirkjunni (framhlið), 1848.
Þekkt er að fólk gaf til kirkna sinna fögur klæði í öllum mögulegum litum og var það þá dýrleiki klæðanna og fínheit sem fengu að ráða því að þessar gjafir voru notaðar. Lengi vel vóru það rauðu höklarnir sem notaðir voru við helgihald á Íslandi og þótt viðar væri leitað. Þetta er litur sem passar sem stöðugildi allra annara lita og því praktískt at eiga einn rauðan hökul (sem passaði vel við antipendíum eða altarisklæði kirknanna). Einn slíkan notast ég stundum við í kirkjunni minni þegar ég hef verið með messur á "rauða" tímanum. Hann er frá 1773 og hefur haldið sér fjarska vel í gegnum árhundruðin. Hann hangir hér á herðatré bara svo að hægt væri að ljósmynda hann, en honum er pakkað inn í lín þess á milli hann er notaður og lagður í höklaskúffu.
Rauður hökull úr St. Jakobskirkjunni (bakhlið), 1773
Ég held að fara þurfi verulega varlega í að breyta litum kirkjuársins. Að taka inn bláan lit er guðfræðileg spurning. Ekki bara hoppa út í djúpu laugina og innleiða bláa litinn. Þetta krefst guðfræðilegrar umfjöllunar og á að ræða á vettvangi guðfræðinga. Það er jú ástæða fyrir því að hann var ekki tekinn með þegar handbókin 1981 kom út.
Fjólublár hökull út St. Jakobskirkjunni (bakhlið), 1932
Að lokum: Það þarf að fræða almenning um litúrgísk klæði, skreytingar, tákn og sögu þessara hluta. Það skiptir ekki nokkru máli þótt við notum bleika, appelsínugula eða neongræna hökla ef við fólk veit ekki hvað þessi klæði, þessir hlutir standa fyrir. Upplýst fólk nýtur kirkjuferðar sinnar mun betur en hinir óupplýstu.
Og svo vegna þess að það við erum á kirkjuárinu komin in á sunnudaga eftir þrenningarhátíð læt ég einn af grænu höklunum fylgja með. Þessi er gerður árið 1967-8. Samtals er höklaeign téðrar kirkju mikill, eða um 26 höklar með "tillbehör" enda söguleg hefð til staðar fyrir virðingu, þekkingu og notkun þeirra. Sannarleg gnægtarkista fyrir áhugafólk um textíl, handverk, saumalist og táknfræði.
(takið eftir litlu hjörtunum sem saumuð eru í efnið)
![]() |
Kirkjan skiptir litum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.6.2008 | 06:03
Af staðfestri samvist og erfiðustu deilumálum "þjóð"kirkjunnar
Sit hérna heima og er lesa yfir fréttir gærdagsins. Þetta er harla fróðleg lesning og gaman að hafa í huga forsögu fréttanna. Flestar fréttir eiga sér langa forsögu, forsögu sem flestir hafa næsta litla hugmynd um eður þá nokkuð brotakennda. Nú sitja prestar hinnar svokölluðu íslensku þjóðkirkju við litlu tjörnina sína og henda sættandi brauðmolum til beygðs almennings. Til þeirra mörgu sem hafa fengið að stríða og berjast fyrir, ekki mannréttindum, enda slíkt kannski of djúpt í árinni tekið, heldur frekar hefur fólkið verið að berjast fyrir að kirkjan kæmi með hrein og klár svör við guðfræðilegum spurningum fólksins.
Hér hefur kirkjunni verið att óbiljugri og alldeilis óbúinni út í atburðarás sem Alþingi hefur fyrirbúið. Eftir höfðinu dansa limirnir og því verður kirkjan sem "þjóðkirkja" og ég segi það bara; sem ríkiskirkja, að gera eins og ríkið segir. Annars tapar hún fljótlega því síðasta sem hún hefur annars í veikri samningastöðu sinni gegn ríkinu. Kirkjan hefur glatar óheyrilegu magni jarðnæðis sem henni hefur áskotnast í gegnum aldirnar til ríkis og einkaaðila. Þetta hefur verið vegna trúgirni kirkju á að stjórnvöld á öllum tímum væru henni handgengin og bljúg. Nú er því öðruvísi farið. Kirkjan á svo gott sem enga vini lengur. Kirkju er nú stillt upp mót veggnum og sagt: Þú ferð að lögum, annars dæmist þú einfaldlega úr leik.
Það sem er sárgrætilegast er að kirkjan virðist ekki vera guðfræðilega tilbúin í svona umræðu. Margir hafa bent blindandi á Gamla testamentisritningarvers eða orð postulans Páls, en gleymt vissum þáttum í guðfræðitúlkuninni og þannig verið óviðbúin að leggja sig út í guðfræðiumræðuna.
Það að kirkjan líti svo á að hún hafi staðið í "deilum" og í þokkabót erfiðum deilum er held ég sýn kirkjunnar sjálfrar. Allir aðrir hafa bara staðir allt umhverfis og undrast yfir getuleysi hennar til afleiðandi skoðanaskipta og guðfræðilegrar ákvarðanatöku.
Ég hef lausn á vandamálum kirkjunnar á Íslandi: Efnið til Kirkjuþings. Ekki kirkjuþings þar sem meirihluti viðstaddra eru leikmenn. Hér á ég við að allir vígðir prestar sem starfa eða hafa starfað, á eftirlaunum eða í starfi, í framhaldsnámi eða fríi verði kallaðir saman. Allar hempur landsins safnist saman á krikjuþing og þegar allir eru komnir á staðinn sé dyrum lokað "extra omnes". Þarna verði svo án afskipta fjölmiðla öllum vígðum guðfræðingum landsins fengið það verkefni að taka á guðfræðivandamálum samtímans á Íslandi; líknarmorðum, stafestri samvist samkynhneigðra, fóstureyðingum, einangrumarvist fanga, mannréttindum, endurreisn synodalréttarins, samskiptum við aðrar kirkjur, samhæfing guðfræðitúlkana í íslensku kirkjunni og svo framvegis.
Vonandi verða ekki prestar neyddir til að gefa saman eða blessa samkynhneigð pör. Enda myndi þá ekki hræsnin ríða við einteyming.
Gangi ykkur þó vel og hafið Guð með ykkur í verki!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.6.2008 | 06:22
Líkamsræktarkort og strætókort
Í gær var fjárfest í líkamsræktarkorti. Já, ég valdi Vasa-Gym sem stendur við Kungstensgötuna hérna í borg. Ég og Mikki fórum þangað og skoðuðum staðinn. VIð vorum búinir að ákveða að það væri ef til vill kominn tími til að fara æfa og halda sér í formi. Ég æfði allt síðasta ár og gerði það gæfumunin hvað varðar bakið mitt. Ég hef fengið brjósklos fjórum sinnum hérna úti og svo er alltaf eitthvað vesen með skrokkinn, svo til að forðast þessa óvelkomnu daga þá er maður liggur með brjósklos og getur ekki hreyft sig, er lausnin að styrkja vöðvamassan allt umhverfis hrygginn. Þetta gaf góða raun, fyrsta árið sem ég fæ ekki í bakið. Svo núna hef ég fjárfest í líkamsræktarkorti. Gymmið var snyrtilegt og afskaplega vel tækjum búið. Hreinlæti og snyrtimennska er eitthvað sem ég met mikils.
Síðan var keypt strætókort/neðanjarðarlestarkort og kostaði það tæplega átta þúsund ísl.kr. Gymkortið kostaði mig sömuleiðis rúmlega átta þúsund ísl.kr. svo þetta voru svolítið útgjöld, en gáfuleg. :) Eftir að ég byrjaði að vinna meira í kirkjunni og eftir að hafa setið í prófalestri hef ég fundið til aukinna verkja í baki, svo þetta var það eina að gera í stöðunni. Ég vil ekki enda sem Ketogan/Alvedonetandi félagsböggull á samfélaginu. Ef maður getur með því að æfa í gymmi, ætti valdið ekki að vera svo flókið. Ég vel að styrkja mig og sleppa við læknadópið áður en þeir ná að bjóða mér það! Hef það á tilfinningunni að ég hafi gert góða hluti í gær. Í dag fer ég svo niður í gymmið og æfi. Geri ráð fyrir að fara 4 sinnum í viku, minnst.
Jæja, best að fara skoða textana sem ég á að skrifa hugleiðingu út frá, því að í dag verður það skemmtilega magnaður texti: I.Pét. 5:8-11 Texti sem hefur mér alltaf verið kær og ég lærði að meta gegnum tíðasönginn í Skálholti.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Dagur að kveldi kominn. Langur dagur þar sem sögurnar vefjast eftir því sem reykurinn frá sagnabálinu snýst um sjálfan sig og sameinar frasagnir og viðburði dagsins í einn sagnamökk. Eftir sæmilega viðburðaríkan dag hefur allt liðið safnast til síns heima. Fanna komin frá Örebro, Baldur út kirkjunni, Mikki frá Bredbyn og Eufemía, Twixter, Sonofon og Telia hvíla í búrinu sínu. Jamm þessi fjögur síðastnefndu eru altsvo dúfur, hláturdúfur sem ekki bara hlæja heldur hneggja, ropa og hálfmala eins og kéttir. Jamm svona er þessi fiðurfénaður sem Fanna og Jón Gunnar standa núna í að flytja inn til Íslands fyrir ærin útgjöld. Öll áhugamál kosta jú peninga. Ekki satt?
Dagurinn í dag var bara nokkuð rólegur. Mikið var af fólki í kirkjunni. Samkvæmt mælitækjunum okkar voru um 3800 manns i kirkjunni. Fyrir utan venjulega hámessu kl. 15:00 og messu á ensku kl. 18:00, höfðum við 2 skírnir, einar einkaskriftir og afturhvarfsmessu (fermingu) þar sem síðan var boðið upp á hnetutertu að hætti Nillu með rjóma, kaffi og te... Ferlega fínt. Sú sem var að fermast öðru sinni var kona 38 ára. Falleg athöfn þar sem ég fékk að sjá um þessa litlu einkamessu kl. 12:00 (þar sem fljótlega var um 90 manns - ferðamenn) hverjir tóku svo þátt í altarisgöngu og gerðu þetta mjög hátíðlegt með virðingu sinni fyrir athöfn og helgi hennar. Fyrir sjálfa ferminguna hlýddi ég skriftir eftir hinum gamla skriftaspegli kirkjunnar. Þetta var afskaplega yndislegt.
Þegar vinnudagurinn var búinn og ég kominn heim og gaf hláturdúfunum vatn og korn. Síðan hafa þær kurrað og skemmt sér ótæpilega í búrinu sem á að færa þær síðan til Íslands núna á miðvikudaginn í litla dúfnahúsið hans Jóns Gunnars bróður míns. :)
Jæja, Nú sitjum við og drekkum brennivín í kók og bjór og bara njótum kvöldsins. Í dag er búið að vera hlýtt í Stokkhólmi, eða um 28°C. Hitinn er kominn niður í 14°C og gott að sleppa in hlýja loftinu og rakanum í íbúðina :) Jæja, best að slútta núna. Ég, Fanna, Mikki og fylgjurnar okkar ætlum niður í bæ á morgun og stússa lítið eitt. Gaman!!!
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.6.2008 | 19:27
Enn um nýju biblíuþýðinguna
Mér lærðist einhverntíman að þegar maður væri reiður, ætti maður að bíða örlitla stund, hugsa málið og síðan tjá sig. Ég er búinn að hugsa málið, velta mér upp úr textum og sjálfum þýðingarfræðunum bak við helgirit eins og biblíuna okkar og viti menn - ég er ennþá reiður. Ég er bálillur réttara sagt.
Það sem fer í taugarnar á mér er fremst það að mín helga bók, biblían, Guðs orð til okkar manna, frásagnirnar af Drottni mínum Jesú Kristi hafa verið búnar í svo fátæklegan búning að ég get varla lesið þessa elskuðu texta ógrátandi. Ég hreinlega skil ekki - já, mér er gersamlega frámunað að skilja hvernig íslenska biblíuþýðingarnefndin, svo menntuð og velmetin sem hún var, skuli hafa getað látið svona frá sér fara.
Með nýrri biblíuþýðingu hefur verið brotin íslenskt málhefð. Biblían íslenska hefur alltaf verið álitin háheilög bók. Hún hefur verið virt sem slík og hátíðlegt, kjarnyrt og ríkt málfar hennar hefur verið gimsteinn í íslenskri ritunarsögu. Um enga bók hefur verið farið mildari höndum en um einmitt heilaga ritningu. Þess vegna kemur þetta mér stórlega á óvart að ráðist sé með svo lágkúrulegum aðferðum og lítilmótlegum að þessu riti.
Skömm hafi þeir sem að unnu! Biblía 21. aldar er EKKI helg bók lengur, heldur afskræming þeirrar bókar. Það vakna spurningar sem þessar: Í íslensku eru þrjár tölur; eintala, tvítala og fleirtala. Hvers vegna í ósköpunum er fólk ekki frætt um íslenskt mál í stað þess að draga helga bók niður í fátækt Hallærisplansíslenskunnar? Hvers vegna er ósamræmi látið gjósa upp þegar við tökum burt "vér" og "þér" ... og setjum í stað þess "við" og "okkur" á einum stað en höldum í þessi gamla fallega málform á öðrum. Hvers vegna ekki að láta bókina vera sjálfa sér samkvæma. "Faðir vor" ætti eftir því að vera:
[Faðir okkar, þú sem ert á himnum. Helgist þitt nafn, til komi þitt ríki. Verði þinn vilji, svo á jörðu sem himni. Gef okkur í dag okkar daglega brauð. Fyrirgef okkur skuldir okkar, svo sem við og fyrirgefum okkar skuldunautum. Og eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa okkur frá illu, því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu].
Dæmi um annað sem vart getur talist túlkun eða heimfærsla, heldur hrein fölsun tek ég úr 7. kap Rómverjabréfsins. Það hófst í '81 útgáfunni: "Vitið þér ekki, bræður, - ég er hér að tala til þeirra, .." í nýju útgáfunni stendur þessi textafölsun: "Þið vitið, systkin - ég tala hér við menn sem ...."
Hér sleppir öllum skynsemisrökum. Hryggð setur að mér. Hvernig í ósköpunum dyrfist fólk semja nýjan texta og breyta biblíunni?
Ég vil að lokum aðeins vitna til lokaorða Opinberunabókar Jóhannesar. Þar standa m.a. þessi orð: "Ég votta fyrir hverjum þeim manni, sem heyrir spádómsorð þessarar bókar, að leggi nokkur við þau, mun Guð á hann leggja þær plágur, sem um er ritað í þessari bók.
Ég bið Hið íslenska Biblíufélag að taka þennan ómerka tillgjörning af bókamarkaðinum og endurprenta gömlu 1981 útgáfuna.
5.6.2008 | 07:41
Æji, verið ekki svona hörundsárir
Jæja, hvað nú! Í Danmörku hefur smáteikningum með skeggjuðum manni með túrban og sprengju í túrbaninum verið úhýst því múslimar vilja sjá spámanninn Múhameð í þessari teikningu. Þeirra vandamál! Núna virðist katólikkum hafa tekist að slást í hóp með öfgamönnum meðal múslima. Nú má ekki hlæja á Íslandi lengur. Mér verður hugsað til æruverðugs bróður Jorge í Nafni Rósarinnar, sem sá skrattan í öllum hornum ef brosviprur læddust fram hjá einhverjum.
Húmorsleysi trúarhreyfinga er alltaf vandamál samtímans. Ég man þó ekki betur en svo að virðulegur bróðir í Kristi, dr. Jakob Jónsson hafi einmitt skrifað um kímni og skop í Nýja testamentinu. Ef einhver hefur húmor, þá er það Guð.
Virðing fyrir því sem heilagt er þarf ekki að dvína þótt fólk getir hlegið og glaðst. Í engu er verið að hæðast að Guði, hinu heilaga sem okkur er svo kært. Ef svo er komið fyrir blessuðum katólikkunum að þeir geti ekki hlegið lengur, þá veit ég ekki hvað. Ég held meir að segja að páfinn hafi gert skoplega hluti... Í Guðs bænum, slakiði á! Brosið, hlæjið og verið glöð. Lífið er nægilega alvarlegt svo að maður þurfi ekki að hnykkja því endanlega af grafarbakkanum í gröfina.
![]() |
Segja upp viðskiptum við Símann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.6.2008 | 06:30
Ráðhúsbruni í nótt
Jamm og það brennur og brennur... Slökkvuliðsmennirnir segja að logarnir hafi verið um 5 metra langir út um gluggana á þriðju hæð ráðhússins. Svo virðist sem vestri hluti hússins hafi skemmst mikið í eldinum sem herjaði á húsið frá því um tvö í nótt fram til að tókst að slökkva eldinn kl fimm í morgun. Húsið sem telst til einna af Stokkhólms merkari minnisvörðum um hin svokallaða "nationalrómanríska" stíl (eða sögurómantík) er byggt eftir teikningum og fyrirsögn Carls Westmans arkitekts. Bygging hússins hófst 1909 og var það svo til fullbúið árið 1915.
Húsið sem stendur á Kungshólmanum er fyrirmyndardæmi um velheppnada tilraun til endursköpunar á húsagerð stórveldistíma Svíþjóðar. Skemmdir eru taldar miklar og þriðja hæð i vestra hluta hússins gjörónýt sem og þakið. Vatns- og sótskemmdir eru sömuleiðis umtalsverðar.
4.6.2008 | 20:38
Þýðing "Biblíu 20. aldar" útvatnaður, fátækur og ótrúr texti...
Hef verið að lesa (á netinu) í útgáfu Hins íslenska biblíufélags á Biblíu 21. aldar. Ég get ekki orða bundist: Ég er hneykslaður, mér er misboðið, mér blöskrar og ég verð sorgmæddur. Hvílík misþyrming á hinum gríska frumtexta. Hvað er þetta með "að verða heiminum að augnagamni". Hvaða orð er nú það, "augnagaman"? Textinn frá 1981 útgáfunni hljóðar svo:
"Mér virðist Guð hafa sett oss postulana sísta allra, eins og dauðadæmda á leiksviði, frammi fyrir öllum heiminum, bæði englum og mönnum."
Í nýju útgáfunni, eða ósköpunum sem nefnd eru "Biblía 21. aldar" hljóða textinn:
"Mér virðist Guð hafa sett okkur postulana sísta allra því að við erum orðnir heiminum að augnagamni, bæði englum og mönnum."
Svo ef einhver vill bera saman þá fylgir gríski textinn hér:
Dokw gar o qeoV hmaV touV apostolouV escatouV apedeixen wV epiqanatiouV, oti qeatron egenhqhmen tw kosmw kai aggeloiV kai anqrwpoiV.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 20:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.6.2008 | 15:17
Drepa, drepa, drepa vs. pólitískt tækifæri
Bölvaður blóðþorstinn, úrræðaleysið og vanþekkingin ríður ekki við einteyming. Ágætur héraðsdýralæknir Egill Steingrímsson kvaðst vera afar ósáttur við hvernig staðið var að málum á Þverfellsvegi þar sem ísbjörn var felldur. Ég leyfi mér að nota fallþyngri orð og fullyrði að einfaldar lausnir svo sem að "bara drepa dýrið" séu lögreglumönnum vestra meira að skapi. Réttara væri ef til vill að segja að flóknari lausnir en sú sem var framkvæmd var við ísbjarnardrápið, væru ekki á þeirra valdi.
Það hryggir mig að þetta fallega dýr, sem sannarlega er í útrýmingarhættu (og prýðir sýsluskjaldarmerki Húnavatnssýslna, sem og Dalasýslu) hafi verið drepið. Þar glötuðu Íslendingar pólitísku tækifæri að sýna að við erum ekki bara svokallaðir hvalamorðingjar eins og stóð hérna á borða við Sergelstorg fyrir nokkru, heldur að við látum okkur annt um dýr í útrýmingarhættu. Það að einhverjum kostnaði hefði verið bætt við að koma dýrinu til heimkynna sinna, hefði vakið heimsumfjöllun og velvilja). Ég leyfi mér að segja að fljótfærni og aulaskapur hafi og mun auðkenna störf vissra stétta meðan maður verður upplýstur um svona eins og fréttin greinir frá. Ég er sleginn yfir miðaldahætti, fávisku og skammsýni þeirra er drápu dýrið.
Vil í þessu sambandi minna á fjölföldunaráhrif "góðverksins" ef við hefðum gefið bangsa líf og flutt hann heim: "Wag the dog" skoðið hvað hægt er að gera með góðum vilja.
![]() |
Hefði átt að loka veginum" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.6.2008 | 07:17
Meiri sól og hiti....
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.6.2008 | 08:12
Sól og blíða
Núna er klukkan að verða tíu að morgni þess annars júní. Jóngó bróðir á afmæli í dag og ég sms hann núna snemma í morgun. Ég veit að hann vaknar oft snemma og á sinn "quality time" í morgunandakt sinni yfir kaffibolla og sígó.
Ég sjálfur hitaði vatn og hef verið að drekka Indian Spice te hérna í morgun, búinn að skrifa tvö bréf og skipuleggja mig þannig að ég skipulegg ekki daginn í smáatriðum. Ég ætla þó að taka til í greninu og gera soldið fínt kringum mig, kannski kaupa blóm í vasa og skúra gólfin. Reyndar skúraði á föstudaginn en lóló lætur ekki á sér standa og því best að ryksuga og síðan skúra. Ég hef ekki kíkt undir rúmið, en veit að þar leynist lóló og bíður eftir að fara á flakk svo fljótt sem ég opna svalardyrnar eða stóru gluggana. Síðan ætla ég að fara út og kaupa 39 krónu pizzu. Nenni ekki að laga mat. Latur og svo er ekki neitt til í ísskápnum eða búrinu. Svo ætla ég að hringja í Blástjörnuna og panta tíma fyrir Fönnu og fiðurfénaðinn. Jamm, haldið ykkur nú: Fanna er að koma til Svíþjóðar. Eydd og brennd jörð, eyðing og hörmungar. Nei nei, Fanna, elskulegust systir mín er að koma í stutta útréttingaferð til Kungariket Sverige. It will be "fönn".....
Ég hef svo sem ekkert að segja meira. Ég kem aftur að lyklaborðinu í dag. Hérna erum 21°C og skýjaslitrur á himni og svo til lygnt! Frábært! Einmitt eins og það á að vera. Ég fékk að vita í gær að dómkapítulinn hérna í Stokkhólmi hefði staðfest ákvörðum prófastsins að framlengja réttindatíma minn hérna í sem prests í Stokkhólmi. Þetta eru gleðifréttir fyrir mig. Ég mun því sjá um vikulegar guðsþjónustur (messur) hérna í kirkjunni minni allt sumarið og fram á haust ef Guð lofar. Hingað til hef ég nú haft guðsþjónustur í kirkjunni (og öðrum kirkjum) í næstum því 3 ár. þetta hefur verið sérstaklega gaman og gefandi. Mér finnst sem sænska kirkjan sé kærleiksrík, umburðarlynd, heiðarleg. Það gleður mig að ég hafi fengið þetta tækifæri að starfa í og fyrir hana.
Jæja, best að fara út í sólina... Heyrumst...
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.5.2008 | 19:17
De rättfärdigas hopp
St. Jakobskyrkan, Stockholm, 29.05.2008
Salomos vishet 2:1-3:5b.
Svart och vitt räknas inte som färger. Dessa icke-färger representerar i kyrkligt sammanhang ljus, odödlighet och glädje, mörke, dödlighet och sorg. De representerar många människors liv som enten vandrar i skuggans dal eller njuter av dagsljuset och lever sitt liv med hjärta av brinnande kärlek. Tron kan ge liv till de dagar vi har, medan gudlösheten inte ger annat än fler innantomma dagar. I sitt överflöd, i sin gränslösa rikedom, gömd bakom världsliga ägor, finns ofta en liten rädd människa. En människa som lider av ensamhet. En människa som lider på grund av sitt livs ytlighet som ofta kan vara insamlingens följeslagare av världslig rikedom. Dagarnas överflöd, rikedom och den sociala säkerheten har gjort att vi har tillåtet oss att tappa syn på livets framgång, att allt strömmar framåt och det fortare än vi anar. Påminta av våra födelsedagar, högtider och årstider, berörda av sjukdomar och avskedstagande av bortgångna släktingar och vänner allt påminner oss om att klockan tickar och livet, det sanna livet går förbi utan att vi gör något åt det. Vi blir sedan förvånade och rädda när döden bultar på. Vi är inte bereda, vi tar döden för en olycka, och gör allt vad vi kan för att milda den, skymma den och dölja. Vi blir förblindade av framgången, den falska tryggheten och vi börjar ta allt för givet. Genom att leva livet på det sättet, gör vi ett passivt val. Vi blir förblindade av den korta glädjen, den snabba livsstilen och behagligheten. Vi ber Gud om hjälp i motgång, men egentligen behöver vi heller hans hjälp när vi har som mest medgång i livet. I vår framgångstid saknas ändå så mycket, det viktiga - allt som ger livet innehåll. Guds ande, Guds kärlek och medbroderskap. Folk slutar våga, kanske av sin okunskap, rädsla eller oförmåga att närma sig andras lidande. Kärleken blir villkorsbunden. Livet blir för många en meningslös rundvandring, var man återkommer till samma ställe om och om igen och livet passerar förbi utan att den anar det och plötsligt, utan någon varning bultar någon på dörren.För ett tag sen läste jag Astrid Lindgrens bok om Bröderna Lejonhjärta. Ibland dyker upp fraser från den underbara boken, hela meningar blir ljuslevande föra mina ögon och jag ser kopplingar till olika saker, situationer och även mitt liv. En sådan fras från boken kopplar jag till precis med det att våga. Det är när Jonatan och Skorpan sitter i Ryttargården och njuter av livet och lugnet som omsluter dem. Jonatan säger då plötsligt: Nu måste jag lämna dig och gå ut och slåss med Tengil! Men varför säger Skorpan. Varför måste du det? Ibland svarar Jonatan måste man göra det som är farligt. Annars är man ingen människa, utan bara en liten lort. Samma gäller vår heliga tro. Den är som vatten, står det länge stilla tappar det sina egenskaper att vara livgivande, det blir odrickbart och dunstar. För att tron skall leva och styrkas, måste den genom bön och goda gärningar, genom ett liv i tro ge liv till dagarna, liv samman med ett odödligt hopp i Herrens godhet och nåd.Det är frågan om att göra det som är rätt i våra liv, lyssna till rösten som hörs i tystnaden, i bönen och i Guds ord och hängiva oss trons mysterium.Gud skapade oss till odödlighet, och gjorde oss till en bild av sitt eget väsen. Vår uppgift är att vara de Gud skapade oss till att vara. Gud är en älskande fader som tuktar sina barn, som det står i Salomos vishet, och han vet bäst vad vi behöver. Visserligen utsätter han oss för små duggor och ibland prov, men ser han att vi anstränger oss, att vi lär oss något och tar del av hans vishet vid livets många prov, möter han oss med stor godhet.Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 20:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.5.2008 | 19:00
Jack the Ripper og dómarar síðustu aldar
![]() |
Dómarar ekki viljalaus verkfæri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |